Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 16

Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 16
16 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● GENGI bréfa breska lággjaldaflug- félagsins Easyjet hækkaði um 4,6% í kauphöllinni í Lundúnum í fyrradag. Gengið hækkaði síðan um rúm 1% í gær. Að sögn Reuters-fréttastof- unnar komst á kreik orðrómur um að FL Group hefði í huga að leggja fram yfirtökutilboð. FL Group á rúmlega 10% hlut í breska félaginu sem keyptur var í október sl. Gengi EasyJet hækkar vegna orðróms ● STJÓRN sænska líftæknifyrirtæk- isins Fingerprint Cards, sem fram- leiðir fingrafaralesara, hefur boðað til aukaaðalfundar þar sem lagt verður til að rekstri fyrirtækisins verði hætt. „Markaðurinn fyrir líftækni þróast mun hægar en búist var við og miðað við það tekjuflæði sem fyrirtækið hef- ur haft er of langt í að tekjur verði hærri en gjöld,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá félaginu, en aðalfundurinn verður haldinn 28. júní næstkomandi. Fingerprint Cards er skráð í kaup- höllina í Stokkhólmi og féll gengi þess um 46% þegar tilkynningin barst. Hæg þróun markaðar fyrir líftækni ● KB BANKI hefur ákveðið að hækka vexti óverðtryggðra inn- og út- lána frá og með deginum í dag, 11. júní, að því er kemur fram í tilkynn- ingu frá bankanum. Vaxtabreytingin er gerð í kjölfar til- kynningar Seðlabankans fyrr í vik- unni um hækkun stýrivaxta um 0,5%. Munu vextir óverðtryggðra útlána hækka um 0,4 til 0,5%, og vextir óverðtryggðra innlána munu hækka um allt að 0,5%, þó mismunandi eftir innlánsformum. KB banki hækkar óverðtryggða vexti YFIRTAKA þeirra Pálma Har- aldssonar og Jóhannesar Kristins- sonar, eigenda Iceland Express, á flugfélaginu Sterling er orðið sér- stakt rannsóknarverkefni við Við- skiptaháskólann í Kaupmanna- höfn. Tveir íslenskir stúdentar við skólann, Bergur Þ. Gunnþórsson og Guðrún Björg Brynjólfsdóttir, vinna að verkefninu undir forsjá Dr. Lise Lyck, sérfræðings á sviði ferðamála. Þau Bergur og Guðrún Björg segjast hafa valið þetta verkefni því þau telji að í fæðingu sé stór- veldi á flugmarkaði. Aðkoma Ís- lendinga að Sterling, og sú mikla sneið sem Íslendingar virðist ætla sér af alþjóðlegum flugmarkaði al- mennt, hafi vakið mikla athygli í Danmörku. Það er mat þeirra Bergs og Guðrúnar Bjargar að mikill vöxtur sé framundan á flug- markaði í Evrópu og viðskipta- tækifæri séu því hvarvetna. Því sé líklegt að framhald verði á fjár- festingum Íslendinga á þessum markaði. Gera úttekt á yfir- tökunni á Sterling Flugmarkaður Guðrún Brynjólfsdóttir og Bergur Gunnþórsson sjást hér með Valgerði Sverrisdóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem heimsótti þau á dögunum og ræddu þau stöðu Íslands á alþjóðlegum flugmarkaði. MILLJÓNAMÆRINGUM í heiminum fjölgaði um 600.000 í fyrra og var fjölgun þeirra meiri í Norður-Ameríku og Asíu en í Evr- ópu. Kemur þetta fram í skýrslu sem birt var í vikunni. Talið er að í heiminum séu nú um 8,3 milljónir manna sem eiga meira en eina milljón Bandaríkjadollara, að heimili sínu frátöldu, og fjölgaði þeim um rúm 7% frá árinu 2003. Það voru ráðgjafarfyrirtækin Merrill Lynch og Capgemini sem unnu skýrsluna. Í henni kemur fram að auðæfi heimsins eru nú tal- in nema yfir 30 trilljónum banda- ríkjadala, eða yfir 30 milljónum milljóna, og jukust þau um rúm 8% á milli ára sem er mesti vöxtur í tvo áratugi. Er talið að dragi úr vext- inum á árinu 2005 og er í skýrsl- unni spáð fyrir um að meðalvöxtur á milli ára verði 6,5% næstu 5 árin. Fjölgar um 10% Í Norður-Ameríku eru um 2,7 milljónir milljónamæringa, eða tíu prósentum fleiri en þegar síðast var talið. Í Evrópu eru milljóna- mæringarnir 2,6 milljónir, eða fjór- um prósentum fleiri en síðast, og í Asíu eru þeir 2,3 milljónir og hefur fjölgað um átta prósent. Í Evrópu fjölgaði milljónamæringum ein- ungis í Bretlandi og á Spáni. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þeir milljónamæringar sem eiga á bilinu 5-30 milljónir dollara eigi í mestum erfiðleikum með að auka auð sinn. Milljónamær- ingum fjölgar BRESKA verslanakeðjan Somer- field þarf að greiða 11,7 milljónir punda á ári næstu sex árin til að minnka eftirlaunaskuldir sínar en þær nema samtals 112 milljónum punda, ríflega 13 milljörðum króna. Baugur hefur í samstarfi við aðra fjárfesta lýst yfir áhuga á kaupum á Somerfield en auk þess hafa tveir aðrir hópar fjárfesta augastað á verslanakeðjunni. Forsvarsmenn Somerfield full- yrða að eftirlaunamálið sé alls óskylt fyrirhugaðri sölu á keðjunni, enda hafi viðræður við lífeyrissjóði nú staðið yfir um nokkra hríð. Væntanlegum kaupendum hafi auk þess alltaf verið kunnugt um líf- eyrisskuldbindingar verslanakeðj- unnar. Somerfield semur um líf- eyrisskuld- bindingar ALLS ÓSKUÐU fjárfestar eftir því að kaupa ríflega 8,6 sinnum fleiri hluti í Mosaic Fashions hf. í almennu hlutafjárútboði fyrirtækisins, sem lauk í gær. „Við erum afskaplega ánægð með þessi viðbrögð, þetta gekk vonum framar,“ sagði Derek Lovelock, forstjóri fyrirtækisins í samtali við Morgunblaðið. Fjöldi fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu var um 2400, en þeim stóð til boða að kaupa liðlega 90,6 milljónir nýrra hluta í Mosaic Fashions á genginu 13,6 krónur fyrir hvern hlut, samtals að andvirði rúmlega 1,2 milljarðar króna. Þetta eru um það bil 3% af heildarhlutafé Mosaic eftir hækkun. Lágmarksáskrift var 100 þúsund krónur og hámarksáskrift 30 millj- ónir. Kauphöllin rétta valið Lovelock segir næstu áfanga vera skráningu félagsins á hlutabréfa- markað íslensku kauphallarinnar þann 21. júní nk. Lovelock segir ákvörðunina um að skrá félagið hér á landi hafa verið tekna með stærð fyr- irtækisins í huga. „Miðað við stærð okkar á breskum markaði, og það fjármagn sem við vorum að reyna að afla, er ekki víst að okkur hefði tekist að ná jafngóðum árangri í hlutafjár- útboðinu og raunin varð hér á landi,“ segir Lovelock. „Ég held að árang- urinn af útboðinu núna sýni það svo ekki verði um villst að við höfum tek- ið rétta ákvörðun að þessu leyti.“ Þann 28. júní nk. verður fyrsta árshlutaskýrsla fyrirtækisins birt og segir Lovelock að árangurinn sé samkvæmt áætlun og afkoman betri en á sama tíma í fyrra. Mosaic Fashions hf. er eignar- haldsfélag Mosaic Fashions Ltd., sem aftur er móðurfélag fjögurra tískuvörumerkja fyrir konur: Oasis, Coast, Karen Millen og Whistles. Merkin vinna vel saman Stærsti hluthafinn verður eftir sem áður BG Holding (sem er í eigu Baugs Groups) með tæpan 37% hlut og KB banki mun eiga 10%.Lovelock segir stjórn fyrirtækisins ekki hafa sett stefnuna á frekari yfirtökur á næstunni, en ekki er langt um liðið frá kaupunum á Karen Millen og Whistles. „Í nánustu framtíð munum við leggja áherslu á að byggja upp þau merki sem við eigum nú í stað þess að fjölga þeim.“ Lovelock segir enn margt ógert í tengslum við kaupin á Karen Millen og Whistles. „Auðvitað munum við halda áfram að stækka Oasis og Coast merkin, en megináherslan verður á stækkun Karen Millen á al- þjóðavettvangi.“ Helsti markaður fyrirtækisins er í Bretlandi og Írlandi en ætlunin er að víkka starfsemina út annars staðar og segir Lovelock merkin fjögur að- stoða hvert annað í þeirri útrás. „Karen Millen er mjög vinsælt merki í Rússlandi, en á næsta ári verða verslanir undir því merki orðn- ar fimm í því landi,“ segir Lovelock. „Sérleyfishafinn þar hefur svo gert samning um að opna sex Oasis versl- anir í Rússlandi, þannig að við erum strax farin að sjá kostina við kaupin.“ Eftirspurn 8,6 sinnum meiri en framboð Morgunblaðið/Jim Smart Innri vöxtur Derek Lovelock, forstjóri Mosaic Fashions, segir útboðs- fjárhæðinni verða varið til þess að styðja við innri vöxt félagsins bæði á heimamarkaði í Bretlandi og öðrum mörkuðum. BRÉF það sem Valgerður Sverris- dóttir sendi hlutafélögum varðandi fjölgun kvenna í stjórnum hefur ekki skilað viðunandi árangri að hennar mati. Áður en bréfið var sent voru 10,08% stjórnarmanna í hlutafélögum konur en eftir aðalfundahrinuna sem nú er lokið er hlutfallið 11,28%. Bréfið var sent 81 fyrirtæki. Í samtali við Morgunblaðið segir Valgerður þetta ekki vera góð tíðindi. „Viðbrögðin við bréfinu voru jákvæð sem og umræðan sem það vakti í þjóðfélaginu. Markmiðið var að hvetja til uppbyggilegrar umræðu um málið því ég hef ennþá trú á því að umræða bæti stöðuna. Ég er ennþá þeirrar skoðunar að lagasetning sé ekki ákjósanleg,“ segir Valgerður. Hún segir fyrirtækin fara á mis við mikinn mannauð því konur hafi kraft, víðsýni og þekkingu sem geti nýst fyrirtækjunum vel. Valgerður hefur ekki ákveðið hvert næsta skref verður. „Nú er að störf- um nefnd, undir forystu Þórs Sigfús- sonar framkvæmdastjóra Verslunar- ráðs, sem ég skipaði um málið. Hún á að leita leiða til þess að fjölga tæki- færum kvenna í forystu íslenskra fyr- irtækja. Boltinn er nú hjá nefndinni en hún á að skila skýrslu í haust,“ seg- ir Valgerður. Hún segist þó vilja benda á að viss árangur hafi náðst og bendir í því samhengi á að FL Group og BYKO hafa ráðið konur til starfs forstjóra auk þess sem Kristín Ingólfsdóttir hafi verið kjörin rektor Háskóla Ís- lands, fyrst kvenna. Valgerður segir það vera áberandi að útrásarfyrir- tæki dragi vagninn þegar kemur að því að ráða konur til æðstu starfa. Óviðunandi árangur Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands lækkaði í gær um 0,25% og er nú 4078,70 stig. Viðskipti í kauphöllinni námu 9.999 milljónum króna, og þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 3.250 milljónir. Mest voru viðskiptin með bréf Íslandsbanka, eða fyrir rétt rúman milljarð króna. Þrátt fyrir það varð engin breyting á verði bréfana. Enn mest verslað með bréf Íslandsbanka *  > &9    &  > % ?9%$ ; '   !"    "            !"#   !$   % "&' (&  )* &# &  )#&  $&' (& % "&'  +,"  -# .    /0,.  /0 !. ,  &#(  1   #  $ !%&'  ! 0 % "&'  2 &'  20 .&  3(&   $45& .6 &&  78,.  /%!  /"0   9    :9## &#0   &  ; && "  &  <0 00 =/5(,#  ($ ) *  +,  (  ! ,"' >9..  $&' 40 % "&'   /" ?"# /"&'  :5 5  + -  . @A>B /4    ,  =             =  =  =   = = = = = = = = = ,9 &#  9   , = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = = C =DE = = C =DE C = DE C  DE = = C =DE = C = DE C DE = C =DE C = DE = = = = = = = = = = = = = = = = = 2, "'    '# & : "( 4 " '# F ) /"                       =  =  =    = = = = = = = = =                    =       =                    =             =  ;    4 *G   :2 H #&"  !."'           =  =  =   = = = = = = = = = :2= I  0 0"'&' " ".  :2= /9"'  "  ",##. 0 9  "( , &  :2= ;,#& 9  0 . 0#&& ?"#  :2=  (, & G#,,&' 7 'J /KL  "8'02 !8!1& <'#/ <'#2 D D !:/> M N $8'2' %8$&0 ='#% ='#$ D D A A -+N %8!&% /1$ ='#/ ='#! D D )!N 7 , 22! !!82'% ='#% =!#2 D D @A>N MO 3&, %8'/& !'8$!2 <'#2 ='#! D D

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.