Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Vafin Drottins ástarörmum engilhreina vinan smá. Laus frá jarðlífs hættu og hörmum heima áttu Guði hjá. Þú varst lán á lífsins vegi ljósgeisli sem aldrei dvín. Heilög minning hinsta að degi hjartasárin græðir mín. Ofangreinar ljóðlínur eru eftir- mæli Rósu Aðalheiðar Georgsdóttur eftir Kristínu dóttur hennar sem myrt var tveggja ára árið 1947. „Ég vissi frá því ég var á ellefta ári að eitthvað mjög hræðilegt myndi henda mig, þegar ég stóð andspænis vitskertum morðingjan- um þá hugsaði ég: „Nú er þetta komið fram, þetta voðalega sem beið mín,“ segir Rósa Aðalheiður við mig þegar ég sit í herbergi hennar á Hrafnistu og skoða myndir af Krist- ínu litlu nýskírðri með móður sinni. Örlög þessa fallega barns urðu þyngri en tárum tæki. „Ég var sem frosin fyrst á eftir, gat ekki grátið,“ bætir móðirin við. Rósa Aðalheiður Georgsdóttir á að baki átakamikla lífssögu. Strax við fæðingu hennar, hinn 26. febrúar 1919 á Patreksfirði, voru aðstæður óvenjulega erfiðar. „Móðir mín hafði misst fyrsta barn sitt, svo fæddist ég, elst 13 systkina sem upp komust. En móðir mín veiktist mjög alvarlega í kjölfar fæðingar minnar og það tók mig góð kona sem Rósa hét. Hún lét skíra mig Rósu eftir sjálfri sér og bætti við nafninu Aðalheiður, það tók hún úr enskri skáldsögu. Þegar ég var 2 mánaða kom hún mér svo í fóstur inni í Firði því að móðir mín var þá enn veik,“ segir Rósa Aðalheiður. Hún er alþjóð kunn fyrir vasklega baráttu sína fyrir bættum aðstæðum til handa geðveikum afbrotamönn- um. Hún stofnaði 26. nóvember 2004 Kærleikssjóð Sogns og það er henni mikið hjartans mál að sá sjóður verði sem gildastur og geti lagt lið þeirri uppbyggingu sem þeir sem til þekkja telja að nauðsynleg sé hvað Sogn varðar. Brýn þörf er á að hýsa þar alla þá einstaklinga sem ekki teljast sakhæfir en hættulegir eru umhverfi sínu. „Nú er allt fullt á Sogni og mikil þörf á að bæta þar við húsnæði. Á Sogni er unnið merkilegt starf sem er mikilvægt fyrir samfélag okkar, svo sem ný og gömul dæmi sanna,“ segir Rósa Aðalheiður. Hún talar sannarlega af eigin reynslu. Vitskertur maður myrðir ungbarn Særir með hnífsstungu móðurina og annað barn hennar. Þannig hljóðar fyrirsögn og und- irfyrirsögn á forsíðu Morgunblaðs- ins þann 4. maí 1947. „Sá HRYLLILEGI atburður gerðist hjer á níunda tímanum í gærkvöldi að brjálaður maður rjeðst með stórri sveðju á konu og tvær dætur hennar, tveggja og átta ára að aldri. Myrti hann yngri dótturina en særði mörgum hnífsstungum móðurina og eldri dótturina,“ segir í Morgunblaðinu ennfremur.“ „Það héldu margir að ég væri löngu dáin þegar ég fór að láta í mér heyra í sambandi við Sogn, fólk hélt ég hefði dáið af sárum mínum,“ seg- ir Rósa Aðalheiður. En hver er þessi kona og hvernig hefur líf hennar verið, bæði áður en dóttir hennar var myrt og eftir þann hörmulega atburð? „Ég er ættuð af Snæfellsnesi, af- komandi sjáandans Þorleifs í Bjarn- arhöfn. Foreldrar mínir hétu Guð- finna Bjarnadóttir og Georg Jónasson og voru bæði Snæfelling- ar. Ég ólst ekki upp hjá foreldrum mínum, ég kynntist þeim ekki fyrr en ég var orðin fullorðin. Ég var fyrst í fóstri hjá fullorðnum hjónum inni í Firði, maðurinn var náskyldur Jóni Thoroddsen skáldi. Dóttir þeirra á unglingsaldri tók að mestu við umönnuninni á mér. Ég sendi henni oft blóm síðar undir yfirskrift- inni: „Grös fyrir bleiuþvottinn“. Ég var á þessum stað til 3 ára aldurs. Þá sendu foreldrar mínir eftir mér og ætluðu að hafa mig, en húsnæð- isleysið var mikið í Reykjavík þá og ég var send á milli kunningjafólks. Magnús á Vatnsenda vildi fá mig til ættleiðingar en af því varð ekki. Um vorið fóru foreldrar mínir austur í Grafning og voru þar við búskap í eitt sumar en fóru svo suður aftur um haustið. Ég varð eftir, var send í fóstur til mjög fullorðinna hjóna að Hlíð í Grafningi og þar ólst ég upp til fullorðinsára. Þessi gömlu hjón hétu Jón Guð- mundsson og Sigríður Jónsdóttir. Þau létu mig ekki kalla sig mömmu og pabba og ég missti mikið við það, mér þótti það leiðinlegt þegar ég bar mig saman við önnur börn. Sam- kvæmt minni reynslu á fólk sem tek- ur börn til uppeldis að láta þau kalla sig mömmu og pabba. Það er heppi- legra fyrir sálarheill barnsins. Það bjargaði mér að ég var trúaður krakki. Af því ég var svo einmana varð ég mjög trúuð, Guð var minn besti vinur. En lengi fann ég til þess að vera alin upp af vandalausum og eiga engan að. Þegar ég kynntist foreldrum mínum, orðin uppkomin, var ég feimin, átti erfitt með að kalla þau mömmu og pabba og tengdist þeim lítt. Ég líkist þó mömmu í ýmsu þótt ég væri ekki alin upp hjá henni, hún var dugleg, kjarkmikil og úrræðagóð kona. Raunar finnst mér konur gæddar þessum eiginleikum í mun ríkari mæli en karlar. Var orðin gömul í sinni ung stúlka Ég var að mestu ein með þessum gömlu hjónum og varð fljótt fullorð- in í því umhverfi. Ég var orðin göm- ul þegar ég var ung stúlka, ég átti líka við heilsuleysi að stríða, var nýrnaveik og var skorin upp 16 ára til að ráða einhverja bót á því. Sigríður og Jón voru búin að ala upp tvær fósturdætur áður en ég kom til sögunnar en þau áttu engin börn saman. Sigríður hafði alið upp að hluta sem ung kona fósturson for- eldra sinna en Jón eignaðist níu börn í sínu fyrra hjónabandi. Hann missti fimm barna sinna sama vet- urinn úr barnaveiki. Um þetta sagði hann: „Maður skyldi ekki gráta börnin, þeim líður vel.“ Þau Jón og Sigríður voru orðin slitin og ég gekk í öll verk strax og ég hafði aldur til. Vegna þessa varð ég alvarleg í bragði, ég var ekki vön því að verið væri að flírast neitt við mig. En þetta var gott fólk, Sigríður skipti aldrei skapi allan þann tíma sem við vorum samtíða, hún dó þeg- ar ég var 16 ára. Jón var mesti og besti bóndi sem ég hef þekkt en bú- skapurinn var nokkuð fornlegur í Hlíð. Eldað var á hlóðum, Sigríður vildi ekki eldavél. Ég eldaði á hlóð- unum en eldavél kom eftir að Sigríð- ur dó. Bærinn var úr torfi og grjóti með timburstöfnum, ég ólst upp við þrifnað og vandvirkni, þessir eigin- leikar eru raunar í mínu eðli eins og margra snæfellskra kvenna. Ég elskaði skepnur og hafði mik- inn áhuga á að verða bóndakona. Ég sat löngum og lét mig dreyma um þetta, setti saman ljóð um sveitina mína undir nafninu Heiða frá Hlíð, ég hef lengst af verið kölluð Heiða. Það átti þó ekki fyrir mér að liggja að verða bóndakona. Í sveitinni minni var farskóli og þar kenndi Sigurður, faðir Ólafs Jó- hanns rithöfundar, sem var skóla- bróðir minn. Sigurður gerði sér ferð að Hlíð til að hvetja fósturforeldra mína til að senda mig í skóla, kvað mig hafa góða námshæfileika, en þau máttu ekki missa mig frá bú- störfunum og það var lítið hugsað um hvað mig langaði. Ég las allt sem ég náði í og þegar ég var komin und- ir tvítugt komst ég í Kvennaskólann í Reykjavík og var þar einn vetur. Þá var húsnæðisleysi í bænum og at- vinnuleysi. Trúlofaðist og eignaðist dóttur Eftir námið var ég heima í Hlíð um tíma en Jón fóstri minn hætti búskap um þetta leyti. Ég sinnti svo Ljósgeisli sem aldrei Æ oftar gerast hræðilegir at- burðir á Íslandi en þeir voru fátíðari þegar 2 ára dóttir Rósu Aðalheiðar Georgs- dóttur var myrt árið 1947. „Öll þjóðin grét,“ segir hún í samtali við Guðrúnu Guð- laugsdóttur. Lífshlaup Rósu Aðalheiðar er óvenjulega átakamikið og rekur hún hér sumt af því sem hent hefur hana á ævigöngunni. Morgunblaðið/Eyþór Rósa Aðalheiður hefur barist vasklega fyrir meðferðarheimilið Sogn þar sem geðveikir afbrotamenn eru vistaðir. Rósa Aðalheiður með Kristínu dóttur sína nýskírða. Kristín var afar fallegt barn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.