Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 52

Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 52
52 LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Anna Magnús-dóttir fæddist í Reykjavík 30. október 1926. Hún andaðist á dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík 23. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Friðberg Kristjánsson og Aðal- heiður María Jóns- dóttir. Kjörforeldrar Önnu voru Magnús Hannesson og Guð- björg Andrésdóttir. Anna átti fimm systk- ini frá móður og eru fjögur á lífi. Anna giftist 30. júlí 1954 Sigur- birni Hanssyni, f. í Ytri-Tungu í Breiðuvík 24. nóvember 1919, d. í Selhóli á Hellissandi 11. mars 2001. Börn þeirra eru: 1) Aðalsteina Erla Laxdal, f. 1946, maki Ársæll K. Ár- sælsson, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 2) Ágústa Rósa Þóris- dóttir, f. 1947, maki Hjörvar Garð- arsson, þau eiga tvö börn og þrjú barnabörn. 3) Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, f. 1948, maki Grímur Ingólfsson, þau eiga þrjú börn og sjö barnabörn. 4) Guð- bjartur Kristinn Ástþórsson, f. 1950, maki Sigríður I. Karlsdóttir, þau eiga þrjú börn og fimm barna- börn. 5) Jens Sigur- björnsson, f. 1954, hann á einn son. 6) Þóra Sigurbjörns- dóttir, f. 1956, maki Jón Snæland, þau eiga þrjú börn. 7) Magnús Sigurbjörns- son, f. 1957, d. 1957. 8) Guðbjörg Magnea Sigurbjörnsdóttir, f. 1958, maki Ægir Þórðarson, þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 9) Sigur- páll Sigurbjörnsson, f. 1961, maki Gréta Hrönn Ebenesar, þau eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 10) Hans Bjarni Sigurbjörnsson, f. 1963, maki Sigríður Fjóla Jóhannsdóttir, þau eiga þrjú börn og eitt barna- barn. 11) Anna Birna Sigurbjörns- dóttir, f. 1965, maki Björn Hall- dórsson, þau eiga þrjú börn. Anna ólst upp í Reykjavík og vann við ýmis störf þar til hún fluttist í Selhól á Hellissandi árið 1953. Anna vann jafnhliða heimilis- störfum í Hraðfrystihúsi Hellis- sands. Útför Önnu fer fram frá Ingj- aldshólskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Móðir okkar Anna Magnúsdóttir fæddist í Reykjavík 30. október 1926. Hún ólst upp hjá kjörforeldum sínum, þeim Guðbjörgu Andrésdóttur og Magnúsi Hannessyni í Reykjavík. Einnig var hún nokkur sumur í sveit á Firði og Vattarnesi. 13 ára byrjaði mamma að vinna fyrir sér, bæði versl- unar- og almenn störf. En 1953 söðl- aði hún um og réðst sem ráðskona að Selhól, til föður okkar, og tókust með þeim góð kynni. Og giftu þau sig 30. júlí 1954. Upphafleg ráðning var 3 mánuðir en þeirra sambúð varaði í 48 ár, sem þau bjuggu á Selhól. Og varð líf þeirra einstaklega samstillt og þau samtaka í öllum hlutum. Búskapur var alltaf stór þáttur í lífinu á Selhól og mæddi þá oft mikið á henni, enda oft mikið að gera, og börnin mörg. Hún var mikil félagsvera og var bæði í kvenfélaginu og slysavarnafélaginu og styrkti ýmis málefni, sem henni fannst standa sér nálægt. En líf henn- ar var ekki alltaf einfalt og á tímum erfitt, oft mátti hún ganga dimma dali sorgarinnar. Son sinn, Magnús, missti hún þriggja mánaða 1957. Tvisvar missti hún heimili sitt í elds- voða og svo föður okkar 2001 og voru þetta henni þung áföll. Einnig átti hún við mikla vanheilsu að stríða síð- ustu árin. Oft lá hún á Reykjalundi og einnig á spítölum en aldrei heyrðist hún kvarta þó oft væri þetta erfitt enda einstaklega dugleg og veit ég að hún bætti mörgum árum við líf sitt bara með dugnaði, enda náði hún þrátt fyrir allt háum aldri. Oft minntist hún á það þegar hún kom fyrst á Sand að ein fyrsta mann- eskjan sem heimsótti hana var Svenna í Ártúni og hvað hún hefði reynst sér frábærlega vel alla tíð. Mamma átti sex hálfsystkini og lifa hana fjögur, 11 börn eignaðist hún og lifa 10, 27 barnabörn og 26 lang- ömmubörn, 25 á lífi og alltaf gaf hún öllum jólagjafir og taldist okkur til að um síðustu jól hefði hún gefið um 70 jólagjafir. Hinn 1. október 2002 fluttist hún að dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík og dvaldist þar uns yfir lauk. Og þökkum við starfsfólki þar fyrir hlýhug og góða umönnun. Nú um síðastliðna helgi dvaldist hún í sumarbústað á Arnarstapa hjá Guðbjörgu og Ægi og vorum við þar nokkur systkinin og barnabörn og á laugardaginn fór hún að Hellnum á myndlistarsýningu hjá Guðfinnu og áttu þær mæðgurnar góðan dag, eins og við öll hin. Og þeg- ar við Guðbjörg fórum með hana inn í Ólafsvík á sunnudeginum hafði hún orð á því hvað þetta hefði verið góð helgi hjá sér. Og á leiðinni út á Sand fór ég að hugsa hvað hún mamma væri alltaf seig enda var hún ótrúleg- ur karakter og æðruleysið algjört. Þetta var hennar síðasta ferð en sennilegasta sú besta í seinni tíð og kvaddi hún sátt við allt og alla. En allra kraftar þverra að lokum jafnt hennar sem annarra og andaðist hún að morgni 23. maí síðastliðins. Við þökkum þér fyrir allt og allt sem þú varst okkur enda varst þú okkur frábær móðir. Guð veri með þér. Fyrir hönd systkina minna og fjöl- skyldna okkar. Hans Bjarni Sigurbjörnsson. Elsku amma mín. Nú þegar þú ert farin ríkir mikil sorg, en ég veit að þú ert komin á góð- an stað þar sem þér líður vel með afa. Ég mun alltaf hafa minningu þína í hjarta mínu. Minningarnar sem aldr- ei gleymast eru t.d. að þegar heyskap- urinn var búinn bauðst þú alltaf upp á vöfflur og kökur. Alltaf fékk ég að hjálpa þér í jóla- undirbúningnum við að baka smákök- ur, skreyta skápana og jólatréð og skrifa á jólakortin. Svo fluttir þú á dvalarheimilið Jaðar og þangað kom ég stundum í heimsókn með strákana mína. Þá fékkstu ætíð stórt knús frá þeim. Alltaf bauðst þú Brynjari upp á nammi sem hann þáði með brosi. Svo var rennihurðin mjög spennandi og Viktor fór beint í myndasafnið þitt. Þó svo að við söknum þín afar mikið vitum við að þú munt alltaf vera hjá okkur. Þú varst mér svo góð amma, fyrir það vil ég þakka þér. Einnig vil ég þakka fyrir alla hlýjuna sem þú gafst mér og minningin um góða ömmu mun lifa í hjarta mínu og ég bið góðan guð að varðveita ömmu mína. Agnes Ægisdóttir. Elsku amma, okkur systkinin lang- ar að fá að kveðja þig í fáeinum orð- um, þig sem við kölluðum alltaf ömmu á Selhól. Við eigum margar góðar minningar þaðan, þó sér í lagi sauð- burðinn, heyskapinn og réttirnar. Á þessum tíma var oft margt um mann- inn og gaman. Þið tókuð alltaf vel á móti okkur og ekki máttum við gleyma að skrifa í gestabókina ykkar. Það var líka alveg sama hvar við bjuggum, alltaf lagðir þú á þig að koma í heimsókn. Hvort sem það var Sandgerði, Keflavík eða Svíþjóð. Hel- ena, sem er yngst af okkur systkinun- um, er fædd í Svíþjóð og var sjö ára þegar við fluttum til Íslands. Þriggja eða fjögurra ára lærði hún íslensku barnavísurnar Afi minn og amma mín, en þó með smábreytingum sem okkur þótti vænt um og ætlum við systkinin að kveðja þig amma, og skil- aðu kveðju til afa. Við söknum ykkar. Afi minn og amma mín upp á Selhól búa þau eru bæði sæt og fín þangað vil ég fljúga. Bless amma. Sigurbjörn, Kristinn og Helena Auðbjörg. Elsku amma. Nú ertu farin til afa. Okkur þykir svo vænt um þig og minningarnar verða í hjörtum okkar í hlátri, gleði og sorg sem við áttum með þér og afa á Selhól. Það var alltaf svo mikil tilhlökkun hjá okkur systk- inunum þegar við vorum að fara til ykkar á sumrin í heyskapinn. Alltaf var gaman að koma til þín í eldhúsið og spjalla við þig um heima og geima, alltaf sýndir þú okkur ást og hlýju og miðlaðir okkur af visku þinni. Við erum öll glöð yfir að þú ert komin á betri stað, til afa, sem þú hef- ur hlakkað til að sjá aftur, og þar vit- um við að þér líður vel. Elsku amma þú ert alltaf með okk- ur í anda, hjarta og huga. Ég man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni: Þú bentir mér yfir byggðar hring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Hvíl í friði elsku amma og langamma, börnin okkar og Hjálmar biðja fyrir kveðju. Álfhildur, Margrét og Ástþór. Ein af mínum sterkustu æsku- minningum er það hvað ég átti mikið af ömmum. Það líkaði mér mjög vel því það er hollt ungum drengjum að eiga góðar ömmur. Amma gisti gjarnan hjá henni Nunu vinkonu sinni þegar hún kom hingað suður. Oft var erindi ömmu að hitta lækni eða sækja sér aðhlynn- ingu. Man ég að stundum hvarflaði það að manni að sökum veikindanna ætti hún amma ekki eftir að verða langlíf. Sem betur fer hugsaði hún Anna Magnúsdóttir ekki á þessum nótum. Hún hélt bara sínu striki og seiglaðist áfram, eins og hún hefur alltaf gert. Minning mín af ömmu vestur á Sel- hól er öðruvísi. Þar birtist hún manni sem herforingi sem lætur vel í sér heyra, og jafnvel lengi ef þurfa þykir, enda var oft handagangur í öskjunni þegar best lét. Oft var mannmargt á Selhólnum. Það kom sér vel þegar heyskapur var í gangi því nóg var að gera. Afi að laga hrífurnar, og síðan allir út að rifja. Amma og afi létu ekki nútímann glepja sig, lengi vel byggðist þeirra lífsviðurværi að mestu leyti á því að eiga eina kú, kindur og bát niðri í Keflavíkurvör. Einkenni á okkur sem undan Sel- hólnum eru komin, fædd eða tekin inn í hann á fullorðinsaldri er að finnast gaman að hittast og eiga góða stund saman. Ég vil halda því fram að það sé arfleifð frá skemmtilegum sumar- stundum á Selhólnum, þar sem öllum var troðið í lítið rými, sem samt var nógu stórt til þess að allir fengju næði til þess að eiga sínar góðu, jafnt sem slæmu stundir. Nú þegar amma og afi eru sam- einuð aftur langar mig að þakka þeim fyrir allt það góða sem þau hafa gefið okkur. Fyrir allar góðu stundirnar á Selhólnum og fyrir að hafa búið til svo stóran og góðan hóp af fólki sem mað- ur getur alltaf sótt í, bæði í gleði og sorg. Ég á eftir að sakna hennar ömmu minnar en hugga mig við það að ég sé svo margt gott frá henni í afkomend- unum hennar. Reyndar veit ég að enginn af tengdasonum hennar hefur sloppið undan áhrifum hennar og er það þeim öllum til bóta. Elsku amma, takk fyrir mig og mína. Ársæll K. Ársælsson. ANNA MAGNÚSDÓTTIR Elsku besta móðirin sem mig alltaf studdir ó, hvað mér þykir vænt um þig sem götur mínar ruddir með kærleik og trú. Við kveðjum þig nú. Með innilegri þökk fyrir allt og allt. Anna, Björn og börn. HINSTA KVEÐJA Pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Perlan ERFIDRYKKJUR Ég vil í fáum orðum minnast ömmu minnar Laugu, eins og hún var alltaf kölluð, sem var mér svo kær. Amma var lágvaxin og nett kona, kvik í hreyfingum, spilandi kát, létt í lund og stutt í grínið. Hún átti samt til að vera þrjósk og þrá og stóð þá fast á sínu og ekkert fékk því haggað. Ég var svo lánsöm að alast upp í næstu götu við ömmu og afa á Króknum. Leið mín lá oft til þeirra á Bárustíg 7 og alltaf var tekið með kostum og kynjum á móti mér og mínum. Amma var vön að kalla mig nöfnu sína og sakna ég þess að heyra ekki kveðju hennar framar: „Sæl, ertu komin, nafna mín?“ Á Bárustígnum var mikið spilað á spil og voru amma og afi ólöt að spila við mig og síðar börnin mín í tíma og ótíma. Þær eru greyptar í huga minn fjölmargar gönguferðirnar með ömmu í fjöruna til að skoða steina, hlusta á sjávarniðinn og heyra sögur úr sveitinni frá því að hún var barn sjálf. Hafið og allt í sambandi við það var stór hluti af lífi hennar ömmu. Hún vann við fiskvinnslu um langa SIGURLAUG ÞORKELSDÓTTIR ✝ Sigurlaug Þor-kelsdóttir fædd- ist á Daðastöðum á Reykjaströnd 5. maí 1913, en ólst upp á Ingveldarstöðum. Hún lést á Dvalar- heimili aldraðra á Sauðárkróki 18. maí síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Anna Sigríður Sigurðar- dóttir og Þorkell Jónsson. Eftirlifandi eigin- maður Sigurlaugar er Friðrik Friðriks- son. Börn þeirra eru Stefán, Sól- brún, Friðrik Geir og Guðni. Hún átti eina dóttur áður, Ernu Marí- önnu. Heimili þeirra var á Báru- stíg 7 á Sauðárkróki. Útför Sigurlaugar verður gerð frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. tíð og var ég svo heppin að geta unnið með henni sem unglingur hjá Skildi hf. nokkur sumur. Ég var svo hreykin af ömmu, því hún þessi litla kraft- mikla kona var oftast með hæsta bónusinn. Snerpan, dugnaðurinn og vandvirknin var slík. Amma bar hag fjöl- skyldu sinnar fyrir brjósti alla tíð og fylgd- ist vel með því sem var að gerast. Spurði alltaf frétta af öllum, nær og fjær. Amma var góð til heilsunnar fram á síðustu ár. Hún og afi fluttu af Bárustígnum á Dvalarheimili aldr- aðra fyrir nokkrum árum og nutu þar góðrar aðhlynningar. Ég þakka fyrir það að hafa átt ömmu svona lengi að. Ég ber nafn hennar með miklu stolti. Ég hefði svo gjarnan viljað fylgja ömmu síðasta spölinn, en því miður var það ekki hægt. Elsku afi, þinn missir er mikill. Við Margeir, Helgi Freyr, Vala Hrönn og Maríanna biðjum algóðan Guð að styrkja þig í sorginni og blessa minn- ingu elsku ömmu. Þín nafna Sigurlaug Hrönn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.