Morgunblaðið - 11.06.2005, Síða 29

Morgunblaðið - 11.06.2005, Síða 29
boli, húfur og lyklakippur. Vinsælasta söluvaran er þó leikfangabjórflutn- ingabílar. Margir Þjóðverjar safna slíkum bílum, og að sögn sölumanna eru dæmi um að menn eigi meira en þúsund slíka bíla frá mismunandi framleiðendum heima hjá sér. Matvara og óáfengir drykkir Hilmar Bürger segir að hátíðin sé ekki aðeins fyrir sérfræðinga og ötula bjórdrykkjumenn. „Á daginn koma hingað margar barnafjölskyldur. Héruðin sem hér eru að kynna bjór bjóða um leið upp á ýmislegt annað, til dæmis matvöru, óáfenga drykki og ferðamannaupplýsingar. Einnig er boðið upp á fjölbreytta skemmti- dagskrá. Taumlaus drykkja er ekki það sem við sækjumst eftir. Bjór er menningardrykkur.“ Ljósmynd/Helgi Þorsteinsson Nunnur buðu upp á bjór að hætti Katrínar, eiginkonu Lúthers. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 29 FERÐALÖG Góður undirbúningur fyrirferðalag getur komið í vegfyrir vandamál og leiðindi. Í ferðablaði Berlingske Tidende voru nýlega gefin ráð til að flugferðir fjölskyldunnar gangi sem best.  Búið börnin vel undir ferðina, að hún taki tíma og að maður þurfi að sitja í sætinu með beltið spennt.  Gerið undirbúninginn að ein- hverju skemmtilegu: Pakkið saman í tösku og hafið uppáhalds- leikfangið með. Farið á bókasafnið og fáið lánaðar bækur. Takið með litla rúsínupakka, Andrésblað o.fl. til að eiga ef til seinkunar skyldi koma.  Íhugið vandlega hvort bangsinn á að fara með um borð eða hvort hann á að vera í ferðatöskunni. Það getur reynst dýrkeypt ef hann gleymist í vélinni.  Takið hljóðið af tölvuspilum af tillitssemi við aðra farþega og út- skýrið það fyrir barninu.  Mörg flugfélög bjóða upp á sér- stakar barnamáltíðir um borð og þær þarf að panta oftast með 48 tíma fyrirvara hið minnsta. Athugið þó af hverju barnamáltíðin sam- anstendur þar sem það er ekki skemmtilegt að öll sætaröðin verði útötuð í jarðarberjasultu.  Það er skynsamlegt að koma tímanlega á flugvöllinn þegar smá- börn eru með í för. Borðið gjarnan morgunverð þar svo ekki þurfi að ganga frá heima um morguninn.  Pantið gluggasæti fyrir barnið því þar er ró og útsýni sem börn- unum getur þótt spennandi.  Munið að ganga úr skugga um hvort barnavagn sem þið skiljið eft- ir við hliðið verði afhentur aftur við hlið þegar þið gangið frá borði eða hvort hann komi með öðrum far- angri.  Látið það vera síðasta verkið áð- ur en gengið er um borð að skipta á bleyjubarni.  Veljið næturflug ef um langt flug er að ræða.  Börn fá oft í eyrun í flugi, sér- staklega við lendingu. Fyrir ung- börn er best að vera á brjósti eða fá snuð eða pela. Stærri börn geta fengið tyggjó og kvefuð börn nef- dropa sem losa stíflur.  Gefið börnunum oft vatn að drekka meðan á flugferðinni stend- ur þar sem loftið er þurrt.  BÖRN Góð ráð fyrir flugferðina Á FERÐAVEF BBC má finna nokkrar ráðleggingar sem vert er að hafa í huga til að koma í veg fyr- ir að vera rændur á ferðalaginu.  Ef einhver spyr þig hvort síminn þinn hafi verið að hringja, þá setur þú líklega höndina ósjálfrátt í vas- ann eða töskuna þar sem síminn er geymdur og athugar með hann. Ekki gera það því þá gætir þú verið að vísa þjófum á símann þinn. Segðu frekar nei og bíddu með að líta á símann þangað til þú færð betra tækifæri til þess.  Þegar þú ferðast fótgangandi skaltu hafa peningaveskið þitt í vinstri vasa að framan. Flestir eru rétthentir svo vasaþjófar beina at- hygli sinni oftast að hægri vösum. Svo er líka sniðugt að vera með gamalt og tómt seðlaveski í rass- vasanum til að plata vasaþjófana. Ekki gefa þjóf- um færi á þér  ÖRYGGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.