Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.06.2005, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Opið alla virka daga í sumar frá kl. 13-17 og um helgar frá kl. 13-18. Sultartangastöð ofan Þjórsárdals „Andlit Þjórsdæla“ – áhugaverð sýning um mannlífið í Þjórsárdal í 1100 ár. Blöndustöð í Húnaþingi Þorir þú 200 metra niður í jörðina? Hvað verður í göngum Blöndustöðvar í sumar? Magnaður viðkomustaður. Skelltu þér í bíltúr um helgina og skoðaðu áhugaverðar sýningar og virkjanir – við höfum heitt á könnunni. M IX A • fí t • 5 0 7 3 6 Sumarið er okkar tími! Tilvalið að líta inn & LIÐUR í sýningunni Always a Little Further, [Alltaf skrefinu lengra] sem Rosa Martínez, annar sýningarstjóra Feneyjatvíæringsins stýrir, var opn- un á verki Ólafs Elíassonar, Black Horizon, á eyjunni San Lazzaro í Feneyjum. Verkið er unnið fyrir T-B A21 (Thyssen-Bornemisza Art Con- temporary) undir stjórn Francescu af Habsburg, sem m.a. var sam- starfsaðili nýafstaðinnar Listahátíðar í Reykjavík við uppsetningu á verki Christofs Schlingensiefs. Verk Ólafs er í nýreistum skála sem breski arkitektinn David Adjaye teiknaði í nánu samstarfi við lista- manninn. Skálinn er skammt frá klaustri San Lazzaro degli Armeni, á ákaflega friðsælum og fögrum stað, fjarri skarkala tvíæringsins og jafn- framt borgarinnar sjálfrar. Skálar á ferð um heiminn Um hádegisbilið á opnunardaginn – áður en sjálf opnunarveislan hófst – var blaðamaður kominn til eyjar- innar í fylgd listamannsins til að fylgjast með pallborðsumræðum hans, Francescu, David Adjaye og Daniels Birnbaum, rektors Listahá- skólans í Frankfurt. Þar kom fram að verkið er einskonar upptaka á sólar- ljósi því sem einkennir eyjuna á þess- um tíma árs, frá sólarupprás til sól- seturs. Upptökunum á ljósinu var síðan þjappað niður í u.þ.b. átta mín- útna ferli sem kemur fram í ljós- streymi láréttrar ræmu rétt fyrir neðan augnhæð í kolsvörtum sal skál- ans. Áhorfandinn getur því horft á heilan dag líða hjá á þessum örfáu mínútum. Titill verksins Black Hori- zon, helgast af því að þegar áhorfand- inn hefur horft á sjóndeildarhringinn í nokkra stund sér hans einskonar „bergmál“ af ljósinu í formi svartra lína er mynda þannig nýjan sjón- deildarhring fyrir augum hans. Verk- ið er skylt sjóndeildarhringsverki því sem Ólafur sýndi í Listasafni Reykja- víkur í byrjun síðasta árs, en býr þó yfir mjög ólíkum karakter og um- gjörð. Verkefni þetta á vegum T-B A21 hefur hlotið heitið Limited Edition Art Pavillion, og er skálinn sá fyrsti sinnar tegundar og hannaður þannig að hægt er að taka hann í sundur og flytja í gámi á nýjan stað ásamt verki Ólafs. Gert er ráð fyrir að skálinn standi á San Lazzaro í tvö ár áður en hann verður fluttur úr stað, en á þeim tíma munu væntanlega fleiri skálar verða byggðir víðar um heim undir verk annarra vel þekktra listamanna. Skáli Adjayes miðar að því að búa til einskonar millirými fyrir áhorfand- ann áður en hann fer inn; þar sem mörkin á milli hins ytra og innra eru leyst upp með viðarbjálkum er rjúfa sjóndeildarhringinn yfir hafið án þess þó að skerða það til mikilla muna. Hann ýtir þannig undir þann sjónræna leik sem Ólafur er að vinna með inni í skálanum sjálfum. Samstarf er saklaust Í umræðunum skýrði Francesca frá því að hið vel þekkta safn Thyssen- Bornemisza í Madríd, en þar er alda- gömul listaverkeign fjölskyldunnar til sýnis ásamt nýrri verkum er faðir hennar keypti, væri mjög hefðbundið og í raun íhaldssamt. „Mig langar til að skapa ólíkan vettvang, hreyfan- legri og í meira samræmi við þá löngun listamanna samtímans til að skapa verk sín fyrir tiltekinn stað eða rými.“ Hún lýsti jafnframt ánægju sinni með samstarfið við þá Ólaf og David með því að vísa til orða hins fræga myndlistarmanns Dan Grahams; „samstarf er saklaust“, en þannig taldi hún að vinnan við verkið hefði verið; sakleysislegt upphaf sem hefði að lokinni mikilli vinnu þeirra allra myndbirst á ákaflega ánægju- legan hátt. Myndlist | Verk Ólafs Elíassonar á Feneyjatvíæringnum opnað á eyjunni San Lazzaro Svart bergmál sjóndeildarhringsins Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Fólk tekið að streyma inn í skálann er hýsir Black Horizon á San Lazzaro. Morgunblaðið/Fríða Björk Daniel Birnbaum, David Adjaye, Ólafur og Francesca af Habsburg. Ólafur Elíasson myndlistarmaður. EVA Rún Þorgeirsdóttir og Halla Ólafsdóttir hlutu fyrstu verðlaun í dansleikhússamkeppninni 25 tímar í Borgarleikhúsinu í fyrrakvöld fyr- ir verk sitt Beðið eftir hverju. Verð- launin voru 250.000 kr. sem Ólafur Haraldsson, framkvæmdastjóri SPRON, afhenti þeim stöllum. Önnur verðlaun hlaut Peter And- erson fyrir verk sitt Twelve points, en þriðju verðlaunin hlutu þær Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Elma Lísa Gunnarsdóttir fyrir verkið Örlög systra. Áhorfendasalur Borgarleik- hússins var fullskipaður og komust færri að en vildu, en áhorfendur völdu einnig eitt verk til verðlauna. Það voru þau Álfrún Örnólfsdóttir og Friðrik Friðriksson sem hlutu þau fyrir verkið 9:50 alla virka daga. Samkeppnin var nú haldin í þriðja sinn og að vanda í samvinnu við SPRON sem frá upphafi hefur stutt keppnina. Beðið eftir hverju bar sigur úr býtum Morgunblaðið/Golli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.