Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 68

Morgunblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 68
68 SUNNUDAGUR 1. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ The Jacket kl. 3.15 - 5.50 - 8-10.10 b.i. 16 The Motorcycle Diaries kl. 3 - 8 - 10.30 Beautiful Boxer kl. 5,30 Maria Full of Grace kl. 3.50 -8 b.i. 14 Napoleon Dynamite kl. 6 - 10 Vera Drake kl. 3 - 8 Beyond the Sea kl. 5,30 Hole in my Heart kl. 10,30 b.i. 16 Garden State kl. 3.30 - 8 b.i. 16 Don´t Move kl. 5,40 b.i. 16 9 Songs kl. 10,15 b.i. 16  Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og “King Arthur”. B.i. 16 ára. ALLS EKKIFYRIRVIÐKVÆMA!  DV Ó.H.T Rás 2 H.L. MBL  Ó.H.T Rás 2 3 ÓSKARSTILNEFNINGAR MBL Ó.H.T Rás 2 3 sýningar eftir 3 sýningar eftir A Hole in my Heart Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (The Pianist) og Keira Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”.. 3 DAGAR EFTIR! Framlengt til 2. maí SVO ítrekað hefur Woody Allen valdið vonbrigðum með kvikmynd- um sínum síðustu ár, að maður er hættur að búast við of miklu, eða dæma myndirnar of hart þegar nýtt verk bætist í sarpinn. En ein- mitt af þessum sökum er ekki hægt að afsaka eða setja fyrirvara við þann gallagrip sem nýjasta Allen myndin, Melinda og Melinda er. Ekki er myndin aðeins enn eitt dæmið um stöðnun og sjálfhverfu Allens sem kvikmyndagerðar- manns, heldur er hún klaufalega skrifuð og útfærð í þokkabót. Sögusviðið og sögupersónur eru kunnuglegar stærðir í höfund- arverki Allens. Smekklegir og vel máli farnir Manhattanbúar, sem hafa tilfinningaþroska á við leik- skólabarn en láta það ekki hindra sig í að tala í smaátriðum um til- finningar sínar meðan hamingj- unnar er leitað undir hverri þúfu. Allen reynir að gefa þessu marg- notaða viðfangsefni sínu frumlegan blæ með því að vefja það inn í til- raunakennda rammafrásögn. Í blá- byrjun myndarinnar hittum við fyrir hóp af fólki, þar á meðal tvö leikskáld sem fara í nokkurs konar keppni um það hvort sé betra til þess fallið að tjá litbrigði tilver- unnar, þ.e. harmleikurinn eða gam- anleikurinn. Þeir leggja upp með stutta frásögn af konu, Melindu að nafni, sem kemur óboðin og upp- námi í matarboð. Í báðum sögum kemur ungt, kúltíverað og listrænt fólk við sögu, sem af dularfullum ástæðum er klætt í nýjustu tískuföt og býr í sjarmerandi íbúðum á Manhattan, skálar í kampavíni á kvöldin og heldur boð með lifandi tónlist. Þetta sama fólk ætti í raun að vera skítblankt og búa í besta falli í Brooklyn, enda um að ræða atvinnulausa leikara, tónlistar- kennara og unga kvikmyndagerð- arkonu sem ekki hefur tekist að fjármagna myndir sínar. En þótt hægt sé að afsaka þetta firring- areinkenni Allens, er ekki hægt annað en fyllast þreytu yfir því að lokast inni í þessum Allen heimi þar sem sex eða sjö mismunandi persónur tala allar eins og Woody Allen. Það er einna helst Will Fer- rell sem leikur í gamanútgáfu sög- unnar, sem hleypir lífi og fjöri í leikinn, enda á hann að vera fulltrúi Allen-týpunnar kunnuglegu í myndinni. Þá leggja leikarar á borð við Radha Mitchell, Chloe Sevigny og Chiwetel Ejofor sig fram í sín- um hlutverkum, en engum þeirra tekst af hrista af sér þann svo aug- ljóslega skrifaða tón sem einkennir textann. En það er líka eitthvað alvarlegt að sjálfri umgjörðinni, þ.e. (allt of) hástemmdum rökræðum leikskáld- anna tveggja um gildi harmleiksins vs. gamanleiksins, sem er skellt fram af miklu offorsi í byrjun myndarinnar. Samræðurnar, og þar með forsendurnar sem gefnar eru fyrir sögunni, eru hreinilega of ósannfærandi. Hvaða þenkjandi rithöfundur eða leikskáld fer að kýta um það hvort sé betra en hitt, gamanleikur eða harmleikur? Svar- ið er kannski það sem Allen reynir að sýna fram á í útfærslu sögunnar, þ.e. að formin séu samtvinnuð, þau fóðri hvort annað. En því miður eru Melindu-sögurnar álíka lélegir prófsteinar á virkni formanna. Hinn svokallaði harmleikur er í besta falli niðurdrepandi meló- drama, þar sem persónusköpunin lyktar af mannfyrirlitningu og hug- myndadeyfð, en gamanleikurinn er fyrst og fremst sá þráður þar sem Allen ætti að vera á heimavelli, en tekst engu að síður ekki að breiða yfir hugmyndaskortinn. Reyndar er gamansagan tvímælalaust sterk- ari en harmsagan, þar vottar fyrir sann-allenískum töktum, en líklega er það fyrst og fremst af gleði yfir því að vera sloppinn frá hinum leið- indunum í bili, að maður fagnar gamanleiknum. Woody Allen ætti kannski að láta staðar numið áður en honum tekst að afskræma fyrri verk sín svo mikið að maður fái nóg af Allen fyrir lífstíð. Leiðindi og meiri leiðindi KVIKMYNDIR Smárabíó - IIFF Leikstjórn: Woody Allen. Aðahlutverk: Radha Mitchell, Will Ferrell, Amanda Peet, Chloe Sevigny, Johnny Lee Miller og Chiwetel Ejofor. Bandaríkin, 90 mín. Melinda and Melinda / Melinda og Mel- inda  Í firrtum heimi Allens eru vandmálin lítilfjörleg og fátækir listamenn lifa blómlegu bóhemalífi. Heiða Jóhannsdóttir Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Fréttir í tölvupósti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.