Morgunblaðið - 28.05.2005, Síða 44
44 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞAÐ ER árviss viðburður að skrif-
að sé í blöðin um lands-
kemmdir vegna ut-
anvegaaksturs
mótorhjóla. Núna ný-
lega var bent á þá stað-
reynd að víða á Reykja-
nesi séu umtalsverð
ummerki eftir ut-
anvegaakstur mót-
orhjóla.
Ég vil taka það strax
fram að Vélhjóla-
íþróttaklúbburinn
(VÍK) fordæmir ut-
anvegaakstur, óábyrg-
an akstur mótorhjóla
og rekur félagið áróður gegn slíkri
hegðun og illri meðferð á landinu
okkar (sjá www.motocross.is). Það er
hinsvegar í þessu sporti sem öðrum
að fámennur hópur dugir til að koma
óorði á alla. Það sem er sorglegast í
þessu máli er að ástandið á bara eftir
að versna og landskemmdir eiga bara
eftir að verða meiri. Þó vélhjólamenn
séu jú klárlega gerendur og ábyrgir
fyrir þessum skemmdum, liggur því
miður ekki síður ábyrgðin hjá yf-
irvöldum.
Til að leysa þetta vandamál (ef það
er það sem við viljum) verðum við að
skilja hvað er orsök og hvað er afleið-
ing. Það er í huga okkar vélhjóla-
manna kýrskýrt og hefur því miður
verið það árum saman hvað er að.
Þessi stóri og sívaxandi hópur
íþrótta- og útivistarfólks nýtur ekki
nokkurs skilnings hjá yfirvöldum og
fær nánast engan stuðning til að búa
þannig að sportinu að utanvegaakst-
ur heyri sögunni til. Staðreyndin er
sú að torfærumótorhjól skipta þús-
undum á höfuðborgarsvæðinu, en
lögleg æfingasvæði eru aðeins tvö og
einungis opin örfáa mánuði á ári sök-
um leðju og drullu þar sem bæði
svæðin eru á moldarjarðvegi. Í grein
sem birtist 13. maí í Fréttablaðinu
um þessi mál segir að menn hafi
spænt á ólöglegum svæðum sér-
staklega á vorin. Á vor-
in eru þessi tvö löglegu
æfingasvæði okkar
hjólamanna lokuð.
Forsprakkar Vél-
hjólaíþróttaklúbbsins
hafa árum saman
fundað með aragrúa
embættismanna til að
reyna að útskýra
hversu sáraeinfalt það
er að koma í veg fyrir
megnið af þessum
stjórnlausa akstri.
Embættismennirnir
segjast jú skilja vand-
ann, eru ánægðir með að við séum að
taka á umhverfismálunum innan frá
og segjast flestir vilja leggja okkur
lið. Ég efast ekki um að margir
þeirra vilja vel, en ef við skoðum hvað
hefur áunnist af öllum þessum fund-
um og öllum þessum bréfaskriftum
er niðurstaðan ömurleg, nákvæmlega
ekkert hefur komið út úr þessu.
Það þarf að viðurkenna þennan
hóp sem útivistarhóp og skapa okkur
löglega aðstöðu til að stunda íþrótt-
ina okkar. Ef sveitarfélög eða stofn-
anir væru tilbúnar til að aðstoða okk-
ur við að finna svæði og veita okkur
leyfi til að leggja mótorhjólavegi (rétt
eins og bílvegir, reiðvegir, reið-
hjólastígar og göngustígar þykja
sjálfsagt mál) myndi okkur takast að
koma í veg fyrir mjög mikið af þess-
um meinta ólöglega utanvegaakstri.
En þarna komum við aftur og enn að
kjarna málsins, viljum við raunveru-
lega taka á þessu vandamáli, eða
bara halda áfram að tala um hlutina
og drekka te eins og við mót-
orhjólamenn höfum gert með ótelj-
andi fjölda embættismanna árum
saman.
Sjálfur hef ég farið margar ferðir
með félögum mínum með hrífur að
raka yfir spólför til að reyna að laga
til eftir þann litla hluta hjólamanna
sem er okkur öllum til skammar. Ég
er hins vegar hættur því, ég hef ann-
að við tímann að gera. Baráttan er
töpuð og hún er gagnslaus meðan
enginn er tilbúinn til að leggja okkur
lið. Látum lögguna vakta allt landið
og vonum að vandamál leysist af
sjálfu sér, það virðist vera sú leið sem
yfirvöld trúa á. Ef menn eru virkilega
svo einfaldir að halda að hærri sektir
eða meira eftirlit muni laga málið eru
þeir jafnfirrtir skilningi á vanda-
málinu og ég er að halda hér fram. Ef
skýrari lagabókstafur og meira eft-
irlit er það sem þarf, af hverju dugir
það ekki til að koma í veg fyrir inn-
flutning fíkniefna nú eða þá hrað-
akstur? Opnið augun!
Hvað ætla yfirvöld að láta þetta
ganga langt áður en þau draga höf-
uðið upp úr sandinum og leysa þetta
vandamál með okkur, það er sára
einfalt? Eigum við kannski að bíða
aðeins lengur, kannski eftir því að al-
varlegt slys verði þegar hestur fælist
undan mótorhjóli? Sjálfur er ég bú-
inn að fá nóg af því að funda með
mönnum sem vilja bara tala um mál-
in. Ef hins vegar einhver er raun-
verulega tilbúinn til að vinna að var-
anlegri lausn er ég boðinn og búinn
til að leggja mitt af mörkum.
Yfirvöld bera mikla
ábyrgð á utanvegaakstri
torfærumótorhjóla
Gunnar Bjarnason fjallar um
utanvegaakstur torfæruhjóla ’Staðreyndin er sú aðtorfærumótorhjól skipta
þúsundum á höfuðborg-
arsvæðinu, en lögleg æf-
ingasvæði eru aðeins
tvö og einungis opin
örfáa mánuði á ári …‘
Gunnar Bjarnason
Höfundur situr í umhverfisnefnd VÍK.
Í LOK landsfundar Samfylking-
arinnar um liðna helgi sagði Ingi-
björg Sólrún Gísladóttir að flokk-
urinn hefði „tekið
afstöðu gegn klíkum og
kenjum valdhafa en
með lýðræðinu“. Hún
tók sem dæmi að flokk-
urinn hefði fordæmt
skipan hæstarétt-
ardómara og frétta-
stjóramálið. Þegar
fréttamaður Rík-
isútvarpsins gekk á
hana og spurði hvort
hún væri laus við klíku-
skap, hvort hún kann-
aðist ekkert við Ráð-
húsklíkuna, svaraði hún
að bragði „Ég var með þá skilgrein-
ingu að þetta væru hópar fólks sem
væru að gæta eigin sérhagsmuna án
tillits til hagsmuna heildarinnar og án
tillits til lýðræðislegra leikreglna. Ég
tilheyri ekki slíkri klíku. Nei, ég hef
heyrt þessu fleygt og aldrei skilið
hvað átt er við með því.“ Það er nefni-
lega það.
Þrír traustir stuðningsmenn
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á
nokkrar góðar vinkonur sem hafa
notið trausts til þess að gegna
ábyrgðarmiklum embættum fyrir
Reykjavíkurborg. Það mætti jafnvel
segja að Ingibjörg Sólrún hafi tekið
til við að fylla stjórnkerfið af vinkon-
um sínum þegar hún tók við sem
borgarstjóri, fyrir rúmum áratug.
Gerður Óskarsdóttir var ráðin
fræðslustjóri í Reykjavík árið 1996,
tveimur árum eftir að Ingibjörg Sól-
rún náði kjöri sem borgarstjóri.
Gerður er yfirlýstur stuðningsmaður
Ingibjargar Sólrúnar og segir á vef-
síðunni http://www.ingibjorg-
solrun.is, sem sett var upp í aðdrag-
anda kosninga, að hún
styðji Ingibjörgu Sól-
rúnu til forystu í ís-
lenskum stjórnmálum
„því hún hefur til að
bera alla þá kosti sem
prýða góðan leiðtoga“.
Lára Björnsdóttir
hóf störf sem félags-
málastjóri í Reykjavík
sama ár og Ingibjörg
Sólrún var kjörin borg-
arstjóri og hefur starfað
í þessu ábyrgðarmikla
embætti Reykjavík-
urborgar allan þann
tíma sem R-listinn hefur verið við
völd. Hún var jafnframt gerð að
sviðsstjóra Velferðarsviðs Reykjavík-
urborgar í janúar sem leið. Líkt og
Gerður er Lára yfirlýstur stuðnings-
maður Ingibjargar Sólrúnar. Á fyrr-
greindri vefsíðu er nefnilega haft eftir
Láru, að hún styðji Ingibjörgu af því
að hún „treysti því að forysta hennar
(í stjórnmálum) muni skipta sköpum
fyrir íslenskt þjóðfélag til framtíðar“.
Síðasta ber að nefna Helgu Jóns-
dóttur, en hún hefur starfað sem
borgarritari síðastliðin 10 ár eða
næstum jafnlengi og R-listinn hefur
setið að völdum. Helga þessi skráði
sig um daginn í Samfylkinguna til
þess að styðja vinkonu sína, Ingi-
björgu Sólrúnu, í formannsembættið
en var síðan boðin í grillveislu til Öss-
urar Skarphéðinssonar með skelfileg-
um afleiðingum.
Fleiri vinkonur Ingibjargar Sól-
rúnar hafa fengið ágætar stöður í
stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, þótt
þær hafi kannski farið hljótt með
stuðning sinn við hana í formanns-
slagnum.
Dæminu snúið við
Þessar þrjár fyrrnefndu konur
gefa ef til vill vísbendingar um að ein-
hvern tíma hafi þær lýðræðislegu
leikreglur, sem Ingibjörgu er svo
tamt að tala um, verið þverbrotnar og
að horft hafi verið á eitthvað allt ann-
að en fagleg sjónarmið við ráðningar í
ábyrgðarmestu embætti borg-
arinnar. Eða ímyndum okkur að einn
daginn myndu birtast á vefsíðunni
http://www.davidoddsson.is myndir
af Þjóðleikhússtjóra, ríkislög-
reglustjóra og forstjóra Samkeppn-
isstofnunar, ásamt tilvitnun í álíka
lofsyrði og höfð eru eftir félagsmála-
stjóra og fræðslustjóra Reykjavík-
urborgar um Ingibjörgu Sólrúnu á
vefsíðu hennar. Ætli það myndi ekki
heyrast hljóð úr vinstra horninu? Að
sjálfsögðu.
Ráðhúsklíkan
Jón Hákon Halldórsson
fjallar um stjórnmál ’Þessar þrjár fyrr-nefndu konur gefa ef til
vill vísbendingar um að
einhvern tíma hafi þær
lýðræðislegu leikreglur,
sem Ingibjörgu er svo
tamt að tala um, verið
þverbrotnar …‘
Jón Hákon Halldórsson
Höfundur er háskólanemi.
ERFÐABREYTTAR (eb-)
plöntur eru afurðir nýrrar og öfl-
ugrar tækni sem gerir mögulegt
að breyta plöntum
með genum úr ólík-
um tegundum, t.d.
fiski, búfé eða jafnvel
mönnum. Plöntukyn-
bætur hafa hingað til
byggst á náttúrulegri
æxlun plantna af
sömu eða skyldum
tegundum. Talsmenn
líftækniiðnaðarins
reyna iðulega að
milda ímynd þessarar
byltingarkenndu
tækni með því að
halda því fram að
hún sé aðeins útvíkk-
un eða framhald á
stöðugri þróun
manna á nýjum
plöntuafbrigðum. Það
er afar villandi. Vís-
indaleg umræða um
öryggi eb-afurða
verður að ganga út
frá þeirri grunn-
forsendu að end-
urhönnun nátt-
úrulegra lífvera með
íhlutun í erfðamengi
þeirra er ný af nál-
inni og felur í sér
nýja áhættuþætti.
Mesta áhættan af
erfðatækninni er að
hún skuli vera notuð til að breyta
framleiðslu matvæla án þess að
vísindin að baki henni geti tryggt
öryggi. Vísindamenn skilja enn
ekki hvernig gen hegða sér í líf-
veru sem þau eiga uppruna sinn í,
en samt gerir líftæknin ráð fyrir
að gen sem gegnir einhverju hlut-
verki í einni lífveru muni gera það
sama eftir að því hefur verið kom-
ið fyrir í annarri lífveru.
Gen eru hins vegar ekki svona
einföld. Þau gegna mörgum hlut-
verkum sem stýrast af tengslum
þeirra hvers við annað, við efna-
fræðilegt ástand innan lífveru og
við umhverfi lífveru. Þegar geni
úr heimskautafiski er komið fyrir í
kartöfluplöntu til að auka frostþol
hennar kann plantan að breytast
þannig að hana megi rækta í sval-
ara loftslagi. Vísindamenn geta
hins vegar ekki séð fyrir aðrar
breytingar sem aðflutta fiskgenið
kann að valda á kartöflunni. Þegar
plöntum er erfðabreytt deyja
flestar þeirra. Þær sem lifa breyt-
inguna af eru flokkaðar sem „ár-
angur“ og er síðan plantað til upp-
skeru, án þess að gengið sé úr
skugga um hvort þær hafi af-
brigðileika í erfðamengi sínu sem
valdið getur tjóni á umhverfi og
heilsu manna og dýra.
Erfðatæknin er hvorki nákvæm
né fyrirsjáanleg. Plöntur æxlast
ekki við framandi tegundir og því
notast vísindamenn við svonefnda
genasmíð til að koma framandi
genum inn í plöntur. Hún er gerð
úr bakteríu, vírus, og merkigeni
sem stýrir ónæmi fyrir sýklalyfj-
um. En erfðabreytingin, sem
genasmíðin á að annast, er óstöð-
ug. Komið hefur í ljós að þegar
genasmíðin er send inn í plöntu-
frumuna raskar hún eða „rispar“
náttúrulegt erfðamengi hennar.
Genasmíðin getur ekki stýrt hve
mörgum genum er þröngvað inn í
plöntuna né hvar á erfðaefni henn-
ar þau lenda. Vísindamenn óttast
að merkigen í eb-matvælum geti
borist í þarmabakteríur manna
sem verði að ofurbakteríum,
ónæmum fyrir sýklalyfjum sem
notuð eru til lækninga. Breska
læknafélagið (BMA) hefur lýst því
áliti að samtökin „telja notkun
merkigena, sem tjá ónæmi fyrir
sýklalyfjum, í eb-matvælum alger-
lega óviðunandi heilsufarsáhættu,
hversu lítil sem hún
kann að vera“.
Bandarísk stjórn-
völd hafa látið líf-
tækniiðnaðinn komast
upp með að fara
framhjá venjulegum
umhverfis- og heilsu-
prófunum sem jafnan
er krafist af nýjum
tækniaðferðum og
gleypa þá goðsögn líf-
tæknifyrirtækja hráa
að eb-plöntur séu ekk-
ert nýmæli heldur
„jafngildar“ plöntum
sem ekki eru erfða-
breyttar. Þar eru eb-
matvæli prófuð eins
og um hefðbundin
matvæli sé að ræða.
Ekki er skimað fyrir
nýjum og óvæntum
eiturefnum eða of-
næmisvöldum sem
stafað geta frá erfða-
breytingum: Unnið er
eftir kjörorðinu „Leit-
ið ei og þér munuð ei
finna“.
ESB hafði hins-
vegar áhyggjur af því
að öryggismál væru
óleyst og setti á fimm
ára bann við ræktun
og innflutningi eb-matvæla, setti
reglugerðir um merkingar og
rekjanleika, og reglur um afmörk-
un og skaðabótaábyrgð er varðar
eb-ræktun. Þá eru í flestum ESB-
löndum svæði sem eru yfirlýst án
erfðabreyttra lífvera, þeim fjölgar
stöðugt og svæðin stækka.
Umhverfisstofnun hefur til
þessa veitt eitt leyfi hér á landi
(og kann að veita annað) til líf-
tæknifyrirtækisins ORF til úti-
ræktunar á þeim eb-plöntum sem
eru langhættulegastar – erfða-
breyttum lyfjaplöntum. Með því er
ORF leyft að nota íslenskt lífríki
og náttúru til einhverrar áhættu-
sömustu ræktunar sem til er.
Því miður hefur spurningum
þeirra sem kallað hafa eftir um-
ræðu um þessi mál verið svarað
með rakalausum fullyrðingum. Til
dæmis (a) að „við borðum daglega
gen“, sem hefur enga vísindalega
merkingu; (b) að „eb-afurðir skapa
engu meiri hættu fyrir umhverfi
og heilsufar en hefðbundnar af-
urðir“, sem – eins og lýst er að of-
an – er vísindalega séð mjög hæp-
in fullyrðing; (c) að „eb-afurðir
ógna með engum hætti öryggi
matvælaframleiðslu“, en ítrekuð
mengunarslys í Bandaríkjunum
afsanna þá fullyrðingu (sjá
www.erfdabreytt.net); og (d) að
eb-efni „dreifist hvorki sé safnist
fyrir í jarðvegi og vatni“, þvert of-
an í álit margra vísindamanna,
þ.á m. bandarísku vísindasamtak-
anna UCS (sjá www.ucsusa.org).
Ýmis fjölmenn samtök, þ.á m.
Neytendasamtökin og Landvernd,
hafa ályktað um nauðsyn þess að
fram fari vísindaleg umræða og
nýlega samþykkti aðalfundur Bún-
aðarsambands Suðurlands ályktun
þar sem krafist er umræðu um þá
áhættu sem fylgir ræktun eb-
plantna á Íslandi áður en frekari
leyfi verði veitt. Spurningin er sú,
hvort komi á undan, rækt-
unarleyfin eða umræðan?
Erfðabreyttar
afurðir skapa nýja
áhættu fyrir um-
hverfi og heilsufar
Sandra B. Jónsdóttir skrifar
um erfðabreytt matvæli
Sandra B. Jónsdóttir
’Mesta áhættanaf erfða-
tækninni er að
hún skuli vera
notuð til að
breyta fram-
leiðslu matvæla
án þess að vís-
indin að baki
henni geti
tryggt öryggi.‘
Höfundur er sjálfstætt
starfandi ráðgjafi.