Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ E kki hafa allir bæjarbúar í Borg- arnesi afskrifað gamla Mjólkur- samlagshúsið þar í bæ þrátt fyrir að bæjaryfirvöld stefni að því að láta rífa húsið í sumar, eins og kom fram í umfjöllun Morgun- blaðsins nýlega. Forstöðumaður og varaformaður húsfriðunarnefndar hafa breytt um skoðun frá því að sent var álit til bæjaryfirvalda þar sem talið var að einungis útlit hússins hefði varðveislugildi. Þeir telja nú að húsið sem slíkt hafi gildi sem menning- arhús í Borgarnesi. Nefndin ætlar að koma saman til fundar á miðvikudaginn og fjalla meðal annars um bréf sem borist hefur þar sem rætt er um friðun hússins. Hefur sett svip á bæinn Gamla Mjólkursamlagið í Borgarnesi hefur sett svip á bæinn frá því það var byggt. Sér- staklega sá hluti byggingarinnar sem teikn- aður var af Guðjóni Samúelssyni arkitekt og var lokið við að byggja árið 1939, en hlutar byggingarinnar eru bæði yngri og eldri. Húsið er eitt af nokkrum mjólkurvinnslu- húsum sem Guðjón Samúelsson teiknaði. Önn- ur hús eru Mjólkurfélag Reykjavíkur við Snorrabraut, Mjólkurbú Snæfellinga, Mjólk- ursamlagið að Reykjum í Ölfusi og Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi, en það var í burstabæj- arstíl eins og Héraðsskólinn á Laugarvatni. Búið er að rífa þá byggingu og er mörgum eft- irsjá að henni. Guðjón Samúelsson teiknaði líka Héraðsskólann í Reykjavík og minnir Mjólkursamlagið í Borgarnesi svolítið á þá byggingu. Í Mjólkursamlagshúsinu var mjólkur- vinnsla til ársins 1981. Byggingavöruverslun Kaupfélags Borgfirðinga var í húsinu til árs- ins 2003, en eftir það hefur þar farið fram ým- iss konar starfsemi. Síðastliðinn vetur setti leikdeild Skallagríms upp leikrit og hefur hús- ið verið notað við ýmis tækifæri og til sýn- ingahalds, meðal annars þegar fram fór Sauðamessa síðastliðið haust svo eitthvað sé nefnt. Varðeisluvert sem menningarhús Í upphaflegu áliti húsafriðunarnefndar var það fyrst og fremst hliðin með háu gluggunum í tækjasalnum sem snýr að Skúlagötunni sem talin var hafa varðveislugildi og segir Magnús Skúlason forstöðumaður að þá hafi verið litið til þess að samkvæmt nýju skipulagi eigi að koma íbúðabyggð á svæðinu þar sem athafna- svæði Kaupfélags Borgfirðinga var í gamla miðbænum. Fyrsta hugmyndin var því að hægt yrði að breyta húsinu í íbúðarhúsnæði. „Þegar við héldum fund með áhugafólki um varðveislu hússins heyrðum við sterkar raddir um að áhugi væri á að nýta húsið undir menn- ingarstarfsemi og að það hafi þegar nýst til slíkrar starfsemi. Eftir að hafa skoðað þessar hugmyndir höfum við skipt um skoðun varð- andi húsið og teljum að það mundi henta ákaf- lega vel til slíkrar starfsemi og hafa þá ákveðið hlutverk. Það skiptir nefnilega miklu máli þegar verið er að gera upp gömul hús að þau hafi hlutverki að gegna,“ sagði Magnús. „Hús- ið er að mínu mati varðveisluvert sem menn- ingarhús.“ Ónýtt hús sem á að fá að njóta vafans Mjög hefur skort á viðhald og endurbætur á húsinu á síðustu árum og er útlit hússins ekki gott, hvorki innan húss né utan. Klæðning sem sett var á hliðina sem snýr út að Skúlagötu lít- ur út fyrir að vera ónýt. Ljóst er að húsið þarfnast gagngerra endurbóta ef það verður látið standa og bæjaryfirvöld hafa áætlað að slík framkvæmd muni kosta um 200 milljónir króna. Sveitarfélagið telur sig ekki hafa efni á að ráðast í svo kostnaðarsama framkvæmd. Því hefur hins vegar verið lýst yfir að ef ein- hver hafi áhuga á að kaupa húsið og kosta end- urbætur á því verði málið skoðað. Nýlega sagði Helga Halldórsdóttir, forseti bæjarstjórnar Borgarbyggðar, í samtali við Morgunblaðið að stefnt væri að því að láta rífa húsið í sumar. Aðeins ætti eftir að fá leyfi um- hverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar til þess. Magnús Guðjónsson, formaður nefnd- Sumir telja húsið ónýtt – aðrir hafa séð það svartara Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Upp hafa komið hugmyndir um að nota Mjólkursamlagshúsið undir menningarstarfsemi. Stefnt er að því að rífa gamla Mjólkursamlagshúsið í Borgarnesi í sumar. Ekki eru allir á eitt sáttir um þau áform að rífa þetta hús, sem var reist árið 1939 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Ásdís Har- aldsdóttir kynnti sér deiluna um framtíð Mjólkursamlagshússins. Litljósmynd/Árni Böðvarsson Gamla Mjólkursamlagshúsið í Borgarfirði séð frá sjó á síðustu öld. Skiptar skoðanir eru um hvort varðveita eigii húsið sem er byggt eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.