Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 38

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 38
38 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í FRÉTT í sunnudagsblaði um verkefnislok Námsflokka Reykja- víkur, þar sem grunnskólanem- endur höfðu kennt eldri borg- urum tölvunotkun, hrökk ég við að sjá að nú væri verið að leggja niður Námsflokkana og óvíst um þetta og öll hin bráðnauðsynlegu viðfangsefnin sem þeir hafa verið að leysa. Hverjum dett- ur slíkt í hug? Eru það þau borg- arstjórnvöld, sem eiga að sjá til þess að hver borgarbúi fái fræðslu við sitt hæfi? Námsflokkarnir hafa í áratugi verið sá sveigjanlegi aðili í fræðslukerfinu sem þegar við lá hefur getað brugðist fljótt við þróun og kröfum hvers tíma á okkar hraðfleygu öld. Af handahófi kemur mér t.d. í hug þegar Sóknarkonur þurftu að fá þjálfunarnám- skeið til að hysja upp launum sínum og líka að mig minn- ir þegar bráðnauðsynlegir sjúkraliðar þurftu forfræðslu til að geta komist í Sjúkraliðaskóla og í framhaldi voru sett upp for- for-námskeið fyrir þær sem höfðu enn minni skólagöngu. Nú síðast voru það Námsflokkarnir sem gátu brugðist við þegar nýbúar tóku að koma til landsins í ýmis störf og þurfa fræðslu og ís- lenskukennslu til framgangs. Það eru Námsflokkarnir sem jafnan hafa brugðist við með ýmiskonar kennslu fyrir þá sem orðið hafa eftir eða utanhjá í skólakerfinu og þurfa að bæta kunnáttu til að ráða við og fá kjark til að leggja í átak til að koma undir sig fót- unum eða komast aftur með ár- angri inn í skóla. Þá ýmist kennt í einstökum fögum eða miðað við vissa áfanga í skólakerfinu. Kannski er mikilvægasti þátt- urinn fram á þennan dag að hjálpa þeim einstaklingum sem hrakist hafa af einhverjum ástæðum úr skóla og veita þeim hverju sinni það sem á vantar til að ná upp á veginn aftur. Vinnubrögðin hafa ætíð verið að bregðast við þegar þörfin læt- ur á sér kræla, á hvaða sviði sem er. Þá myndaður námsflokkur, honum haldið úti svo lengi sem hún sýnir sig og lagður niður þegar aðrir aðilar hafa tekið við eða aðsókn rýrnað. Þannig hafa Námsflokkarnir verið frum- kvöðlar um svo margt sem nýtt hefur komið inn á tímum hrað- fleygrar þróunar og tækni. Námsflokkarnir hafa í áratugi verið barómetið sem mælir hvar þörfin er mest og bregst einmitt við á þeim tíma. Þörfin hefur sannarlega verið fyrir hendi. Oft um fjögur þúsund manns á ári sem hefur fundið hvar skórinn kreppti og fengið skyndiplásturinn í hinni fjöl- breyttustu fræðslu og endurhæf- ingu. Dettur nokkrum manni sem til þekkir í alvöru í hug að ein- hver nefnd eða ráð, þótt við menntasvið sé kennt, geti brugð- ist svona við og leyst á skömmum tíma hinn fjölbreytta vanda ein- staklinganna. Er kannski verið að segja öllum að þeir geti bara farið í end- urhæfingu í háskól- unum eða mennta- skólunum, sem eru yfirfullir. Vantar minnir mig um 600 pláss í háskólum. Þar er miskjarkmikið fólk á ýmsum aldri og í ýmsum vanda ekki hvatt og tosað inn. Endurmenntun og endurhæfing eru orð sem með réttu eru á allra vörum í um- ræðunni, m.a. hjá öll- um stjórnmálaflokk- um. Heyrði ekki betur en um það væru höfð stór orð á landsþingi Samfylk- ingarinnar um fram- tíðarstefnu um síð- ustu helgi, þó það séu reyndar þeirra flokksmenn sem í for- ustu í fræðslumálum í borginni hafa for- göngu um að leggja Námsflokk- ana niður. Mér skilst að menn beri fyrir sig sparnað og nið- urskurð í fræðslumálum. En er eitthvert vit í því að spara einmitt þarna, með því að slátra Námsflokkunum? Sífellt aukinnar menntunar er krafist. Á okkar miklu breytingatímum er varla nokkur stétt eða hópur sem ekki þarf að aðlaga sig og end- urhæfa og gerðar um það kröfur til að geta leyst störfin af hendi. Stórir hópar fengu ekki nákvæm- lega viðeigandi menntun á sínum tíma. Nýleg könnun með sam- anburði við önnur lönd sýndi að hér hættir stærra hlutfall ung- linga í skóla en í nágrannalönd- um okkar og er uggvænlegt. Og önnur könnun sem sýndi að sá hópur er líklegastur til að verða atvinnulaus seinna á ævinni og einnig í meiri hættu að verða eit- urlyfjanotkun að bráð. Í nýlegri bók minni „Eins og ég man það“ var eitt af því minn- isstæða þegar við fræðsluráðsfólk á áttunda áratugnum vorum að byggja upp á nýjum tímum full- orðinsfræðslu Námsflokkana og fá þeim fastan sess til framtíðar í Miðbæjarskólanum og hve ósátt ég var þegar nýr borgarstjórn- armeirihluti brá kverkataki á starfsemina á endurmenntunar- árinu 1996 með því að taka stærstan hluta af skólahúsinu undir skrifstofur. Hvað þá nú þegar þeir verða endanlega hengdir upp í kyrkingarólinni á tímum þegar þörfin fyrir skjótan og sveigjanlegan aðlögunartíma að menntun og endurmenntun er brýnni en nokkru sinni. Klaus- unni lauk með orðunum að þetta hafi að vísu verið nokkuð löngu eftir mína tíð (og meirihluta sjálfstæðismanna). „Og maður á ekki að gráta það sem maður get- ur ekkert gert við!“ En lái mér hver sem vill að hin sorglegu tíð- indi um andlát Námsflokkanna græta mig meira en svo að ég geti orða bundist. Aðallega furða ég mig kannski á að nokkrum ábyrgum skuli detta þetta í hug og kannski aðallega að hann skuli komast upp með það. Endurmenntun Námsflokkanna slátrað Elín Pálmadóttir fjallar um námsflokkana Elín Pálmadóttir ’Námsflokk-arnir hafa í ára- tugi verið baró- metið sem mælir hvar þörfin er mest og bregst ein- mitt við á þeim tíma.‘ Höfundur er blaðamaður. Nú, ári fyrir borgarstjórnarkosn- ingar, hefur Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagt fram hugmyndir að nýju framtíðarskipulagi fyrir Reykjavík undir kjör- orðinu Búum til betri borg – horfum lengra, hugsum stórt. Meg- intilgangur þessara hugmynda er að auka lífsgæði í Reykjavík með því að bæta og fegra umhverfið, fjölga valkostum í skipulags- málum, leysa brýn úr- lausnarefni í sam- göngumálum og fjölga þeim tækifærum sem Reykvíkingar og aðrir hafa til búsetu í höf- uðborginni. Með því að kynna þessar hug- myndir sínar nú vill Sjálfstæðis- flokkurinn efna til öflugrar og al- mennrar umræðu um framtíðarþróun borgarinnar. Það er von borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins að íbúar taki þessum vinnubrögðum vel og verði virkir þátttakendur í mótun metnaðar- fullra tillagna fyrir Reykjavík. Til að svo geti orðið mun borgarstjórn- arflokkur Sjálfstæðisflokksins standa fyrir íbúaþingi fyrir alla Reykvíkinga í júní, auk funda í öll- um hverfum borgarinnar, þar sem þessar hugmyndir verða kynntar og ræddar. Sérstakur hugmyndabanki verður einnig opnaður á heimasíðu borgarstjórnarflokks Sjálfstæðis- flokksins, þar sem íbúum gefst kost- ur á að segja álit sitt á okkar hug- myndum eða kynna sínar eigin. Með þessu vonast Sjálfstæðisflokkurinn til að búa til betri borg í nánu sam- starfi og samvinnu við borgarbúa. Fjölgum íbúum með nýjum íbúðasvæðum Í framtíðarhugmyndum Sjálf- stæðisflokksins er gert ráð fyrir mikilli fjölgun íbúa í Reykjavík. Á nýjum íbúðarsvæðum sem byggð verða í áföngum í vesturhluta borg- arinnar og á Geldinganesi geta risið íbúðir fyrir um 30.000 íbúa. Með því að byggja meðfram ströndinni og nýta áður ónýttar eyjar borg- arinnar, Akurey og Engey, ásamt Örfirisey mun Reykjavík standa undir nafni sem borgin við Sundin. Þessi nýju íbúðarsvæði má skipu- leggja með ólíkum hætti en í sam- ræmi við óskir íbúa og nálæg íbúðarsvæði eins og Vest- urbæ og Miðbæ. Ætla má að íbúð- arbyggð í Geldinganesi geti rúmað allt að 9.000 íbúa en þar verður rík áhersla lögð á gott landrými og sérstöðu þessa fallega byggingarlands. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að fjöl- breytni verði tryggð í húsagerðum á þessum nýju íbúðasvæðum, þannig að val íbúa um sérbýli eða fjölbýli verði sem allra best. Átak 101 Með þéttingu íbúð- arsvæða í og við mið- borgina og með nýjum íbúð- arsvæðum í nágrenni hennar vonumst við til að miðja höfuðborg- arsvæðisins verði á ný í miðborg Reykjavíkur. Með sérstakri áherslu á svæðið í nágrenni við Laugaveg- inn og í kringum Tjörnina, t.d með upplýstu skautasvelli og menning- ar- og fjölskyldugarði við Hljóm- skálann, getum við fjölgað þeim tækifærum sem fjölskyldur hafa til afþreyingar og skemmtunar í mið- borginni. Fjölskylduvæn borg til útivist- ar, menningar og afþreyingar Ein af stóru hugmyndunum í til- lögum okkar um framtíðarskipulag borgarinnar er sú hugmynd að í gegnum borgina geti legið óbrotin útivistarleið, sem vörðuð verður bæði af opnum svæðum og stígum. Grænu, opnu svæðin verða þá skipulögð með hliðsjón af þörfum íbúanna til útivistar, menningar og afþreyingar. Endurbætur verða gerðar á göngu- og hjólreiðastígum sem tengja munu opnu svæðin, auk þess sem menningar- og umhverfis- verðmæti fá sérstaka kynningu og merkingu. Að auki gera hugmyndir okkar ráð fyrir því að Viðey verði tryggð staða sem einstök náttúru- perla í borgarlandinu, samhliða því að þar gæti risið lítil og lágreist, vistvæn íbúðarbyggð. Hugmyndir um hverfatorg, sem hjartað í hverju hverfi, munu einnig bæta aðstöðu íbúa til útivistar í sínu hverfi. Án hindrana frá austri til vesturs Allir þeir sem þurfa eiga að geta komist leiðar sinnar í borginni á skjótan og öruggan hátt. Þetta á að eiga jafnt við um gangandi og hjól- andi umferð, umferð einkabíla og al- menningssamgöngur. Stytta þarf ferðatíma, auka umferðaröryggi og bæta samgöngumannvirki. Í hug- myndum okkar er gert ráð fyrir því að Miklabrautin, sem ein megin- umferðaræð borgarinnar, verði að mestu leyti án hindrana frá austri til vesturs. Framkvæmd við mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar verði hafin og unnið verði í áföngum að því að afnema önnur ljósagatnamót á þessari leið. Að auki er lagt til að fram- kvæmdum við fyrsta áfanga Sunda- brautar verði hraðað og undirbún- ingur hafinn að síðari áföngum þessa mikilvæga samgöngu- mannvirkis. Búum til betri borg – saman Hér að ofan hef ég aðeins nefnt hluta þeirra fjölmörgu hugmynda sem við borgarfulltrúar Sjálfstæðs- flokksins höfum sett fram um fram- tíðarskipulag Reykjavíkur. Ég held að það sé einsdæmi að stjórnmálaafl í borgarstjórn Reykjavíkur leggi hugmyndir sínar um framtíð borg- arinnar með þessum hætti fyrir borgarbúa og gefi þeim þannig tækifæri á að móta þær tillögur sem síðar verða undirstaðan í okkar kosningaáherslum. Við, sem eigum sæti í borgarstjórnarflokki Sjálf- stæðisflokksins, hlökkum mikið til að kynna þessar hugmyndir enn frekar og ég hvet alla borgarbúa til að ganga til liðs við okkur í því spennandi og skemmtilega verkefni að búa til betri borg – saman. Horfum lengra – hugsum stórt Hanna Birna Kristjánsdóttir fjallar um framtíðarskipulag Reykjavíkurborgar ’Ég hvet alla Reykvík-inga til að ganga til liðs við okkur í því spenn- andi og skemmtilega verkefni að búa til betri borg – saman.‘ Hanna Birna Kristjánsdóttir Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Fréttasíminn 904 1100 UNDARLEG árátta er þessi sókn í heiðar og óbyggðir þegar komið er að því að skipuleggja byggð fyrir Reykvík- inga. Ef svo heldur fram sem horfir lend- um við í nágranna- deilum við Hvergerð- inga undir lok aldarinnar sem er að byrja. Augljósasti byggingakostur Reykvíkinga er eyj- arnar og nesin. Það er staðföst skoðun þess sem þetta ritar að hefjast eigi handa strax, það er eftir engu að bíða. Rækta skjólbelti á Geld- inganesi, í Viðey, Akurey og Eng- ey, byggja brýr, blásum á göng. Flugvöllurinn á að fara, hvert, er mér nokk sama um, sama gildir um olíutanka í Örfirisey og þá at- vinnustarfsemi sem þar er og bet- ur er komin annars staðar til að rýma fyrir fólki, borgarbúum. Umræðan á að snúast um að búa til borg. Rétt um fyrsta fjórð- ung síðustu aldar, þegar gengið var frá skipulagi fyrir Reykjavík, var ekki gert ráð fyrir því að byggð yrði nokkurn tíma sunnan Snorrabrautar sem þá hét Hring- braut, held ég. Þessir spámenn héldu, sumir hverjir, því fram að bygging Háskólans dygði næstu árhundruðin. Þetta, eins og margt annað sem varðar Reykja- vík, hefur reynst gróflega of/vanmetið. Við eigum kost á tvenns konar hita- veitu, jarðvarma og sjávarvarma, nýtum okkur kosti hvors fyr- ir sig til fullnustu. Ég hef undanfarið horft á skútur siglandi á Sundunum, ekki nokkrar skútur, held- ur tugum saman. Það er hægt að sigla á sundunum og það er líka hægt að búa þar. Þegar krafa fyrirtækja um greiðan aðgang að sjó, sem tekur lengi við drasli og úrgangi, er ekki lengur fyrir hendi, er rétt að hug- leiða lóðir fyrir þau til fjalla. Err listinn virðist ofhlaðinn Fjalla- bensagenum auk þess sem listinn virðist telja það í sínum verka- hring að skipta sér ósmekklega af atvinnuuppbyggingu í byggð- arlögum í kring, sú pólitík er óð- um að fá á sig gærdagsblæ. Mér finnst tímabært að Reyk- víkingar fái að kjósa um byggða- og byggingastefnu. Við höfum fyllilega efni á að brúa og byggja í eyjum og á nesjum, látum það eft- ir okkur, afkomendum okkar til ánægju og blessunar. Það þarf ekkert hóf, það þarf bara vilja. Því má ekki gleyma í þessu samhengi að uppfyllingarmögu- leikar bæði við Engey og Viðey auk nesjanna eru umtalsverðir og sennilega miklu meiri en í Vest- urbænum. Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort Sjálfstæð- isflokkurinn ætli eins og Err- listinn að vera í samkeppni um hreiðurstæði við rjúpur og mó- fugla, eða ætlar hann að byggja upp alvöru borg? Byggjum eyjarnar og nesin Kristófer Már Kristinsson fjallar um framtíðarbygging- arland Reykvíkinga ’Mér finnst tímabærtað Reykvíkingar fái að kjósa um byggða- og byggingarstefnu.‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er háskólanemi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.