Morgunblaðið - 01.05.2005, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 41
UMRÆÐAN
GISTIHÚS
Gistihús í fullum rekstri á svæði 105 í
Reykjavík til sölu.
Húsnæðið er 600 fm á 2. og 3. hæð,
fullinnréttað og að mestu leyti ný tekið í gegn.
Í húsnæðinu er 75 fm húsvarðaríbúð, 8
stúdíóíbúðir og 12 tveggja og þriggja manna
herbergi, tveir morgunverðarsalir sem geta
tekið 45 manns í mat.
Öll tilskilin leyfi eru fyrir hendi.
Upplýsingar gefur Regina í síma 898 1492.
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa gulli betri
Suðurlandsbraut 4a • 108 Rvk. • Fax 533 4811 • midborg@midborg.is
533 4800
Laugavegur 182 • 105 Rvík • Fax 533 481 • mid idborg.is
GNOÐARVOGUR 48
OPIÐ HÚS
OPIÐ HÚS DAG FRÁ KL. 14-15
134,1 fm mjög góð neðri sérhæð auk 32,2 fm bílskúrs í
fallegu fjórbýli við Gnoðarvog. Laus strax. Hæðin, sem
er með sérinngangi, skiptist í forstofu, hol, gestasnyrt-
ingu, þrjú stór svefnherbergi, stofu, baðherbergi, eld-
hús með borðkrók og búri. Suðursvalir. Geymsla og
þvottahús í kjallara. Möguleg skipti á 2ja-3ja herbergja
íbúð, helst í Vogunum. Verð 26,9 millj. 5386.
Jón, sími 659 1311, sýnir í dag frá kl. 14-15.
Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali.
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
OPIÐ HÚS FRÁ KL. 14-16
NJÁLSGATA 59 – 4. H.H.
Falleg og björt 103 fm 3ja-4ra herbergja íbúð með frábæru útsýni til hafs
og fjalla. Íbúðin er mjög opin og tengist eldhús og forstofan holinu. Eldhús
með skápum í hinum svo kallaða „sixties“-stíl. Linoleum-dúkar á gólfum.
Tvennar svalir með útsýni til Esjunnar og sjávar annars vegar og að Hall-
grímskirkju og Háteigskirkju hins vegar. Danfoss er á ofnum og tvöfalt gler í
öllum gluggum. Húsið er í mjög góðu standi. Sameignin er stór og rúmgóð.
Húsið var allt málað að utan sem innan á síðasta ári. Þakið er nýtt og tepp-
in á sameigninni sömuleiðis. Auðvelt er að breyta íbúðinni í 4ra herbergja
íbúð.
ÍBÚÐIN ER TIL SÝNIS MILLI KL. 14.00 OG 16.00 Í DAG.
Síðumúla 27 108 Reykjavík
sími 534 4040 fax 5340 4044
Erlendur Davíðsson Lögg. fasteignasali og verðbréfamiðlari
Mjög gott verslunar- og skrifstofuhús-
næði á jarðhæð með mjög góðri að-
komu, m.a. innkeyrsludyrum og sér-
merktum bílastæðum. Húsnæðið telur
tvö bil sem eru annars vegar 84,6 fm. og
hins vegar 82,8 fm. sem í dag eru nýtt
saman. Húsnæðið snýr út á Nýbýlaveg-
inn, með góðu útsýni og sést vel frá göt-
unni. Verð 19.500.000,-
NÝBÝLAVEGUR, KÓPAVOGUR
Stórt einbýlishús/tvíbýlishús sem er vel
staðsett neðan við götu með góðri að-
komu. Húsið sem er byggt 1973 er alls
380 fm. að stærð, sem skiptist í 160 fm.
aðalhæð, 33 fm. bílskúr og 190 fm. neðri
hæð. Sér 2ja herbergja íbúð með sérinn-
gangi. Hús sem býður upp á mikla
möguleika. Verð kr. 65.000.000,-
LANGAGERÐI, REYKJAVÍK
Glæsileg 137 fm. íbúð á 2. hæð og risi
auk bílskúrsréttar í litlu fjölbýli. Íbúðin er
með vönduðum innréttingum og gólfefn-
um. Skipting íbúðarinnar er forstofa, hol,
eldhús, stofa og borðstofa, þvottaher-
bergi, baðherbergi og þrjú svefnherbergi
á hæðinni. Í risi er sjónvarpshol og
svefnherbergi. Tvennar svali. Húsið ný-
lega viðgert að utan. Mjög góð staðsetn-
ing.Verð kr. 28.400.000,-
LAXAKVÍSL, REYKJAVÍK
Mjög góð 90 fm. hæð auk 31 fm. bíl-
skúrs í mjög góðu steinhúsi byggðu árið
1952. Íbúðin skiptist í hol, eldhús, bað-
hebergi, stofu og borðstofu og þrjú
svefnherbergi. Frábær staðsetning.
Verð kr. 23.200.000,-
BARÐAVOGUR, REYKJAVÍK
Mjög góð 105 fm. íbúð auk 25 fm. bíl-
skúrs í góðu steinsteyptu fjöleignahúsi
byggðu 1989. Eignin er mjög vel skipu-
lögð og innréttuð. Verð kr. 25.200.000,-
GRANDAVEGUR, REYKJAVÍK
Höfum fengið til sölumeðferðar 3.000 fm. verslunar, skrifstofu- og þjónustu-
húsnæði í bólmlegum verslunarkjarna í Reykjavík. Húsnæðið með býður upp
á fjölbreytta nýtingu verður laust eigi síðar en 1. september 2005.
Verð kr. 375.000.000,-
GLÆSILEGT OG VEL STAÐSETT ATVINNUHÚSNÆÐI
ÞAÐ hefur verið mjög ánægju-
legt að vinna með Össuri Skarp-
héðinssyni að málefnum lands-
byggðarinnar á þeim árum sem
hann hefur gegnt for-
mennsku í Samfylk-
ingunni. Hann hefur
verið boðinn og búinn
til þess að fara með
okkur þingmönnum
flokksins um landið,
stuðla að uppbygg-
ingu félagsstarfs
Samfylkingarinnar í
byggðum landsins og
hlusta eftir röddum
fólksins.
Margt landsbyggð-
arfólk hefur haft á
orði eftir stutta við-
kynningu við Össur að það sé eins
og þeir hafi þekkt hann alla ævi,
slík er nærvera Össurar. Eftir
ferðir okkar um mitt kjördæmi
get ég fullyrt að Össur hefur
næman skilning á þörfinni fyrir
lifandi landsbyggð og nauðsyn
þess að Alþingi sé ekki fjarri vett-
vangi þegar færi gefst á verk-
efnum sem geta valdið straum-
hvörfum í einstökum landshlutum.
Eins og Össur hefur bent á eru
hagsmunir allra landsmanna að
öflug byggðasvæði séu til staðar í
öllum landshlutum. Því miður eru
sjóðir á vegum stjórnvalda alltof
smáir og úthaldslitlir til þess að
hafa varanleg áhrif. Sérstaklega á
þetta við þegar ýmsir lánasjóðir,
sem hafa sinnt afmörkuðum verk-
efnum í þágu byggðaþróunar, eru
ekki lengur samkeppnishæfir við
bankakerfið. Þess vegna er enn
brýnna að fjárfesta í arðbærum
verkefnum á landsbyggðinni.
Samfylkingin með Össur í fram-
línunni lítur á landið í heild sem
vettvang atvinnulífs og framþró-
unar. Fjármunir sem lagðir eru í
uppbyggingu á landsbyggðinni
skila sér til landsmanna allra í
betri byggð og öflugra samfélagi.
Skólar og smáfyr-
irtæki blómstri
Samfylkingin hefur
lagt sérstaka áherslu
á að vera málsvari
bættra rekstrarskil-
yrða smáfyrirtækja.
Mikilvægi þeirra í
þróun fámennra
byggðarlaga er ótví-
rætt. Samtökin Jafn-
aðarmenn í atvinnulíf-
inu, sem Össur á
heiðurinn af að stofn-
uð voru innan Sam-
fylkingarinnar, hafa
einsett sér að sinna þessum þætti
vel.
Landsbyggðarmenn fara ekki
fram á sérréttindi heldur að jafn-
ræði ríki milli íbúa hvar sem er á
landinu. Þar skiptir mestu að skól-
ar séu sem öflugastir, samgöngur
og fjarskipti sem greiðust og
flutningar á vöru og þjónustu geri
ekki búsetu eða störf utan Suð-
vesturhornsins óhagkvæm og
íþyngjandi. Össur hefur ávallt
sýnt þessum þörfum landsbyggð-
arinnar mikinn skilning og verið
óhræddur við að leggja okkur lið í
þeirri jafnréttisbaráttu.
Við landsbyggðarfólk eigum
Össur sem hauk í horni og styðj-
um hann sem formann Samfylk-
ingarinnar, enda stjórn hans á
flokknum undanfarin ár reynst
bæði farsæl og árangursrík.
Össur og landsbyggðin
Einar Már Sigurðarson skrifar
til stuðnings formanni Samfylk-
ingarinnar ’,,… eins og þeir hafiþekkt hann alla
ævi …“‘
Einar Már Sigurðarson
Höfundur er þingmaður Samfylk-
ingarinnar í Norðausturkjördæmi.