Morgunblaðið - 18.05.2005, Side 44
44 MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
14.05. 2005
9
7 6 1 1 9
1 6 2 8 3
19 29 31 37
24
11.05. 2005
2 4 6 27 35 48
21 42 47
The Hitchhiker´s Guide to the Galaxy kl.5.45 - 8 - 10.15
Diary of a mad Black Woman kl.5.40 - 8 - 10.20
The Jacket kl.5.50 - 8 - 10.10 b.i. 16
The Motorcycle Diaries kl. 8 - 10.30
Geggjaðasta og frumlegasta
grínmynd ársins er komin í
bíó.Byggð á einni vinsælustu bók
alheimsins eftir Douglas Adams.
Algjör bíósmellur bæði í
USA og á Bretlandi.
l j í ll i í
l i
Byggð á metsölubók
Clive Cussler
Sláandi sálfræðitryllir eins og hann gerist bestur. Með
Óskarsverðlaunahafanum, Adrien Brody (ThePianist) og Keira
Knightley úr „Pirates of the Caribbean” og „King Arthur”.
l i lfr i r llir i ri r.
r r l f , ri r i i ir
i l r ir f ri i r r .
Frá þeim sem
færðu okkur
Princess Diaries
og Freaky Friday.
ÓVÆNTASTA GRÍNMYND ÁRSINS
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA
Ice Princess
ADRIEN BRODY KEIRA KNIGHTLEY
Maria Full og Grace kl. 6 - 10 b.i. 14
Napoleon Dynamite kl. 8
Vera Drake kl. 5,40
MBL.IS
DV
ÞEGAR LÍF ÞITT ER KOMIÐ
Í RÚST ER GOTT AÐ EIGA
SNARKLIKKAÐA ÆTTINGJA
TIL AÐ BJARGA MÁLUNUM.
SV. MBL
Kvikmyndir.is
EINKASÝNING Jóns Sæmundar Auðar-
sonar var opnuð í Galleríi Sævars Karls við
Bankastræti um helgina. Sýningin ber nafnið
Hvítir hrafnar og sýnir listamaðurinn mál-
verk, skúlptúra og myndbandsverk sem öll
eru unnin á þessu ári. Jón Sæmundur starfar
sem myndlistarmaður og er jafnframt eigandi
Nonnabúðar.
Sýningin er opin á verslunartíma og stend-
ur til 2. júní.
Myndlist | Jón Sæmundur sýnir í Galleríi Sævars Karls
Hvítir hrafnar
Dórótea María Jóhannsdóttir, Sara María Eyþórsdóttir og Sigríð-
ur Ásta Einarsdóttir fyrir framan myndbandsverk á sýningunni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Listamaðurinn íklæddur hvítum smóking skreyttum með hrafnsklóm.
Hvíti hrafninn með rúbínaugun í miðju rým-
inu vakti mikla athygli gesta.
GUSGUS býður aðdáendum sínum
uppá að hlaða niður öllum stóru
plötum sínum á endurhannaðri
vefsíðu sveitarinnar, án endur-
gjalds. Þetta eru plöturnar Gus-
gus, Polydistortion, This is Norm-
al, Gusgus vs Tworld og Attention
og verða þær ókeypis um óákveð-
inn tíma.
„Okkur langaði til að fólkið sem
fer á síðuna okkar geti fengið
þessa tónlist frítt,“ segir Birgir
Þórarinsson, Biggi veira, í Gusgus.
„Þetta er sérstaklega skemmtilegt
fyrir okkar aðdáendur sem eru
spenntir fyrir því að heyra fyrstu
plötuna sem kom út á Íslandi. Það
hefur ekkert aðgengi verið að
henni. Við höfum fengið mjög já-
kvæð viðbrögð frá þeim sem
hanga á síðunni okkar með þetta
framtak. Ég hef trú á því að ef
fólk hefur gaman af okkur þá
kaupi það plötuna. Þangað til get-
ur það hlustað á þessar plötur. Við
viljum bara dreifa þessari tónlist,“
segir hann, en Gusgus að leggst í
tónleikaferðalög í sumar.
„Við erum að fara til fyrrum
Júgóslavíu í lítinn túr í lok maí.
Svo verðum við með ferna tónleika
í júlí í Rússlandi. Við spilum á ein-
hverjum fleiri „festivölum“ í Nor-
egi og Þýskalandi og líklega Spáni
og Portúgal. Stebbi verður svo
mikið uppá fjöllum í sumar þannig
að ég og Maggi ætlum að fara á
DJ-túr í Bandaríkjunum. Við ætl-
um að spila á fimmtán skemmti-
stöðum þarlendis í ágúst,“ segir
hann en íslenskir aðdáendur þurfa
ekki að örvænta. „Við ætlum að
reyna að vera með aðra tónleika á
Nasa í sumar, það var svo rosalega
gaman síðast,“ segir Birgir og vís-
ar til tónleika á Nasa undir lok
apríl fyrir troðfullu húsi.
Lag í kvikmynd Wes Cravens
Hljómsveitin var með lag í nýj-
ustu mynd Wes Cravens, Cursed.
Lagið heitir „If You Don’t Jump“
og er hægt að nálgast það á safn-
plötu með lögum úr myndinni.
Ennfremur kom út smáskífa með
tveimur nýjum lögum, „Lust“ og
„Porn“, hjá þýskri útgáfu fyrr á
árinu.
Nokkur bið hefur verið eftir
næstu breiðskífu Gusgus en það
styttist í að hún komi út. „Við er-
um búin að vera með hana lengi á
skurðarborðinu. Við erum komin
með öll lögin og miklu fleiri demó
en það. Það vantar herslumuninn.
Síðustu 10% eru eftir og við ætlum
að reyna að klára plötuna í sumar
og reyna að koma henni út í haust
eða næsta vetur.“
Gusgus | Tónleikaferðalög í sumar
Gefa plötur á heimasíðunni
Morgunblaðið/Eggert
Gusgus hefur haldið marga vel heppnaða tónleika á Nasa.
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
www.gusgus.com
Hægt að hlusta á nýju smáskífuna
Lust/Porn undir Label á
www.greatstuff.eu.com.