Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 4

Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 4
4 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EKKI MISSA LEGVATNIÐ M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Þegar ég æsti mig sagði hann: „Ekki missa legvatnið.“ LJÓÐABÓK SEM BREYTIR ÞVÍ HVERNIG ÞÚ HUGSAR UM LJÓÐABÆKUR. ÚTGÖNGULEIÐIR EFTIR STEINAR BRAGA „MAÐUR vill segja sem minnst áður en sjópróf og skýrslutökur hafa farið fram,“ sagði Jóhann Gunnarsson frá Dalvík en hann var skipstjóri á lettn- eska togaranum Gídeon sem brann og sökk á Flæmingjagrunni síðast- liðinn miðvikudag. Mikill eldur kom upp í vélarrúmi togarans og síðan leki. Vélarrúmið fylltist af sjó Þegar rætt var við Jóhann var hann ásamt áhöfninni af Gídeon um borð í evrópska veiðieftirlitsskipinu Jean Charcot. Það var á leið til St. Johns í Nýfundnalandi og væntan- legt þangað síðdegis í gær. Jóhann lýsti at- burðarásinni um borð í Gídeon. „Það kom upp eldur í vélarrúm- inu og drapst á vél. Við settum kolsýruna á og biðum eðlilegan tíma. Þegar hann var liðinn var far- ið aftur niður og þá var vélarrúmið að fyllast af sjó.“ Jóhann segist hafa kallað mennina til baka úr vélarrúminu og þeir hafi ráðið sínum ráðum stundarkorn. „Við sendum þá aftur og þá var kom- ið langt upp fyrir vélar og ekkert hægt að gera.“ Strax var sent út neyðarkall sem heyrðist um borð í Pétri Jónssyni. Hann var kominn á vettvang eftir klukkustund og tíu mínútur eða svo. „Hann tók áhöfnina um borð. Síðan fylltist togarinn og seig rólega. Hann fór niður klukkan tíu að íslenskum tíma og hvarf alveg,“ sagði Jóhann. Áhöfninni heilsast vel Enginn úr áhöfninni slasaðist og eru allir í góðu líkamlegu ástandi, að sögn Jóhanns, þótt sumir hafi orðið fyrir nokkru andlegu áfalli. Jean Charcot, sem flutti áhöfnina í land, var áður franskt rannsókna- skip en sinnir nú eftirliti með veiðum á kvóta Evrópusambandsins utan 200 mílna landhelgi Kanada á þess- um slóðum. Um borð eru eftirlits- menn sem heimsækja veiðiskipin og skoða afla og veiðarfæri. „Manni líð- ur bara vel hérna. Aðbúnaður er all- ur mjög góður. Þeir eiga þakkir skildar,“ sagði Jóhann. Um borð í Gídeon voru tveir aðrir Íslendingar auk Jóhanns, Bjarni Jakobsson yfirvélstjóri og Haukur Jónsson vinnslustjóri. Aðrir í 15 manna áhöfn togarans eru m.a. frá Lettlandi, Litháen, Hvíta-Rússlandi og annars staðar að úr Austur-Evr- ópu. Gídeon var í eigu útgerðarfélags- ins Gídeons hf. Framkvæmdastjóri þess er Bergvin Fannar Jónsson. Að hans sögn var ætlunin að taka skýrslur af skipshöfn og hafa sjópróf í St. John’s í gær eða í dag. Þá er stefnt að því að koma skipverjum heim um helgina. Togarinn Gídeon brann og sökk á Flæmingjagrunni síðastliðinn miðvikudag Mikill leki í kjölfar eldsvoða Jóhann Gunnarsson Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is BJÖSSI á Katastöðum, eða Kristbjörn Benja- mínsson eins og hann heitir í þjóðskrá, náði þeim áfanga að verða 100 ára í gær. Jóhanna Óskarsdóttir er systurdóttir Bjössa og hafði í nógu að snúast við fjörug veisluhöld í tilefni dagsins þegar blaðakona Morgunblaðs- ins hringdi í hana. Jóhanna er eitt af fjórum systurbörnum Bjössa úr Reykjavík og segir þau systkinin öll hafa dvalið í sveit hjá honum í æsku og ávallt haldið mjög góðum tengslum við Bjössa og systkini hans tvö sem bjuggu með honum á Katastöðum. Þau voru bæði kom- in yfir áttrætt er þau létust og móðir Jóhönnu er 95 ára svo segja má að nokkurt langlífi sé í ættinni. Konurnar haldið í honum lífinu Bjössi var bóndi á Katastöðum í Núpasveit í Öxarfirði mestan sinn starfsaldur en flutti seinna inn á Kópasker. Hann vann þar við slát- urgerð Norður-Þingeyinga og þótti mjög góður verkstjóri þar en að sögn Jóhönnu var slát- urgerðinni hætt eftir að hann hætti störfum þar sem gæðin þóttu ekki hin sömu og hjá Bjössa. „Þar vann hann með mörgum fallegum konum sagði hann og minnist þessa tíma með mikilli gleði,“ upplýsir Jóhanna og segir hann halda því fram að það hafi haldið í sér lífinu, en Bjössi er piparsveinn. Einnig hafi það allt að segja hvað konurnar í Hvammi á Húsavík, þar sem hann býr núna, séu góðar við hann. Þar hefur hann búið í átta ár, líður mjög vel og hælir öllum þar í hástert. Gaf húsið sitt til dagvistar aldraðra Bjössi hefur prjónað teppi fram á þennan dag en byrjaði á að mála þegar hann flutti í Hvamm og segir Jóhanna að honum hafi aldrei fallið verk úr hendi og hafi hann stundað handavinnu af miklum móð í Hvammi. Ekki megi svo gleyma því að út hafi komið fyrir vini og vandamenn kver með ljóðum eftir Bjössa sem nefnist Ljóð og lausavísur, en hann hafi verið afskaplega duglegur að yrkja og ort mik- ið um samferðafólk sitt. Hann hafi verið eft- irsóttur til að fara með ljóð á ýmsum sam- komum og oft beðinn að yrkja. Þegar Bjössi flutti í Hvamm úr húsinu Mörk á Kópaskeri gaf hann kvenfélagi Núpasveitar húsið til dagvistar fyrir aldraða, en Hvammur á Húsavík hefur nú umsjón með dagvistinni. Jóhanna sagði einmitt að von væri á heilum hópi vinkvenna Bjössa úr kvenfélaginu í heim- sókn í dag, laugardag. Kristbjörn Benjamínsson frá Katastöðum hélt upp á 100 ára afmælið í gær Er afskaplega ánægður í Hvammi Hér er Bjössi ásamt Sigurði Pétri Björnssyni (Silla) sem gegndi starfi fréttaritara Morg- unblaðsins á Húsavík í 64 ár. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson Kristbjörn Benjamínsson eða Bjössi á Katastöð- um ásamt frændsystkinum sínum Ámunda Erni og Maríu Lóu í afmælinu í gær. TALIÐ er að skipverji á fiskibát, sem rak að landi skammt frá Bolung- arvík í gærmorgun, hafi orðið bráð- kvaddur um borð. Hann var einn í bátnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Bolungarvík barst tilkynn- ing frá Neyðarlínunni um klukkan 11 í morgun um að lítinn fiskibát hefði rekið að landi undir Stigahlíð skammt utan Bolungarvíkur. Björg- unarbátar frá Bolungarvík og Ísa- firði voru sendir á vettvang og kom fyrsti báturinn á staðinn um klukkan 10.50. Þegar að var komið reyndist skipverjinn látinn. Að sögn Jónasar Guðmundssonar, sýslumanns í Bolungarvík, er talið að maðurinn hafi orðið bráðkvaddur um borð. Málið er í rannsókn. Ekki er hægt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Talinn hafa orðið bráðkvaddur NÝJA hótelið í miðborg Reykjavík- ur, í gamla Eimskipafélagshúsinu, Radisson SAS 1919, verður opnað föstudaginn 10. júní. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða sem á hótelið, segir allt verða til reiðu og að starfsfólkið hafi þá fengið nokkurt ráðrúm til að undirbúa reksturinn. Andri Már segir að búið sé að ráða allt starfsfólk og hluti þess sé þegar kominn til vinnu. Verið er að koma fyrir húsgögnum og þrífa og segir hann allt verða tilbúið nú strax eftir helgi. Þá muni starfsfólk geta æft og undirbúið reksturinn og hafi til þess 10 daga. Hann segir upphaflega hafa stað- ið til að opna 17. maí en horfið var frá því og ákveðið að ljúka öllum frágangi áður en opnað yrði. Tekið hafði verið við bókunum með fyr- irvara og var gestum sem áttu bók- að á þessum tíma útveguð önnur gisting. Radisson SAS 1919 opnað 10. júní MAÐURINN sem smitaðist af her- mannaveiki, trúlega á ferðalagi á Ítalíu, liggur enn á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Að sögn vakthafandi svæfingalæknis seinni- part dags í gær var líðan mannsins þá óbreytt en hafði ekki versnað. Manninum er haldið sofandi í önd- unarvél. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að starfsfólk sjúkrahússins tel- ur sér ekki fært að gefa upp hvort maðurinn sé talinn í lífshættu. Vaktlækni var ekki kunnugt um að fleiri Íslendingar sem komu frá Ítalíu á sama tíma og veiki mað- urinn, hafi greinst með her- mannaveiki. Ennfremur sagði hann að ekki hefði frést af uppruna smits- ins. Haldið sofandi í öndunarvél LANDSSAMBAND íslenskra út- vegsmanna, LÍÚ, fær aðgang að trúnaðarupplýsingum í gögnum olíu- félaganna, eftir að áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur vísað frá kærum sem bárust frá Olíuverzlun Íslands og Keri hf., móðurfélagi Ol- íufélagsins Esso. Félögin kærðu þá ákvörðun Samkeppnisstofnunar að fallast á beiðni LÍÚ um að fá afhenta ákvörðun samkeppnisráðs um ólög- mætt samráð olíufélaganna með þeim upplýsingum sem áður höfðu verið felldar út vegna trúnaðar. Samkeppnisstofnun hafði ekki fallist á það með félögunum að í gögnunum væru viðkvæmar við- skiptaupplýsingar heldur að veru- legu leyti sögulegar upplýsingar. Því stæðu ákvæði upplýsingalaga ekki í vegi fyrir því að fallast á beiðni LÍÚ. Áfrýjunarnefndin segir m.a. að beiðni LÍÚ hafi einkum verið byggð á upplýsingalögum og ákvörðun Samkeppnisstofnunar sé einnig reist á grundvelli þeirra laga. Samkvæmt lögunum sé heimilt að bera synjun stjórnvalds um að veita aðgang að gögnum samkvæmt lögunum undir sérstaka úrskurðarnefnd um upplýs- ingamál sem úrskurðar um ágrein- inginn. Þar sé hins vegar ekki minnst á kæruheimild þess sem kann að eiga andstæða hagsmuni ef stjórnvald heimilar aðgang að upp- lýsingum. Í því tilviki gildi því al- mennar reglur um stjórnsýslukærur og stjórnsýslukæra fresti ekki rétt- aráhrifum upphaflegrar ákvörðunar. Í úrskurði áfrýjunarnefndar segir m.a. að ekki verði séð að samkeppn- isleg rök leiði til þess að ólík máls- meðferð skuli gilda um aðgang al- mennings að upplýsingum í samkeppnismálum fremur en í öðr- um málum sem upplýsingalög taki til. Því beri að vísa þessu máli frá áfrýjunarnefndinni. LÍÚ íhugar enn bótakröfu Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir niðurstöðu áfrýjunarnefndar ekki koma sér á óvart. Hún auðveldi upplýsingaöfl- unina en hafi hins vegar lítil áhrif á þá mögulegu ákvörðun LÍU að fara í skaðabótamál á hendur olíufélögun- um vegna meints verðsamráðs. Þau mál séu enn í vinnslu og engar end- anlegar ákvarðanir verið teknar. LÍÚ fær aðgang að trúnað- argögnum olíufélaganna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.