Morgunblaðið - 18.05.2005, Qupperneq 14
Moskva. AP. | Dómstóll í Moskvu telur rússneska auðkýf-
inginn Míkhaíl Khodorkovskí sekan um flestar ákær-
urnar á hendur honum, að sögn rússnesku fréttastof-
unnar Interfax í gær.
Dómarinn Irina Kolesnikova hóf dómsuppkvaðn-
inguna á mánudag og gert er ráð fyrir að hún taki nokkra
daga. Khodorkovskí, sem var álitinn auðugasti maður
Rússlands og stjórnaði olíurisanum Yukos, og samstarfs-
maður hans, Platon Lebedev, eru sakaðir um skattsvik,
fjárdrátt og fleiri glæpi.
Interfax hafði eftir Kolesníkova að málsgögn og fram-
burður vitna sönnuðu sekt Khodorkovskís og Lebedevs.
Saksóknarar hafa krafist þess að þeir verði dæmdir í tíu
ára fangelsi.
Einn af verjendum Khodor-
kovskís, Genrikh Pavda, sagði þó
að orðalag dómsniðurstöðunnar
sem dómarinn las í gær og fyrra-
dag vekti „von um mildari dóm“.
Khodorkovskí neitar sök og
stuðningsmenn hans segja að hann
hafi verið ákærður að undirlagi
stjórnvalda í Moskvu til að refsa
honum fyrir að styðja stjórnarand-
stæðinga fjárhagslega.
Lögreglan var með mikinn ör-
yggisviðbúnað við dómhúsið í gær vegna mótmæla stuðn-
ingsmanna og andstæðinga auðkýfingsins.
Telur Khodorkovskí sekan
Míkhaíl Khodorkovskí
fyrir rétti í gær.
BANDARÍSK yfirvöld létu sem þau
sæju ekki vísbendingar um ólögleg
viðskipti bandarísks fyrirtækis með
olíu frá Írak fyrir innrásina í landið,
að því er fram kemur í nýrri skýrslu
demókrata í bandarískri þingnefnd
sem rannsakar olíusöluáætlun Sam-
einuðu þjóðanna. Í skýrslunni segir
að bandarísk yfirvöld hafi vitað af
smygli á olíu frá Írak og jafnvel
greitt fyrir því í sumum tilvikum.
Skýrsluhöfundarnir segja að
bandarísk yfirvöld hafi einnig vitað
af ólöglegum aukagreiðslum til
stjórnar Saddams Husseins í
tengslum við áætlun Sameinuðu
þjóðanna á árunum 1996–2003 um að
Írakar fengju að selja olíu gegn því
skilyrði að tekjurnar rynnu að mestu
til kaupa á mat, lyfjum og öðrum
nauðsynjum.
„Við þurfum að horfa í spegilinn á
okkur sjálf og benda ekki aðeins á
aðra,“ sagði Carl M. Levin, þingmað-
ur demókrata í nefnd öldungadeildar
Bandaríkjaþings sem rannsakar
meinta spillingu og óstjórn í
tengslum við olíusöluáætlunina.
Áætlað er að stjórn Saddams
Husseins hafi fengið um 228 millj-
ónir dollara, sem samsvarar 15 millj-
örðum króna, í leynilegar auka-
greiðslur fyrir olíu sem seld var með
heimild Sameinuðu þjóðanna. Þar að
auki er hún talin hafa hagnast um
átta milljarða dollara, sem samsvar-
ar 530 milljörðum króna, á olíu-
smygli til Tyrklands, Sýrlands,
Egyptalands og Jórdaníu.
Bandarískt fyrirtæki sakað
um ólöglegar greiðslur
Í skýrslunni er meðal annars
fjallað um olíufyrirtæki í Texas,
Bayoil, sem keypti hráolíu í Írak og
seldi olíuhreinsunarstöðvum í
Bandaríkjunum um 200 milljónir
fata af íraskri olíu á tveimur árum
frá september 2000. Skýrsluhöfund-
arnir segja að Bayoil hafi greitt
stjórn Saddams Husseins „beint eða
óbeint“ alls um 37 milljónir dollara,
sem samsvarar 2,4 milljörðum
króna, leynilega þótt stjórnvöld í
Bandaríkjunum og öðrum aðildar-
löndum öryggisráðs Sameinuðu
þjóðanna hefðu vitað á þessum tíma
að stjórn Saddams krafðist auka-
greiðslna fyrir olíuna. Talið er að
greiðslurnar hafi numið allt að 30
centum á fatið.
Levin segir að embættismenn
Sameinuðu þjóðanna hafi farið þess
á leit við utanríkisráðuneyti Banda-
ríkjanna í júlí 2001 að það veitti upp-
lýsingar um hugsanlegar auka-
greiðslur Bayoil þar sem fyrirtækið
hafi ekki svarað fyrirspurnum Sam-
einuðu þjóðanna. Mánuði síðar hafi
utanríkisráðuneytið sent fjármála-
ráðuneytinu beiðni um að „hafa sam-
band við Bayoil og óska eftir skjót-
um og fullnægjandi svörum“.
Að sögn skýrsluhöfundanna liðu
átta mánuðir þar til
fjármálaráðuneytið
skrifaði Bayoil og
það skýrði Samein-
uðu þjóðunum aldr-
ei frá svörum fyrir-
tækisins. Með því að
láta hjá líða að rann-
saka viðskipti Bay-
oil og vísbendingar um ólöglegar
aukagreiðslur fyrirtækisins hafi
ráðuneytið „skotið sér undan
ábyrgð“.
Stöðvuðu ekki olíuskipin
Skýrsluhöfundarnir birtu einnig
skjöl sem renna stoðum undir ásak-
anir um að utanríkisráðuneyti og
sjóher Bandaríkjanna hafi greitt fyr-
ir því að Jórdanir gætu keypt um 7,7
milljónir fata af olíu sem smyglað var
með sjö stórum olíuskipum frá suð-
urhluta Íraks síðustu vikurnar fyrir
innrásina í landið árið 2003. Jórdan-
ar greiddu 53 milljónir dollara, sem
samsvarar 3,5 milljörðum króna, fyr-
ir olíuna. Öllum olíuskipunum var
hleypt framhjá bandarískum her-
skipum sem voru undan strönd Íraks
til að framfylgja viðskiptabanni á
landið.
„Bandarísk yfirvöld létu ekki að-
eins hjá líða að stöðva olíuskipin,
heldur virðast þau hafa greitt fyrir
olíuflutningnum, þótt margir hafi
vitað að hann var
skýlaust brot á við-
skiptabanninu,“
segja skýrsluhöf-
undarnir.
Levin sagði að ut-
anríkisráðuneyti
Bandaríkjanna og
varnarmálaráðu-
neytið hefðu synjað beiðni rannsókn-
arnefndarinnar um upplýsingar og
ekki svarað fyrirspurnum hennar.
Levin og repúblikaninn Norm Cole-
man, formaður þingnefndarinnar,
íhuga nú að stefna herforingja, sem
bar ábyrgð á aðgerðum sjóhersins,
fyrir nefndina.
Demókratarnir í rannsóknar-
nefndinni segja að bandarískir kaup-
endur hafi greitt rúman helming af
því fé sem stjórn Saddams fékk í
leynilegar aukagreiðslur.
„Bandaríkjastjórn vissi ekki að-
eins af olíusölu sem var brot á við-
skiptabanni Sameinuðu þjóðanna,“
segja skýrsluhöfundarnir. „Í sumum
tilvikum greiddi hún í reynd fyrir
ólöglegri olíusölu.“
Rannsökuðu ekki ólöglegar greiðslur bandarísks fyrirtækis til Saddams
Bandaríkin sögð hafa
greitt fyrir olíusmygli
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
’Við þurfum aðhorfa í spegilinn á
okkur sjálf og benda
ekki aðeins á aðra.‘
14 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
LÖGREGLA og félagsráðgjafar í
Bretlandi unnu að því hörðum hönd-
um í gær að fara yfir ábendingar sem
borist hafa um hver „dularfulli tón-
listarmaðurinn“ kunni að vera. Mað-
urinn fannst rennblautur og illa til
reika á götu í bænum Sheerness í
Kent í apríl. Hann hefur ekki mælt
orð af munni frá því að það gerðist en
komið hefur í ljós að maðurinn er hið
minnsta liðtækur píanóleikari.
Lögregla segir að fjöldi fólks hafi
haft samband og einhverjar vísbend-
ingar munu hafa borist sem talið er
að geti hjálpað til við að bera kennsl á
manninn. Hann er talinn vera um þrí-
tugt.
Hæfileikar mannsins komu í ljós
þegar starfsfólk Medway Maritime
sjúkrahússins lét hann fá blað og
blýant í þeirri von að hann myndi
skrifa nafn sitt. Þess í stað teiknaði
maðurinn nákvæmar myndir af flygli.
Honum var þá sýnt píanó í kapellu
sjúkrahússins og þá lifnaði hann við,
settist við píanóið og lék klukku-
stundum saman án þess að taka sér
hlé. „Ég hef nú ekki mikið vit á tónlist
en ég heyrði alveg að hann var ansi
góður,“ sagði einn þeirra sem fylgdi
manninum í kapelluna. Talskona
sjúkrahússins vildi ekki staðfesta að
maðurinn hefði leikið kafla úr
„Svanavatninu“ eftir Tsjækovskíj en
kvað hann hafa leikið „dásamlega fal-
lega“. Eftir því sem næst verður
komist þekktu þeir sem hlýddu á tón-
listarflutninginn ekki verkin sem
maðurinn lék og er því ekki vitað með
vissu hvort hér fari raunverulegur af-
burðamaður á sviði hljóðfæraleiks.
Dagblöð á Bretlandi greindu frá
því í gær að haft hefði verið samband
við klassískar hljómsveitir í Evrópu í
þeirri von að þar gæti einhver borið
kennsl á manninn. Hann var klæddur
í dökk jakkaföt og með bindi þegar
hann fannst en öll merki höfðu verið
fjarlægð af fatnaðinum þannig að
ógerlegt reyndist að staðfesta upp-
runa hans.
Túlkar frá Póllandi, Lettlandi og
Litháen hafa verið kallaðir til þar sem
talið var hugsanlegt að maðurinn
væri frá Austur-Evrópu. Þeim hefur
hins vegar ekki tekist að fá hann til að
tjá sig.
Tónlistarmaðurinn dvelst nú á geð-
deild í Suður-Englandi. Líklegt þykir
að hann hafi orðið fyrir alvarlegu
áfalli. Málið þykir minna á sögu ástr-
alska píanóleikarans Davids Helfgott,
sem fjallað var um í kvikmyndinni
Shine árið 1996 en þar kemur Helf-
gott holdvotur og utan við sig inn á
veitingahús og leikur tónverk tím-
unum saman.
Ráðgátan um
píanóleikarann
AP
Píanóleikarinn er talinn vera um
þrítugt. Nálgist fólk hann verður
hann afar órólegur og líklegt þykir
að maðurinn hafi orðið fyrir meiri-
háttar áfalli.
Unnið er að því hörðum höndum í Bretlandi
að bera kennsl á mann sem þagað hefur frá
því hann fannst illa til reika en leikur á píanó
SLÖKKVILIÐSMENN reyna að slökkva eld sem kvikn-
aði í veitingahúsi og hóteli í sænska bænum Gävle í
fyrrinótt. Eldurinn logaði enn síðdegis í gær og talið
var að slökkvistarfinu lyki ekki fyrr en í dag. Grunur
leikur á að um íkveikju sé að ræða. Eldur kviknaði á
sama stað nóttina áður en var slökktur fljótlega. Um
140 gestir voru í hótelinu, Scandic Grand Central, þeg-
ar eldurinn kviknaði. Fjórir voru fluttir á sjúkrahús
með reykeitrun.
Nálæg íbúðarhús voru einnig rýmd vegna brunans.
Mikill hótelbruni í Svíþjóð
AP
Sek um
pyntingar í
Abu Ghraib
Washington. AFP. | Bandarísk herlög-
reglukona var fundin sek á mánudag
um að hafa misþyrmt föngum í Abu
Ghraib-fangelsinu í Írak. Lögreglu-
konan var á mörgum þeirra mynda
sem opinberaðar
voru og sýndu
fanga niðurlægða
og pyntaða í fang-
elsinu.
Sabrina Harm-
an var fundin sek
um sex af sjö
ákæruatriðum en
þau lutu m.a. að
illri meðferð á
föngum og sam-
særi um illa meðferð á föngum. Þá
var hún og talin hafa hundsað skipu-
lega þær skyldur sem fylgdu veru
hennar í herlögreglunni. Hún var
sýknuð af einni ákæru sem laut að
misþyrmingum. Hún á nú rúmlega
fimm ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Harman er 27 ára gömul.
Harman er m.a. talin hafa skipu-
lagt myndatöku þar sem íröskum,
tötrum klæddum fanga hefur verið
stillt upp á kassa. Hettu hefur verið
steypt yfir höfuð hans og rafmagns-
vírar tengdir við líkamann. Þessi
mynd þótti einna viðbjóðslegust
þeirra sem bárust frá Abu Ghraib og
var birt á forsíðum blaða víða um
heim. Þá stillti Harman sér einnig
upp hjá líki af íröskum fanga og lét
taka af sér mynd þar sem hún brosti
sínu breiðasta.
Réttarhaldið fór fram herstöðinni
í Fort Hood í Texasríki. Harman
sýndi ekki nein svipbrigði er dóms-
orðið var kveðið upp.
Sabrina Harman