Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 53

Morgunblaðið - 28.05.2005, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MAÍ 2005 53 MINNINGAR ✝ Inga Maria War-én fæddist í Kelviå í Austurbotni í Finnlandi 29. októ- ber 1922. Hún lést á heimili sínu í Selási 13 á Egilsstöðum 17. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Anna Lovisa Warén, f. 19.10. 1888, d. 30.10. 1974, og Konrad Alexand- er Warén, rafvirki, f. 5.2. 1889, d. 7.10. 1942. Systir Ingu Mariu er Britta Lov- isa Holmlund, f. 28.7. 1921, sem lif- ir systur sína. Hinn 18. júní 1950 giftist Inga Maria í heimabæ sínum Åggelby Vilhjálmi Sigurbjörnssyni frá Gils- árteigi, f. 1. júní 1923, lést af slys- förum 28. október 1975. Börn Ingu Mariu og Vilhjálms eru: 1) Bene- og Roland. 4) Inga Þóra, maki Esa Olavi Ärmänen, þeirra dætur eru Valdís Lovisa og Emma Lotta. 5) Karl Friðrik, dóttir hans er Hrafn- hildur Ása, móðir Marta Eiríks- dóttir. Fyrir átti Vilhjálmur dótt- urina Aðalbjörgu, maki Snorri Hlöðversson, og eru dætur þeirra tvær. Á yngri árum árum vann Inga Maria hjá amtmanninum í Helsing- fors. Á stríðsárunum starfaði hún sem „Lotta“ í finnska hernum. Að brúðkaupi loknu lá leiðin frá Finn- landi í Eiða þar sem Vilhjálmur var kennari. Eftir giftinguna var starfsvettvangur hennar heimilið, enda í mörg horn að líta og gest- kvæmt vegna vinnu og félagsmála- vafsturs eiginmannsins. Frá Eiðum var farið tímabundið til London þar sem Vilhjálmur stundaði nám. Eftir heimkomuna flutti fjölskyld- an til Ísafjarðar og þaðan til Nes- kaupstaðar, þar sem fjölskyldan bjó í sex ár. Árið 1963 settist fjöl- skyldan að á Egilsstöðum, þar sem Inga Maria var búsett til æviloka. Útför Ingu Mariu verður gerð frá Egilsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. dikt, maki Sigríður Friðný Halldórsdóttir. Synir þeirra eru: Hall- dór, börn hans eru Sigríður Friðný og Arnar Freyr, móðir Hjördís Matthilde Henriksen. Konráð Al- exander og yngstur er Vilhjálmur, sem er í sambúð með Erlu Kristínu Sverrisdótt- ur. Þau eiga soninn Benedikt. 2) Anna Britta, maki Árni M. Jónasson. Dætur þeirra eru Kolbrún Dögg, sambýlismaður Yusif Mohamed, börn þeirra eru Ana og Nadir Árni. Inga María og Valborg Ösp. 3) Valborg María, maki Mårt- en Stig Göran Lundberg. Hennar sonur er Vilmar Þór, faðir Óskar Vignir Bjarnason. Börn Mårtens frá fyrra hjónabandi eru Mikaela „Sisu“ er finnska og þýðir þraut- seigja og seigla. Þessa eiginleika hafði móðir mín í blóðinu. Hún var eins og fjöldi landa hennar, leiksopp- ur örlaganna í hildarleik stórveld- anna í seinni heimsstyrjöldinni. Þessar hörmungar settu mark sitt á hana en hún bar sorg sína í hljóði, en margir nánir vinir, félagar og frænd- ur féllu í þessum átökum. Það var meðal annars af þessum ástæðum, sem hún notaði tækifærið að komast í burtu, í burtu frá hættunni á frekari blóðsúthellingum, í burtu frá frekari fórnum af hálfu hennar nánustu, eins og hún sagði: „Ég vildi ekki ala upp syni til að nota í fallbyssufóður.“ Í sinni heimabyggð, Åggelby í jaðri Helsingfors, sleit hún barns- skónum frá sjö ára aldri og voru þær, mamma og Britta systir hennar mjög samrýndar alla tíð. Þegar mamma flutti til Íslands skrifuðst þær á og nær vikulega voru þær í bréflegu sambandi. Britta hefur geymt öll bréfin hennar og fylla þau margar möppur um líðandi stund í lífi mömmu í gleði og sorg á Íslandi. Föður sinn missti hún 1942 úr veik- indum og var það henni mikið áfall, en hann var einungis 53 ára. Í stríðinu var hún Lotta, en það var nafnið á kvennadeildinni í finnska hernum. Lotturnar tóku að sér ýmiss konar störf að baki víglín- unnar, s.s. hjúkrun, taka á móti særðum, ná í særða og koma þeim í aðhlynningu, gæslu og eftirlit, aðstoð við matseld og svo mætti lengi telja. Þessi „herdeild“ þótti svo áhrifarík, að eitt af skilyrðum Rússa við upp- gjöf Finna var að leggja hana niður. Mamma hitti verðandi eiginmann sinn, Vilhjálm, í Finnlandi eftir stríð og þau giftu sig heima á Pikkumatti- vägen 5 18. júní 1950. Upphaflega átti athöfnin að eiga sér stað hinn 17., en þá var ekki liðinn sá tími sem áskilinn var að lýsa með hjónum, svo athöfnin frestaðist um einn dag. Þegar hún kom til Íslands í fyrsta sinn, gift kona og barnshafandi, hafði hún aldrei stigið fæti á íslenska grund. Það er auðvelt að ímynda sér áfallið að koma frá heimsborginni Helsingfors í fámennið að Eiðum. Ekki bætti úr skák að ungu hjónin hrepptu leiðindaveður á leið sinni með Gullfossi til landsins og við tók margra daga ferðalag með rútu aust- ur, um vegakerfið eins og það var 1950, holóttir vegir, krappar beygj- ur, brattar brekkur og óbrúaðar ár. Á Eiðum eignaðist hún góðar vin- konur, sem vildu allt fyrir hana gera til að gera henni lífið léttbærara og einnig var stutt í Gilsárteig til tengdaforeldranna og systkina föður míns. Það er þó aldrei það sama og vera samvistum við sína eigin vini, ættingja, móður og systur. Móðir mín aðlagaðist mjög vel líf- inu hér, og þegar enn eitt stóra áfall- ið kom, þegar faðir minn lést svip- lega, tók hún því með sama æðruleysinu eins og öðrum byrðum sem almættið lagði á hennar herðar. Fyrir þann atburð hafði hún oft sagt, að ef eitthvað slíkt mundi henda, mundi hún söðla um og flytja aftur til Finnlands. Hún stóð við það og flutti til Finnlands nokkru síðar. Hún fann það hins vegar strax, að hún var orð- inn meiri Íslendingur en Finni, svo hún kom „heim“ aftur og bjó hér æ síðan. Finnland hafði einnig tekið miklum breytingum á þessum tíma og vinir og ættingjar höfðu tvístrast í ýmsar áttir, svo hún þekkti sig ekki aftur í sínu gamla heimalandi. Hún var orðin gestur þar. Móðir mín var alltaf til í ævintýri, ófáa bíltúra fór hún fram á síðasta dag, langa og stutta. Eftir lát föður míns ferðaðist hún bæði til Rúss- lands og Ísraels, auk margra ferða til Norðurlanda og Finnlands. Hún var óhrædd að fara í flugtúra með mér á litlu flugvélinni og skaut þar mörg- um stæltum karlmanninum ref fyrir rass. Veikindum sínum síðustu ár tók hún með sama æðruleysinu og öðr- um áföllum sínum og hún var með skýra hugsun fram á síðustu stundu og þó veikindin níddust á líkama hennar, hafði hún þá reisn að búa og hugsa um sig sjálf fram að síðasta andartaki. Ég kveð móður mína með miklum söknuði, þó svo að ég viti vel, að hvíldin var henni kærkomin, úr því sem komið var. Mamma, sköt nu om dig. Benedikt V. Warén (Pelli). Af hverju er sumarið svona seint á ferðinni? Því sitjum við ekki úti, Inga og ég, og gleymum okkur í skrafi um blómin sem nú keppast við að svipta af sér vetrarsænginni en fá samt engar aðrar móttökur heldur en ískalda hönd norðannepjunnar? Fyrir því eru að minnsta kosti tvær ástæður. Sú fyrri er að vinur minn og tengdamóðir Inga María er lögð af stað í ferðalag án enda og hin ástæðan er sú að sumarið lætur eftir sér bíða. Í þau rúm þrjátíu ár sem ég hef þekkt Ingu höfum við átt hvor aðra að. Samskipti okkar hafa verið tíð og hin síðari ár höfum við báðar búið á Selásnum, ég og Pelli uppi og hún niðri. Vegna þessa meðal annars urðu samskipti okkar mjög náin og mætti kannski flokka þau undir njósnir í góðri merkingu þó. Við vild- um vita hvor af annarri og ófá voru þau spor sem lágu til Ingu bæði seint og snemma. Erindið var ekki alltaf stórmerkilegt en það var gott að eiga stund með henni. Umræðuefnið var þá oftar en ekki tónlist, blóm og margbreytileiki lífsins. Ég minnist einnig góðra stunda með Ingu á ferðalögum bæði innan- lands og utan. Eitt sinn vorum við staddar uppi í fjallshlíð á Vopnafirði. Þetta var um haust og lyngið var þakið berjum. Þá sagði ég henni frá lagi sem ég hafði nýverið heyrt í fyrsta sinni og heillast af. Þetta lag er „Oh mio babbino caro“ eftir Puccini. Auðvitað þekkti hún lagið. Og þarna stóðum við í fjallshlíðinni aleinar í heiminum með Puccini syngjandi í kollunum og bláberin fyrir augunum. Eftir þetta eignaði hún mér lagið og í hvert sinn sem lagið hljómaði í útvarpi þá minnt- ist hún þess. „Konvalíur“ sem eru eitt af mínum uppáhalds blómum bar Inga mér úr finnska skóginum og gætti þeirra eins og sjáaldurs augna sinna á leið- inni heim til Íslands. Uppgjöf er orð sem ekki var til í orðabók tengdamóður minnar. Það sannaðist ekki hvað síst hin síðustu ár þegar hún mátti ganga þá þrauta- göngu sem fylgir því að fá krabba- mein. Aldrei kvartaði hún en var æðrulaus og sagði að henni væri ekki vorkunn heldur þeim ungu sem þessi válegi sjúkdómur herjaði á. Uppgjöf var heldur ekki til í henn- ar huga, þegar hún fyrir þrjátíu árum varð að sjá á eftir eiginmanni sínum sem lést af slysförum aðeins fimmtíu og tveggja ára gamall. „Ég trúi því að það sé ekki í okkar valdi hvernig mál æxlast,“ sagði hún einhverju sinni við mig og vildi þá meina að ef við værum þolinmóð þá leystust málin, allt frá hinum erfið- ustu til þeirra einföldustu. Þetta var kannski hennar lífsmottó. Elsku Inga. Margt hef ég af þér lært í gegnum tíðina sem hefur nýst mér vel á lífsleiðinni. Ég á eftir að sakna samverustundanna með þér í lengd og bráð. Ég hef misst tryggan og góðan vin. Bestu þakkir fyrir allt og allt. Það er annars merkilegt að þið „konurnar í lífi mínu“, móðir mín og þú skulið eiga sama dánardag, hún fyrir sautján árum. Lífið er undarlegt og dauðinn er undarlegur líka. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Burt úr þjáning og þraut þú ert svifin á braut. Vakir vinur þér hjá, hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. (Höf. ók.) Sigríður Friðný. Elsku amma. Nú er komið að okkar síðustu kveðjustund. Þó að við værum allar alltaf á einhverjum ferðalögum og kvöddum þig oft átti engin von á því að síðasta skiptið sem við hittumst væri það síðasta sem við fengum að faðma þig að okkur. Þú varst alltaf svo mikið sumarbarn og hlakkaðir til að fá að njóta blómanna og söng- fuglanna sem glöddu þig ávallt. Þó að erfitt sé að sætta sig við það að þú sért farin erum við þakklátar fyrir að þú fékkst að kveðja þennan heim á þínu heimili þar sem þér leið alltaf best. Við viljum þakka þér fyrir árin sem við fengum að eiga með þér, öll sam- tölin, hláturinn og ráðin sem við gafst okkur. Þú varst vinurinn sem við gátum allar leitað til og hvað sem gekk á í okkar lífum dæmdirðu okkur aldrei, heldur tókst okkur sem jafningjum. Takk, elsku amma, þín minning mun ætíð lifa í hjörtum okkar. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. Burt úr þjáning og þraut þú ert svifin á braut. Vakir vinur þér hjá hann mun vel fyrir sjá. Sofðu vært, sofðu rótt hina síðustu nótt. (Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi.) Þínar dótturdætur, Kolbrún Dögg, Inga María og Valborg Ösp. Amma mín, förum 25 ár aftur í tím- ann. Ég og þú sitjum í síðdegiskaffi í eldhúsinu í Dynskógum 5 eftir skóla. Þangað kem ég oft. Við ræðum um heima og geima, fortíð, nútíð og framtíð. Ég er tíu ára með allt lífið fram- undan og þú full af visku að mata ung- viðið andlega og líkamlega. Allt í einu verður okkur starsýnt á það sem við erum að snæða, ég er að drekka mjólk og borða tekex, þú að drekka te og borða mjólkurkex, passaði ekki al- veg. Við skellum upp úr. Kannski ekki fyndið í dag en var mjög fyndið þá. Góð minning! Þannig eiga minn- ingar að vera. Ekki alltaf merkilegar, en góðar. Þannig eru minningarnar um þig og þær hverfa aldrei. Kveðja Halldór. INGA MARIA WARÉN Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS GUÐNASONAR, Lækjasmára 8, Kópavogi. Steinunn Gunnlaugsdóttir. Katrín Guðjónsdóttir, Teitur Gústafsson, María Gréta Guðjónsdóttir, Sveinn M. Árnason, Gunnlaugur Guðjónsson, Erna Þ. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DAGBJÖRT GUÐJÓNSDÓTTIR, Selvogsgrunni 11, andaðist á Landspítalanum Fossvogi þriðju- daginn 24. maí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu fimmtu- daginn 2. júní kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Hermann Pálsson, Kristín Jóhanna Pálsdóttir, Ásmundur Pálsson, Unnur Konráðsdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför elsku- legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐLAUGAR VALGERÐAR FRIÐBJARNARDÓTTUR, Hauksstöðum, Vopnafirði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sundabúðar. Guð blessi ykkur öll. Friðbjörn H. Guðmundsson, Þórunn Egilsdóttir, Jón Þór Guðmundsson, Baldur Guðmundsson, Sigurbjörg K. Guðmundsdóttir, Sverrir Jörgensson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JAKOBÍNA H. SCHRÖDER, til heimilis í Fannborg 8, áður Birkihlíð við Nýbýlaveg, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 25. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Erna María Jóhannsdóttir, Ásvaldur Andrésson, Baldur Schröder, Naomi Herlita og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.