Morgunblaðið - 29.05.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.05.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ . ✍ 8 Skráning nemenda fyrir skólaárið 2005/2006 stendur nú yfir. LANDAKOTSSKÓLI Landakotsskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli fyrir nemendur á aldrinum 5 – 15 ára. Skólinn er einn elsti grunnskóli landsins og heldur upp á 110 ára afmæli 2006. Getum enn bætt við nemendum á nokkrum skólastigum. Stofnsettur 1896 Upplýsingar um skráningu veittar í síma 510 8200 eða á heimasíðu www.landakot.is Bærinn er yfirfullur af fíkni-efnum!“ „Hver unglingur-inn á fætur öðrum ánetjastvímuefnum!“ „Dópsalarvaða stjórnlaust uppi!“ „Handrukkarar misþyrma pilti vegna fíkniefnaskuldar!“ „Drukknir krakk- ar vinna skemmdarverk!“ „Sniffaði sig í hel!“ Eitthvað á þessa leið hljóma ótal fyrirsagnir í blöðum og fréttatímum fjölmiðlanna sem dunið hafa á eyrum og augum landsmanna undanfarin misseri. Rætt er við langt leidda ein- staklinga vart komna af barnsaldri, niðurbrotna foreldra, fjölskyldur í upplausn, skelkuð fórnarlömb, for- herta gerendur og áhyggjufulla lög- reglumenn. Auðgunarbrot og líkams- meiðingar virðast færast í aukana, smygltilraunir bera djöfullegri hug- myndaauðgi vitni og verða ófor- skammaðri með degi hverjum. Fíkni- efnin flæða yfir landslýð … Æsiskrif fullyrða sumir, er þjóna þeim tilgangi einum að blóðmjólka lít- ilfjörlega atburði og magna upp hræðslu í samfélaginu. Tilvikin eru hvorki fleiri né alvarlegri en fyrir ára- tug eða hálfum öðrum áratug, aðeins umfang umfjöllunarinnar og fram- reiðsla er önnur. Aðrir telja fjölmiðla langt í frá að fara offari, þvert á móti hafi þessum tilvikum fjölgað óvenju hratt og þessi drápa því aldrei of oft kveðin. Trúlegast er sannleikur máls- ins einhvers staðar á milli þessara sjónarmiða; stundum er fjaðrafokið meira en tilefni er til en iðulega end- urspeglar það þó að vímuefnavandinn er illkynja mein í þjóðarlíkamanum og afar torleystur. Vandinn er ekki bundinn höfuð- borgarsvæðinu eins og stundum heyrist, skammt er t.d. liðið síðan uggvænleg tíðindi af vímuefnaneyslu og fylgikvillum hennar bárust frá Ak- ureyri, „litlum bæ við lygnan fjörð“, þar sem fjöldi fíkniefnabrota ríflega tvöfaldaðist á milli áranna 2003 og 2004. Og þegar ungmenni í Vest- mannaeyjum fögnuðu nýlega próflok- um kom upp úr dúrnum að nokkrir foreldrar höfðu keypt áfengi handa börnum sínum, sem yfirvöldum þótti einkar ábyrgðarlaust enda áfengis- neyslan líkleg til að auka líkur á frek- ari vímuefnaneyslu. Þótt þessir staðir séu nefndir hér vegna nýlegrar um- fjöllunar um þá er vart það bæjar- félag að finna sem hefur ekki ein- hverja sögu af fíkniefnabrotum að segja. Til höfuðs sjálfseyðandi lífsháttum Margir krefjast hertrar löggæslu, aðrir telja heilladrýgra að leita að rót- um vandans. Sigríður Hulda Jóns- dóttir, náms- og starfsráðgjafi, fellur í síðarnefnda flokkinn. „Við eigum að skrúfa fyrir áður en vatnið lekur, ekki endalaust þurrka upp eftir flóðið,“ segir Sigríður Hulda, sem þekkir orð- ið vel til forvarna á þessu sviði. Hún hefur starfað við það að efla forvarnir innan framhaldsskóla landsins á veg- um menntamálaráðuneytisins síðan 1997 og er nú verkefnisstjóri for- varnaverkefnisins Vertu til! ásamt Svandísi Nínu Jónsdóttur. „Með for- vörnum er átt við víðustu merkingu þess orðs,“ segir Sigríður Hulda. „Ekki síst forvarnir gegn sjálfseyð- andi lífsstíl sem birtist í vímuefna- neyslu.“ Vertu til! er samstarfsverkefni Lýðheilsustöðvar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga sem hefur það að markmiði að efla forvarnir innan sveitarfélaga landsins. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem lýkur um næstu áramót. Stjórn þess er skipuð fólki víðs vegar að af landinu; Þing- eyjarsýslum, Reykjavík, Garðabæ, Ísafirði og Akureyri. Soffía Gísladótt- ir, félagsmálastjóri Þingeyjarsýslu, er formaður stjórnar. Aðspurð um nafn verkefnisins seg- ir Sigríður Hulda að það eigi að end- urspegla jákvæða og góða þætti, hvatninguna til ungs fólks um að njóta lífsins án vímugjafa. „Krakk- arnir þurfa að öðlast sjálfsvirðingu og ábyrgðarkennd og finna hve lífið er dýrmætt og mikilvægi þess að vanda sig við að lifa því,“ segir hún. „Lífið er svo fjölbreytt og skemmtilegt í sjálfu sér að það er með öllu ástæðulaust að sækja skaðlega stundarörvun í vímu- gjafa. Ef krakkarnir okkar skilja það hefur mikið áunnist. En til að þau öðl- ist þann skilning þurfa foreldrar, kennarar og samfélagið í heild sinni að taka höndum saman og hvetja þau og styðja. Æskan er arðbærasta fjár- festing sem um getur og jafnframt sú mikilvægasta.“ Sigríður Hulda segir eitt aðalmark- miða verkefnisins Vertu til! vera að sveitarfélög landsins setji sér skrif- lega og sýnilega forvarnastefnu sem byggð sé á heildrænum grunni og taki þannig til allra þeirra sem vinna með ungu fólki í viðkomandi sveitarfélagi. „Allir þurfa að hafa ákveðið hlutverk í forvörnum í sinni heimabyggð. Við viljum efla samfélagslega ábyrgð, samvinnu aðila innan sveitarfélaga og einnig á milli sveitarfélaga. Forvarna- starf þarf að leggja áherslu á að styrkja það umhverfi sem ungmennið býr í og þau tækifæri sem þar finnast. Umhverfið þarf að bjóða upp á leiðir til að efla uppbyggilegt og heilbrigt líferni ungs fólks, auka sjálfsvirðingu þess og styrkja framtíðarsýn, brýna fyrir því að vanda vinavalið og stæla kjark þess til að taka réttar ákvarð- anir og hafna vímugjöfum.“ Starfsáherslur og aðferðafræði Vertu til byggist mestmegnis á kenningum fræðimanna, niðurstöðum rannsókna hérlendis og erlendis, upp- lýsingum um forvarnastarf í sveitar- félögum landsins og áratugalangri reynslu af forvarnastarfi. „Við leggjum áherslu á að fylgjast með nýjum straumum og áherslum í þeim fræðigreinum sem mest snerta forvarnastarf ásamt niðurstöðum rannsókna hérlendis og erlendis á högum barna og ungmenna,“ segir Sigríður Hulda. Hún segist hafa feng- ið skarpari sýn á þennan málaflokk á liðnum misserum: „Eftir 15 ára starf sem náms- og starfsráðgjafi í framhaldsskóla og átta ára starf í forvörnum virðist mér lausn vandans raunar vera stöðugt einfaldari; við þurfum að finna leið til að láta hvern einstakling blómstra á eigin forsendum. Einn helsti tilgang- ur verkefnisins er því að hvert sveitar- félag finni þessa leið, hún sé sýnileg og skilvirk. Þannig þarf að efla ein- staklingsmiðuð úrræði, fjölbreyttan stuðning við fjölskylduna, margvísleg- ar kennsluaðferðir og skóla sem rúm- ar alla, auk tómstundatilboða sem höfða til þeirra sem ekki finna sig í svokölluðum „hefðbundnum“ tóm- stundum. Auðvitað kostar þetta allt „Skrúfum fyrir vatnið, bíðum ekki Morgunblaðið/Árni Torfason Sigríður Hulda Jónsdóttir og Svandís Nína Jónsdóttir. Vímuefnaneysla hefur leitt marga í ógöngur. Hert viðurlög eru lausnin að sumra mati, aðrir telja heilladrýgra að „byrgja brunninn áður en barnið dettur í það“, eins og stundum er sagt. Undanfarin ár hafa Lýðheilsustöð og Samband ís- lenskra sveitarfélaga reynt að efla forvarnir innan sveitarfé- laga undir kjörorðinu Vertu til! Sindri Freysson fræddist um hvað samfélagið þarf að leggja af mörkum í þágu forvarna. ’Við þurfum líka aðfinna virkar leiðir til að ná eyrum unglinganna og vinna með þeim en ekki með þá!‘
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.