Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 45

Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 45 UMRÆÐAN NÝLEGA bárust fréttir af því að afgreiðslu frumvarps um breytingu á almennum hegningarlögum hefði verið frestað, áður en þingi var slitið. Frumvarp þetta sem flutt er af þing- manninum Ágústi Ólafi Ágústssyni fjallar um afnám fyrningarfrests vegna kynferðisbrota gegn börnum undir 14 ára aldri. Frumvarpið felur í sér að fyrning- arfrestir samkvæmt ákvæðum 194.–202. greinar almennra hegningarlaga verði af- numdir með öllu. Flutningsmaðurinn fer mikinn á heimasíðu sinni og telur ástæður þess að málinu hafi verið frestað séu þær að stjórnarflokkarnir geti ekki hugsað sér að samþykkja mál sem lagt er fram af stjórnarand- stöðuþingmanni. Ágúst telur þetta vera ömurlegt viðhorf og enn dap- urlegra þegar þeir hagsmunir eru hafðir í huga sem eru húfi í þessu máli. Hagsmunirnir snerta ekki börn eða réttarvernd þeirra því um mein- gallað frumvarp er að ræða sem ger- ir engan greinarmun á því um hvers konar kynferðisbrot sé að ræða. Kynferðisbrot gegn börnum geta eðli málsins samkvæmt verið mis- alvarleg og í gildandi lögum er refsi- ramminn fyrir slík brot, fangelsi frá 2 árum og upp í 16 ár. Vægari brotin geta falið í sér kynferðislega áreitni líkt og þukl utanklæða á meðan þau alvarlegri geta falið í sér áralanga kynferðislega misnotkun. Með því að setja öll kynferðisbrot gegn börnum undir sama hatt og gera þau ófyrn- anleg er ekki verið að þjóna hags- munum þolenda grófustu brotanna. Frumvarp þetta skapar enn- fremur innbyrðis ójafnvægi í hegn- ingarlögum varðandi fyrning- arreglur sem gilda um hina ýmsu brotaflokka. Gengur frumvarpið því í berhögg við þá meginreglu íslensks refsiréttar að einungis þau brot sem varði ævilöngu fangelsi komi til álita sem ófyrnanleg. Það sætir því furðu að lögfræðimenntaður maðurinn hafi lagt þetta mál fram. Það eru þó engin nýmæli að þingmaður hinnar stefnulausu Samfylkingar leggi fram illa ígrundað bar- áttumál sem lætur vel í eyra. Frumvarpið er í al- gerri mótsögn við það sem gerist í refsirétti hér á landi, sem og á hinum Norðurlönd- unum. Eðlilegt hefði verið að taka raunveru- lega á vandanum í þessum málaflokki, með því leggja fram frumvarp um breytingu á viðurlögum við kynferð- isbrotum gegn börnum. Með því að taka viðurlög í kynferðisbrotakafla almennra hegningarlaga til endur- skoðunar væri unnt að hækka við- urlögin við alvarlegustu brotunum þannig að við þeim lægi ævilangt fangelsi. Með þessu móti yrðu þau gerð ófyrnanleg. Varðandi vægari kynferðisbrot gegn börnum, eru engin rök sem hníga að því að þau skuli vera ófyrn- anleg þrátt fyrir alvarleika þeirra. Í almennum hegningarlögum eru flest brot háð fyrningu og þ.m.t. mjög al- varleg brot, líkt og stórfelld líkams- árás. Rökin fyrir afnámi fyrning- arfrests í títtnefndu frumvarpi eru þau að hagsmunir barna vegi þyngra en almennar röksemdir um fyrn- ingu. Hagsmunir barna eiga vissu- lega að vega þungt en leiðin til þess að bæta réttarstöðu þeirra er að mínu mati sú að velja leiðir sem stefna réttaröryggi ekki í hættu. Ef löggjafinn fellst á að hækka há- marksrefsingu við alvarlegustu kyn- ferðisbrotum gegn börnum í allt að ævilangt fangelsi þannig að þau yrðu ófyrnanleg þá er það vel. En leiðir til þess að tryggja rétt þolenda vægari brota eru margar, til dæmis væri unnt að færa viðmiðunaraldurinn, þ.e. það aldursmark sem fyrning hefst í slíkum brotum úr 14 árum í 18 ár. Þetta myndi fela það í sér að fyrningarfrestur byrjaði ekki að líða fyrr en þolandi hefði náð 18 ára aldri. Önnur leið sem kæmi til greina er að taka upp sérstakan fyrning- arfrest sem varðar þessi brot, til dæmis 25 ára fyrningarfrest líkt og umboðsmaður barna hefur bent á. Að öllu ofansögðu mega menn þó ekki túlka það sem svo að réttar- farsleg rök fyrir fyrningu séu að verja kynferðisbrotamenn, heldur eru þau byggð á hagkvæmnis- og sanngirnisástæðum. Auk þess er eðli málsins samkvæmt erfiðara að sanna brot eftir því sem lengri tími líður frá verknaði. Í stað þess að rjúka til með lýðskrumi og látum, er nauðsynlegt að þingmenn taki á þessum brýnu og alvarlegu málum á rökréttan og málefnalegan hátt, á komandi haustþingi. Lýðskrum Ólafur Hvanndal Ólafsson fjallar um frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum ’Með því að setja öllkynferðisbrot gegn börnum undir sama hatt og gera þau ófyrnanleg er ekki verið að þjóna hagsmunum þolenda grófustu brotanna.‘ Ólafur Hvanndal Ólafsson Höfundur er laganemi. Í TILEFNI af 40 ára afmæli Þroskaþjálfafélags Íslands langar okkur að vekja fólk til umhugsunar um viðhorf samfélagsins í garð fatl- aðs fólks. Eitt af starfssviðum þroskaþjálfa er að vinna með við- horf og er hlutverk þeirra að vera góð fyrirmynd í starfi. Með því er átt við að umgangast fatlað fólk af virðingu sem felur í sér að koma til móts við aldur, langanir og skoð- anir þess. Jafnréttisbarátta fatlaðs fólks er langt á veg komin. Það eru aðeins örfáir áratugir síðan það var aðgreint frá samfélaginu og talið að best væri fyrir alla aðila að fötluðu fólki væri komið fyrir á sólar- hringsstofnun fjarri fjölskyldu sinni og öðrum í samfélaginu. Mikið hefur áunnist og er samfélagsþátt- taka fatlaðs fólks orðin meiri. Þrátt fyrir þessar framfarir eru því mið- ur enn neikvæð viðhorf ríkjandi gagnvart fötluðu fólki. Ein af þeim neikvæðu ímyndum sem skapast vegna rangra viðhorfa og þekking- arleysis er að fatlað fólk fær ekki tækifæri til að fullorðnast. Á þetta sérstaklega við um fólk með þroskahömlun. Lækjarás er dagþjónusta sem býður upp á þjónustu fyrir fullorðið fólk með þroskahömlun. Þrjú gildi eru þar höfð að leiðarljósi í daglegu starfi. Þau eru virðing, sveigj- anleiki og nýbreytni. Gildin hafa stuðlað að öflugri viðhorfavinnu í Lækjarási og kemur hún sér- staklega inn á virðinguna. Mik- ilvægt er að borin sé virðing fyrir aldri þjónustunotenda og hafa þroskaþjálfar í Lækjarási unnið markvisst að því að skapa umhverfi sem hæfir fullorðnu fólki. Ýmsir barnalegir hlutir hafa verið fjar- lægðir og áhersla lögð á að nota ekki barnamiðuð orð í samskiptum. Samskiptin byggjast á einföldum setningum þar sem þjónustunot- anda er mætt á hans forsendum. Að nota einfaldar setningar þarf ekki að fela í sér að tala barnamál eins og gert er með því að breyta blæ- brigðum raddarinnar og nota barnamiðuð orð. Í Lækjarási er einnig lögð áhersla á að tala ekki um þjónustunotendur í þeirra við- urvist um mál sem snerta líf þeirra. Gerðar hafa verið þær kröfur til starfsmanna að þjónustunotandinn sé þátttakandi í sam- talinu. Þroskaþjálfar í Lækjarási hafa lagt áherslu á að finna verkefni sem taka mið af aldri, jafn- framt áhuga og getu. Eitt af þeim verk- efnum tengist tölv- um. Þar höfum við undirritaðar rekið okkur á margar hindranir. Við þurf- um að bjóða upp á forrit sem eru ein- föld í notkun. Það sem er til á mark- aðnum er í flestum tilfellum ætlað börnum og samræmist því ekki þeim viðhorfum sem eru höfð að leiðarljósi í Lækjarási. Við höfum lagt metnað okkar í að þróa gerð einstaklingsmiðaðra tölvuverkefna. Eitt af þeim forritum sem hefur nýst okkur vel er PowerPoint. Það forrit hefur þá kosti að auðvelt er að vinna með texta, myndir, talmál og hljóð. Margar jákvæðar breytingar hafa skilað sér í viðhorfavinnu stað- arins. En Lækjarás er staður í þró- un og mikilvægt er að hafa í huga að slíkri vinnu líkur aldrei. Í ljósi þess að liðin eru 40 ár frá stofnun Þroskaþjálfafélags Íslands hefur gríðarlega mikið áunnist í málefnum fatlaðs fólks. Þroska- þjálfar hafa verið virkir þátttak- endur í þeirri jafnréttisbaráttu. Það er von okkar að almenningur og aðrar fagstéttir sjái sér hag í að vinna með þroskaþjálfum í að breyta viðhorfum til fatlaðra í sam- félaginu. Hver er ímynd fatlaðs fólks í íslensku þjóðfélagi? Bryndís Guðmundsdóttir og Guðný Sigurjónsdóttir fjalla um viðhorf ’Ein af þeim neikvæðuímyndum sem skapast vegna rangra viðhorfa og þekkingarleysis er að fatlað fólk fær ekki tækifæri til að full- orðnast.‘ Höfundar eru þroskaþjálfar. Guðný Sigurjónsdóttir Bryndís Guðmundsdóttir NÁM Í GEISLA- OG LÍFEINDAFRÆÐI Frá háskólaárinu 2005-2006 mun læknadeild Háskóla Íslands bjóða upp á nám við nýja skor, geisla-og lífeindafræðiskor. Umsóknareyðublöð eru á vefsetri Háskólans, www.hi.is, einnig í Nemendaskrá í Aðalbyggingu v. Suðurgötu. Umsóknum skal fylgja staðfest afrit af stúdentsprófskírteini. Inntökuskilyrði er stúdentspróf af bóknámsbraut. Einnig teljast nemendur sem lokið hafa námi frá frumgreinadeild Tækni- háskóla Íslands uppfylla inntökuskilyrði. Fjöldi stúdenta sem tekinn verður inn í námið er takmarkaður við 10 nemendur í geislafræði og 15 nemendur í lífeindafræði. Samkeppnispróf verður haldið að loknu fyrsta misseri (í desember). Umsóknarfrestur er til 5. júní 2005. Nánari upplýsingar um námið er að finna á heimasíðu læknadeildar http://www.hi.is/nam/laek/. NÝTT NÁM VIÐ LÆKNADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.