Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 11.06.2005, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 9 FRÉTTIR Eddufelli 2, sími 557 1730 Sumarpeysur Verð kr. 2.900 Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Gallajakkar, -pils og -buxur iðunn tískuverslun Kringlunni, sími 588 1680 Ný sending af BASS sandölum litir svart, rautt, blátt og beige RALPH LAUREN 25% afsláttur af gallabuxum, dömu og herra, frá fimmtudegi til sunnudags SMÁRALIND - SÍMI 561 1690 Opið frá 10-22 Alla daga vikunnar Verið velkomin SUMARBÆKLINGURINN ER KOMINN Heilsudrekinn Kínversk heilsulind Ármúla 17a Sími 553 8282 www.heilsudrekinn.isKung Fu Skeifunni 3J Smáralind • Sími 528 8800 • www.drangey.is Mikið úrval af glæsilegum töskum við öll tækifæri - margir litir - r ir litir Sumarkápur Sumarjakkar Sumardragtir HAFNARSTJÓRN Faxaflóahafna hefur sam- þykkt að hafnarstjórinn í Reykjavík kanni kosti þess að hefja reglubundnar farþegasiglingar frá meginlandi Evrópu til Reykjavíkur. Í desember var tillaga Kjartans Magnússonar, borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins, samþykkt einróma en tillagan var tekin upp að nýju fyrir skömmu í ljósi þess að ný stjórn, hafnarstjórn Faxaflóa- hafna, stjórnar nú höfninni. Kæmi sér vel fyrir þá sem þjást af flughræðslu Í greinargerð með tillögunni segir að frum- skilyrði þess að hægt sé að koma á slíkum sigl- ingum sé að hafnaryfirvöld geti boðið viðhlítandi ferjuaðstöðu. Að sögn Kjartans Magnússonar er rétt að kanna hvort raunhæft sé að hefja reglu- bundnar farþegasiglingar hingað til lands í ljósi þess að farþegasiglingar hafi aukist í heiminum. „Þannig yrðu millilandasiglingar að nýju raun- hæfur valkostur fyrir stóran hluta Íslendinga og myndi það til dæmis eflaust koma sér vel fyrir þá sem þjást af flughræðslu,“ segir Kjartan en hann taldi rétt að setja tillöguna fram í kjölfarið á þeim miklu breytingum sem hafa orðið í hafn- armálum Reykjavíkur en búið er að stofna fyr- irtækið Faxaflóahafnir sf. og sameina hafnirnar í Reykjavík, Grundartanga, Akranesi og Borgar- nesi. „Ég vildi setja þessar farþegasiglingar inn í þá þróunarvinnu sem er nú hafin en ég geri mér jafnframt grein fyrir því að við sem sveitar- félag getum ekki farið að reka farþegaskip sjálf og höfum ekki endanlega um það að segja hvort slíkur rekstur kemur til landsins. Hins vegar getum við búið í haginn fyrir slíka starfsemi og boðið menn velkomna. Þannig yrði ekki lagt út í kostnaðarsamar framkvæmdir nema vitað væri að einhver ætlaði sér að koma á fót slíkri starfsemi. Ég vil því setja þetta inn í okkar stefnumótun og þegar það liggur fyrir hvaða staður væri hentugastur gætum við sett það inn í okkar stefnumótun og markaðssetningu erlendis. Þá væri hægt að markaðssetja þetta þannig að við værum tilbúin að taka á móti farþegaskipi í áætlunarsiglingum ef einhver vildi láta á slíkt reyna.“ Þá bendir Kjartan á að ef áætlun bílferjunnar Norrænu myndi breytast væri möguleiki á að hún gæti lagt að í Reykjavík. Raunhæft ef áhugi er fyrir hendi Kjartan telur að líklegast væri að reglubundn- ar farþegasiglingar yrðu fólgnar í því að hingað kæmu bílferjur en bent hefur verið á að stæði fyrir bílaferju kalli á umtalsvert pláss við hafnarkantinn og að ráðast þurfi í framkvæmdir sem kosti mörg hundruð miljónir króna. „Það er spurning hvað við þyrftum að leggja út í miklar framkvæmdir. Fyrst þyrftu menn að setja sig í samband við okkur og segja hvað þeir væru með stórt skip. Við eigum bryggju sem væri hægt að nota ef skipin væru af ákveðinni stærð. Sumir segja að það kæmu svo stór skip að við gætum ekki tekið á móti þeim nema fyrir mörg hundruð milljónir en þróunin er sú í þessum ferjusigl- ingum að menn eru að taka upp hraðferjur sem eru minni en gömlu skipin,“ segir Kjartan en lík- legt er ef úr verður að ferjur og erlend farþega- skip leggi upp að Skarfabakka í Sundahöfn þar sem nú er verið að koma upp bryggjustæði. „Ef áhugi fyrir því að koma á fót slíkum farþegasigl- ingum er fyrir hendi lít ég svo á að þetta sé raunhæfur möguleiki,“ segir Kjartan að lokum. Erfitt að sigla allt árið um kring Ágúst Ágústsson, markaðsstjóri Faxaflóa- hafna sf., segir að matið á því hvort um raun- hæfan kost sé að ræða velti að miklu leyti á því hvernig aðstöðu þurfi að byggja upp og hvort þjónustan eigi að vera allt árið um kring. „Þetta er samt sem áður þess virði að skoða það og þá sérstaklega ef áhugi er fyrir hendi,“ segir Ágúst en bendir á að erfitt sé að koma því í kring að hafa farþegasiglingar allt árið um kring. „Vandamálið er alltaf að finna skip ef einungis á að sigla hluta úr árinu og einnig fylgir þessu mikill kostnaður. Sem dæmi má nefna að ferju- aðstaðan á Seyðisfirði kostaði rúmar 600 milj- ónir króna. “ Kostir farþegasiglinga milli Evrópu og Reykjavíkur verða kannaðir Frumskilyrði að geta boðið fram viðhlítandi ferjuaðstöðu Kjartan Magnússon MIKLAR umræður spunnust um hugmyndir Sjálfstæðisflokksins um framtíðarskipulag í Reykjavík á íbúaþingi sem haldið var af borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í veitingatjaldi Fjölskyldu- og húsdýragarðsins á fimmtudag. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti borgarstjórnarflokksins, setti þingið og kynnti hugmyndir um betri borg. Þátttakendur á þinginu voru um áttatíu talsins og tóku flestir virkan þátt í umræðum sem stjórnað var af borgarfulltrúum flokks- ins. Þátttakendur skiptu sér í fjóra starfshópa í því skyni að reifa eigin hugmyndir og tjá sig um málin. Flestum leist vel á þær hugmyndir Sjálfstæðisflokksins að byggja meðfram ströndinni og nýta eyjar borgarinnar; Akurey og Engey ásamt Örfirisey til íbúðabyggðar. Þó höfðu sumir áhyggjur af því að vegna húsnæðisskorts þyrfti að bregðast skjótt við og hefjast handa en margir þátttakenda vildu að byrjað yrði á framkvæmdum í Geldinganesi og jafnvel í Engey. Margir voru hrifnir af hugmyndinni um einhvers konar byggð í Við- ey og vildu sumir ganga lengra og byggja hana alla. Aðrir vildu halda henni sem útivistarsvæði og höfðu efasemdir um vegteng- ingu. Í þremur starfshópum kom upp sú hugmynd að flytja Árbæj- arsafn í Viðey. Þá var bent á að grípa þyrfti til aðgerða í samgöngumálum ef hugmyndir um byggð í eyjunum ættu að verða að veruleika. Skiptar skoðanir voru um framtíð Vatnsmýrarinnar og Reykja- víkurflugvallar en bent var á að taka þyrfti afstöðu til þeirra mála samhliða því sem settar væru fram hugmyndir um framtíðarskipu- lag í Reykjavík. Fjörlegar umræður á íbúa- þingi Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Sverrir Gestir íbúaþingsins kynntu sér hugmyndir um betri borg og ræddu málin fjörlega. FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.