Morgunblaðið - 29.05.2005, Page 18

Morgunblaðið - 29.05.2005, Page 18
18 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Laxveiðin hefst á miðviku-daginn kemur þegarstjórnarmenn í Stanga-veiðifélagi Reykjavíkurtaka að egna fyrir fiska í Norðurá. Veiðimenn eru bjartsýnir að eðlisfari en að þessu sinni eru væntingar veiðimanna mjög miklar fyrir sumarið. Í kjölfarið á afar góðu veiðisumri í fyrra, þegar yfir 45.000 laxar voru teknir á stöng, en það er mesti afli frá 1988, spá fiskifræðing- ar góðri veiði á ný. Búast þeir við öfl- ugum smálaxagöngum fyrir Vestur- landi og að sterkar göngur stórlaxa láti sjá sig í ánum. Út júnímánuð hefst veiði í hverri laxveiðiánni af annarri og fljótlega ætti að koma í ljós hvort þessar björtu spár rætast. Laxveiðin hefur lengi verið sveip- uð ljóma, enda æsispennandi og krefjandi íþrótt. Íslendingar hafa löngum þótt standa stíft við og leggja mikið upp úr góðum afla. Sér- fræðingar tala um breytt viðhorf og veiðiaðferðir, sem endurspeglist ekki síst í því að sífellt fleiri veiði- menn eru reiðubúnir að sleppa laxi í árnar; náttúran, félagsskapurinn, veiðitæknin og sjálf takan, þegar fiskurinn fellur fyrir flugunni, skipti orðið meira máli en matur á diskinn. Fregnir berast af síhækkandi veiðileyfum en engu að síður rjúka þessi leyfi út, og sagt er að í sumum bestu ánum yfirbjóði Íslendingar er- lenda veiðimenn, sem áður sátu einir að bestu veiðitímunum. Veiðifram- boðið er samt mikið, og menn geta fundið laxveiðileyfi á afar ólíku verði. En er það raunin að allir séu jafn- bjartsýnir fyrir sumarið? „Væntingarnar eru vissulega miklar. Ég held þetta geti orðið met- ár,“ segir Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna. „Það byggist samt á vatnsbúskapn- um,“ bætir hann við. „Síðustu sumur hafa þurrkar komið niður á veiðinni. Í fyrra hefðu margar ár í Borgarfirði getað gefið meiri veiði en það vantaði vatnið. En ég er mjög bjartsýnn.“ Og Bjarni Júlíusson, formaður SVFR, stærsta stangaveiðifélags landsins, segist aldrei hafa verið jafnspenntur fyrir upphaf veiðitím- ans. „Ég hef mikið álit á fiskifræðing- unum og þeir hafa verið nokkuð af- dráttarlausir. Þeir segja að vænta megi góðra smálaxagangna fyrir Vesturlandi og svo kæmi mér ekkert á óvart að spár þeirra um tveggja ára laxinn fyrir norðan rættust. Þetta samband milli góðs smálax- asumars og góðs stórlaxasumars ár- ið eftir hefur rofnað í Borgarfirðin- um en það virðist ennþá hanga fyrir norðan.“ Bjarni vonast eftir góðu vatni í Borgarfirði í sumar. „Á Holta- vörðuveiði eru öll gil pökkuð af snjó og klaka. Vatnsstaðan ætti að geta verið góð.“ Fá veiðileyfi óseld Þröstur Elliðason, hjá veiðiþjón- ustunni Strengjum, sem leigir meðal annars Hrútafjarðará og Breiðdalsá, segir væntingarnar aldrei hafa verið jafnmiklar, allar götur frá 1988. „Ég var orðinn bjartsýnn áður en heyrðist frá fiskifræðingunum. Ef ég horfi einkum til Norður- og Austur- lands, þá er ég mjög bjartsýnn um að tveggja ára laxinn komi núna. Ef hann kemur ekki nú, eftir þessar sterku smálaxagöngur í fyrra, þá kemur hann aldrei.“ Og Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á, sem er stærsta fyrirtækið á veiðileyfamarkaðinum, hlakkar mikið til. „Ég er með fiðring í mag- anum. Ég fer sjálfur í opnunina á Blöndu, 5. júní, og er ofboðslega spenntur. Maður hefur orðið vitni að því að þegar mikið gengur af smálaxi þá kemur stórlax árið eftir, það verð- ur örugglega raunin.“ Allir veiðileyfasalar, sem rætt var við, voru sammála um að þessi mikla bjartsýni um veiðina í sumar end- urspeglist í sölunni; uppselt er í margar ánna og lítið eftir í öðrum. „Það er sáralítið eftir hjá okkur,“ segir Stefán. „Við eru líklega betur sett með bókanir en síðustu ár, ásóknin er mikil. Veiðin var svo góð í fyrra að nú vilja allir veiða sömu laxa og þeir veiddu í fyrra,“ segir hann og hlær. Þröstur segir söluna líka mjög góða hjá sér. „Hrútafjarðará er upp- seld, það ert mjög vel bókað í Breið- dalinn en það er aðeins laust í Laxá í Nesjum, á góðum tíma, og svo í Nes- veiðum í Aðaldal. Eftirspurnin er yf- irhöfuð mun meiri.“ SVFR býður upp á fjölbreytilegt úrval laxveiðiáa og Bjarni Júlíusson segir uppselt í nokkrar. „Hítará er alveg farin, Norðurá svo til alveg en eitthvað er laust í ágúst. Svartá er uppseld. Slakasta salan er í Sogið, eins og Alviðru- svæðið, og svo er laust í Stóru-Laxá í júlí.“ En þegar talað er um veiðileyfi, þá geta þau kostað á bilinu „4.800 krón- ur og upp í Laxá á Ásum“, eins og Stefán Sigurðsson kemst að orði. Og svo er ýmist boðið upp á veiði með eða án þjónustu, og er framboðið líka mikið hvað það varðar. „Við viljum bjóða upp á allar teg- undir af ám, fyrir alla veiðimenn, fjölskyldur sem einstaklinga. Við höfum undanfarið verið að leggja talsverða áherslu á tveggja stanga ár með húsum. Það hentar til dæmis fjölskyldum og hópum veiðimanna sem vilja taka það rólega saman og fá að vera í friði. Það er ágætt úrval til af veiðiám þar sem leyfin kosta 20.000 og minna. Flestir veiðimenn eru venjulegt fólk sem vill fá veiðileyfi á góðu verði.“ Færri kostir fyrir maðkinn Stefán segir að það færist einnig í vöxt að Íslendingar kaupi dýrari lax- veiðileyfi og þá fari þjónustan að skipta mjög miklu máli. „Ef þjónustan er ekki í lagi fer allt í háaloft. Menn vilja fá lúxus ef þeir borga fyrir hann.“ Að sögn viðmælenda er algengt að þjónusta í veiðihúsi, gisting og fullt fæði, kosti á bilinu átta til þrettán þúsund á dag. Menn hafa á orði að það sé ekki mikið, í samanburði við hótelherbergi sem kosti kannski 15.000 krónur; þarna sé innifalinn matur sem oft er matreiddur af bestu matsveinum landsins. „Veiði- leyfin geta hækkað,“ sagði einn við- mælandi,“ en ekki þjónustan. „Þessi þáttur í rekstrinum skilar ekki hagn- aði en laðar veiðimenn að.“ Þeir sem þekkja til laxveiðinnar á Íslandi eru sammála um að veiði- menning íslenskra laxveiðimanna hafi breyst mikið, á stuttum tíma. „Það hefur orðið gjörbreyting á, menn eru farnir að veiða af hógværð og í eðlilegri sátt við náttúruna og aðra veiðimenn,“ segir Orri Vigfús- son. „Sá bragur er að hverfa að menn reyni að drepa eins mikið og þeir geti, þannig að þeir sem á eftir koma fái engan lax.“ Hann segir að líklega haldist þessi breyting í hendur við aukna þekk- ingu og færni veiðimanna. „Menn eru að átta sig á því að þetta er ekki keppnisíþrótt.“ Fluguveiðin er langvinsælust. „Kostunum fer verulega fækkandi fyrir þá sem veiða með maðki og spún,“ segir Stefán. „Það er eigin- lega vandamál þegar menn vilja komast í veiði með maðki og spún á góðum tíma. Helst er boðið upp á þá veiði í júní og fyrstu dagana í júlí en svo er tekið fyrir það og veitt með flugu. Ég býst við því að eftir tíu ár verði svo að segja alls staðar fluga. Fluguveiðimennirnir eru að ná yf- irhöndinni.“ Siðferðið hefur batnað Gísli Ásgeirsson hefur verið leið- sögumaður í fjöldamörgum ám síð- ustu tvo áratugi. Hann segir lax- veiðimenningu landans hafa tekið miklum breytingum. „Það er minna um drykkju. Það er áberandi. Menn hafa meiri áhuga á að ná árangri í fluguveiði, og gera vel. Mér finnst siðferðið gagnvart ánum og náttúrunni hafa batnað. Og tillitssemi við aðra veiðimenn. Á síðustu tíu árum hef ég fundið mikið fyrir aukinni meðvitund veiði- manna um að takmarka veiðiálagið. Það var ekki óalgengt að mönnum þætti sjálfsagt að veiða eins mikið og þeir gætu borið. Þetta hefur breyst.“ Hann segir veiðimenn orðna flink- ari og hófsamari. „Fyrir tíu árum var enginn tilbú- inn til að sleppa laxi, nú gera það margir. Það er augljóslega hreyfing í þá átt að menn líta á fluguna sem merk- ara veiðitæki, þótt ég ætli ekkert að gagnrýna menn sem veiða á spún eða maðk. Ég held bara að flestir telji það ekki eins skemmtilegt. Fluguveiðin býður líka upp á fleiri svæði, það er búið að banna maðk víða, og í sumum ám er eingöngu veitt og sleppt.“ Gísli segir að hæfnislega sé ekki lengur sá munur sem var á íslensk- um veiðimönnum og þeim erlendu sem hann veitir leiðsögn. „Einu sinni var ég með Breta sem hafði veitt um allan heim, gerði varla annað og hafði komið hingað í mörg ár. Ég spurði hann hvað honum þætti um íslenska veiðimenn. Hann svaraði: You are not good fishermen, but you are the best killers in the world!“ STANGVEIÐI | Mikil bjartsýni ríkir meðal laxveiðimanna Búast jafnvel við metveiði Morgunblaðið/Golli Fiskifræðingar hafa spáð því að aukinn fjöldi stórlaxa gangi í árnar. Veiðimaður kastar fyrir lax í Berghyl í Fljótaá.                                                                       ! "#$ % "#$ "#$ &'$ ()&$ *+ ,$ )# - '$ . $ + *)"&  $ + /0 1", 2)0$  -', ,,                                      ! "#$ % "#$ "#$ &'$ *+ ,$ )# - '$ $ + /0 3 $ )# 4'$ 2)0$ 1", $ + 4'5  -', ",                            Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.