Morgunblaðið - 28.05.2005, Side 48
48 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Prófastur prédikar í
Krýsuvíkurkirkju
Á MORGUN, sunnudaginn 29. maí
kl. 14, fer hin árlega vormessa fram
í Krýsuvíkurkirkju. Við upphaf
messunnar verður „Upprisu“, alt-
aristöflu kirkjunnar sem verið hef-
ur vetrarlangt í Hafnarfjarð-
arkirkju, komið fyrir á sínum stað
fyrir ofan altari kirkjunnar. Sæta-
ferð verður frá Hafnarfjarð-
arkirkju kl.13:05.
Prófastur Kjalarnessprófasts-
dæmis, dr. Gunnar Kristjánsson
prédikar og þjónar fyrir altari
ásamt sr. Gunnþór Þ. Ingasyni
sóknarpresti. Jóhann Baldvinsson
leikur á gítar og Sveinn Sveinsson á
þverflautu. Magnús Sigurðsson
gegnir meðhjálparaþjónustu.
Nú hafa þær skemmdir að mestu
verið lagfærðar sem unnar voru á
kirkjunni á liðnum vetri, þegar rúð-
ur voru brotnar og gluggakörmum
spillt og ljósastæði í kirkju eyði-
lögð. Enn á þó eftir að lagfæra þau,
en dýrmætt er að geta þó nú sem
áður síðastliðin ár messað í kirkj-
unni á nýju vori. Eftir messu verður
kirkjukaffi í Sveinshúsi og boðið
þar upp á kaffi og kökur á vægu
verði. Þar stendur nú yfir sýningin
„Fuglar í myndum“.
Krýsuvíkurkirkja er jafnan opin
og mörg þúsund innlendra og er-
lendra gesta leggja leið sína í þessa
litlu og óupphituðu timburkirkju á
hverju ári Gestabækur kirkjunnar
bera þess glöggt vitni hve mikils
virði hún er þeim mörgum. Vor-
messurnar í Krýsuvíkurkirkju hafa
jafnan verið mjög vel sóttar og þess
er vænst að svo verði einnig nú.
Mannréttindamessa í
Hafnarfjarðarkirkju
SUNNUDAGINN 29. maí nk. kl.
11.00 fer fram guðsþjónusta í Hafn-
arfjarðarkirkju þar sem hugað
verður sérstaklega að mannrétt-
indum og baráttumálum viðkom-
andi þeim.
Mannréttindahópurinn sem vann
að því að fá Robert James Fischer,
heimsmeistara í skáktafli, leystan
úr haldi í Japan og útvega honum
íslenskan ríkisborgararétt mun
sækja guðsþjónustuna, en hann
beitir sér nú sérstaklega fyrir því,
að Íslendingurinn ungi Aron Pálmi
Ágústsson verði leystur úr haldi í
Bandaríkjunum, þar sem hann hef-
ur setið inni og verið sviptur frelsi
fyrir litlar sakir frá 12 ára aldri.
Sr. Gunnþór Þ. Ingason, sókn-
arprestur og félagi í hópnum, ann-
ast guðsþjónustuna. Tveir for-
ystumenn hans Einar S. Einarsson
og Guðmundur G. Þórarinsson,
fyrrum forsetar Skáksambands Ís-
lands, lesa ritningarorð og Sigurjón
Pétursson sóknarnefndarformaður
leiðir bænir.
Eftir guðsþjónustuna er opið hús
í Strandbergi, safnaðarheimili
Hafnarfjarðarkirkju og boðið þar
upp á léttan hádegisverð á vægu
verði. Þess er vænst að guðsþjón-
ustan verði vel sótt.
Dýridagur
í Landakoti
KAÞÓLSKIR um gervallan heim
tilbiðja í dag sérstaklega Drottin
Jesúm í hinu alhelga altarissakra-
menti, þar sem Kristur gefur sig til
fæðu, heiminum til lífs. Þessi hátíð
var fyrst haldin árið 1247, þá að
frumkvæði heilagrar Júlíönu frá
Lüttich. Dýrkun hennar á hinu al-
helga altaris-sakramenti var al-
kunn og fékk hún nafntogaða menn
í lið með sér að koma á sérstökum
messudegi til dýrðar líkama Krists.
Einn þeirra var Úrbanus IV páfi. 8.
september 1264 ákvað hann að
Dýridagur skyldi hátíðlegur hald-
inn á fimmtudeginum eftir Þrenn-
ingarhátíð.
Hér á landi var dagurinn lög-
leiddur árið 1326. Fimmtudagur 19.
maí sl. var Dýridagur, en nú á dög-
um er leyfilegt að halda hátíðina
sunnudaginn þar á eftir og er það
gert víðast hvar.
Hátíðarmessa í Kristskirkju er
kl. 10.30. Að messu lokinni er helgi-
ganga innan kirkjunnar með alt-
arissakramentið. Messa kl. 18.00 (á
ensku) með helgigöngu.
Árleg ferð FKL
og Kvenfélags
Kristskirkju
ÁRLEG ferð FKL og Kvenfélags
Kristskirkju verður farin laug-
ardaginn 4. júní og lagt af stað kl.
9.00 að morgni frá safnaðarheim-
ilinu við Hávallagötu.
Farið verður sem leið liggur að
Húsafelli og þar mun sr. Hjalti Þor-
kelsson lesa messu í kapellu í eigu
fjölskyldunnar á Húsafelli. Þar get-
ur fólk einnig keypt sér veitingar
eða haft með sér að heiman. Þaðan
verður haldið heim á leið með við-
komu á ýmsum sögustöðum Borg-
arfjarðar. Leiðsögumaður er
Matthías Frímannsson. Til Reykja-
víkur verður komið milli kl. 17.00
og 18.00.
Tekið er á móti skráningum í
síma 552 5388 eða á lista í safn-
aðarheimilinu. Nánari upplýsingar
veitir Gunnar Örn Ólafsson í síma
554 1605.
Vorferð Íslensku
Kristskirkjunnar
ÍSLENSKA Kristskirkjan endar
vetrarstarf sitt með því að fara út í
Viðey. Farið er frá Sundahöfn
kl.11.00. Grillað verður á staðnum
og unga fólkið í kirkjunni heldur
uppi fjörinu. Þetta er ferð fyrir fólk
á öllum aldri.
Frá og með 1. júní verða ekki
morgunguðsþjónustur, en kvöld-
samkomur verða áfram á sunnu-
dögum í sumar og einnig sam-
komur fyrir ungt fólk á föstudögum
kl.19.30.
Allir eru velkomnir að taka þátt í
starfi kirkjunnar.
Seljakirkja
í sumarskapi
4 LEIKJANÁMSKEIÐ verða haldin
fyrir börn á aldrinum 6–10 ára í
Seljakirkju í sumar. Þau verða sem
hér segir: 1. 13.–16. júní; 2. 20.–24.
júní; 3. 8.–12. ágúst; 4. 15.–19.
ágúst.
Skráning hefst 9. maí í síma
kirkjunnar 567 0110 og þar eru
frekari upplýsingar gefnar.
Minningarguðs-
þjónusta í Fríkirkj-
unni í Reykjavík
ÁRLEG minningarguðsþjónusta
vegna þeirra sem látist hafa af
völdum alnæmis verður haldin
sunnudaginn 29. maí kl. 14:00 í Frí-
kirkjunni við Tjörnina.
Guðsþjónustan er haldin í sam-
starfi við Alnæmissamtökin á Ís-
landi. Slíkar minningastundir eru
orðnar alþjóðlegar og kallast
,,Candlelight Memorial Day“, og
eru haldnar víða um heim. Tendrað
verður kertaljós fyrir þá ein-
staklinga sem látist hafa af völdum
alnæmis og þeirra minnst. Hjörtur
Magni Jóhannsson, fríkirkjuprest-
ur, leiðir guðsþjónustuna. Ingi Rafn
Hauksson formaður alnæm-
issamtakanna flytur ávarp. Arnar
Þór Viðarsson mun syngja einsöng
við undirleik Arnar Más Magn-
ússonar. Linda Vilhjálmsdóttir
skáld les eigin ljóð. Félagar úr al-
næmissamtökunum lesa riting-
arlestra. Organisti Carl Möller.
Að lokinni guðsþjónustunni verð-
ur kaffisamsæti í safnaðarheimili
Fríkirkjunnar að Laufásvegi 13.
Allir velkomnir.
Súðvíkingar
í Dómkirkjunni
MESSAN í Dómkirkjunni næstkom-
andi sunnudag 29. maí kl. 11 er til-
einkuð Félagi Álftfirðinga og Seyð-
firðinga vestra. Kaffisala veður á
kirkjuloftinu eftir messu. Sr. Jakob
Ágúst Hjálmarsson messar. Kór
Menntaskólans í Reykjavík og Mar-
teinn H Friðriksson annast tónlist-
arflutning.
Flugmessa
í Grafarvogskirkju
Á MORGUN, sunnudaginn 29. maí,
er flugmessa í Grafarvogskirkju
kl.11:00. Slík guðsþjónusta er
fyrsta sinnar tegundar hér á landi.
Fjölmargir aðilar er tengjast flugi
hér á landi koma að messugjörð-
inni.
Benóný Ásgrímsson flugstjóri
flytur hugleiðingu. Flugfreyjukór-
inn syngur ásamt kvartett flug-
stjóra.
Einsöng syngur Þuríður Sigurð-
ardóttir, myndlistamaður og fv.
flugfreyja. Prestar eru sr. Vigfús
Þór Árnason sóknarprestur og sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Á fiðlu leik-
ur Jóhannes Bjarni Guðmundsson
flugmaður, á flautu Sigrún Her-
mannsdóttir flugfreyja, á kontra-
bassa leikur Jón Hörður Jónsson
flugstjóri, á trompet leika Berglind
Jóna Þráinsdóttir flugfreyja, Ingi-
björg Lárusdóttir flugfreyja og
Sigurður Heiðar Wiium flugmaður.
Organisti er Ólafur W. Finnsson
flugstjóri. Ritningarlestra lesa
Signý Pétursdóttir flugumferð-
arstjóri og bænir flytja Hertvig
Ingólfsson flugvirki og Rafn Jóns-
son flugstjóri, Þóra Guðmunds-
dóttir fv. flugfreyja.
Lokabæn flytur Björn Þverdal
flugvirki.
Upp úr kl 10:00 munu fall-
hlífastökkvarar lenda við Graf-
arvogskirkju. Listflug verður við
kirkjuna um kl. 13:00. Flugvélar í
áætlunarflugi munu fljúga yfir
Grafarvoginn. Lítil þyrla verður við
Grafarvogskirkju. Rekstaraðilar,
starfsmannafélög og lífeyrissjóðir
er tengjast flugrekstri bjóða upp á
„flugkaffi“ eftir messu.
Kolaportsmessa
HELGIHALD þarfnast ekki hús-
næðis heldur lifandi fólks. Kirkja
Jesú Krists er ekki steypa, heldur
lifandi steinar, manneskjur af holdi
og blóði. Þess vegna er hægt að
fara út úr kirkjubyggingum með
helgihald og fagnaðarerindið og
mæta fólki í dagsins önn. Í tilefni af
því bjóðum við til guðsþjónustu í
Kolaportinu næsta sunnudag 29.
maí kl. 14:00.
Bjarni Karlsson sóknarprestur í
Laugarneskirkju flytur hugleið-
ingu og þjónar ásamt Jónu Hrönn
Morgunblaðið/RAX
UMRÆÐAN
UNDIRRITAÐUR fór til Pól-
lands síðastliðið haust. Upphaf máls-
ins má rekja til þess,
að haldnar hafa verið
nokkrar ráðherra-
stefnur um verndun
skóga í Evrópu. Stefn-
ur þessar ganga undir
hinu sameiginlega
heiti: the Ministerial
Conferences on the
Protection of Forests
in Europe, skamm-
stafað MCPFE. Út frá
MCPFE hafa sprottið
ýmis rannsóknaverk-
efni. Ráðstefnan í Pól-
landi var síðasti fundur
vinnuhóps, sem meta
átti leiðir, sem farnar
hafa verið af hinu op-
inbera, til að örva
skógrækt í Evrópu og
möguleika á að gera
leiðir þessar skilvirk-
ari. Hér verður gerð
grein fyrir rökunum
fyrir því, að Evrópumenn vilja við-
halda og helst auka útbreiðslu skóga
í löndum sínum.
Mikilvæg auðlind
Skógur hefur á undanförnum ára-
tugum verið vaxandi auðlind í Evr-
ópu, bæði að umfangi og þýðingu.
Efnahagsleg þýðing skóganna er
óumdeild. Þó hefur timburverð verið
í lágmarki á allra síðustu árum.
Þessu valda tímabundnar aðstæður,
einkum aukið skógarhögg í Eystra-
saltslöndunum og eftir hrun járn-
tjaldsins. Þessi aukning skóg-
arhöggsins í nefndum ríkjum er ekki
sjálfbær, þar sem meira hefur verið
höggvið en nemur heildarviðarvexti í
skógunum. Þessu veldur m.a. einka-
væðing skóga, án þess að byggt hafi
verið upp réttar- og lagaumhverfi,
sem tryggir sjálfbæra nýtingu
þeirra. Fljótlega mun draga úr timb-
urframleiðslu í Eystrasaltsríkjunum.
Jafnframt vex eftirspurn eftir við-
arafurðum ár frá ári. Einkum munar
þar um risann í austri, Kína.
Skógur þekur nokkra tugi pró-
senta af yfirborði flestra landa Evr-
ópu. Einna lægst er hlutfallið á Ír-
landi og í Moldavíu eða tæp tíu
prósent. Hlutfall skóga er raunar
langlægst á Íslandi eða 0,3%.
Samfélagsleg
þjónusta skóganna
Talið er, að raunverð á timburaf-
urðum muni hækka á næstu áratug-
um vegna aukinnar eftirspurnar,
samfara mun minni aukningu fram-
boðs. Hið lága verð hin allra síðustu
ár hefur orðið til þess, að auðlinda-
hagfræðingar hafa í ríkari mæli beint
sjónum sínum að „samfélagslegri
þjónustu skóganna“. Þjónusta þessi
er af ýmsu tagi og kannast margir
hér á landi við hugtökin, sem þar um
ræðir:
1. Jarðvegsvernd. Jarðvegurinn er
mikilvægasta auðlind jarðarinnar,
enda undirstaða fæðuöflunar. Skóg-
ur er talinn gegna lykilhlutverki við
verndun jarðvegsauðlindarinnar.
2. Vatnsvernd. Drykkjarvatn er
jafnnauðsynlegt mannkyni og matur.
Í Evrópu er leitast við að rækta skóg
á vatnsverndarsvæðum.
Skógurinn síar meng-
unarefni úr regninu og
veldur því að stærri
hluti vatnsins leitar nið-
ur í jörðina og myndar
grunnvatn í stað þess að
renna til sjávar á yf-
irborði. Einnig stuðlar
skógur að betri lífsskil-
yrðum fyrir fisk í fersk-
vatni og eykur frjósemi
strandsjávar – styrkir
fiskistofna.
3. Hreinsun and-
rúmsloftsins. Skógur
bindur kolefni. Aukin
skógrækt vinnur því
gegn hinum svokölluðu
gróðurhúsaáhrifum.
4. Bætir skilyrði til
útivistar. Offita er orðin
faraldur. Besta ráðið
gegn offitu og sjúkdóm-
um, sem henni tengjast,
er aukin hreyfing og útivist. Hægt er
að milda vetrarveðrin með ræktun
skóga. Fólk sækir í þá til skíðagöngu,
gönguferða og útreiða. Aukin útivist
og þar með hreyfing er mikilvægt
ráð við öðru heilbrigðisvandamáli –
þunglyndi.
5. Skógur verndar lífbreytileika.
Almenningur mun upplifa meiri fjöl-
breytni í landslagi og gróðurfari, ef
skógar vaxa upp á stórum hluta lág-
lendis á Íslandi. Nóg verður samt
víðáttan á heiðum uppi.
Íslendingar vilja framsæknari
markmið í skógrækt
Nýleg Gallupkönnun leiddi í ljós,
að mikill meirihluti landsmanna vill
aukinn skóg á Íslandi.
Því miður gera lög ráð fyrir að að-
eins verði ræktaður skógur á 5% lág-
lendis Íslands á næstu fjórum ára-
tugum. Veita þarf miklu meira fé til
skógræktar og setja sér metn-
aðarfyllri markmið.
Tryggja þarf skógrækt markaða
tekjustofna með mengunargjöldum á
jarðefnaeldsneyti og á þá stóriðju,
sem gefur frá sér gróðurhúsaloftteg-
undir.
Meta þarf útivistargildi skóganna
að fullu og þann sparnað í heilbrigð-
isútgjöldum, sem aukin útivist mun
hafa í för með sér.
Með aukinni skógarþekju verður
Ísland byggilegra og sleppur við þá
blóðtöku, sem fylgir stöðugum brott-
flutningi fólks, sem flýr land ekki af
efnahagslegum ástæðum, heldur
m.a. af því það vill búa við meiri
skjólsæld en stærstur hluti Íslands
býður upp á.
Skylda ætti þéttbýlissveitarfélög
til að rækta skóg á vatnsvernd-
arsvæðum.
Á vatnasviðum bergvatnsánna eru
miklir veiðihagsmunir í húfi. Bænd-
ur, sem búa við slíkar ár, ættu að
taka sig saman um að efna til stór-
felldrar skógræktar til að auka fisk-
gengd í árnar. Landgræðsluaðgerð-
um þarf að fylgja eftir með öflugri
skógrækt. Þá fyrst þegar skógur er
vaxinn upp á græddu landi þolir
landið aftur húsdýrabeit, án hættu á
uppblæstri eða vatnsrofi. Með því að
efla úthagagróður verða landið og
bændurnir í stakk búin til að stór-
auka kjötframleiðsluna, þegar 1.300
milljónir Kínverja, sem hingað til
hafa aðallega lifað á hrísgrjónum
sökum fátæktar, taka upp kjötát í
vaxandi mæli.
Skógrækt er besta leiðin til að við-
halda búsetu í dreifbýli og hún mun
skapa þjóðinni ótrúlega mikla auð-
legð til frambúðar, sé hún unnin á
vísindalegum grunni.
Mikilvægi
skóga í Evrópu
– og á Íslandi
Sigvaldi Ásgeirsson
fjallar um skógrækt
Sigvaldi Ásgeirsson
’Á vatnasviðumbergvatnsánna
eru miklir veiði-
hagsmunir í
húfi.‘
Höfundur er skógarbóndi.