Morgunblaðið - 29.05.2005, Side 41

Morgunblaðið - 29.05.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MAÍ 2005 41 UMRÆÐAN Hvort sem þú þarft að selja eða leigja atvinnuhúsnæði eða fyrirtæki þá ertu í góðum höndum hjá Inga B. Albertssyni. Nú er góður sölutími sölutími fram- undan - ekki missa af honum. Vandaðu valið og veldu fasteigna- sölu sem er landsþekkt fyrir traust og ábyrg vinnubrögð. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali ATVINNUHÚSNÆÐI FYRIRTÆKJASALA FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali. Sumarbústaður - Hvítársíða 57 fm nýlegur sumarbústaður við Dalflöt, Hvítársíðu. Bústaðurinn, sem stendur á u.þ.b. 2ja ha leigulandi, skiptist í forstofu, eldhús, stofu, 3 herbergi og baðherbergi. Kjarrivaxið land. Frábært útsýni yfir á Langjökul, Strút og Eiríksjökul. Stutt í alla þjón- ustu. Arnarvatnsheiðin í næsta ná- grenni. Teikn. á skrifst. FYRIR skömmu vöktum við athygli á síðum Mbl. á jarð- fræðikenningu sem styður þá til- gátu að meiri jarðhiti kunni að finnast í Eyjafirði en hingað til hefur verið talið. Jafnframt var hvatt til að kenningin yrði skoð- uð nánar svo að úr því fengist skorið hvort hún stæðist. Ef svo væri gæti verið um mikla hags- muni að tefla fyrir Eyfirðinga og Akureyringa. Ólafur G. Flóvents, jarðeðl- isfræðingur og forstjóri ÍSOR, bregst við þessum skrifum okkar í Morgunblaðinu laugardaginn 21. þ.m. Athygli vekur að hann kýs að nefna ekki höfund umræddrar kenningar, Steingrím Þorbjarn- arson jarðfræðing á nafn, hvað þá á hverju kenning hans byggist. Þetta verður til þess að þeir, sem hafa eingöngu stuðst við grein Ólafs, fá þá mynd að við bræður höfum fundið þetta allt upp hjá okkur sjálfum og því síst að undra þótt niðurstaðan sé ekki bermileg enda „ekkert í fyrirliggjandi rann- sóknum (sem) styður þær kenn- ingar, sem tvímenningarnir byggja álit sitt á,“ eins og Ólafur segir í grein sinni. Þótt við bræður séum ekki til skaða bældir höfum við aldrei ætl- að okkur þá ósvinnu að setja sjálf- ir fram kenningar á þessu sviði. Okkur þykir hins vegar eðlilegt að vekja athygli á kenningum sér- fræðings, sem studdar hafa verið rökum, og varpa fram þeirri spurningu hvort eitthvað sé til í þeim, ekki síst ef mikið er í húfi og ef – við endurtökum EF – þær reynast á rökum reistar. Annað var það nú ekki sem vakti fyrir okkur með því að færa kenningar Steingríms í tal. En ef menn eru hins vegar svo vissir um hinn endanlega sannleik að þeim finnst ekki taka því að skoða nýjar kenningar, m.a. vegna þess að margt gott hafi áður verið gert, þá erum við hættir að skilja hvað sí- felld leit að nýjum sannindum og þekkingu hefur upp á sig. Við er- um alltént sannfærðir um að um- ræða um frumlegar og vel rök- studdar tilgátur sé ein forsenda framfara enda byggist þekking- arleit bæði á kenningum og rann- sóknum. Hitt teljum við með öllu óásættanlegt að afgreiða nýtt fram- lag, eins og það sem hér er til umræðu, léttvægt án þess að hafa haft fyrir að kynna sér það. Frá okkar bæjardyrum séð er slík afstaða ekki boðleg og vonandi ekki lýsandi dæmi um sam- félag íslenskra vísinda. Í okkar augum verður starfsemi vísinda- samfélagsins ekki slitin frá þeim hræringum sem eiga sér stað úti í þjóðfélaginu enda hefur það sama þjóðfélag lagt fram þá fjármuni sem skólar, tækni- og vísindastofnanir nærast á. Við bókstaflega neitum að trúa því að íslenskir vísindamenn bregðist við með þeim hætti sem að ofan er lýst og láti ekki svo lítið að vega kenningar Steingríms Þorbjarnarsonar í vitrænni um- ræðu. Þess vegna höldum við enn í þá von að þeir kynni sér þær af al- vöru og spyrji gagnrýnna spurn- inga. Þá ætti bæði fræðimönnum og leikmönnum að gefast betri kostur á að vega umræddar kenn- ingar og meta. Fyrr geta þeir frá- leitt mótað sér þá skoðun að ekk- ert sé að marka þær. Eftir það ættu hagsmunaaðilar að geta ígrundað hvort mark sé á þeim takandi og ómaksins vert að kosta nokkru til við frekari athuganir og rannsóknir. Eru nýjar kenningar illa þokkaðar? Ingólfur og Ragnar Sverr- issynir fjalla um orkumál ’Við bókstaflega neitumað trúa því að íslenskir vísindamenn bregðist við með þeim hætti sem að ofan er lýst …‘ Ingólfur Sverrisson Ingólfur er deildarstjóri og Ragnar er kaupmaður. Ragnar Sverrisson AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.