Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 34
34 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VESTURHEIMI
Rjómabúið er safn sem eropið á sumrin en heima-menn koma þar við áhverjum morgni allan
ársins hring. ,,Hérna hittumst við
reglulega og spáum í spilin,“ segir
Bernice Andersen, ein af helstu
vítamínsprautunum í íslensk-
kanadíska félaginu á svæðinu, the
Stephan G. Stephansson Icelandic
Society of Markerville.
Merkilegur staður
og merkilegt fólk
Markerville er hluti af íslenskri og
vestur-íslenskri sögu. Árið 1888 var
Sigurður J. Björnsson sendur frá
Norður Dakota í Bandaríkjunum til
að finna heppilegt landsvæði. Hann
fór vestur að strönd og á bakaleið-
inni hitti hann eina Íslendinginn í
Calgary, Ólaf Goodman. Ólafur
sýndi honum ónumið land norður af
Calgary og í bréfi til Norður Dakota
dásamaði hann landið. Gat þess að
þetta væri gott akuryrkjuland, mikil
veiði væri í vötnum og ám og ekki
væri eins kalt á veturna og í Mani-
toba og Norður Dakota.
Lýsing Sigurðar varð til þess að
50 Íslendingar í Norður Dakota tóku
sig upp og héldu í vestur. Þeir komu
á svæðið 27. júní 1888 og hófust þeg-
ar handa við að koma sér fyrir. Áður
en langur tími var liðinn höfðu þrír
skólar verið reistir, Tindastóll,
Hólar og Heckla. Lestrarfélagið Ið-
unn var stofnað 1892 og Íslending-
arnir opnuðu fyrsta pósthúsið í Al-
berta. Þar komu menn saman og
lásu vestur-íslensku blöðin Lögberg
og Heimskringlu. Konurnar stofn-
uðu styrktarfélagið Vonin sem enn
starfar í sama anda.
Það var mikið líf í Markerville
skömmu fyrir aldamótin 1900 og
næstu árin á eftir. Þegar mest var
bjuggu um 400 manns af íslenskum
ættum á svæðinu. Með auknum sam-
göngum settist fólk af öðrum þjóðar-
brotum að á svæðinu en vöxtur
borga hefur bitnað á Markerville
eins og öðrum svæðum. Íbúum hefur
því fækkað mikið og fáir eru eftir af
íslenskum ættum. Íbúarnir halda vel
saman og uppruninn skiptir ekki
máli þegar kemur að því að varð-
veita íslenska menningararfleifð. Í
því efni leggja allir sitt á vogarskál-
arnar.
Johann Halldór Johannson var
helsti hvatamaðurinn að stofnun ís-
lensk-kanadíska félagsins 1974.
Ekki kom annað til greina en nefna
það eftir Klettafjallaskáldinu.
Stephan G. var mikill leiðtogi í sveit-
inni og lét mikið til sín taka. Hann
átti til dæmis stóran þátt í því að
smjör- og ostaframleiðsla hófst á
svæðinu. Dr. Christian Marker,
fulltrúi stjórnvalda, aðstoðaði ís-
lenska bændur við að koma fram-
leiðslunni af stað og staðurinn var
nefndur eftir honum 1903.
Miklar endurbætur
Rjómabúið þjónaði heimamönnum
í 73 ár. Ríkisstjórn Alberta setti það
á þjóðminjaskrá 1978 og eftir að
heimamenn höfðu endurbætt hús-
næðið var það opnað sem safn 1986.
Íslensk-kanadíska félagið sér um
reksturinn og fær það um 15.000
gesti að meðaltali á hverju sumri.
Íslensk-kanadíska félagið var
stofnað í tengslum við endurbygg-
ingu á húsi Stephans G. Hann dó
1927 og endurspeglar húsið það ár.
Stjórnvöld í Alberta sjá um safnið
sem Olga Fowler veitir forstöðu en
það er opið á sumrin og starfa fjórar
háskólastúdínur þar með Olgu. Hús
Stephans G. er helsta aðdráttaraflið
á svæðinu og koma gestir alls staðar
að, að sögn Olgu.
Að undanförnu hafa staðið yfir
miklar endurbætur á Fensala Hall,
félagsheimilinu í Markerville. Um er
að ræða elsta félagsheimilið sem enn
er notað. Í fyrra unnu sjálfboðaliðar
í meira en 5.000 klukkustundir í hús-
inu og gert er ráð fyrir að stundirnar
verði ekki færri í ár en til stendur að
opna endurgert heimilið nú í sumar.
Heimamenn hafa lagt mikið á sig
til að varðveita söguna. Þeir eru
stoltir af sínum stað og lifa í sátt og
samheldni sem samhent fjölskylda.
Fyrir nokkrum árum gaf félagið út
bók um Markerville og nýlega var
ráðist í endurútgáfu á ensku á ljóð-
um Stephans G. ,,Allt sem við gerum
er árangur samvinnu íbúanna,“ seg-
ir Shirley Dye, formaður the Steph-
an G. Stephansson Icelandic Society
of Markerville.
Morgunblaðið/Steinþór
Systurnar Bernice Andersen og Shirley Dye hafa tekið virkan þátt í starf-
semi íslensk-kanadíska félagsins í Markerville síðan faðir þeirra, Johann
Halldór Johannson, kom því á laggirnar 1974.
Morgunblaðið/Steinþór
Stephan Vilberg Benediktson fyrir framan hús afa síns, Stephans G. Steph-
anssonar, í Markerville í Alberta. Þar er nú safn sem var opnað 1986.
Alltaf heitt kaffi á
könnunni í Markerville
Stan og Helen Johannson vinna að endurbótum á félagsheimilinu.
Aðeins um 60 manns
búa í Markerville í Al-
berta í Kanada en
samfélagið er öflugt
og samkenndin mikil.
Það leynir sér ekki,
ekki síst á morgnana,
þegar íbúarnir koma
saman í rjómabúinu
og spjalla yfir kaffi-
bolla. Steinþór Guð-
bjartsson fékk sér te
með heimamönnum.
steg@mbl.is
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ, mánud. 6.6.
Spilað var á 9 borðum. Meðalskor
216 stig.
Árangur N-S
Alfreð Kristjánsson – Sigrún Pétursd. 259
Helgi Hallgrímsson – Jón Hallgrímsson
243
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 220
Árangur A-V
Halla Ólafsdóttir – Lilja Kristjánsd. 276
Ægir Ferdinandss. – Ragnar Björnss. 260
Ingibj. Stefánsd. – Margrét Margeirsd. 227
Félag eldri borgara,
Gjábakka
Það var spilað á 8 borðum 3. júní
sl. og urðu úrslitin þessi í N/S:
Rafn Kristjánss. - Oliver Kristófss. 187
Auðunn Guðmss. - Bragi Björnss. 187
Albert Þorsteinss. - Sæmundur Björnss. 186
Eysteinn Einarss. - Ragnar Björnss. 186
A/V:
Júlíus Guðmss. - Magnús Halldórss. 192
Guðjón Kristjánss. - Magnús Oddss. 187
Sigrún Pétursd. - Unnar A. Guðmss. 178
Spilað er alla föstudaga að 17. júní
undanskildum,
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Spilað var á 7 borðum föstudag-
inn 3. júní. Meðalskor var 168.
Úrslit í N/S
Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 192
Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einars. 186
Sverrir Jónsson – Jón Ól. Bjarnason 176
A/V
Guðrún Gestsd. – Kristján Þorláksson 211
Sveinn Jensson – Jóna Kristinsd. 200
Heiðar Þórðarson – Sigríður Gunnarsd. 175
Sumarbridgs á Akureyri
Sumarbrids er hafinn fyrir norð-
an og var spilaður þriðjudaginn 7.
júní, að venju. Þátttakan að þessu
sinni var 7 pör og urðu úrslit þessi:
Gissur Jónasson og Hjalti Bergmann 100
Björn Þorláksson og Pétur Guðjónsson 98
Víðir Jónsson og Steinarr Guðmundss. 91
Soffía Guðmundsd. og Reynir Helgason 88
Næsti Sumarbrids verður næst-
komandi þriðjudagskvöld. Spilarar
geta mætt einir því aðstoðað er við
myndun para.
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði Glæsibæ,
fimmtud. 9. júní
Spilað var á 11 borðum.
Meðalskor 216 stig.
N-S:
Oliver Kristóferss. - Sæmundur Björnss 270
Júlíus Guðmundss - Rafn Kristjánss 242
Eysteinn Einarss - Kári Sigurjónss 240
A-V:
Magnús Oddss - Magnús Halldórss 270
Helgi Hallgrímsson - Jón Hallgrímsson 267
Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónsson 238
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 STEINUNN Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í
Reykjavík, og Sam Katz, borgarstjóri í Winni-
peg í Kanada, báru saman bækur sínar í ráð-
húsinu í Winnipeg á dögunum. Glen Murray,
fyrrverandi borgarstjóri í Winnipeg, heimsótti
Reykjavík í ágúst 2003 og er Steinunn Valdís
Óskarsdóttir að endurgjalda þá heimsókn. ,,Við
erum að sýna systrahug í verki,“ sagði hún en
Reykjavík og Winnipeg eru systraborgir.
Að fundinum loknum bauð borgarstjórinn í
Winnipeg íslensku sendinefndinni á horna-
boltaleik, en áður en Sam Katz tók við starfi
borgarstjóra í fyrra átti hann hornaboltalið
borgarinnar, The Winnipeg Gold Eyes.
Í sendinefnd Reykjavíkurborgar voru auk
borgarstjóra Kristín Á. Árnadóttir, skrif-
stofustjóri borgarstjóra, og borgarfulltrúarnir
Anna Kristín Kristinsdóttir, Guðrún Ebba
Ólafsdóttir og Björk Vilhelmsdóttir.
Systrahugur í verki
Sam Katz, borgarstjóri í Winnipeg, færir Steinunni Valdísi
Óskarsdóttur, borgarstjóra, gjöf í tilefni heimsóknarinnar.