Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 42

Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 42
42 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÁ SEM ekki hugsar, hann staðnar. Sá sem ekki getur horfst í augu við staðreyndir, hann festist í afneituninni. Úr verður kyrrstaða, jafnvel afturför, og viðkomandi er ráðalaus gagnvart verkefnum sem hann þarf að leysa í lífi og starfi. Bæði fólk og flokkar geta fest sig í kyrrstöðunni. Flestir geta rofið kyrrstöðuna hjálparlaust en þó ekki alltaf. Fyrir stjórn- málaflokka er málið flóknara. Fjöldahreyf- ing fólks með sameig- inlega lífssýn getur vissulega unnið hratt og örugglega þegar þörf krefur en til- hneigingin til þess að leita í það sem var, það sem maður þekkir, er rík og skiljanleg. Þessa vegna er svo mikilvægt að brjóta upp formið og vinna að pólitískri stefnumótun með þeim hætti að hún svari spurningunum sem stjórn- málaflokkar þurfa að svara. Það höfum við gert í stefnumótunarvinn- unni innan Samfylkingarinnar á undanförnum árum. „Þetta gengur aldrei!“ Þessar hugsanir kviknuðu við lestur ritstjórnargreina Morgun- blaðsins um landsfund Samfylking- arinnar. Það er eins og blaðinu sé fyrirmunað að skilja eðli og tilgang þeirra vinnubragða sem Samfylk- ingarfólk hefur valið og tamið sér. Að því leyti er ritstjórinn í sömu stöðu og maðurinn sem horfði á annan mann vaða straumharða á og endurtók í sífellu: „Þetta gengur aldrei!“ Og þegar sá sem óð var kominn yfir heilu og höldnu, tautaði áhorfandinn: „Ég hefði valið annað vað, þetta var ómögulegt hjá hon- um …“ Blaðið hengir sig á afgreiðslu landsfundar á skilagreinum fram- tíðarhóps um varnir gegn aðsteðj- andi vá og Ísland í samfélagi þjóða, og tel- ur hana bera vott mik- inn ágreining um ör- yggis- og varnarmál innan flokksins. Þarna afhjúpar sá sem skrif- ar vanþekkingu sína og skilningsleysi á vinnubrögðum Sam- fylkingarinnar og niðurstöðum lands- fundarins. Ástæða þess að ákveðið var að af- greiða báðar skila- greinarnar til stefnu- þings á komandi vetri er einfaldlega sú að fólk var einhuga um að betur færi á því að fjalla um utanríkis- og alþjóðamálin í heild, en til þess vannst ekki tími á lands- fundinum. Um þetta var enginn ágreiningur. Hvað varðar ívitnaðan texta um að „hópurinn viðurkenni hiklaust ágreining“ um veru Bandaríkjahers á Íslandi, þá hefur af einhverjum ástæðum gleymst að vitna í áfram- hald málsgreinarinnar þar sem segir „… en sameinast jafnframt um stefnu sem flestir flokksmenn telja horfa til hins betra“. Hér er vitnað í skilagrein hópsins sem fjallaði um öryggis- og varnarmálin. Nýjar aðstæður krefjast nýrra lausna. Um aðild Íslands að Atlants- hafsbandalaginu er ekki deilt innan Samfylkingarinnar, eins og reynt hefur verið að gefa í skyn. Um veru Bandaríkjahers hér á landi er held- ur ekki deilt. Hins vegar horfum við opnum augum á þróun mála hvað varðar öryggi á Norður-Atlantshafi og ótvíræðar óskir Bandaríkja- stjórnar um að draga úr viðbúnaði hér á landi. Í þeirri afstöðu felst ekki ósk um að segja upp varnar- samningnum, heldur ósk um að finna lausn sem endurspeglar þarfir okkar og tryggir varnir gegn þeim hættum sem að okkur steðja. Aðrir stjórnmálaflokkar eru fastir í kyrrstöðu afneitunarinnar í örygg- is- og varnarmálum. Hún gerir þá ófæra um að kljást við og leysa ágreiningsefnin sem uppi eru á þessu sviði. Samfylkingin hefur hins vegar valið að brjótast út úr kyrr- stöðunni og stendur ekki ráðalaus gagnvart þeim verkefnum sem blasa við á sviði öryggis- og varnarmála. Ritstjóri í leit að ágreiningi Þórunn Sveinbjarnardóttir ger- ir athugasemdir við ritstjórnar- greinar Morgunblaðsins ’Í því felst ekki ósk umað segja upp varnar- samningnum, heldur ósk um að finna lausn sem endurspeglar þarfir okkar og tryggir varnir gegn þeim hættum sem að okkur steðja.‘ Þórunn Sveinbjarnardóttir Höfundur situr í utanríkis- málanefnd Alþingis. HVERSU nálægt þér þarf of- beldi að eiga sér stað til að þér finnist það varða þig? Ofbeldi þrífst á götum okkar eins og flugur á hrossataði. Þetta er farið að verða svo eðlilegur viðburður að ég bíð bara eftir að það verði hluti af hátíð- inni Menningarnótt. Við ættum kannski að gleyma því að við séum komin af vík- ingum smástund og fara að endurskoða þau mál alvarlega. Víkingar gætu vel verið fyrirmyndir þessara ódæð- isdrengja sem virðast einskis svífast þegar kemur að misþyrm- ingum, ofbeldi og óréttlæti því þeir höguðu sér oft ekki ósvipað. Við lendum í því nú á dögum að fólk er barið til óbóta fyrir minnsta tilefni eða fyrir það eitt að vera þar sem það er í það skiptið. Þetta gerist síendurtekið fyrir framan nefið á óbreyttum borgurum helgi eftir helgi í miðbæ Reykjavíkur. Af hverju bregðumst við ekki við? Af hverju bregðast stjórnvöld ekki við? Er ekki tími til kominn að gefa skýrari skilaboð? Þurfa ofbeld- ismenn ekki að finna það að slík meðferð á saklausum borgurum er refsiverð og er litin mjög alvar- legum augum? Ég sá í sjónvarpsviðtali á dög- unum einn fulltrúa lögreglunnar sýna fín og flott stöplarit um að ofbeldi fari minnkandi og allt þetta fár um aukna árásahneigð einstaklinga sé bara uppspuni einn og ekkert sé að óttast. En það sem þessi tölfræði sýnir í raun er hversu mikið tíðni kæra hefur far- ið minnkandi. Segir það alla sög- una? Ég leyfi allavega sjálfum mér ekki að lifa í slíkum sjálfs- blekkingum að álykta með vissu að það sé í lagi að setja samasem- merki á milli færri kæra og minna ofbeldis. Sjaldan eru gerð svona fín og flott stöplarit af óskráðum ofbeldistilfellum sem eiga sér stað á hverjum degi. Stígamót t.a.m. hafa talað um það að af þeim nið- urbrotnu og illa með förnu konum, sem leita til þeirra í örvæntingu sinni, kæri innan við 10%. Af hverju ætli það stafi? Fólk er að missa trúna á kerfinu. Fólk í dag þorir einfaldlega ekki að kæra því það hefur séð að það skilar nánast engum árangri, og hefur jafnvel í för með sér víxl- verkun á ákærandann. Lögreglan fær svo mikið af tilfellum að hún annar þeim ekki. Ég hef heyrt að fólki hafi verið ráðlagt að hörfa frekar frá ákæru með því að benda á það sem satt er, líkurnar að eitthvað muni koma upp úr krafsinu eru hverfandi. En hvað ef ákæran næði í gegn, hvað þá? Árásarmaðurinn myndi kannski játa, yrði sleppt lausum, málið leyst, fær kannski skilorð. Hann gengi um göturnar leikandi lausum hala með alveg nýja og betri ástæðu til að heimsækja ákærand- ann aftur og rifja upp gamla tíma, eða yf- irfæra reiði sína yfir á annan saklausan borg- ara þar sem ofbeldið er enn á ný látið leysa vandann. Fórnarlambið gerir sér vel grein fyrir vanmætti réttlætisins í okkar þjóðfélagi, og það gerir árásarmað- urinn einnig. Fyrir of- beldismann getur slíkt kerfi jafnvel virkað hvetjandi. Refsingin er í flestum tilfellum allt of væg, ef þeir hljóta þá ein- hverja í raun. Hún verður samt aldrei neitt í samanburði við af- leiðingar fórnarlambsins og því mun gerandinn aldrei þurfa að láta í minni pokann hvernig sem fer. Það virðast því miður vera óbein skilaboð frá kerfinu, eins og ég sé það, að þessi vægðarlausa grimmd er ekki álitin mjög alvar- leg. Það hefur samt orðið þjóð- arvakning. Við erum að gera okk- ur meira og meira grein fyrir því hversu óviðunandi viðloðandi ástand er og yfirvöldum okkar þjóðfélags er skylt að bregðast við. Ég vona eindregið að alþing- ismenn átti sig á því að það er ekki nóg að lyfta rauðu spjaldi í þrjár mínútur og vona að vanda- málið hverfi. Við þurfum að bregð- ast við og láta verkin tala. Ég bind því vonir við að ríkisstjórnin og alþingismenn taki höndum saman og setji þetta mál í for- gang. Við getum ekki sópað burtu vandamálum á borð við þetta með samhug, samkennd og rauðum spjöldum einum saman. Verk skulu fylgja orðum. En á meðan er gott að vita það að til séu kerfismenn í góðum störfum, bæði á vegum lögregl- unnar og ríkisins, sem lifa í vernd- uðu umhverfi og geta því gert svona fín og flott stöplarit úr örfá- um bréfsneplum, sem flokkast undir kærumál og sem fer sífækk- andi. Þeir geta talið sjálfum sér trú um að við lifum í vernduðu og öruggu umhverfi þar sem ekkert er að hafa áhyggjur af né óttast yfir. En eitt er þó víst, að á meðan þeir koma fram í fjölmiðlum með slíkar yfirlýsingar, teljandi fólki trú um að allt sé í himnalagi, þá eru þeir allavega sjálfir öruggir um friðinn því hvaða ofbeldis- seggur mundi vilja skaða mann sem reynir að telja fólki trú um að þessi þjóðarvitund okkar um að réttarkerfið bregðist ekki við sem skyldi í sambandi við aukna árás- arhneigð og harðara ofbeldi sé hugarburður einn. Hann hlýtur að telja þann mann á sínu bandi. Ofbeldismenn eiga ekki að geta gengið um götur okkar eins og fínir menn af aðalsættum, alger- lega ósnertanlegir eins og yfir lögin hafnir. Þeir kallast oft í kaldhæðni góðkunningjar lög- reglunnar, sem ætti frekar að kalla góðkunningja réttarkerfisins því það er réttarkerfið sem bregst. Ég efast um að lögreglan finni til mikils vinskapar við þessa menn. Ofbeldi og rauð spjöld Skúli Örn Sigurðsson fjallar um ofbeldi Skúli Örn Sigurðsson ’Við þurfumað bregðast við og láta verkin tala.‘ Höfundur er nemandi í heimspeki í Háskóla Íslands. REGLNA um öryggi fiskiskipa sem eru 15 metrar eða lengri, og varða smíði og búnað íslenskra fiski- skipa, hefur verið beð- ið alllengi. Því miður hefur ekki verið vandað til verks- ins sem skyldi, hvorki málfræðilega né efn- islega, þ.e. það sem reglurnar eiga að fjalla um. Eftirfarandi at- hugasemdir eru teknar af handahófi úr 187 bls. riti sem reglurnar eru. Orðalag reglna nr. 122 frá 2004 er með slíkum hætti að ljóst er að aðstand- endur þeirra, þ.e. þýðendur og orða- valsaðilar, eru latmæltir, skandinav- ískt-menntaðir einstaklingar sem ekki hafa nennt að læra íslensku né nota orðalag (stafsetningu) reglu- gerðar sem sett var 1932. Dönsku- sletturnar eru lýsing á ljótleika þess sem letin býður upp á eða voru að- gerðir lýðveldis-kynslóðarinnar, er barðist fyrir tilveru íslenskunnar fyrir og eftir lýðveldisstofnun 1944, aðeins fjörbrot deyjandi tungumáls. Á þeim árum var lyft grettistaki við að draga úr notkun á dönskuslettum í íslensku máli og leyfi ég mér að benda á einn skeleggasta kennara og íslenskufræðing, Helga J. Hall- dórsson. Sú latmælgi sem laumað er inn í tungumálið af þeim sem leitað hafa til Skandinavíu eftir menntun að breyta íslensku „k“ í danskt „g“ ásamt fleiri slíkum meinum er ekk- ert annað en leti. Í II. kafla reglna nr. 122/2004 gr. 15 stendur: „Skip skulu einnig búin nægjanlegum búnaði fyrir land- festar sem halda þeim föstum á öruggan hátt við allar aðstæður“. Ef það er meiningin að fara eftir orðanna hljóðan er þetta slíkt bull að ljóst er að sá sem hefur orðað þetta hefur aldrei á sjó komið og því síður haft með höndum stjórn á skipi. Í fyrsta lagi verður skip aldrei bundið svo að fast geti talist við allar að- stæður. Slík veður ganga yfir landið af og til að skip slitna frá bryggju þrátt fyrir að hafa verið bundin með því sem talið var tryggar festingar. En reyndir skipstjórnarmenn gera sér grein fyrir að alltaf verður að gera ráð fyr- ir því að landfestar geti gefið sig við erfiðar veðuraðstæður. Auk þess er til hafn- araðstaða á Íslandi sem kölluð er haf- skipabryggjur en við viss veður skilyrði verður að flýja með skipin frá höfninni vegna yfirvofandi stór- skemmda á skipi og hafnarmannvirkjum. Ef gengið er út frá því að grein þessi eigi við kluss, kefa, polla, krussholt, nálar og annan bún- að til þess að setja landfestar fastar um borð í skipinu, eftir að endum þeirra hefur verið komið í land og festir þar, þá verður aldrei hægt að hlaða slíkum búnaði á skip að komið verði í veg fyrir að skip slíti af sér festingar eða skemmist við bryggju ef sog er í höfninni. Til þess að grein þessi fái staðist þarf að setja loku- búnað (skipalás, slússu) í hafn- armynni allra hafna sem reglan á að gilda fyrir. Í II. kafla reglu 16 stendur: „Austurbrunnum skal komið fyrir við skipshlið þar sem þilfarið er lægst“. Orðalag þessarar greinar er með slíkum annmörkum að undrun sætir. Ef austurbrunnarnir eiga að vera við skipshlið eru þeir utanborðs og koma sem viðbót við breidd skipsins og yrði þar allmikil áhætta tekin. Ef þýðandinn veit ekki að allt sem er við skipshlið er utanborðs og það sem er inni í skipinu og við útsúð er talið vera út við síðu skips. Ath., við síðu skips í ýmsum orðasamböndum getur átt við bæði að innan og utan og fer eftir orðasambandinu en út við síðu á alltaf við að innanverðu við súðarklæðningu skipsins. Orðið skipshlið, er alltaf átt við síðu skips að utanverðu. Að vera við skipshlið getur þýtt að vera í bifreið á bryggju við skipið. Í X. kafla reglu 3, lið (5a) er eft- irfarandi: Í skipum, sem eru búin sjálfstýr- ingu sem segulmagnaður skynjari verkar á sem sýnir ekki stefnu skipsins, skal vera hentugur bún- aður til að sýna þær. Er þetta nýr áttaviti eða ratvísir sem ekki hefur verið skilgreindur áður? Hvað er segulmagnaður skynjari? Hvað er hentugur bún- aður? Hverjar eru þessar „þær“ sem hinn hentugi búnaður á að sýna? Ef þetta er ein „Hotspring river this book“ þýðing, eins og mennt- skælingar kölluðu mislukkaðar þýð- ingar á árunum 1946–1950, er löngu kominn tími til að taka til alvar- legrar endurskoðunar þá heimild ráðherra til að gefa út reglugerðir, reglugerðir sem ekki er hægt að fara eftir. Reglugerðir eru settar til að skýra nánar framkvæmd þegar settra lagaákæða og eiga að auð- velda samskipti þegnanna. Reglu- gerðir eru ekki skrautfjaðrir ráð- herranna til að geta keypt sér atkvæði í kosningum. Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskilj- anlegar. Verður fróðlegt að fylgjast með hvort tekið verður til hendi í ráðuneytinu og reynt að lagfæra þá ágalla sem eru á umræddri reglu- gerð en í því ástandi sem reglur 122/ 2004 eru í dag eru þær ráðuneytinu til vansa. Verður hér látið staðar numið að sinni en af nógu er að taka. Reglugerð nr. 122 frá 2004 Kristján Guðmundsson fjallar um reglur um öryggi fiskiskipa ’Því miður eru um-ræddar reglur nr. 122/ 2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskilj- anlegar.‘ Höfundur er fv. skipstjóri. Kristján Guðmundsson Meira á mbl.is/greinar ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.