Morgunblaðið - 31.03.2005, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 31. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞINGKOSNINGAR verða í Zimb-
abwe í dag, þær sjöttu frá því að
landið fékk sjálfstæði árið 1980.
Verður þá kosið
um 120 þingsæti
af 150 en Robert
Mugabe forseti
og leiðtogi
stjórnarflokks-
ins, ZANU-PF,
skipar sjálfur í
hin 30. Nú er það
ekki svo, að ein-
hver vafi þyki
leika á um úrslit-
in. Víst er talið, að Mugabe muni
vinna enn einn „stórsigurinn“, það
er að segja, hann muni beita sömu
brögðum og í kosningunum 2000 og
2002, víðtæku kosningasvindli.
Nicolas Schmit, utanríkisráð-
herra Lúxemborgar, sem nú er í
forsæti fyrir Evrópusambandinu,
sagði síðastliðinn þriðjudag, að
kosningarnar í Zimbabwe væru
„skrípaleikur“ og benti á, að Mu-
gabe hefði bannað erlendum eft-
irlitsmönnum að fylgjast með kosn-
ingunum, öðrum en frá nokkrum
Afríkuríkjum og Rússlandi. Hvatti
Schmit til, að Evrópusambandið
brygðist hart við ástandinu í land-
inu og það sama hefur komið fram
hjá talsmönnum Bandaríkjastjórn-
ar. Condoleezza Rice utanríkisráð-
herra sagði nýlega, að Zimbabwe
væri einn af „útvörðum einræðis-
ins“ og fékk það þá framan í sig frá
Mugabe, að hún væri ekkert annað
en undirlægja hvítra manna.
Bandaríkin og Evrópusambandið
hafa raunar þegar gripið til nokk-
urra refsiaðgerða gegn Mugabe og
stjórn hans. Hafa þau meðal annars
sett ferðabann á hann og 80 nán-
ustu samstarfsmenn hans.
Mugabe var á sínum tíma einn af
leiðtogum baráttunnar gegn stjórn
hvítra manna í Ródesíu eins og
landið hét þá en eftir samfellda
stjórn frelsishetjunnar í 25 ár, má
heita, að landið sé í rúst. Zimbabwe
var áður ein helsta matarkistan í
sunnanverðri Afríku en á síðustu
fimm árum hefur þjóðarframleiðsl-
an skroppið saman um 35%. Verð-
bólgan hefur farið í 600% og hung-
ursneyð ríkir víða í landinu.
Erlendur gjaldeyrir til eldsneytis-
og matarkaupa er ekki til og um
þrjár milljónir manna hafa ýmist
flúið landið vegna ofsókna eða til að
verða sér úti um atvinnu erlendis.
Á þetta ekki síst við um þá, sem
hafa einhverja menntun, enda er
nú svo komið, að menntaða heil-
brigðisstarfsmenn er varla að finna
í landinu.
Úr frelsishetju
í harðstjóra
Ein af meginástæðunum fyrir
afturförinni í Zimbabwe er sú
ákvörðun Mugabes að taka landið
af hvítu bændunum og skipta því
upp á milli landlausra blökku-
manna. Raunar lenti það fyrst og
fremst í höndunum á flokksmönn-
um hans, her- og lögreglumönnum,
sem undantekningalítið kunnu ekk-
ert til landbúnaðar. Afleiðingin er
sú, að landið er ekki nýtt og land-
búnaðarframleiðslan hefur í heild
minnkað um helming.
Vegna þess er fólk að deyja úr
hungri á landsbyggðinni. Brugðust
alþjóðlegar hjálparstofnanir strax
við því með matvælaaðstoð en fyrir
tveimur árum ákvað Mugabe, að í
stað þess að dreifa matnum ókeyp-
is, skyldu þær afhenda stjórnvöld-
um allar birgðirnar. Síðan hafa þær
verið seldar örsnauðu fólkinu og
talsmenn ZANU-PF segja það full-
um fetum, að aðeins stuðnings-
menn flokksins muni fá einhverja
aðstoð.
Áætlað er, að af 11,5 milljónum
íbúa í Zimbabwe þurfi 5,8 milljónir
á tafarlausri aðstoð að halda eigi
þeir ekki að svelta í hel. Fyrir þá
getur því stuðningur við stjórnar-
andstöðuna jafngilt dauðadómi.
Baráttan er á
milli tveggja flokka
Tveir helstu stjórnmálaflokkarn-
ir í Zimbabwe eru ZANU-PF,
flokkur Mugabes, sem er nú með
68 menn á þingi, og MDC, Hreyf-
ingin fyrir lýðræðislegum breyting-
um, sem hefur 51 þingmann. Var sá
flokkur stofnaður 1999 og sækir
stuðning sinn til allra stétta, jafnt
verkamanna sem menntaða fólks-
ins.
Er leiðtogi hans Morgan Tsvang-
irai, 53 ára gamall verkamaður.
Hefur hann farið mikinn í baráttu
sinni gegn Mugabe þótt hann hafi
raunar alla tíð verið með annan fót-
inn í réttarsölum vegna ásakana
Mugabes á hendur honum fyrir
föðurlandssvik.
Að auki bjóða fram í kosning-
unum fjórir smáflokkar og nokkrir
óháðir frambjóðendur. Af þeim
vekur mesta eftirtekt Jonathan
Moyo, fyrrverandi upplýsingaráð-
herra Mugabes og raunar höfundur
hinna alræmdu fjölmiðlalaga. Voru
þau sett til að þagga niður í óháð-
um fréttamiðlum.
Moyo sagði skilið við Mugabe og
ZANU-PF í desember síðastliðnum
vegna óánægju með val Mugabes á
nýjum varaforseta og býður sig nú
fram í Tsholotsho-kjördæmi í Ma-
tabelelandi en þar hefur alltaf verið
mikil andstaða við Mugabe og
stjórn hans. Miðað við ferilinn er
Moyo augljóslega enginn lýðræð-
issinni en það yrði þó mikið áfall
fyrir ZANU-PF ef hann sigraði í
Tsholotsho.
Hefur Mugabe þegar brugðist
við þeim möguleika með því að lýsa
yfir, að hann muni þá „einangra“
héraðið.
800.000 „draugaatkvæði“
Almennt er talið víst, að Tsvang-
irai og flokkur hans, MDC, hefðu
borið sigur úr býtum í kosning-
unum 2002, hefðu útsendarar
Mugabes ekki barið á stuðnings-
mönnum hans og handtekið fyrir
„pólitíska glæpi“. Ofbeldið, sem
hefur raunar verið minna fyrir
kosningarnar nú, er þó aðeins lítill
hluti af svindlinu. Á flestum kjör-
stöðum eru starfsmennirnir her-
menn, sem kunnir eru fyrir að ógna
fólki, og það eru þeir, sem afhenda
kjörseðla og telja atkvæðin.
Önnur aðferð stjórnvalda er að
breyta kjördæmaskipaninni, allt
eftir því hvað þau telja koma sér
best. Nokkur kjördæmi í Harare,
höfuðborginni, og öðrum borgum
þar sem MDC nýtur mikils fylgis,
hafa verið lögð niður og önnur búin
til á landsbyggðinni þar sem mikið
er um landlausa bændur og líklega
til að kjósa ZANU-PF. Þar fyrir
utan hamra talsmenn Mugabes á
því, að sjá megi í gegnum gagnsæja
kjörkassana hverjir kjósi MDC.
Mesta svindlið er líklega í gegn-
um kjörskrána, sem hefur þó aldrei
verið birt opinberlega. Athugun,
sem starfsmenn MDC í Bulawajo
gerðu á 500 kjósendum á skrá,
sýndi, að aðeins helmingurinn var
rétt skráður og fimmtungurinn var
látinn.
Embættismenn hafa áður séð
um, að þessi „draugaatkvæði“, látið
fólk á skrá, lendi öll hjá ZANU-PF.
Áætlað er, að þetta samsvari um
800.000 atkvæðum en alls eru kjós-
endur 5,3 milljónir. Við þetta bæt-
ist síðan, að þeim þremur millj-
ónum manna, sem nú eru
utanlands, er bannað kjósa.
Vill breyta
stjórnarskránni
Mugabe, sem er kominn yfir átt-
rætt, hefur sett markið hátt í þess-
um kosningum, stefnir að því að fá
tvo þriðju atkvæða og hefur það
líklega í hendi sér. Það er til að
hann geti breytt stjórnarskránni,
einkum því ákvæði, sem segir, að
efna skuli til kosninga strax og for-
seti segir af sér. Að því frátöldu
getur hann sjálfur valið sér eft-
irmann og þannig tryggt áfram-
haldandi ógnarstjórn í landinu.
Pius Ncube, erkibiskup í Harare,
sem hefur gagnrýnt Mugabe harð-
lega, segir, að aðeins almenn upp-
reisn muni geta hrakið Mugabe frá
en hann er ekki trúaður á, að af
henni verði.
„Fólkið er hrætt og óttast um líf
sitt. Það bíður þess eins, að Mug-
abe hrökkvi upp af. Ég bið líka fyr-
ir því,“ sagði Ncube.
Fréttaskýring | Kjósendur í Zimbabwe munu ganga að kjörborðinu í dag en líklega eru úrslitin þegar ráðin að því er fram kemur í
þessari grein Sveins Sigurðssonar. Ofbeldi, kúgun og fangelsanir eru þau meðul, sem Robert Mugabe, forseti landsins, hefur beitt
gegn landsmönnum og breytt um leið þessari matarkistu, sem áður var, í örsnautt ríki þar sem hungurvofan leikur lausum hala.
Kosningar í
skugga of-
beldis og svika
Reuters
Stuðningsmenn MDC á kosningafundi í Harare með mynd af leiðtoga flokksins, Morgan Tsvangirai. Hvítt fólk í land-
inu hefur látið lítið fyrir sér fara í kosningabaráttunni vegna þess áróðurs Mugabes, að Tsvangirai gangi erinda þess.
Robert Mugabe
’Fólkið er hrætt og ótt-ast um líf sitt. Það bíður
þess eins, að Mugabe
hrökkvi upp af.‘
svs@mbl.is