Morgunblaðið - 18.05.2005, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn heyrir hugsanlega eitt-
hvert slúður um nágranna eða ætt-
ingja í dag. Farðu varlega í akstri,
slysahætta er eilítið meiri en venju-
lega.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið á erfitt með að henda reiður á
fjármunum sínum þessa dagana.
Annaðhvort tapar það fé eða finnur.
En eitt er víst, nautið fær snjalla við-
skiptahugmynd.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Búðu þig undir hið óvænta. Tvíbur-
inn er eirðarlaus, uppreisnargjarn og
fullur taugaspennu um þessar mund-
ir og bíður eftir því að eitthvað nýtt
og frábrugðið drífi á dagana.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Áhugaverð persóna verður e.t.v. á
vegi krabbans í dag. Taktu henni
með opnum huga, því hér gæti nýr
vinur verið á ferðinni. Viðkomandi er
annaðhvort undarlegur eða sérvitur
eða af öðrum uppruna.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Dagleg rútína verður fyrir truflunum
í dag. Til dæmis vegna brunaboða
sem fer af stað, tölvubilunar eða raf-
magnsleysis. Fólk virðist líka eitt-
hvað hvumpið. Lausnin er þolinmæði.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Óvæntar fréttir af fjarlægum slóðum
koma meyjunni í opna skjöldu.
Kannski hittir hún einstakling úr
öðrum menningarheimi. Meyjan
finnur líka til uppreisnargirni gagn-
vart yfirmanninum, best að láta á
engu bera.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Eitthvað furðulegt gæti gerst í
vinnunni í dag, sem verður voginni til
framdráttar. Óvænt hlunnindi standa
henni til boða eða afnota og rann-
sóknir leiða skyndilega til niðurstöðu.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Maki eða náinn vinur gengur fram af
sporðdrekanum í dag. Kannski færðu
óvæntar fréttir af viðkomandi. Ekki
rasa um ráð fram, bíddu þar til öll
kurl eru komin til grafar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Truflanir gætu orðið á vinnurútínu
bogmannsins í dag. Nú getur allt
gerst. Góðu fréttirnar eru þær að
bogmaðurinn er bæði hugmyndarík-
ur og uppfinningasamur um þessar
mundir.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Nýtt ástarævintýri yljar steingeitinni
hugsanlega í dag (augu sem mætast í
fullum sal af fólki og allt það). Svona
gerist ekki bara í bíó.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberinn er eirðarlaus og upp-
reisnargjarn í dag. Hann er fullur af
rafmögnuðum krafti og er hugsan-
lega óþolinmóður við fjölskyldu sína
á meðan. Ekki láta það eftir þér.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn missir hugsanlega eitthvað
vanhugsað út úr sér í dag. Farðu
gætilega, hugur þinn starfar hraðar
en talfærin ráða við þessa dagana.
Stjörnuspá
Frances Drake
Naut
Afmælisbarn dagsins:
Þú ert svarin hugsjónamanneskja og
bæði hefðbundin og frjálsleg í viðhorfum.
Þú vilt bæta samfélagið og þolir ekki
óréttlæti. Þá ertu bæði hugmyndarík og
hagsýn manneskja.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 vansiðaður mað-
ur, 8 náði í, 9 selir, 10
eyktamark, 11 skriftamál,
13 nálægt, 15 málms, 18
fjárrétt, 21 ungviði, 22
þunnt stykki, 23 ýlfrar, 24
misfella.
Lóðrétt | 2 gleður, 3 yfrið
nógur, 4 gyðja, 5 megnar,
6 tjón, 7 illgjarni, 12 reyfi,
14 iðkað, 15 ávaxtasafi, 16
gróða, 17 hávaði, 18
spurning, 19 hlífðu, 20
landabréf.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 skálm, 4 fótur, 7 kafli, 8 ólykt, 9 sýr, 11 sorg, 13
einn, 14 áburð, 15 burt, 17 afla, 20 gat, 22 gegna, 23 játar,
24 reiða, 25 nárar.
Lóðrétt | 1 sukks, 2 álfur, 3 meis, 4 flór, 5 teygi, 6 rotin, 10
ýsuna, 12 gát, 13 eða, 15 bágur, 16 rægði, 18 fötur, 19 akr-
ar, 20 gata, 21 tjón.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Gaukur á Stöng | Joy Division gaf hrárri
fágun, uppreisn hið innra, og byltingu í hug-
anum nýja merkingu. Tónlistarmenn minn-
ast hinnar einstöku mannveru Ian Curtis.
Fram koma Singapore Sling, Magga Stína &
Hringir, Sólstafir, Taugadeildin, Birgitta
Jónsdóttir, Worm is Green, Mike & Ghost
Division og Hanoi Jane.
Grand rokk | Malneirophrenia og Myra spila
saman á Grand Rokk. Tónleikarnir hefjast
stundvíslega kl. 22:00. Aðgangur ókeypis.
Myndlist
Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – stefnumót
lista og minja.
Artótek Grófarhúsi | Benedikt S. Lafleur.
101 gallery | Helgi Þorgils Friðjónsson.
Banananas | Þorgeir Frímann Óðinsson.
Café Karólína | Hugleikur Dagsson.
Dagsbrún undir Eyjafjöllum | Ragnar
Kjartansson.
Eden, Hveragerði | Bjarni Jónsson.
Edinborgarhúsið, Ísafirði | Elín Hansdóttir.
Elliheimilið Grund | Jeremy Deller.
Gallerí Gangur | Haraldur Jónsson.
Gallerí Galdur og rúnir | Haukur Hall-
dórsson.
Gallerí Kambur | Þorsteinn Eggertsson.
Gallerí i8 | Ólafur Elíasson. Lawrence
Weiner.
Gallerí 100° | Dieter Roth.
Gallerí List | Daði Guðbjörnsson.
Gel Gallerí | Ólafur grafari.
Gallerí Sævars Karls: Jón Sæmundur Auð-
arson.
Gallerí Terpentine | Halldór Ásgeirsson.
Gallerí Tukt, Hinu húsinu | Katainga.
Gerðuberg | Lóa Guðjónsdóttir. Stefnumót
við safnara II stendur yfir. Til 30. júní.
Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan
Sarcevic, Elke Krystufek, On Kawara.
Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól-
stafir.
Hrafnista, Hafnarfirði | Stefán T. Hjaltalín.
Síðasti sýningardagur.
Kaffi Milanó | Jón Arnar Sigurjónsson.
Kaffi Sólon | Allat (Aðalheiður Þorsteins-
dóttir).
Kunstraum Wohnraum Akureyri | Stein-
grímur Eyfjörð.
Kling og Bang | John Bock.
Listasafn Akureyrar | Matthew Barney,
Gabríela Friðriksdóttir.
Listasafn Árnesinga, Hveragerði | Jon-
athan Meese.
Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia
Pérez de Siles de Castro.
Listasafn Íslands | Dieter Roth.
Listasafn Kópavogs – Gerðarsafn | Gabríel
Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calzad-
illa, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Út-
skriftarsýning nemenda við Listaháskóla Ís-
lands. Til 29. maí.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter
Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur
Jónsson, Urs Fischer.
Listasafn Reykjanesbæjar | Martin
Smida.
Lista- og menningarverstöðin Stokkseyri
| Elfar Guðni.
Listhús Ófeigs |Halla Ásgeirsdóttir.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós-
myndari.
Norræna húsið | Örnulf Opdahl.
Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn.
Regnboginn | Anri Sala.
ReykjavíkurAkademían | Þverskurður af
málverki, verk eftir u.þ.b. 30 listamenn.
Safn | Carstein Höller, JBK Ransu.
Safn Ásgríms Jónssonar | Þjóðsagna-
myndir Ásgríms Jónssonar.
Saltfisksetur Íslands | Jónas Bragi.
Salurinn Kópavogi | Leifur Breiðfjörð.
Skaftfell, Seyðisfirði | Anna Líndal.
Skriðuklaustur | Sýning 8 listamanna af
Snæfelli.
Slunkaríki, Ísafirði | Hreinn Friðfinnsson.
Suðsuðvestur | Birta Guðjónsdóttir.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson.
Vestmannaeyjar Micol Assael.
Þjóðminjasafnið | Ljósmyndasýningarnar Í
Vesturheimi 1955 – ljósmyndir Guðna Þórð-
arsonar og Íslendingar í Riccione – ljós-
myndir úr fórum Manfroni-bræðra.
Mynd á þili, sýningin er afrakstur rannsókna
Þóru Kristjánsdóttur, sérfræðings í kirkju-
list, á listgripum Þjóðminjasafnsins.
Grafíksafn Íslands | Forum For Kunst. Gest-
ir: Roswitha J. Pape, Werner Schaub, Lynn
Schoene, Manfred Kästner, Luitgard Borl-
inghaus, Elke Wassmann, Klaus Staeck, Dik
Jungling, Werner Richter.
Bæjarbókasafn Ölfuss | Rannveig Tryggva-
dóttir leirlistakona sýnir verk sín í galleríinu
Undir stiganum, Ráðhúsi Þorlákshafnar.
Iða | Útskriftarnemar í ljósmyndun við Iðn-
skóla Reykjavíkur sýna lokaverkefni sín í
Iðu, Lækjargötu.
Listhús Ófeigs | Halla Ásgeirsdóttir.
Smámunasafnið í Sólgarði í Eyjafjarð-
arsveit | Opið alla daga í sumar fram til 15.
september frá kl. 13–18.
Söfn
Þjóðmenningarhúsið | Fyrirheitna landið er
heiti sýningar sem segir frá ferðum fyrstu
Vestur–Íslendinganna; mormónanna sem
settust að í Utah.
Mannfagnaður
Snælandsskóli | Haldið verður upp á 30 ára
afmæli Snælandsskóla í Kópavogi 21. maí.
Dagskráin hefst í Digranesi kl. 13. Farið
verður í skrúðgöngu niður í Snælandsskóla
kl. 14, þar sem boðið verður upp á skemmti-
atriði og veitingar.
Fréttir
Blóðbankinn | Blóðbankabíllinn verður við
Rauða kross húsið miðvikudaginn 18. maí
frá kl. 10–17. Allir velkomnir.
Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur | Matar-
og fataúthlutun kl. 14–17. Tekið við fatnaði
og öðrum gjöfum þri.–mið. kl. 11–16. Sími
551-4349 Netfang: mnefnd@mi.is.
Fundir
ITC-Fífa | Lokafundur starfsársins er
óvissuferð 18 maí. Farið með rútu út í óviss-
una. Mæting kl. 18.15 við Hjallakirkju Álfa-
heiði 17. Áætlaður komutími fyrir kl. 23.
Upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu sími
698 0144 og gudrunsv@simnet.is.
Samfok | Aðalfundurinn verður haldinn í
Hvassaleitisskóla við Stóragerði miðviku-
daginn18. maí kl. 20–22.
Fyrirlestrar
Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Ís-
lands | Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands og Vörustjórnunarfélag Íslands
halda opinn fyrirlestur um vörustjórnun 18.
maí kl. 16.30, í Odda stofu 101. Ólafur Páll
Magnússon mun kynna meistararitgerð
sína Vörustjórnun staða vörubretta í inn-
flutningi og framtíðarhorfur.
Málstofur
Verkfræðideild Háskóla Íslands | Fimmtu-
daginn 19. maí kl. 16.15 í stofu 158, VR2 við
Hjarðarhaga, heldur umhverfis- og bygging-
arverkfræðiskor. Háskóla Íslands, Jarð-
gangafélags Íslands og Jarðtæknifélags Ís-
lands, málstofu um neðansjávarjarðgöng í
Færeyjum. Fyrirlesari er Svein E. Kristian-
sen, verkfr. Fyrirlesturinn fer fram á norsku.
Málþing
Kennaraháskóli Íslands | Árlegt málþing
útskriftarnema á þroskaþjálfabraut Kenn-
araháskóla Íslands verður haldið í Skriðu í
KHÍ 19. maí kl. 8.30–16. Nemendur kynna
rannsóknar- og þróunarverkefni sem þeir
hafa tekið að sér að vinna fyrir vænt-
anlegan starfsvettvang. Allir velkomnir.
Nánar á ww.khi.is.
Námskeið
Skógræktarfélag Íslands | Miðvikudaginn
18. maí kl. 19 hefst námskeið í skóg- og trjá-
rækt í Mörkinni 6, húsi Ferðafélags Íslands.
Kennari er Björn Jónsson fv. skólastj. Haga-
skóla. Kjörið t.d. fyrir sumarhúsaeigendur.
Uppl. og skráning: Sími 551-8150, netfang
skog@skog.is. Nánar á heimasíðunni skog-
.is.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
1. Rc3 d5 2. e4 d4 3. Rce2 Rc6 4. d3
e5 5. Rf3 Rf6 6. Rg3 Bd6 7. Be2 0–0
8. 0–0 Bd7 9. Kh1 He8 10. Rg1 Dc8
11. f4 exf4 12. Bxf4 Bxf4 13. Hxf4
He5 14. Rh5 Rxh5 15. Bxh5 g6 16.
Be2 Rd8 17. Hf1 c5 18. Rf3 He7 19.
c3 dxc3 20. bxc3 Dc6 21. a4 Be6 22.
Rg5 Dd6 23. De1 Rc6 24. Dh4 h5 25.
Hf6 Hf8 26. Haf1 Rd8
Staðan kom upp á skákmóti öðlinga
sem Taflfélag Reykjavíkur stóð að
fyrir nokkru.
Ulrich Schmidhauser (1.420) hafði
hvítt gegn Birgi Aðalsteinssyni. 27.
Bxh5! og svartur gafst upp enda
verður hann óverjandi mát eftir
27. … gxh5 28. Dxh5.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Cavendish.
Norður
♠G106
♥Á54
♦G54
♣Á1075
Vestur Austur
♠D953 ♠7
♥K108 ♥DG9732
♦K82 ♦96
♣D64 ♣KG93
Suður
♠ÁK842
♥6
♦ÁD1073
♣82
Ítalirnir Andrea Buratti og Massimo
Lanzarotti unnu Cavendish-
kauphallartvímenninginn, sem fram
fór í byrjun mánaðarins í Las Vegas.
Þetta er sérstætt mót því áður en spila-
mennska hefst eru pörin „seld“ hæst-
bjóðenda á uppboði og eignast kaup-
andinn þannig hlutdeild í verðlaunafé
parsins, ef eitthvert verður. Mótið er
að stórum hluta skipað þekktum at-
vinnuspilurum, flestum frá Bandaríkj-
unum og Ítalíu.
Spilið að ofan kom upp á öðrum
mótsdegi og yfirleitt varð niðurstaðan
fjórir spaðar í suður. Ísraelinn Sam
Lev fékk út hjarta, sem hann tók með
ás og lét spaðagosann rúlla á drottn-
ingu vesturs. Lev trompaði hjarta-
kónginn, sem kom til baka, og spilaði
spaða á tíuna. Þegar 4-1 legan í trompi
sýndi sig beið Lev með spaðann og
svínaði fyrir tígulkóng. Sú svíning mis-
heppnaðist líka og enn hélt vestur
áfram með hjarta. Lev henti laufi í
þann slag (annars helstyttist hann), en
austur spilaði enn hjarta og uppfærði
með því spaðaníu vesturs í slag.
Óheppni, kannski, en Lev gat spilað
betur – hann átti að henda laufi í
hjartakónginn í þriðja slag.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
75 ÁRA afmæli. Í dag, 18. maí,verður 75 ára Sigurður Hjart-
arson, bakarameistari, Álfaskeiði 96,
Hafnarfirði. Hann og eiginkona hans,
Bára Jónsdóttir, eru stödd erlendis.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
TRÍÓIÐ Rósin okkar leikur í fyrsta sinn í
Reykjavík í kvöld á Café Rosenberg og
hefjast tónleikarnir kl. 21. Tríóið hefur
hingað til mest leikið fyrir Sunnlend-
inga.
Rósin okkar leikur blandaða þjóðlaga-
tónlist, þar á meðal írsk þjóðlög, há-
fjallatónlist, íslenskar rímur og fleira.
Þau sem skipa Rósina okkar eru
söngkonan Rósa Jóhannesdóttir, sem
einnig leikur á fiðlu og harðangursfiðlu,
Helgi E. Kristjánsson sem leikur á gítar,
banjó, mandólín og harmóniku og
Skarphéðinn Haraldsson sem syngur
og leikur á gítar og bothràn-trommu.
Rósin okkar á Rósenberg