Morgunblaðið - 18.05.2005, Síða 13

Morgunblaðið - 18.05.2005, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 13 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                     ! " # ! $ %% & ! '''( ( & )*      +   + ,   ,      (     -    ,           .        /         .                .  ,   /&       012 345 ( ,67   $  /   ( 08926:3)2 / &(  ,0;24 <=>>769 / 88?@AAB=6 C41DB82*0   &  &  $ EF F F F E F GF   ,( G/,   /   "    . /    ,',  H            . / &  ,,   +          JKI   -    -   .   - , +  + +  +   ((((     $    $    $ 'E    + J     $      ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI STJÓRNENDUR Actavis Group hafa enga vitneskju um að upplýs- ingar hafi lekið frá höfuðstöðvum fyrirtækisins eða ráðgjöfum þess varðandi viðræður um hugsanleg kaup á öðru fyrirtæki, að sögn Hall- dórs Kristmannssonar, forstöðu- manns innri og ytri samskipta Actavis. Hann segir að ekkert hafi komið upp sem staðfesti slíkan leka. Kauphöll Íslands stöðvaði við- skipti með hlutabréf Actavis síðast- liðinn föstudag og í kjölfarið greindi félagið frá því að viðræður um kaup á fyrirtæki væru langt á veg komnar. Greiningardeildir bankanna hafa sagt að það sé miður að upplýsingar sem þessar virðist eiga vanda til að laumast út úr aðalstöðvum Actavis og vísað til viðræðna sem greint var frá að Actavis (þá Pharmaco) átti í um kaup á öðru félagi í febrúar 2004. „Það sem gerðist síðastliðinn föstudag var að það voru snögg við- brögð á markaðinum og bréf Actavis hækkuðu hratt,“ segir Halldór. „Þar sem við vissum að við erum á loka- stigi í samningum töldum við mögu- leika á því að markaðurinn hefði hugsanlega einhverjar upplýsingar. Hvort það var á rökum reist gátum við ekki lagt mat á, en til að tryggja jafnræði á markaðinum sendum við frá okkur tilkynninguna um viðræð- urnar síðastliðinn föstudag. Farið verður gaumgæfilega yfir málin nú líkt og gert var á síðasta ári.“ Leki hugsanlega frá öðrum Halldór segir það nokkuð sérstakt að bankarnir gagnrýni hugsanlegan upplýsingaleka frá félaginu. Ekkert liggi fyrir um það og hafi tilkynning frá félaginu verið send til að tryggja að allir markaðsaðilar hefðu sömu upplýsingar. Á síðasta ári hafi verið farið vel í gegnum það mál sem upp kom og niðurstaðan verið sú að upp- lýsingar hefðu mjög ólíklega borist frá félaginu heldur hugsanlega frá þeim aðilum sem nú gagnrýna félag- ið hvað mest fyrir upplýsingaleka. „Fyrir um ári voru haldnir kynn- ingarfundir með stærstu fjármála- fyrirtækjunum hér heima vegna væntanlegrar fjármögnunar og fá- einum klukkustundum síðar snar- hækkaði gengið og við þurftum að grípa inn í málið með tilkynningu líkt og nú. Ekki liggur þó annað fyrir en sterkur grunur félagsins um þann leka og höfðum við frumkvæðið að því að benda Fjármálaeftirlitinu á þennan grun, sem tók málið til rann- sóknar,“ segir Halldór. Ekki leki hjá Actavis Group Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 12,3 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir 3,5 milljarða, en um helmingur þeirra viðskipta var með bréf KB banka, eða um 1,7 millj- arðar. Úrvalsvísitalan hækkaði lít- illega, eða um 0,05% og er 4.053 stig. Bréf FL Group hækkuðu um 2,8%, bréf KB banka um 0,9% og bréf Öss- urar um 0,6%. Bréf Burðaráss og Landsbankans lækkuðu um 2,4%. Lítilsháttar hækkun í Kauphöllinni ● BANDARÍSKI auðkýfingurinn Mal- colm Glazer hefur nú tryggt sér 75% hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United og getur hann þar með afskráð félagið úr kauphöll- inni í London. Hann hefur gefið það út að hann muni afskrá félagið innan 20 daga. Manchester United verður afskráð ● BRESKA matvælaframleiðslufyr- irtækið Geest er orðið hluti af sam- stæðu Bakkavarar Group og að fullu í hennar eigu. Voru hlutabréf Geest afskráð úr kauphöllinni í London á mánudag en yfirtaka Bakkavarar á félaginu tók formlega gildi sl. föstu- dag. Kaupverð verður greitt til hlut- hafa 27. maí nk. Bakkavör Group tók við stjórn- artaumunum í Geest á föstudag, samkvæmt tilboði sem gert var í allt hlutafé Geest hinn 8. mars sl. og hluthafar samþykktu hinn 20. apríl. Bakkavör Group er nú stærsta matvælafyrirtæki í Bretlandi á sviði tilbúinnar kældrar matvöru og hefur leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði. Fé- lagið rekur yfir 40 verksmiðjur í fimm löndum með um 13 þúsund starfs- menn og framleiðir um 4.500 vörur í yfir 16 vöruflokkum undir merkjum stórmarkaða. Samanlögð velta Bakkavarar Group og Geest árið 2004 var 995 milljónir punda, um 115 milljarðar króna, og samanlögð EBITDA var 99,4 milljónir punda, 12 milljarðar króna. Barclays banki og KB banki lána samtals 575 milljónir punda til kaup- anna. Þar af fjármagnar Barclays 500 milljónir punda, en það er stærsta einstaka lánveiting banka til íslensks fyrirtækis. Heildarverðmæti kaupanna er 694 milljónir punda, 81 milljarður króna. Hlutabréf Geest afskráð í London ● AFKOMA Finnair á fyrsta fjórðungi þessa árs var yfir áætlunum félags- ins. Hagnaðurinn á tímabilinu nam 11,5 milljónum evra, sem sam- svarar um 969 milljónum íslenskra króna. Áætlanir gerðu ráð fyrir 7,5 milljóna evra hagnaði. Eins og önnur flugfélög hefur Finnair barist við hátt olíuverð og í ljósi þess telur félagið að uppgjörið sé mjög gott. Burðarás er hluthafi í Finnair. Afkoma Finnair yfir áætlunum ● RAY Webster lætur nú af störfum sem forstjóri easyJet samstæð- unnar eftir 10 ára störf en áður hafði verið talið að hann myndi hætta á næsta ári. Greint var frá þessu á vef breska blaðsins Independent. Þegar Webster tók við starfi for- stjóra félagsins hafði það tvær flug- vélar í leigu en undir hans stjórn hef- ur easyJet vaxið verulega. Einnig hefur verið tilkynnt að Stel- ios Haji-Iannou, aðaleigandi easy- Jet, taki aftur sæti í stjórn félagsins. Forstjóri easyJet hættir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.