Morgunblaðið - 28.05.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðrún Vilmund-ardóttir fæddist á
Nýlendugötu 12 í
Reykjavík 20. febr-
úar 1925. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun-
inni Sauðárkróki 17.
maí síðastliðinn. For-
eldrar Guðrúnar
voru Vilmundur Vil-
hjálmsson bílstjóri, f.
í Knútsborg á Sel-
tjarnarnesi 1899, d.
1962, og Ólafía
Björnsdóttir húsmóð-
ir, f. í Reykjavík
1901, d. 1974. Vil-
mundur og Ólafía bjuggu alla sína
búskapartíð á Nýlendugötunni.
Systkini Guðrúnar eru: Björn, f.
1927, d. 1998, Vilhjálmur, f. 1929,
og Björgvin, f. 1934, d. 2001.
Guðrún giftist 22. maí 1949 eft-
irlifandi eiginmanni sínum Jóni
Jósef Magnússyni bónda, f. í
Brekku í A-Hún. 22. maí 1919.
Foreldrar hans voru Magnús
Bjarni Jónsson, bóndi í Brekku í
Þingi í A-Hún., f. 1887, d. 1962, og
Sigrún Sigurðardóttir, húsmóðir í
Brekku, f. 1895, d. 1981. Börn
þeirra eru: 1) Vilmundur, f. 1949,
maki Þórhildur Lárusdóttir, f.
1953, börn þeirra eru Arnar
Freyr, f. 1974, Helga Guðrún, f.
1979, unnusti Hallgrímur Björns-
son, f. 1980, dóttir þeirra er Þór-
hildur Helga, f.
2004, og Styrmir
Örn, f. 1991. 2)
Magnús, f. 1953,
maki Líney Árna-
dóttir, f. 1957, börn
þeirra eru Tinna, f.
1981, Telma, f. 1983,
Jón Árni, f. 1991, og
Hjörtur Þór, f. 1994.
3) Sigrún, f. 1957,
maki Grétar Geirs-
son, f. 1948, börn
Sigrúnar eru Guð-
rún Þóra, f. 1979,
maki Marcus Dahl-
fors, f. 1972, og Jósef
Gunnar, f. 1992.
Guðrún ólst upp í foreldrahús-
um á Nýlendugötu 12 í Reykjavík
og fluttist síðan með eiginmanni
sínum í Austur- Húnavatnssýslu.
Bjuggu þau á Þingeyrum og síðar
í Steinnesi. Meðfram húsmóður-
störfum var Guðrún virkur með-
limur í Kvenfélagi Sveinsstaða-
hrepps og sat um tíma í
sóknarnefnd Þingeyrasóknar.
Hún var jafnframt kirkjuvörður í
Þingeyrakirkju um áratugaskeið,
þar sem hún sýndi innlendum og
erlendum ferðamönnum kirkjuna
og kynnti þeim sögu hennar.
Útför Guðrúnar fer fram frá
Þingeyrakirkju í Austur-Húna-
vatnssýslu í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Okkur langar til að minnast elsku-
legrar tengdamóður okkar, Guðrún-
ar Vilmundardóttur, í fáeinum orð-
um. Við kynntumst Gunnu þegar við
tókum saman við syni hennar ungar
að árum. Við sáum fljótt að í eldhús-
inu hjá Gunnu var hjarta heimilisins
þar sem hún vakin og sofin gegndi
húsmóðurstarfinu þar til yfir lauk.
Gunna ólst upp í Vesturbænum í
Reykjavík og leit alltaf á sig sem
Reykjavíkurmær þrátt fyrir búsetu
í Austur-Húnavatnssýslu frá því um
tvítugt. Frá æskuárunum í Reykja-
vík átti hún hjartfólgnar minningar
og með glettnisblik í grænum aug-
um sagði hún okkur frá prakkara-
strikum og ævintýrum æsku- og
unglingsáranna.
Gunna fluttist norður í Húna-
vatnssýslu þegar hún giftist Jósef,
eftirlifandi eiginmanni sínum. Það
voru mikil viðbrigði fyrir hús-
mæðraskólaskvísuna úr raflýstri
Reykjavík að koma í steinolíulýs-
inguna í sveitinni. Húsmóðurstarfið
á stóru sveitaheimili var umfangs-
mikið, það varð að hafa skipulag á
hlutunum, gera hagstæð innkaup og
hafa gott að borða svo að allir
gengju ánægðir og glaðir til verka
sinna. Það kom okkur, borgarstelp-
unum, spánskt fyrir sjónir hversu
mikið þurfti að hugsa um mat enda
aldrei verið á heimili þar sem þurfti
að fæða um 10–15 manns í hvert
mál. Gunna var frábær kokkur og
það er öruggt að smáfólkið í fjöl-
skyldunni mun sakna lærissneiða í
raspi, lifrarbuffs, kakósúpu og ýmiss
annars góðgætis sem enginn eldaði
eins vel og amma.
Gunna var fróðleiksfús og hafði
mikinn áhuga á sögu og landafræði.
Hún þreyttist ekki á að spyrja ung-
viðið út úr og uppfræða það. Öll
gengu börnin hennar menntaveginn
og hafði hún óbilandi metnað fyrir
þeirra hönd. Hún var sjálf dugleg að
mennta sig á fullorðinsárum, lærði
tungumál í bréfaskóla, lærði á bíl, að
ógleymdu píanónáminu. Hún fylgd-
ist grannt með skólagöngu barna-
barnanna, hafði unun af að hjálpa
þeim við heimanámið og leiðbeina
þeim við tónlistarnám. Hún var góð-
ur kennari.
Gleði og létt lund einkenndu
Gunnu, stutt var jafnan í brosið og
skopskynið var í lagi. Á tímum efn-
ishyggjunnar hefur verið lærdóms-
ríkt að fylgjast með því hversu
hversdaglegir hlutir svo sem að
punta sig upp og skreppa í kaup-
staðarferð eða vinaheimsókn með
tengdadætrum og barnabörnum
gátu vakið mikla gleði og tilhlökkun.
Skarð er fyrir skildi hjá fjölskyld-
unni í Steinnesi. Við þökkum
tengdamóður okkar samfylgdina.
Elsku Gunna hvíl þú í friði.
Líney Árnadóttir og
Þórhildur Lárusdóttir.
Amma var alltaf voða góð við okk-
ur strákana, Styrmi, Jósef, Jón
Árna og Hjört. Hún var eiginlega
alltaf í eldhúsinu frá morgni til
kvölds að elda eitthvað ofan í okkur.
Stundum þegar mér fannst ég vakna
snemma þá var hún alltaf komin í
eldhúsið að elda hafragraut. Mikið
er um hesta á bænum Steinnesi og
við strákarnir fórum oft á hestbak
og riðum þá heim á hlaði og köll-
uðum hátt og skýrt á hana og hún
varð alltaf voða glöð að sjá okkur á
hestunum. Hún var alltaf voða góð
við alla og við eigum eftir að sakna
hennar sárt. Takk fyrir allt, amma
mín. Guð geymi þig.
Styrmir Örn Vilmundarson.
Elsku fallega amma. Við trúum
því varla að þú sért farin, alla okkar
ævi hefur þú verið á efri hæðinni
heima í sveitinni, þar sem við gátum
alltaf komið til þín í hlýjuna. Takk
fyrir allan þann fróðleik og ástúð
sem þú gafst okkur. Við gleymum
aldrei stundum eins og að koma
heim úr skólanum og kleinulyktin
tók á móti út á hlað, hún lokkaði
okkur inn í eldhús og þú gafst okkur
heita kleinu og mjólk. Alltaf var jafn
notalegt að koma upp á morgnana,
skríða inn í hornið og borða með þér
og afa besta hafragraut í heimi, súrt
slátur og mjólkurkex með kaffi. Á
meðan skemmtirðu okkur með sög-
um af þér og Mæju í hálfsokkunum,
gerandi símaöt og sólandi ykkur í
laugunum í Reykjavík.
Elsku amma fína frú sem áttir
fullan skáp af glæsilegum kjólum og
silfurskóm sem urðu uppspretta að
fínufrúarleikjunum sívinsælu, í fínu-
stofunni. Við frænkurnar klæddum
okkur upp á og lékum frúr og senur
úr Sound of Music, sem við horfðum
svo oft á með þér, sem og Gone With
the Wind, sem var í uppáhaldi. Í fínu
stofunni lékstu líka fyrir okkur
Rugguhestinn og Komdu og skoðað’
í kistuna mína á píanóið og við döns-
uðum og sungum hástöfum. Við
dáumst að þér fyrir að læra á píanó
á fullorðinsaldri og munum ávallt
þakka þér fyrir hvatninguna og
áhugann sem þú sýndir píanónámi
okkar. Það var ósjaldan sem þú kall-
aðir okkur upp og við héldum tón-
leika fyrir þig.
Minnisstætt er einnig þegar þú
spurðir okkur spjörunum úr af
spurningablöðunum sem þú hafðir
samið. Best var að ná þér áður en þú
fórst á fætur, þegar þú sast á stóln-
um, gerðir þig til fyrir daginn og
fylltir okkur af fróðleik. Það var
ekki allt, því er Tinna byrjaði í skóla
tókstu Telmu upp á þína arma og
kenndir henni að lesa, reikna og
spila á píanóið. Elsku amma okkar
þú átt svo stóran hlut í því hverjar
við erum í dag og fyrir það eigum
við þér svo margt að þakka. Við
munum alltaf sakna þess að fara upp
til þín, tala við þig í rólegheitum,
leggjast í beddann og dotta við
sönglið þitt sem barst úr eldhúsinu.
Tinna og Telma.
Amma var alltaf kletturinn sem
allt braut á í þeim ólgusjó sem lífið í
sveitinni getur verið.
Límið sem hélt öllu saman, nær-
ingin sem aðrir þurftu til þess að
hlutirnir gengju upp.
Og nú er hún farin. Söknuðurinn
er mikill og víst er að lífið verður
aldrei samt aftur.
En við höfum allar góðu minning-
arnar til að orna okkur við og þakk-
lætið yfir því að hafa verið þeirrar
gæfu aðnjótandi að eiga svona góða
ömmu.
Elsku amma Gunna, takk fyrir
allt saman, án þín værum við ekki
þær manneskjur sem við erum í dag.
Arnar Freyr og Helga Guðrún.
Elsku amma mín er dáin og sökn-
uðurinn er ólýsanlega sár. Ég á
margar góðar minningar um ömmu
Gunnu sem ég get yljað mér við. Það
er samt sárt til þess að hugsa að ég
eigi aldrei eftir að upplifa aftur allar
þessar góðu stundir með henni.
Þegar ég hugsa um ömmu Gunnu
er svo margt gott sem kemur upp í
hugann, það var svo margt sem við
gerðum saman.
Ég hef alla tíð verið mikið í Stein-
nesi hjá afa og ömmu og mín fyrstu
tvö ár í skóla bjuggum við mamma
hjá afa og ömmu. Amma hugsaði
mikið um mig þar sem mamma var
oft úti að vinna. Á morgnana sá hún
til þess að ég væri tilbúin þegar
skólabíllinn kæmi og þegar ég svo
kom heim úr skólanum beið hún allt-
af eftir mér, gaf mér að borða og lét
mig svo gera heimavinnuna. Ég veit
það núna að það voru mikil forrétt-
indi að hafa ömmu alltaf til staðar
þegar ég kom heim úr skólanum og
hafa hlýjan og tryggan ömmufaðm
sem ég gat leitað til ef eitthvað bját-
aði á.
Það var ömmu mikilvægt að við
barnabörnin værum búin almennri
kunnáttu áður en við hæfum skóla-
göngu. Hún bjó til margar spurn-
ingar sem hún skrifaði niður á blöð
og þær voru ófáar stundirnar þar
sem ég og frænkur mínar, Tinna og
Telma, sátum í stofunni hjá henni og
vorum spurðar spjörunum úr um
t.d. höfuðborgir ýmissa landa og
nöfn á afkvæmum ólíkra dýra.
Fyrir hver jól fór ég með mömmu
og ömmu í jólatúr til Reykjavíkur.
Við amma hlökkuðum alltaf mikið til
þessarar ferðar. Við höfðum báðar
gaman af að fara í búðir og virða
fyrir okkur öll jólaljósin í höfuðborg-
inni og ekki var það verra ef við
höfðum tíma fyrir einn kakóbolla
inni á einhverju notalegu kaffihúsi í
miðbænum.
Ég fór tvisvar með ömmu og
mömmu til London. Amma hafði far-
ið þangað með mömmu sinni og í
þrjátíu ár hafði það verið draumur
hennar að fara þangað aftur og við
mamma fórum með henni. Amma
var alveg ótrúlega dugleg í þessum
Londonferðum. Þótt hún væri kom-
in á efri ár var áhuginn og gleðin svo
mikil að hún lét sig ekki muna um að
þramma um miðbæ London þveran
og endilangan. Hún hafði gaman af
að kaupa sér föt, naut þess að vera
vel tilhöfð og í mínum huga bar hún
af hvar sem við komum. Annað sem
var einstakt með ömmu í þessum
ferðum var að þrátt fyrir að hún
hefði bara barnaskólaensku þá tal-
aði hún ensku við alla þarna úti og
var aldeilis óhrædd við það. Þessar
ferðir okkar voru yndislegar og ég
verð ævinlega þakklát fyrir að hafa
fengið að taka þátt í þeim með henni
ömmu minni. Elsku amma mín. Þeg-
ar ég kvaddi þig í janúar, eftir að
hafa átt notalega daga með þér og
afa í sveitinni, hvarflaði ekki að mér
að ég myndi sitja hér í maímánuði
og skrifa minningargrein um þig.
Allt gerðist eitthvað svo hratt og ég
er í raun ekki ennþá búin að átta
mig á því að þú sért farin. Ég tók
flug heim til Íslands um leið og
mamma hringdi og sagði mér að þér
hefði versnað. Ég verð ævinlega
þakklát fyrir að hafa átt þessar síð-
ustu stundir með þér.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldunnar
þakka starfsfólki á Heilbrigðisstofn-
uninni á Sauðárkróki fyrir einstak-
lega góða umönnun og hlýhug í garð
ömmu.
Ég bið góðan Guð að styrkja afa
Jósef í sorginni, missir hans er mik-
ill.
Elsku amma, takk fyrir allt.
Minning þín mun ætíð lifa í hjarta
mínu. Þín
Guðrún Þóra Helgadóttir.
Árið 1955 tók faðir minn, Jón Sig-
urður Pálmason, á leigu jörðina
Þingeyrar í Austur-Húnavatnssýslu.
Eigandi jarðarinnar var Sigfús
Bjarnason í Heklu vinur hans.
Faðir minn var þá tæplega sjötug-
ur að aldri. Hann fékk sér til full-
tingis ungan bónda, Jósef Magnús-
son frá Brekku í Þingi. Jósef og
kona hans, Guðrún Vilmundardóttir,
höfðu áður en hér var komið sögu
búið sín fyrstu búskaparár á Hnjúki
í Vatnsdal. Þar var þá fyrir sóma-
fólkið Ingibjörg Jóhannsdóttir og
Jósep Jósepsson, sem voru ungu
hjónunum hjálparhellur og mikill
styrkur á þeirra fyrstu árum í sveit-
inni.
Þetta samkomulag þeirra Jósefs
og föður míns reyndist mikið gæfu-
spor.
Ekkert veit ég um samninga
þeirra á milli enda voru þar á ferð
tveir höfðingjar sem vissu hvað þeir
vildu.
Ég vildi sýna föður mínum sam-
stöðu í þessu máli og réð mig því í
kaupavinnu um sumarið að Þingeyr-
um.
Konu Jósefs, Guðrúnu, hafði ég
kynnst að góðu einu þegar hún
stundaði nám við Húsmæðraskóla
Reykjavíkur hjá móður minni,
Huldu Á. Stefánsdóttur, nokkru áð-
ur en þau giftust. Skemmst er frá
því að segja að góð vinátta tókst
með Jósef, Guðrúnu og drengjunum
þeirra, Vilmundi og Magnúsi, og
minni fjölskyldu strax þetta sumar.
Nokkru síðar bættist svo lítil
stúlka, Sigrún Lóa, í barnahóp Guð-
rúnar og Jósefs og vinahópurinn
stækkaði þar með.
Börnin á Þingeyrum voru alla tíð í
sérflokki hjá foreldrum mínum og
Sigrún Lóa kallaði föður minn afa,
en það gladdi hann mjög. Sambýlið
á Þingeyrum stóð yfir með einum
eða öðrum hætti í mörg ár eða allt
þar til að Jósef tók á leigu jörðina
Steinnes í Þingi, en þangað fluttist
fjölskyldan 1974.
Faðir minn fluttist þangað með
þeim og hafði þar sitt annað athvarf
til dauðadags.
Móðir mín var alltaf boðin vel-
komin til dvalar hjá þessum hjónum
og börnin mín fjögur voru þar í sveit
sumar eftir sumar. Fyrst á Þing-
eyrum og síðar í Steinnesi.
Þarna kynntust þau íslenskri
náttúru, lærðu að taka til hendinni
og eignuðust góða og trausta vini.
Andlát Guðrúnar Vilmundardótt-
ur markar því óneitanlega tímamót
fyrir mína fjölskyldu og veldur sár-
um söknuði hjá okkur öllum. Minn-
ingar birtast um hina glæsilegu,
sönnu Reykjavíkurmær, sem sleit
barnsskónum á Nýlendugötunni;
kom í sveitina og gerðist þar mik-
ilvirk húsmóðir; var umtalsgóð, hag-
sýn og rómantísk; náði góðu sam-
bandi við börn og gamalt fólk sem
hjá henni var og hirti um kirkju
sína, Þingeyrakirkju, í mörg herr-
ans ár af stakri prýði. Ég þakka
Guðrúnu samfylgdina og sendi vin-
um mínum Jósef, börnunum þeirra
hjóna, tengdabörnum og barnabörn-
um innilegar samúðarkveðjur. Guð-
rúnar verður minnst í minni fjöl-
skyldu sem merkrar konu.
Guðrún Jónsdóttir arkitekt.
Látin er kær frænka mín. Margar
minningar koma upp í hugann frá
löngu liðnum dögum, þær fyrstu er
Gunna var ógift stúlka í foreldra-
húsum við Nýlendugötuna. Minnis-
stætt er hversu mikil gleði og hlýja
umvafði okkur systurnar þegar við
komum í heimsókn til fjölskyldunn-
ar. Lóa og Vilmundur móðurbróðir
minn voru einstaklega barngóð og
voru fjölskylduboðin hjá þeim okkur
mikið tilhlökkunarefni.
Björg systir mín var nokkur sum-
ur í sveit hjá þeim hjónum Gunnu og
Jósep, fyrst á Hnjúki í Vatnsdal og
síðar á Þingeyrum. Þó svo ég færi
aldrei í sveitadvöl sem barn þá var
þessi sveit umvafin sérstökum æv-
intýraljóma eftir lestur á skemmti-
legum bréfum frá systur minni og
alltaf var Gunna frænka ein aðalper-
sónan í þessum lýsingum. Gunna
hafði einstaklega hlýtt viðmót og
dillandi hláturinn hennar gleymist
ekki.
Nokkrum sinnum á síðustu árum
heimsótti ég frænku mína að Stein-
nesi og voru móttökur þeirra hjóna
alltaf jafn rausnarlegar og gaman
var að rifja upp minningar frá löngu
liðnum dögum. Gunna var ákaflega
myndarleg húsmóðir og voru heima-
bakaðar kökurnar og brauðið henn-
ar einstaklega gott.
Gunna var mjög fróð um Þing-
eyrakirkju, söguna og kirkjugripi og
var mjög fræðandi að fara með
henni í kirkjuna og njóta leiðsagnar
hennar.
Ég kveð frænku mína með þess-
um ljóðlínum:
Þitt bros og blíðlyndi lifir
og bjarma á sporin slær,
það varðar kvöldgönguveginn,
þú varst okkur stjarna skær.
Þitt hús var sem helgur staður
hvar hamingjan vonir ól,
þín ástúð til okkar streymir
sem ylur frá bjartri sól.
(F.E.)
Ég sendi Jósep og fjölskyldunni
allri mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir.
Við lát yndislegrar frænku minn-
ar, Guðrúnar, hrannast upp minn-
ingar frá æskuárunum. Guðrún var
elsta barn föðurbróður míns, Vil-
mundar, og konu hans Ólafíu, eða
Lóu eins og hún var kölluð í fjöl-
skyldunni. Þau bjuggu allan sinn bú-
skap á Nýlendugötu 12. Þangað
sótti ég mikið sem barn. Þetta var
friðsælt og yndislegt heimili þar sem
ríkti ást og umhyggja.
Ég leit mikið upp til Gunnu, stóru
frænku minnar, og þótti vænt um
hana eins og stóru systur. Ekki síst
eftir að ég missti móður mína, að-
eins tíu ára gömul. Hún leyfði mér
oft að vera með þegar hún var með
vinkonum sínum. Voru þær mjög
leiknar í boltaleik, gátu verið með
marga bolta á lofti í einu. Ýmsu
fleiru fékk ég að vera með í, í þess-
um hópi.
Svo liðu árin, Gunna hitti Jósef
sinn og fluttist með honum norður í
land og gerðist fyrirmyndar hús-
móðir í sveitinni. Þó vík væri á milli
vina vissum við jafnan hvor af ann-
arri. Við Lauga frænka okkar kom-
um við að Steinnesi fyrir tveimur ár-
um og áttum góða stund þeim
hjónunum.
Svo átti ég því láni að fagna að
geta fylgt henni í sjúkrabíl norður á
Sauðárkrók. Rifjuðum við upp
margt frá liðnum dögum. Þótt hún
væri orðin mjög veik, var ljúfa bros-
ið hennar enn og glettnin í augun-
um. Góð kona er gengin.
Ég votta Jósef og börnunum,
einnig Villa bróður, innilega samúð
mína.
Björg Ísaksdóttir.
Ætli ég hafi verið nema 3ja ára
þegar ég fékk fyrst að vera um tíma
á Þingeyrum hjá Guðrúnu og Jósef
að sumri til. Þá svaf ég í rimlarúmi
við hlið hjónarúmsins þeirra, en við
hina hliðina var Sigrún Lóa dóttir
þeirra (Systa). Ég var þessara for-
réttinda aðnjótandi, því afi bjó líka á
bænum, en hann varð að sjálfsögðu
fljótlega afi Systu vinkonu minnar
líka. Eftir þetta var ég hvert sumar
GUÐRÚN
VILMUNDARDÓTTIR