Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 40

Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 40
40 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÉR kom í hug hin þekkta kvikmynd „Dr. Jekyll & Mr. Hyde“ þegar þáverandi borg- arstjóri í Reykjavík ákvað að svíkja lof- orð sitt í borg- arstjórnarkosning- unum um hugsanlegt þingframboð. Mér virtist eins og á yf- irborðinu væri dr. Össur í forsvari en kjósendur fengju í fangið frú Ingibjörgu ef til þess kæmi að mynda þyrfti rík- isstjórn með Sam- fylkingunni. Eftir síðustu helgi má í raun segja að búið sé að jarða doktorinn geðþekka en frú- in komin grímulaust fram á völl- inn. Það verður þó að segjast um Samfylkinguna að hún er ekkert að læðupokast lengur. Sjaldan launar kálfurinn ofeldið varð manni að orði. Það verður nú að segjast að fráfarandi formaður hefur náð að koma sósíalísku flokkasuðunni, sem Samfylkingin er, í ótrúlega gott gengi hvað kosningaúrslit sem og skoð- anakannanir varðar. Hefði maður ætlað að maður sem eykur við gengi flokks síns væri nú sá sem maður skyldi veðja á eitthvað áfram, enda jók Sam- fylkingin fylgi sitt við síðustu kosningar um einhver 4%. Vafasamt er að frúin geti bet- ur. Eyðimerkurganga Það hefur flogið hátt sú fiskisaga að innan Sjálfstæð- isflokksins hafi verið róið að því öllum ár- um að sjá til þess að frúin yrði ekki kjörin í formannssætið. Þetta kannast greinarhöfundur ekki við. Hitt er annað að allir vita að erfitt er að sjá að einhver flokka á Alþingi hafi einhvern áhuga á að fara í ríkisstjórn- arsamstarf með frúnni sem leikur þannig kjósendur sína, stendur ekki við loforð sín og þykir ekki lipur í samstarfi. Hafi Samfylk- ingin ætlað sér í ríkisstjórn- arsamstarf, þá hefði þeim verið hollast að halda sig við doktorinn. Hann hefði átt margfalt meiri möguleika á samningum við hvaða flokk sem vera skal, enda lítt þekktur af sömu vinnubrögð- um og frúin sem nú ræður ríkjum innan Samfylkingarinnar. Í ljósi þessa er sýnt að eyðimerk- urganga Samfylkingarinnar utan ríkisstjórnar verður ekki stytt í bráð. Afrekin Frú þessi hefur helst unnið sér það til frægðar að hafa aukið skuldir Reykjavíkur frá því R-listinn tók við úr nálægt 4 milljörðum króna (framreiknað A+B hluti í lok 1993) í einhverja 60 milljarða nú! Hafði þó formað- ur flokks míns að sögn R-manna bruðlað þvílíkt með ráðhúsbygg- ingu, Perlu og fleiri slíkum. Þá er aldeilis dýrðarljómi um vinkon- uvæðinguna innan Reykjavíkur í tíð frúarinnar. Stjórnviska henn- ar sá til þess að flestir þeir sem vildu byggja innan borgarmark- anna fengu ekki lóð, hvort sem um var að ræða einstaklinga eða fyrirtæki. Frægt er þegar frúin hrakti Marel í Garðabæinn, en þar var þeim tekið fagnandi. Frú- in hlýtur að hafa fengið þakk- arbréf þarlendra yfirvalda með von um áframhaldandi sendingar digurra útsvarsgreiðenda. Við sem búum í Kópavoginum höfum notið framsýni Richards Björg- vinssonar sáluga með byggingu „Kópavogsræsisins“, gegn hávær- um mótmælum sósíalísku flokk- anna á þeim tíma. Vegna þessa ræsis auk áræðis núverandi forystu, var hin skjóta upp- bygging möguleg sem orðið hefur í Kópavogi á R-listaárunum. Þá vann frúin sér það til frægðar að taka af dagskrá, við upphaf R-listavæðingarinnar, mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þau voru komin á fjárlög eftir því sem greinarhöf- undur man best. Sama framfara- hemil hefur hún notað á ótal mál sem nauðsynleg hafa verið til eðlilegrar þróunar og stækkunar borgarinnar. Það er hér með dregið í efa, að á meðal þeirra sem fögnuðu kjöri nýs formanns Samfylkingarinnar hafi verið að- standendur eða þolendur umferð- arslysa á hættusvæðum borg- arinnar. Heill þér, frú formaður. Hinir heilögu Þá er með ólíkindum vand- ræðagangur frúarinnar þar sem þessi vonargeisli fylkingarinnar náði ekki kjöri inn á Alþingi. Það er svo skrítið að það eru ekki all- ir Jeanne d’Arc þó þeim finnist það, fá heilagar vitranir og geys- ast fram. Það er kannski þeim sem þær fá, hinum til aðgrein- ingar, að í vopnaskaki sínu í broddi fylkingar að hinir heilögu fá unna sigra, hinir sitja eftir með sárt ennið – án þingsætis („merde“ hefðu þeir frönsku kannski sagt?) Miskunnsami Samverjinn? En lausnin fannst. Í tilraun til þess að frúin gæti látið rödd sína heyrast í þingsölum þá fóru aðrir á listanum reglulega í sæmilega löng frí til þess að varaskeifan fengi að baða sig í sviðsljósinu. Það gekk vissulega fyrst um sinn þar til átti að láta sverfa til stáls. Þá varð vitanlega að sjá til þess að vonargeislinn hefði fast sæti á Alþingi, annars yrði það fjötur um fót í kosningabaráttunni inn- an fylkingarinnar. Þá gerist „kraftaverkið“. Háskólann á Bifröst vantaði nýjan forseta lagadeildar. Þó voru minni menntunarkröfur gerðar til deild- arforseta en kennara við deildina sem nýverið var auglýst eftir (sjá: http://www.andriki.is/ default.asp?art=09052005). Það ótrúlega var að hvergi var nokk- urn hæfan deildarforseta að finna innan stéttarinnar utan þess sem sat ofar vonargeislanum á lista Samfylkingarinnar á Alþingi. Vandamál Bifrastarskólans og frúarinnar voru leyst á sömu stundu. Halelúja! Bíðið nú við? Þurfa hinir heilögu ekki að fylgja Boðorðunum? Þar mun víst standa: „Þú skalt ekki bera ljúg- vitni …“ og aukinheldur : …ekki girnast hús náunga þíns…né nokkuð það sem náungi þinn á“ sem og: „og varðveit boðorð mín“. Þar fór sú kenning. Við verðum víst að leita annarra skýringa á atburðum líðandi stundar. Dæmi nú hver sem vill. Dr. Össur og frú Ingibjörg Þorsteinn Halldórsson fjallar um stjórnmál ’Eftir síðustu helgi má í raun segja að búið sé að jarða doktorinn geðþekka en frúin kom- in grímulaust fram á völlinn.‘ Þorsteinn Halldórsson Höfundur er formaður Sjálfstæðis- félagsins Baldurs í Kópavogi. EKKI færri en þrjár fréttir hafa borist á um það bil jafnmörgum sól- arhringum af áformum um nýjar eða stækkaðar álverksmiðjur hér á landi. Viljayfirlýsing var undirrituð um byggingu álvers í Helguvík, áform um stækkun álversins í Straumsvík eru að komast á ákvarðanatökustig og nú síðast hef- ur Alcoa bréfað rík- isstjórninni um áhuga sinn á að reisa álver á Norðurlandi. Við þetta bætast fyrirliggjandi áform um raf- skautaverksmiðju í Hvalfirði og jafnvel fleiri stóriðjufram- kvæmdir. Ekki er ann- að á iðnaðarráðherra, Valgerði Sverris- dóttur, að heyra en að allt sé þetta fagnaðar- efni og ekki standi annað til en að taka vel í sérhverja hug- mynd um áframhaldandi og aukna stóriðjuuppbyggingu. Það verði sem sagt áfram opið hús fyrir er- lend stórfyrirtæki, til að tappa af því sem eftir er af orkulindum landsmanna í þágu frumbræðslu málma, til að fá hér ókeypis afnot af náttúru landsins, til að fá hér rafmagn á einstöku útsöluverði og loks fylgi í kaupbæti ókeypis meng- unarkvóti. Gjafakostir á raforku En er nú víst að það sé þetta sem þjóðin vill? Er óbilaður stuðningur við að íslenskum náttúrugersemum skuli áfram fórnað á þessu altari og það án þess að meta þær einnar einustu krónu virði? Finnst engum tími til kominn að staldra við og spyrja spurninga af því tagi hvort við viljum ráðstafa í enn ríkari mæli en þegar er orðið, eða þegar hefur verið ákveðið, stærstu og hag- kvæmustu virkjunarkostum þjóð- arinnar til áframhaldandi uppbygg- ingar einhæfrar álbræðslu? Er hyggilegt að binda alla þá orku með langtímasamningum á útsöluverði í áratugi og þrengja að sama skapi að öðrum möguleikum? Vill kannski þjóðin fyrst vita hvar verður næst borið niður? Hverju verður næst fórnað? Verður þar á meðal Langi- sjór, Torfajökulssvæðið, Aldeyj- arfoss eða hvað? Hvað líður Rammaáætlun? Eigi öll þessi áform að ganga eft- ir, sem nú hafa orðið fréttnæm, þarf mikla orku og virkjanir víða, væntanlega blöndu gufuaflsvirkjana og stórra vatnsaflsvirkjana. Læðist ekki að neinum sú hugsun að verðlagning orkunnar sé röng, út- salan sé óþörf, úr því að áhugi erlendu stór- fyrirtækjanna á því að færa hér í enn ríkara mæli út kvíarnar er jafnmikill og raun ber vitni? Hverju sætir að Alcoa vill stökkva af stað og hefja und- irbúning að næsta ál- veri áður en svo mikið sem grunnurinn er kominn að því fyrsta? Er það vegna þess að þeir vita að hvergi í víðri veröld munu á komandi árum og áratugum bjóðast aðrir eins gjafakostir á raf- orku og hér hafa verið boðnir? Og þar á ofan ókeypis mengunarkvóti vegna undanþágu Íslands frá Kyoto-bókuninni og ókeypis afnot af íslenskri náttúru þar sem um- hverfisspjöll og annar slíkur fórn- arkostnaður er reiknaður á núll? Öðru atvinnulífi rutt burt Og hvað með áhrifin á annað at- vinnulíf og efnahagsmál landsins? Eru forsvarsmenn annarra atvinnu- greina, einkum útflutnings- og sam- keppnisgreina, sáttir við það að stóriðjuplógurinn vaði áfram á fullri ferð í gegnum íslenskt atvinnulíf og ryðji frá sér á báða bóga annarri atvinnustarfsemi til þess að skapa rúm fyrir stóriðjuna? Eru forsvars- menn iðnaðarins ef til vill búnir að ákveða að baráttan sé töpuð, að það sé ekkert annað að gera en úthýsa því sem enn er eftir af innlendum framleiðsluiðnaði? Sjávarútvegurinn og ferðaþjón- ustan eiga ekki jafn hægt um vik að því leyti. Margir forsvarsmenn þessara greina hafa huggað sig við það undanfarna mánuði að um tímabundið ástand væri að ræða, að menn yrðu að reyna að þreyja þorr- ann og góuna og lifa af þetta erfiða tímabil á meðan yfirstandandi hrina stórframkvæmda gengi yfir. Það væri ljós við endann á göngunum og aðstæður mundu batna í síðasta lagi á árinu 2007 eða 2008. En ekki aldeilis! Ríkisstjórnin með Valgerði Sverrisdóttur í broddi fylkingar hefur fullan hug á því að í beinu framhaldi og jafnvel að hluta til samsíða núverandi stór- framkvæmdum hefjist þær næstu, ekki bara á einum heldur jafnvel tveimur, þremur, fjórum stöðum á landinu. Á teikniborðinu eru ekki færri en tvær nýjar álverksmiðjur, í Helguvík og á Norðurlandi, raf- skautaverksmiðja í Hvalfirði og stækkun álversins í Straumsvík, mögulega frekari stækkun Járn- blendiverksmiðjunnar o.s.frv. Sem sagt í staðinn fyrir að íslenska hag- kerfið fái að draga andann og ná jafnvægi þegar sér fyrir endann á núverandi stórframkvæmdahrinu, þá er boðað beint framhald með áframhaldandi þenslu, verðbólgu og háu gengi. Og fylgifiskar eins og viðskiptahalli og áframhaldandi geigvænleg skuldasöfnun erlendis eru þá sjaldan langt undan. Er nú ekki nóg komið? Er ekki rétt að staldra við og spyrja grund- vallarspurninga um æskilega þróun atvinnulífs, þjóðhagslegan ávinning eða tap og síðast en ekki síst sam- búðina við landið og móður nátt- úru? Erum við ekki að verða komin með nóg á samviskuna í bili, núver- andi kynslóð í landinu, varðandi það hvernig við höfum sinnt, eða öllu heldur brugðist, gæslumanns- hlutverkinu? Álæði Framsóknar Steingrímur J. Sigfússon fjallar um atvinnulífið ’Er ekki rétt að staldravið og spyrja grundvall- arspurninga um æski- lega þróun atvinnu- lífs …‘ Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. ER ÍBÚAR Evrópu minnast þess að 60 ár eru frá lokum styrj- aldar í Evrópu er hollt fyrir Ís- lendinga að minnast og þakka þeim sjó- mönnum er lögðu líf sitt að veði fyrir sína þjóð og ýmsar þjóðir bandamanna í seinni heimsstyrjöldinni. Ég minnist þess sem ungur drengur, en ég var á níunda ári er styrjöldinni í Evrópu lauk, hversu oft mað- ur grét sig í svefn er faðir minn var að fara í siglingu til Bretlands, en hann var skipverji á togar- anum Venusi frá Hafnarfirði á þessum árum. Það voru margar fjölskyldur á Íslandi sem áttu erf- itt og ekki allir sem komu til baka hvorki eftir siglingu til Bretlands, á veiðum hér við land eða þeir er voru í áhöfn flutn- ingaskipa. Þessir menn fluttu björg í bú, til að Íslendingar hefðu nóg að bíta og brenna á þessum stríðstímum. Und- irritaður átti heima á þessum árum á Báru- götunni í Reykjavík og þar bjuggu margir sjómenn er voru ýmist á togurum eða flutningaskipum, börnin á þeirri götu t.d. fengu ekki allir feður sína eða frændur heila heim. Það voru vissulega margar sorg- arstundir hjá ýmsum á þeirri götu sem og á ýmsum öðrum stöðum á landinu. Það hefur komið fram hjá t.d. Þór Whitehead sagnfræðingi og fleirum í fjölmiðlum undanfarna daga að íslenska þjóðin hefur aldrei þakkað þær fórnir og þá angist er íslenskir sjómenn og fjölskyldur þeirra upplifðu á þess- um árum. Börn þeirra sjómanna er misstu feður sína og hin börnin er voru svo heppin að fá föður sinn aftur upplifðu vissulega miklar átakastundir sem ábyggilega hafa vakið mörg beisk tár og skilið eftir und, brotnar sálir hjá mörgum eftir að stríð- inu lauk. Það kom einnig fram hjá Þór White- head að nú um stundir eru sennilega síðustu forvöð að fá beinar lýsingar af hildarleik þeim er var á þessum stríðstímum, hjá mönnum er upplifðu þessa tíma. Mér finnst það vissulega rétt að Ís- lendingar ættu, hefðu átt fyrir löngu, að gera meira í því að þakka og virða þær fórnir er íslenskir sjó- menn og fjölskyldur færðu í seinni heims- styrjöldinni. Hvort sem þeir komust heilir heim eða ekki, því vissulega voru mörg sárin einnig sem menn upplifðu þó feður manna og frændur lifðu af þessa alvar- legu tíma. Ungu fólki á Íslandi í dag er vissulega nauðsynlegt að þekkja þær fórnir sem íslenskir sjómenn og fjölskyldur þeirra færðu í seinni heimsstyrjöldinni, þekkja og þakka þá hetjudáð er margir unnu á þessum tímum, í mesta hildarleik sögunnar. Þökkum íslensk- um sjómönnum Jón Kr. Óskarsson fjallar um íslenska sjómenn Jón Kr. Óskarsson ’Mér finnst þaðvissulega rétt að Íslendingar ættu, hefðu átt fyrir löngu, að gera meira í því að þakka og virða þær fórnir er íslenskir sjó- menn og fjöl- skyldur færðu í seinni heims- styrjöldinni.‘ Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.