Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 41

Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 41 UMRÆÐAN Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/ 2004 stundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljan- legar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að etja og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka umræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrver- andi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilisofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræðisþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleigurnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og há- skólanáms í tónlist í landinu.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar SAMGÖNGUÁÆTLUN fyrir ár- in 2005–2008 hefur verið mikið í um- ræðunni að undanförnu. Sérstaklega hafa sveitarstjórnarmenn í borginni farið mikinn og talað um mikla mis- skiptingu fjárins sem varið verður til vegamála. Telja þeir sig vera af- skipta og fá miklu minna en aðrir. Á þessi meinta misskipting við rök að styðjast? Hér verður stofnkostnaður í grunnnetinu skoðaður en um hann hefur verið hvað mestur styr. Heild- arfjárhæð til þessa þáttar er um 23,7 milljarðar á árunum fjórum. Hér verður ekki reyna að flækja málin með kjördæmamörkum né sveitarfé- lagamörkum enda er það sorgleg staðreynd að slík mörk hafa oft verið til bölvunar þegar vegagerð er ann- ars vegar. Hins vegar er þessari upphæð hér skipt í tvennt. Annars vegar fjárveitingu til vegagerðar í þéttbýli sem mér telst til að sé rétt um 6,2 milljarðar og hins vegar fjárveit- ingu til að tengja þétt- býlisstaðina saman sem er þá um 17,5 milljarðar (þar af jarð- gangaáætlun 5,4 millj- arðar). Upphæðin sem fer til vegagerðar í þéttbýli skiptist niður á tíu stærstu þéttbýlis- staðina eins og taflan sýnir: Mannfjöldi er byggður á tölum Hagstofunnar um mannfjölda eftir byggðakjörnum. Borgin samanstendur af: Hafn- arfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópa- vogi, Reykjavík, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ meginbyggð. Upphæðir koma úr tillögu til þingsályktunar. Gert er ráð fyrir að Krýsuvík- urvegur sé ekki vegur í þéttbýli. Af tölunum að dæma mætti segja að um misskiptingu sé að ræða á milli þéttbýlisstaðanna en þessi hugsanlega misskipting er ekki borginni í óhag. Þvert á móti. Þá er eftir sú upphæð sem fer í vegi til að tengja þéttbýlisstaðina saman. En þá vandast málið. Fyrir hverja eru þeir vegir? Ég var á ferð um þjóðveg 1 í Borgarfirði um daginn. Þar var verið að end- urgera veginn á löngum kafla. Ég fór að hugsa fyrir hvern þessi vegagerð væri. Var hún fyrir þá sem búa á Bif- röst? Eða fyrir þá sem starfa á Bifröst en búa í borginni? Eða fyrir Norðlendinga eða Vestfirðinga? Fyrir hverja er Reykjanes- brautin sem fær 1,3 milljarða á næstu fjórum árum? Er hún ein- göngu fyrir Sunnlendinga af því að hún er í Suðurlandskjördæmi? Eða kann að vera að hún sé fyrir alla landsmenn, ekki síst borgarbúa? Hvað með Hvalfjarðargöngin? Er suðurendi þeirra fyrir borgarbúa og norðurendi eingöngu fyrir íbúa sem búa á svæði sem í alþingiskosn- ingum heitir Norðvesturkjördæmi? Það er hægt að slá ryki í augu al- mennings með þeirri aðferð að nota kjördæmamörk sem grunnforsendu þegar talað er um vegamál. Ef Ak- ureyri væri sér kjördæmi gætu Ak- ureyringar rokið upp og hrópað um gífurlega misskiptingu fjár til vega- gerðar þar sem þeir væru 5,5% þjóð- arinnar en fengu ekki nema 30 millj- ónir af 23.657 milljónum (0,1%). Hvað þá hinir átta bæirnir sem ekki fá eina einustu krónu inn fyrir bæj- armörkin? Allir gætu þessir bæir talað á sömu nótum ef þeir væru sér kjördæmi. Þeir gætu eingöngu hugsað um sjálfa sig og sagt að fjár- munir sem tengdu þéttbýlisstaðina saman kæmu þeim ekki við, þeir vegir væru ekki í þeirra kjördæmi! Er fé til vegamála misskipt? Jón Þorvaldur Heiðarsson fjallar um fjárveitingar til vegaframkvæmda ’Það er hægt að slá rykií augu almennings með þeirri aðferð að nota kjördæmamörk sem grunnforsendu þegar talað er um vegamál.‘ Jón Þorvaldur Heiðarsson Höfundur er hagfræðingur hjá Rann- sóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Þéttbýlisstaður Íbúa- fjöldi 31/12 2004 Fjárveiting til stofnkostn. í grunnneti (m.kr) Fjárveiting á íbúa (krónur) Borgin 183.079 6.142 33.548 Akureyri 16.308 30 1.840 Keflavík/Njarðvík 10.832 0 0 Akranes 5.657 0 0 Selfoss 5.269 0 0 Vestmannaeyjar 4.215 0 0 Ísafjörður 2.785 0 0 Sauðárkrókur 2.632 0 0 Grindavík 2.494 0 0 Húsavík 2.323 0 0 Mannfjöldi er byggður á tölum Hagstofunnar um mannfjölda eftir byggðakjörnum. Borgin samanstendur af: Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanesi, Kópavogi, Reykjavík, Sel- tjarnarnesi og Mosfellsbæ meginbyggð. Upphæðir koma úr tillögu til þingsályktunar. Gert er ráð fyrir að Krýsuvíkurvegur sé ekki vegur í þéttbýli. „TIL sölu sem ein- býlishús“ var fyr- irsögn á grein sem birtist í sérblaði Morg- unblaðsins á afmæl- isdegi Kópavogs 11. maí sl. Þar var umfjöll- un um hús sem reist var sem hressing- arhæli fyrir berkla- sjúklinga og vísað er til sem gamla Kópa- vogshælisins. Núver- andi bæjarstjóri, Hansína Ásta Björg- vinsdóttir, segist sjá fyrir sér að húsið geti orðið íbúðarhús og haft er eftir henni ,,…að sjá hve húsið er glæsilegt í arkitektúr að innan virkar á mann eins og það sé hálfgerð höll. Ég sé al- veg fyrir mér að menn sem vilja eignast glæsileg hús fyrir tals- verðan pening geti keypt húsið og gert það upp.“ Af þessum orðum bæjarstjórans má draga þá ályktun að hún hafi ekki áhuga á að bærinn eigi húsið og geri það upp. Húsið sem um ræðir stendur sunnarlega á Kópavogstúni austan við núverandi líknardeild LSH. Nýtt deiliskipulag fyrir Kópavogstúnið er að koma í kynningu þessa dagana og eðlilegt er að hugað sé að framtíð þessa húss með tilliti til þeirrar byggðar sem verður á svæðinu. Byggt fyrir söfnunarfé Konur í Kvenfélaginu Hringnum hófu söfnun fyrir byggingu hælis fyrir berklaveika árið 1906, en húsið var tekið í notkun árið 1926. Þetta er því með elstu steyptu húsum í bæn- um, eða tæplega 70 ára. Hrings- konur ráku spítala í húsinu til 1939, en þá tók ríkið við rekstrinum og nokkru síðar komu holdsveiki- sjúklingar þangað. Frá 1975 var húsið notað til kennslu þroska- þjálfanema og til 1985 var þar einnig eldhús fyrir Kópavogshælið. Síðan þá hefur húsið staðið autt og viðhaldi hefur lítt verið sinnt, enda er húsið því miður í afar slæmu ástandi. Kópavogsbær eignaðist húsið árið 2003 þegar bærinn keypti Kópavogstúnið af ríkinu. Sögulega hlýtur gamla Kópavogshælið að teljast verðmæti í sögu bæjarins, í sögu Hringskvenna og í sögu og meðferð berkla- sjúklinga á Íslandi. Til viðbótar kemur að hús- ið er teiknað af einum virtasta arkitekt þjóð- arinnar, Guðjóni Sam- úelssyni, og er líklega eina húsið eftir hann í bænum. Með allt þetta í huga og ekki síst með tilliti til góðrar stað- setningar tel ég að yf- irvöldum í bænum beri að halda húsinu í sinni eigu og gera það upp þannig að sómi sé að. Framtíð hússins var rædd í bæjarstjórn ný- lega og voru fremur já- kvæðar undirtektir í þeirri umræðu við því að bærinn tæki að sér að gera húsið upp. Ég undraðist því orð nú- verandi bæjarstjóra um að þarna gætu þeir sem ættu „tals- verða peninga“ eignast glæsilegt hús. Bærinn eigi húsið Það er öllum ljóst að það kostar töluvert fé að gera húsið upp en það tel ég hins vegar vera vel þess virði að bærinn geri. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst um starfsemi í húsinu, svo sem félagsaðstöðu fyrir kven- félög bæjarins, kaffihús, sýning- arsalir fyrir muni úr sögu bæjarins eða sögusýningu um Kópavogsfund- inn og loks má benda á aðstöðu fyrir sýningar tengdar lífríki Kópavogs- leiranna. Hugmyndirnar eru marg- ar, en mikilvægt er að ákveða að bærinn eigi húsið og muni gera það upp og nýta og varðveita sem hluta af sögu bæjarins. Gamla Kópa- vogshælið – ekki til sölu Sigrún Jónsdóttir fjallar um hugsanlega sölu gamla Kópa- vogshælisins Sigrún Jónsdóttir ’Sögulega hlýt-ur gamla Kópa- vogshælið að teljast verðmæti í sögu bæjarins, í sögu Hrings- kvenna og í sögu og meðferð berklasjúklinga á Íslandi.‘ Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi. mbl.issmáauglýsingar FASTEIGNASALAN GIMLI Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasaliGRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár TIL SÖLU EIGNARLÓÐIR UNDIR HEILSÁRSHÚS ÚR LANDI MÝRARKOTS Til sölu 30 eignarlóðir í landi Mýr- arkots í næsta nágrenni við Kiðj- aberg og á móti Hraunborgum. Verð 1,8 millj. óháð stærð eða staðsetningu lóðar. Kalt og heitt vatn að lóðarmörkum. Stærð lóða frá 0,75 hkt.-2,20 hkt. Heimilt að byggja allt að 200 fm heilsárshús á lóð. Frábær staðsetning í næsta nágrenni við einn fallegasta 18 holu golfvöll landsins, golfvöllinn á Kiðjabergi. Aðeins í 75 km fjarlægð frá Reykjavík og um 25 km frá Sel- fossi. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) er tilbúinn að lána allt að 100% af kaupverði lóð- ar og 65% af endanlegum bygg- ingarkostnaði. Lóðirnar verða til sýnis laugardaginn 28. maí milli kl. 13-16. Ekið er Kiðjabergsafleggjara 3,3 km og sjást þá lóðirnar á vinstri hönd. www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli N Selt Selt Selt Selt Selt Selt Selt Selt Allar nánari upplýsingar gefur fulltrúi seljenda, Ellert í síma 661 1121

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.