Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 6

Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 6
6 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali F A S T E I G N A S A L A SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK SÍMI 533 1616 FAX 533 1617 SUMARHÚS HALLKELSHÓLUM OPIÐ HÚS LAUGARDAG OG SUNNUDAG Snyrtilegt sumarhús í landi Hallkelshóla í Grímsnesi. Leigulóð 0,6 ha. Bústaðurinn er á einni hæð, stofa, eldhús, baðherbergi með sturtu og tvö svefnherbergi. Verð 7,9 millj. Farið um veginn að Þrastarlundi og haldið áfram austur framhjá Kerinu þar til komið er að afleggjara til vinstri merktur Hallkelshólar. Gatan heitir Heimagata til vinstri og húsið Þyrnigerði. EIGENDUR SÝNA ÁHUGASÖMUM HÚSIÐ FRÁ KL. 13-16 Í DAG, LAUGARDAG OG Á MORGUN, SUNNUDAG. Sími 861 6798. OPIÐ Á LUNDI Í DAG Á MILLI KL. 12.00 OG 14.00 ALCOA Fjarðaál sf. sendi frá sér í gær eftirfarandi yfirlýsingu vegna ummæla sem höfð voru eftir Hjörleifi Guttorms- syni í Morgunblaðinu í gær í tengslum við nýfallinn dóm Hæstaréttar. „Í dómi Hæstaréttar er hvorki lagt mat á ætluð umhverfisáhrif álvers Al- coa Fjarðaáls né gæði tiltekinna að- ferða við hreinsun útblásturs frá ál- verinu. Niðurstaða réttarins byggist einkum á því að ákveðnum formkröf- um hafi ekki verið fullnægt og af þeim sökum sé úrskurður umhverfisráð- herra frá apríl 2003, um að álverið þurfi ekki að sæta nýju mati á um- hverfisáhrifum, ekki gildur. Þegar liggur fyrir ítarleg og vönd- uð samanburðarskýrsla um ætluð umhverfisáhrif álvers Alcoa Fjarða- áls sem unnin var af reyndum inn- lendum og erlendum sérfræðingum. Fimmtán opinberar stofnanir með sérþekkingu á sviði verkfræði og um- hverfismála veittu umsögn um skýrsl- una. Þessar upplýsingar voru grund- völlur úrskurðar Skipulagsstofnunar árið 2002 um að álver Alcoa Fjarðaáls þyrfti ekki að sæta nýju mati á um- hverfisáhrifum. Í umræddri skýrslu kemur fram að heildarlosun efna frá álveri Alcoa Fjarðaáls verður til muna minni en hún hefði orðið frá áð- ur fyrirhuguðu álveri Norsk Hydro. Heildarlosun efna minni frá álveri Alcoa Fjarðaáls                           ! "   ! #! $ %  & $' ()*+   & ,-%  '  .        /01 20 1/03 21 40 .      /412 22 /153 51 302           "   ! #! $  (   $ %  & $' ()*+ 6   $   7&& 8 8 8 8 54 0 4 413 /315    &   Meira á mbl.is/ítarefni STARFSLEYFI og framkvæmda- leyfi Alcoa falla ekki sjálfkrafa úr gildi við dóm Hæstaréttar síðastlið- inn fimmtudag í máli Hjörleifs Gutt- ormssonar gegn Alcoa Fjarðaáli og íslenska ríkinu, að mati Aðalheiðar Jóhannsdóttur, dósents í umhverfis- rétti við Háskóla Íslands. „Það skiptir ekki öllu máli að Hæstiréttur felldi ekki úr gildi fram- kvæmdaleyfið og starfsleyfið,“ sagði Aðalheiður í samtali við Morgunblað- ið í gær. „Aðalatriðið nú er að ákveðin lagaskilyrði eru ekki uppfyllt. Í 16. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum segir að það sé óheimilt að gefa út leyfi, þar með talið starfsleyfi, fyrir matsskyldri framkvæmd fyrr en úr- skurður um mat á umhverfisáhrifum liggur fyrir og segir að leyfisveitandi skuli taka tillit til hans. Einnig byggir 27. grein skipulags- og byggingar- laga, um framkvæmdaleyfi, á þessari sömu forsendu, svo og reglugerð um starfsleyfi fyrir mengandi atvinnu- rekstur. Viðkomandi stjórnvöld hljóta nú að taka afstöðu til starfs- leyfisins þar sem grundvöllur þess er brostinn. Meginskilyrði starfsleyfis- ins, í þessu tilviki mat á umhverfis- áhrifum, er ekki lengur uppfyllt. Stjórnvöld hljóta því að minnsta kosti að íhuga það að afturkalla starfsleyf- ið. Það er ekki útilokað að einhver einstaklingur eða jafnvel lögaðili geti átt svo einstaklingsbundna hagsmuni að hann geti krafist þess að starfs- leyfið verði fellt úr gildi. Jafnvel þótt starfsleyfið og framkvæmdaleyfið falli ekki sjálfkrafa úr gildi með þess- um dómi er ekki þar með sagt að stjórnvöld þurfi ekki að aðhafast eitt- hvað. Þetta er kannski það sem vekur stærstu spurningarnar varðandi þennan dóm.“ Tvö aðskilin meginatriði Aðalheiður, sem nú dvelur í Upp- sölum í Svíþjóð, segir ekkert hafa komið sér á óvart í fyrrgreindum dómi Hæstaréttar. Hún bendir á að í dóminum sé tekið á tveimur meginat- riðum, sem halda verði aðskildum. Annars vegar er sú ákvörðun Hæstaréttar að ógilda ákvörðun um- hverfisráðherra um að Alcoa þurfi ekki umhverfismat. „Sú niðurstaða Hæstaréttar styðst við lagaákvæði. Það segir skýrt í 6. grein [laga nr. 106/2000], samanber 2. viðauka með lögunum um mat á umhverfisáhrif- um, að það er ekki mögulegt byggja á 6. grein laganna nema búið sé að gefa út starfsleyfi. Í þessu tilviki var ekki búið að gefa út starfsleyfi fyrir álver Reyðaráls. Af þeirri ástæðu var ekki hægt að byggja ákvörðun Skipulags- stofnunar um að það þyrfti ekki nýtt umhverfismat, sem ráðherra síðan staðfesti, á 6. greininni. Það þarf því að gera fullt mat á umhverfisáhrifum fyrir álver Alcoa í samræmi við 5. grein laganna,“ sagði Aðalheiður. Sú ákvörðun Hæstaréttar að staðfesta frávísun umhverfisráð- herra á kæru Hjörleifs Gutt- ormssonar vegna aðildarskorts kom Aðalheiði ekki heldur á óvart. „Hún er í sam- ræmi við lög. Það segir ekkert um að- ildina í lögum 7/1998, um hollustu- hætti og mengunarvarnir. Það gilda almennar reglur og Hjörleifur telst ekki eiga einstaklingsbundna og lög- varða hagsmuni, né vera í þeirri stöðu að geta beitt grenndarréttarsjónar- miðum.“ Mikilvægt að vanda málsmeðferð Aðalheiður segir dóminn leiða hug- ann að mikilvægi þess að vanda alla málsmeðferð þegar starfsleyfi eru undirbúin. „Það er ef til vill athygl- isverðast að Hæstiréttur segir í dóm- inum að afgreiðsla athugasemda við drög að starfsleyfi og útgáfu þess sé mikilvægur hluti ferlisins. Þetta er t.d. kjarninn í 6. grein Árósasamn- ingsins [sem fjallar m.a um þátttöku almennings í ákvarðanatöku sem hef- ur áhrif á umhverfið].“ Aðalheiður hefur gert sérstaka rannsókn á 6. grein Árósasamnings- ins, en Ísland hefur ekki enn fullgilt samninginn. Hún telur gott að fá þessi tilteknu ummæli Hæstaréttar. „Það er ekki nóg að veita fólki rétt til að gera athugasemdir við drög að starfsleyfi. Það verður einnig að vinna úr athugasemdunum og taka tillit til þeirra. Í dóminum kemur fram að í þessu tilviki er ýmislegt at- hugavert við málsmeðferðina sem slíka, þó að málið falli ekki á því. Starfsleyfisþátturinn fellur á því að það eru ekki neinar sérstakar laga- reglur um aðildina. Þetta segir okkur einnig að ákveðnar meginreglur umhverfis- réttarins – nýmæli eins og rýmkun á aðildarreglum – verða ekki sjálfkrafa hluti af réttarkerfinu. Það þarf að taka afstöðu til þess hverjir geti kært ákvarðanir eins og starfsleyfi. Þetta þarf að gera með lögum. Eins og kemur skýrt fram í dóminum duga grenndarreglurnar einar og sér afar skammt til að tryggja mönnum kæru- rétt, hvað þá aðildarrétt í dómsmáli.“ Aðalheiður Jóhannsdóttir, dósent í umhverfisrétti við Háskóla Íslands Aðalheiður Jóhannsdóttir Meginskilyrði starfsleyfis ekki uppfyllt RJÚPNATALNINGAR Nátt- úrufræðistofnunar Íslands nú í vor sýna að meðaltali 78% vöxt í stofn- inum en vorið 2004 sýndu samsvar- andi talningar 104% vöxt á milli ára. Rjúpum fjölgaði í öllum lands- hlutum á milli ára, en hlutfallslega var aukningin mest á Austurlandi eða 145% að meðaltali. Að sögn Ólafs Karls Nielsen, fuglafræðings hjá Náttúrufræðistofnuninni, á þessi mikli vöxtur tvö ár í röð sér ekki hliðstæðu á síðari árum, en ástand rjúpnastofnsins nú er í sam- ræmi við þær væntingar sem gerðar voru til tímabundinnar friðunar haustið 2003. „Rjúpnastofninum hafði fram að veiðibanni verið að hnigna jafnt og þétt á umliðnum áratugum og afföll fullorðinna fugla nálgast það að vera 60–70% árlega. Fyrir fáeinum árum töldum við að það stefndi í hreint óefni og að hin náttúrlega sveifla í stofninum, sem gengur yfir á tíu ára tímabili, væri að hverfa og stofninn þar með að festast í stöð- ugu lágmarki,“ segir Ólafur og bendir á að eina stjórntækið hafi verið veiðibann. Rifjar hann upp að fuglafræðingar hafi spáð því að uppsveifla stofnsins í veiðibanni gæti orðið 50–60% í stað 20–30% eins og verið hafði, en uppsveiflan í stofninum nú sé hins vegar langt umfram það sem fræðingar þorðu að vona. Segir Ólafur allt stefna í stóran topp í rjúpnastofninum, sam- bærilegan við toppinn sem ein- kenndi fyrri hluta síðustu aldar, en síðasti stóri toppur var árið 1955, en þá um haustið taldi rjúpnastofninn á bilinu 600–800 þúsund fugla. Vortalningin nú fór fram 25. apríl til 20. maí og tók á fimmta tug manna þátt í henni. Rjúpur voru taldar á 41 svæði, í öllum lands- hlutum. Að sögn Ólafs sýna frum- niðurstöður að fjölgun varð á 36 svæðum en fækkun á sex svæðum samanborið við árið á undan. Er þar m.a. um að ræða Krossanesborgir á Norðausturlandi, Skógarströnd á Vesturlandi og Hegranes í Skaga- firði. Spurður hvernig skýra megi fækkun rjúpunnar á þessum ein- stöku svæðum bendir Ólafur á að hvert svæði hafi sín sérkenni og sína sögu, en ýmsir tilviljana- kenndir atburðir geti skýrt sveifl- urnar. Nefnir hann sem dæmi varð- andi Hegranes að þar hafi tófa nýlega sest aftur að eftir nokkra fjarveru. Að mati Ólafs er nauðsynlegt að tryggja að sú mikla uppsveifla sem hafin er nái að halda áfram næstu tvö til þrjú árin, en þá má búast við náttúrulegri lægð. Veiðar verði takmarkaðar „Verði rjúpnaveiðar leyfðar aftur í haust leggjum við hjá Nátt- úrufræðistofnun til að þær verði takmarkaðar verulega þannig að þær dragi ekki úr möguleikum stofnsins til að ná aftur sambæri- legri stærð og lengst af á síðustu öld, jafnframt því að veita stofn- inum tækifæri til að sveiflast með eðlilegum hætti. Eigi það að ganga eftir þarf veiðiálag á stofninn í heild að vera mun minna í framtíðinni en áður og í takt við ástand hans og veiðiþol hverju sinni. Stilla þarf veiðinni þannig í hóf að heildar- afföllin haldist innan skynsamlegra marka,“ segir Ólafur og bendir á ljóst sé að rjúpnastofninn hafi verið ofveiddur áratugum saman. Nefnir hann sem dæmi á að árið 1998 hafi verið veiddir 150–160 þúsund fugl- ar árlega sem hafi verið langt um- fram það sem stofninn þolir. Að sögn Ólafs er það mat Nátt- úrufræðistofnunar að skynsamlegt sé þegar rjúpnaveiðar hefjast að nýju að engar veiðar verði leyfðar um nokkurra ára skeið á Suðvest- urlandi líkt og verið hefur und- anfarin ár, auk þess sem æskilegt væri að tvö stór svæði, annað á Suð- vesturlandi og hitt á Norðaust- urlandi, verði lokuð fyrir skotveið- um vegna samanburðarrannsókna. Tæplega 80% vöxtur í rjúpnastofninum milli 2004 og 2005 Allt stefnir í stóran topp                       *    $   9 & &     4        8 $                                        Morgunblaðið/Golli Taldir voru 2.800 karrar í talningunni og eru það 2,5% af áætluðum heild- arfjölda karra í landinu. Rjúpnatalningin fór fram á rúmlega 2,6% af grónu landi neðan 400 metra hæðar dagana 25. apríl til 20. maí í vor. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.