Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 4

Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 4
4 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍSLAND hefur tekið við formennsku í Eystra- saltsráðinu næsta árið, og verður á þeim tíma lögð sérstök áhersla á samvinnu innan ráðsins á sviðum orku- og umhverfismála. Auk þess verður lögð áhersla á samvinnu við önnur svæðis- bundin samtök, t.d. Norður- skautsráðið. Þetta kom fram í ræðu Dav- íðs Oddssonar á fundi utanrík- isráðherra aðildarríkja Eystrasaltsráðsins í Stettin í Póllandi í gær. Þar sagði hann ráðið hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að stuðla að hag- sæld og stöðugleika á svæðinu. Hann sagði að á síðasta áratug hefðu miklar breytingar átt sér stað, en ráðið hefði áfram mikilvægu hlutverki að gegna, t.d. vegna samvinnu við norðvesturhluta Rússlands. Davíð sagði að á meðan Ísland gegndi formennsku í Eystrasaltsráðinu yrði lögð áhersla á samvinnu tengda orku- og umhverfismálum, auk þess sem samvinna þingmanna á svæðinu yrði aukin, sem og samvinna við Úkraínu. Einnig sagði hann mikla áherslu verða lagða á að stuðla að sam- vinnu við önnur svæðisbundin samtök, svo sem Norðurskautsráðið, Norrænu ráðherranefndina og Barentshafsráðið. Starf efnahagssamvinnu- nefndarinnar yrði eflt, og nefnd um málefni barna veitt sérstök athygli. Orkumálaráðherrar funda á Íslandi Ísland mun gegna formennsku í þremur nefnd- um ráðsins næsta árið; efnahagssamvinnunefnd, orkumálanefnd og í nefnd háttsettra embættis- manna. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við- skiptaráðherra, hefur boðað til fundar orkumála- ráðherra Eystrasaltsráðsins á Íslandi í október. Aðild að Eystrasaltsráðinu, sem var stofnað ár- ið 1992, eiga allar Norðurlandaþjóðirnar, Eist- land, Lettland, Litháen, Rússland, Pólland og Þýskaland, auk Evrópusambandsins. Íslendingar taka við formennsku í Eystrasaltsráðinu næsta árið Áhersla á samvinnu um orku- og umhverfismál Davíð Oddsson FJÓRIR karlmenn og kona réðust að ómerktri lögreglubifreið í Hafn- arfirði snemma í fyrrinótt og unnu á henni talsverðar skemdir. Tveir óeinkenndisklæddir lögreglumenn voru í bifreiðinni og náðu þeir að handtaka tvo karlmenn á staðnum. Hin voru svo handtekin í húsi í Reykjavík í gærmorgun og við yf- irheyrslur kom í ljós að árásin átti ekki að beinast gegn lögreglunni heldur töldu fimmmenningarnir sig þekkja mann í bifreiðinni sem þeir áttu óuppgerðar sakir við. Því hefði verið ákveðið að vinna skemmdir á bílnum. Telst málið upplýst og verð- ur fljótlega sent ákæruvaldi til frek- ari ákvörðunar. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Hafnarfirði var ómerkta bifreiðin við eftirlit í umdæminu þeg- ar henni var ekið út í kant á Hverf- isgötu í Hafnarfirði til að hleypa bíl framhjá sem hafði þá elt lögreglu- mennina í nokkra stund. Var sá bíll þá stöðvaður og segir lögreglan skyndilega árás hafa verið gerða. Fremri hliðarrúður ómerkta lög- reglubílsins hafi verið brotnar, bæði ökumanns- og farþegamegin, og skemmdir unnar á vélarhlífinni og fleiri stöðum. Telur lögreglan mark- mið árásárinnar hafa verið að ná til þeirra sem í bílnum voru. Náðu lög- reglumennirnir sem fyrr segir að yf- irbuga og handtaka tvo á staðnum en hinum tókst að flýja. Leit að þeim bar svo árangur í gærmorgun. Réðust fimm á ómerktan lögreglubíl Töldu sig eiga sökótt við mann HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt framkvæmdastjóra og stjórnarformann fyrirtækis, sem varð gjaldþrota í desember 2002, í sex mánaða skilorðs- bundið fangelsi hvorn og einnig til að greiða hvor um sig 14,5 milljónir króna í sekt fyrir að skila ekki innheimtum virð- isaukaskatti á árunum 2001 og 2002 og fyrir að standa ekki skil á staðgreiðslusköttum sem haldið var eftir af launum starfsfólks fyrirtækisins á sama tímabili. Alls námu þessar fjárhæðir um 14,7 milljónum. Mennirnir kröfðust sýknu á þeirri forsendu, að fjármálastjóri fyrirtækisins hefði haft alla fjár- málastjórn félagsins á sinni hendi og í þeim efnum notið fyllsta trausts þeirra. Hann hefði ekki upplýst þá um vangoldna af- dregna staðgreiðslu af launum starfsmanna fyrirtækisins eða vangoldinn innheimtan virð- isaukaskatt en fjármálastjóranum var sagt upp í ársbyrjun 2002. Dæmdir fyrir vanskil á virð- isaukaskatti LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði 21 árs gamlan ökumann á 162 km hraða laust fyrir miðnætti á Eyja- fjarðarbraut Eystri á fimmtudag- inn. Að sögn lögreglunnar má öku- maðurinn ungi búast við því að verða sviptur ökuleyfi sínu í tvo mánuði auk þess að hljóta væna sekt. Ofsaakstur á Akureyri UMSÓKNARFRESTUR um starf forstjóra Samkeppniseftirlitsins rann út í gær og bárust fjórar um- sóknir. Umsækjendur eru: Eggert B. Ólafsson, héraðsdóms- lögmaður, Reykjabyggð 32, Mos- fellsbæ, lögmaður á Lögfræðistofu Reykjavíkur. Guðmundur Sigurðsson, við- skiptafræðingur, Barmahlíð 30, Reykjavík, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppnisstofn- unar. Páll E. Halldórsson, hag- og rekstrarverkfræðingur, Hraðastöð- um 5, Mosfellsbæ, framkvæmda- stjóri Industria á Íslandi. Páll Gunnar Pálsson, héraðs- dómslögmaður, Logafold 154, Reykjavík, forstjóri Fjármálaeft- irlitsins. Forstjóri Fjármála- eftirlits meðal umsækj- enda um starf forstjóra Samkeppniseftirlitsins DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra fundaði með Adam Daniel Rotfeld, utanríkisráðherra Póllands, í kjölfar fundar utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins í Póllandi í gær. Á fundi sínum ræddu Davíð og Rotfeld leiðir til þess að efla viðskipti á milli Íslands og Póllands. Davíð tók einnig upp íslensk hagsmunamál við starfsbróður sinn, sem varða innri markað Evrópusambandsins, svo sem tolla á síld og bann við notkun fiskimjöls sem fóður fyrir jórturdýr, að því er fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Á fundinum sam- þykktu ráðherrarnir að auka samvinnu ís- lenskra og pólskra stjórnvalda á sviði utanrík- ismála. Efla viðskipti við Pólland ALDURSMUNURINN á elsta og yngsta þátttak- andanum í kvennahlaupi Hrafnistu í Hafnarfirði sem fram fór í gær var heil 91 ár, yngsti þátttak- andinn var reyndar bara eins árs en sá elsti 92 ára. Alls tóku um 40 manns þátt í hlaupinu í gær, ef með er talið starfsfólk sem var til aðstoðar. Kvennahlaup Hrafnistu er eins konar und- anfari hins eiginlega Kvennahlaups sem fram fer í dag. Sigurbjörg Gísladóttir var óumdeildur ald- ursforseti hlaupsins, og hefur hún tekið þátt í kvennahlaupinu á Hrafnistu öll þrjú árin sem það hefur verið haldið. Yngsti þátttakandinn var svo ekki hár í loftinu, en það var hin eins árs gamla Embla Guðmundsdóttir, sem svindlaði reyndar örlítið og fékk pabba sinn til að ýta sér í kerru. Sigurbjörg segir að það muni miklu að vera duglegur að hreyfa sig, en hún fer í góðan göngutúr einu sinni í viku, og stundar þess á milli leikfimi með íþróttakennaranum Helenu Björk Jónsdóttur. „Það er ábyggilega ekki verra að hreyfa sig, það liðkar liðamótin og eykur blóðflæðið,“ segir Sigurbjörg. „Ég reyni að taka mikinn þátt í félagsstarfinu, en ég er nú dálítið misjöfn eftir dögum,“ segir Sigurbjörg, sem segist kunna vel við sig á Hrafn- istu. Þar hefur hún nóg við að vera, við handa- vinnu, en hún setti einmitt upp sýningu með handavinnu sinni á Hrafnistu á dögunum. Auk þess tekur hún þátt í kórstarfi Hrafnistukórsins, sem nýtur þess heiðurs að teljast elsti kór lands- ins, þ.e. ef reiknaður er saman meðalaldur söngvaranna. 91 árs aldurs- munur á þátttakendum Morgunblaðið/ÞÖK Sigurbjörg Gísladóttir fékk dygga aðstoð frá Helenu Björk Jónsdóttur íþróttakennara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.