Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 34
34 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
Óke
ypis
smá
augl
ýsin
gar
Settu ókeypis smáauglýsingu á mbl.is.
Það kostar ekkert að reyna.
Skíði
7.500 kr.
Lampi
800 kr.
Hatt
ur
600
kr.
Smáauglýsingavefurinn sem virkar
Hreinsaðu út úr geymslunni!
STEFÁN J. Stef-
ánson, fyrrverandi
fógeti í Gimli, brosti
breitt um liðna helgi,
þegar honum var af-
hentur áritaður
skjöldur til staðfest-
ingar á því að sýn-
ingarsalur Safns ís-
lenskrar menn-
ingararfleifðrar í
Nýja-Íslandi fyrir
farandsýningar var
tileinkaður honum.
,,Börnin mín gátu
ekki gefið mér betri
afmælisgjöf,“ sagði
Stefán, sem varð ní-
ræður í febrúar sem
leið.
Athöfnin fór fram
í tengslum við opnun
sýningarinnar Íslenskar fiskveiðar
í 100 ár. Að henni lokinni rifjaði
Stefán upp sögu safnsins. Í máli
hans kom fram að Donny Bjorn-
son, Jack Bjornson, Sveinbjorg
Bjornson, Olla Stefánson og hann
sjálfur hefðu barist fyrir tilveru
þess í 26 ár.
Safnið var stofnað í þeim til-
gangi að halda til haga ýmsu sem
tengdist íslenska samfélaginu í
Manitoba og einkum og sér í lagi í
Nýja-Íslandi með áherslu á Gimli
og næsta nágrenni. Stefan J. Stef-
anson var einn helsti hvatamaður
að stofnun Íslenska safnsins við
höfnina í Gimli fyrir rúmum 30 ár-
um. Fiskpökkunarhús var keypt
1973 og ári síðar var búið að
skipta því í þrjá sýningarsali, en
erfiðlega gekk að halda safninu
gangandi. Fyrir um áratug tók
sveitarfélagið við safninu. Það
fékk aðstöðu í gamla barnaskól-
anum í Gimli en þegar ákveðið var
að byggja menningarmiðstöð í
Gimli þótti tilvalið að hafa safnið
þar á jarðhæðinni. Menningar-
miðstöðin The Waterfront Centre
var formlega opnuð 21. október
2000 og í safninu var þá opnuð
farandsýning Stefáns og Ollu Stef-
ansonar.
Í þakkarræðu sinni benti Stefán
á að áður en safnið fékk aðstöðu í
Menningarmiðstöðinni hefði ekki
verið hægt að vera með nema eina
sýningu á ári með nokkrum breyt-
ingum og ekki hefði verið hægt að
fá fjárveitingar fyrir einföldustu
hlutum. ,,Þegar við báðum um
peninga fyrir nauðsynlegum hlut-
um eins og ljósaperum var okkur
sagt að við yrðum að bíða til
næsta árs því fjárveiting fyrir per-
um væri ekki fyrir hendi. Ef við
vildum hafa ljós urðum við að fara
í eigin vasa.“
Eftir 26 ár höfðum við fengið
nóg, „enda öll á áttræðisaldri“,
sagði Stefán en þá var okkur sagt
að ákveðið hefði verið að reisa
byggingu fyrir ellilífeyrisþega og
aðstaða yrði fyrir Safn íslenskrar
menningararfleifðrar í Nýja-
Íslandi, the New Iceland Heritage
Museum, á jarðhæðinni. Og nú
hefur sýningarsalurinn fyrir far-
andsýningar fengið nafn. Sú nafn-
gift gleður mig mjög.“
Besta afmælisgjöfin
Morgunblaðið/Steinþór
Catherine Robertson, starfsmaður safnsins, af-
hendir Stefáni Stefánsyni skjöldinn góða.
,,EINSTAKLINGARNIR sem ég
hitti og tengjast fiskveiðum eru
ótrúlega líkir þeim sem tengjast
fiskveiðum á Íslandi og mörg
sömu sjónarmiðin koma fram,“
sagði Árni M. Mathiesen, sjávar-
útvegsráðherra, eftir heimsókn til
Manitoba um nýliðna helgi.
Árni M. Mathiesen var í Mani-
toba til að opna sýninguna Ís-
lenskar fiskveiðar í 100 ár, sem
verður í Gimli fram í september.
Hann notaði tækifærið og hitti
ýmsa ráðamenn auk þess sem
hann fór í kynnisferð um Nýja-
Ísland. Sérstaklega gerði hann sér
far um að hitta fiskimenn á Winni-
pegvatni og bændur af íslenskum
ættum.
Sjávarútvegsráðherra sagði að
þó fiskveiðarnar í vötnum Mani-
toba væru ferskvatnsveiðar væru
þær um margt líkar því sem væri
á Íslandi. Fiskveiðistjórnunin væri
svipuð og hún hefði greinilega
reynst vel í Manitoba rétt eins og
á Íslandi. Veiðarnar væru auðvitað
umfangsminni en þær skiptu aug-
ljóslega miklu máli fyrir sam-
félagið í byggðunum við vötnin
rétt eins og fiskveiðarnar skiptu
miklu máli í íslenska samfélaginu.
Fiskimenn af íslenskum ættum
hafa rætt um að nýta aflann betur
og hafa meðal annars horft til Ís-
lands í því efni. Árni M. Mathie-
sen sagði að svo virtist sem fiski-
menn í Manitoba virtust standa
nokkuð framarlega hvað vinnsluna
varðaði en þeir gætu tekið Íslend-
inga sér til fyrirmyndar og skipt
kvótanum eftir tegundum. ,,Þeir
eru með blandaðan kvóta þar sem
kvótinn á við fleiri en eina tegund.
Þá er hættan sú að menn hirði
verðmætari fiskinn og kasti þeim
verðminni. Þetta getur gerst líka í
kerfi þar sem kvótinn er eftir teg-
undum, þegar menn hirða stærri
fiskinn en henda þeim minni. Við
höfum verið með ýmsar aðferðir
til að halda aftur af því og fylgjast
með og það eru hlutir sem við get-
um unnið sameiginlega að.“
Íslenskukunnátta margra í
Manitoba kom ráðherra á óvart.
,,Ég hitti margt fólk sem talar ís-
lensku og ef ég hefði hitt sama
fólk niðri á bryggju eða í réttum á
Íslandi hefði ég ekki gert ráð fyrir
öðru en að það ætti heima á Ís-
landi. Það er ótrúlegt og eins er
merkilegt hvað margir hafa mikið
samband við Ísland, fara þangað
jafnvel mörgum sinnum á ári og
eru í daglegu sambandi. Ég hitti
meira að segja fólk sem var ný-
komið frá Íslandi og hafði um-
gengist sama fólk og ég und-
anfarnar vikur.“
Hann sagði ennfremur að menn-
ingin sem ríkir í Manitoba ætti
sömu ræturnar og sú menning
sem Íslendingar hefðu verið að
þróa á Íslandi síðustu 130 árin.
Fólkið hefði mikinn áhuga á sam-
skiptum við Ísland ,,og við eigum
að gera okkar til þess að hann
geti haldið áfram og styrkst“.
Líkir fiskimenn í
Manitoba og á Íslandi
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra og Robert T. Kristjanson, sem
hefur verið fiskimaður á Winnipegvatni lengur en nokkur núverandi fiski-
maður á vatninu eða í um 60 ár.
Morgunblaðið/Steinþór
Fiskimaðurinn Brynjólfur Helgi Sigurgeirson, eða Binni eins og hann er
kallaður, tók á móti ráðherra á Heclu.
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steg@mbl.is
MIKILVÆGI fiskveiða fyrir
Íslendinga og Kanadamanna
af íslenskum ættum verður
þema Íslendingadagsins í
Gimli í ár. Sandra Sigurdson,
forseti Íslendingadags-
nefndar, greindi frá þessu á
dögunum og sagði að sýningin
Íslenskar fiskveiðar í 100 ár
væri liður í hátíðinni.
Mikill fiskur í Winnipeg-
vatni var ein helsta ástæða
þess að Íslendingar settust að
við vesturströnd vatnsins fyrir
nær 130 árum. Ferskvatns-
veiðarnar voru öðruvísi en Ís-
lendingar áttu að venjast í
hafinu umhverfis Ísland en
þeir aðlöguðust veiðunum og
þeir urðu fyrstir til þess að
stunda veiðar í vatninu með
útflutning til Bandaríkjanna í
huga.
Sandra Sigurdson benti á að
Íslendingar stæðu mjög fram-
arlega á ýmsum sviðum varð-
andi fiskveiðar og Ísland væri
ein helsta fiskveiðiþjóð Evr-
ópu. Ferskvatnsveiðar í Mani-
toba væru í öðru sæti í Kanada
hvað magn varðaði, og fiski-
menn af íslenskum ættum
gegndu mjög mikilvægu hlut-
verki í fiskiðnaðinum. Þema
Íslendingadagsins væri því vel
við hæfi.
Fiskveið-
ar þema
Íslend-
inga-
dagsins