Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 44
44 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Guðlaug HallaJónsdóttir fædd-
ist á Hunkubökkum
6. ágúst 1924. Hún
andaðist á dvalar-
heimilinu Lundi á
Hellu 6. júní síðast-
liðinn. Hún var dótt-
ir hjónanna Elínar
Jónsdóttur, f. 1.
mars 1882 og Jóns
Jónssonar bónda á
Hunkubökkum á
Síðu, f. 9. okt. 1889.
Systir Höllu var
Guðlaug, f. 2. júní
1920, d. 6. júlí 2002.
Halla giftist 14. maí 1954 Ein-
ari Guðlaugssyni frá Vík í Mýr-
dal, f. 9. maí 1927, d. 16. júní
1996. Börn þeirra eru: 1) Jón Er-
ling bifreiðarstjóri, f. 3 janúar
1955, búsettur á Hellu, sambýlis-
kona Guðrún Jónsdóttir. Börn
hans og Guðrúnar Sigurðardótt-
ur eru: a) Hjördís Rut, f. 14. mars
1977, maður hennar er Ingi Már
Björnsson, börn þeirra eru Harpa
Rún og Birgitta
Rós. b) Sigrún
Dóra, f. 8. maí
1979, maður henn-
ar er Barði Sigur-
jónsson, dóttir
Guðrún Dís. c)
Einar Sigurður, f.
19. okt. 1988. 2)
Elín Björk hár-
snyrtimeistari, f.
27. mars 1957, bú-
sett í Fossseli í Ölf-
usi, sambýlismað-
ur Sigurður
Grétar Marinós-
son. Börn hennar
eru a) Ragnhildur Halla, f. 27.12.
1974, sambýlismaður Sindri Ön-
undarson og börn þeirra Elma
Þórdís, Elín Bjarney, og Rakel
María. b) Bogi Hrafn, f. 22. mars
1985. c) Einar Örn. f. 22. sept
1988.
Útför Guðlaugar Höllu verður
gerð frá Víkurkirkju, í Vík í Mýr-
dal, í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Ó, manstu gamlar æskuástarstundir,
svo yndislegt var þá að vera til.
Litla kofann blómabrekku undir,
bunulækinn upp við hamragil.
Um sumarkvöld við sátum þar og undum
um sólarlag í blíðum sunnanþey.
Og litla blómið fagra sem við fundum
í fjóluhvammi, það var gleym-mér-ey.
(Ágúst Pétursson.)
Þetta var lagið hennar ömmu
minnar. Hún söng mig í svefn með
þessu lagi á kvöldin langt frameftir
aldri. Það voru allir löngu hættir að
svæfa mig, nema hún amma mín.
Þær voru notalegar stundirnar sem
við áttum á kvöldin. Söngur um
fagra náttúru og ungar ástir og bæn-
ir um ljúfan Jesús og góða engla.
Margar ferðir átti ég með ömmu
minni og afa austur að Kirkjubæj-
arklaustri. Sveitinni hennar. Þar var
hún fædd og uppalin. Dýrmætar
minningar á ég frá þessum ferðum
okkar. Hún amma mín var fagurkeri
og kunni vel að meta sólsetrið, dala-
læðuna, lognið og ósnortna náttúr-
una.
Að sitja úti í kyrrðinni og hlusta á
fuglasönginn var eitt af því sem hún
kenndi mér að meta. Árin okkar
saman voru góð, sumrin í sveitinni
og veturnir í borginni. Ég var svo
lánsöm að fá að búa hjá ömmu minni
eftir að afi minn féll frá. Við studd-
um hvor aðra í sorginni og aftur kom
að því að amma mín klappaði mig í
svefn með hughreystandi söng um
fagra náttúru og ungar ástir. Alltaf
hafði hún trú á mér og studdi mig í
gegnum lífið. Ég er þakklát fyrir allt
sem hún hefur gefið mér og vona að
ég hafi náð að endurgjalda henni það
góða sem hún veitti mér. Sárt er að
missa hana burtu, en eftir stendur
minning um yndislega hjartahlýja
og umhyggjusama konu sem bar hag
okkar allra barnanna sinna fyrir
brjósti sér. Þá minningu ber ég
áfram til dætra minna. Bænirnar
sem hún kenndi okkur hugga okkur í
sorginni.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Hvíl í friði elsku amma mín. Ég
mun ávallt varðveita minningu þína í
hjarta mér. Guð geymi þig.
Þín,
Halla.
Elsku amma mín. Mikið þykir mér
erfitt að þurfa að kveðja þig þó þú
sért eflaust hvíldinni fegin. Það var
svo erfitt að horfa upp á þig svona
veika og nú hugga ég mig við það að
þér líður vel og ert komin til afa.
Það er margs að minnast og mikið
er ég þakklát fyrir allar stundirnar
okkar. Það er margt sem kemur upp
í hugann á þessari stundu. Mér þótti
alltaf svo gaman að koma til ykkar
afa í Álftamýrina þegar ég var
krakki. Í minningunni varstu alltaf
búin að elda kjötsúpu handa okkur
þegar við komum þó að eflaust hafi
eitthvað annað verið á boðstólum
stundum en ég man svo vel eftir
kjötsúpunni þinni. Það var svo gott
að koma til ykkar, knúsa og faðma
afa í útiganginum, alltaf nýrakaðan
og ilmandi af rakspíra og tölta svo í
eldhúsið til þín og knúsa þig við elda-
mennskuna. Þú vildir alltaf að við
borðuðum vel og spurðir okkur oft
hvort við vildum virkilega ekki borða
meira og sífellt spyrjandi hvort við
værum ekki svöng. Í sérstöku uppá-
haldi var brauðsúpan þín góða ásamt
kjötsúpunni, kótilettunum í raspi og
ömmu- og bóndakökunum þínum.
Það var allt svo sérstaklega gott sem
amma eldaði.
Mikið þótti mér líka gaman að
fara í bústaðinn til ykkar afa á
Klaustri. Þar var oft farið niður að
tjörn eða að Hæðargarðsvatni að
veiða en þú varst nú sérstaklega
góður og þolinmóður veiðimaður.
Oft hafði ég nú ekki eins mikla þol-
inmæði og þú, amma mín. Við
skemmtum okkur líka vel við Halla
og Hjödda í drullubúinu okkar við
bústaðinn og lékum okkur þar tím-
unum saman með gamalt eldhúsdót
frá þér.
Ein af fyrstu minningunum mín-
um er þegar ég var í útilegu með
ykkur afa við Heiðarvatn í hjólhýs-
inu. Ég svaf uppí hjá þér og þú fórst
út að veiða um nóttina. Þegar þú
komst uppí til mín angaðir þú af
kæfu og flatköku og ég vaknaði við
það og heimtaði að fá líka. Þú rifjaðir
þetta oft upp með mér.
Amma kunni líka svo margar og
skemmtilegar sögur og sagði svo
skemmtilega frá. Hún var ótrúlega
minnug og góð í ættfræði og gat rak-
ið ættir manna langt aftur. Mér þótti
líka svo gaman hvað hún gat líkt
krökkum og fólki við löngu látna
ættingja, þá kannski langömmur,
langalangömmur eða afa.
Mikið stóðstu þig vel, amma mín,
þegar afi veiktist og féll frá. Ég dáð-
ist að styrk þínum. Þú stóðst eins og
klettur í þeim veikindum og hélst
ótrauð áfram þó að þar hafi í raun
allt verið frá þér tekið.
Mér fannst líka alveg yndislegt að
koma í Skeljatangann til þín. Kisan
hún Snúlla þín og seinna Rosie voru
nú oft aðalumræðuefnið en þær voru
líf þitt og yndi. Þú talaðir svo
skemmtilega við þær og þær virtust
alveg skilja þig og svara þér. Oft eld-
uðum við eitthvað saman eða sátum
og spjölluðum og drukkum kaffi.
Okkar síðustu fundir voru erfiðir.
Þú varst orðin svo veikburða. Mér
fannst svo óendanlega ósanngjarnt
að svona væri komið fyrir þér og eft-
ir að þú fórst á Hellu þá hitti ég þig
allt of sjaldan. Þú vissir að ég hugs-
aði til þín og að mér þætti vænt um
þig, það huggar mig. Ég vissi líka vel
það væri hugsað vel um þig. Hún
Gunna var þér nú svo óendanlega
góð. Það myndaðist sérstakt sam-
band á milli ykkar og er ég henni
þakklát fyrir það. Síðast þegar ég
hitti þig þá talaðirðu um hvað ég
væri orðin sver og spurðir mig svo
skemmtilega hvort mér þætti gaman
að vera ólétt. Ég svaraði að það
þætti mér eiginlega ekki, ekki svona
sver og ónýt í skrokknum. Það ætti
ekki vel við mig. Ég spurði svo á
móti hvort þér hefði þótt gaman að
vera ólett og þú hélst sko ekki. Við
gátum grínast með það. Ég hefði
viljað að þú hefðir fengið að sjá litla
bumbubúann en í staðinn segi ég
honum frá þér, amma mín, og þú
vakir yfir okkur öllum.
Elsku amma mín, mig langar með
þessum fátæklegu orðum að þakka
þér allt. Takk fyrir að vera amma
mín, takk fyrir allan stuðninginn,
hlýjuna og ástina frá þér. Ég er svo
óendanlega þakklát fyrir að hafa átt
þig sem ömmu. Kysstu afa frá okk-
ur. Ég trúi því að þið vakið yfir okk-
ur. Hvíldu í friði, elsku hjartans
amma mín.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Höndin þín, Drottinn, hlífi mér,
þá heims ég aðstoð missi,
en nær sem þú mig hirtir hér,
hönd þína eg glaður kyssi.
Dauðans stríð af þín heilög hönd
hjálpi mér vel að þreyja,
meðtak þá, faðir, mína önd,
mun ég svo glaður deyja.
Minn Jesús, andlátsorðið þitt
í mínu hjarta eg geymi,
sé það og líka síðast mitt,
þá sofna eg burt úr heimi.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín
Sigrún Dóra.
Elsku amma mín. Þegar ég heim-
sótti þig á Hellu um daginn tókstu á
móti mér og sagðir, Hjödda mín,
ertu komin? ég ætla svo að koma
með þér heim. Ég gat ekki uppfyllt
ósk þína þá en hef gert það núna því
í dag verður þú færð til hinstu hvílu
hér heima í Víkinni. Þegar ég sest
við og skrifa þessi kveðjuorð kemur
margt upp í hugann. Helst langar
mig að fara í smáferðalag, byrja í
Álftamýri 28, finna ömmu- og afa-
lyktina sem þar var, leggja mig í ból-
ið ykkar og hlaupa niður og spjalla
við Sigrúnu systur í dyrasímann.
Einnig færi ég í heimsókn hinum
megin til Gunnu frænku og að sjálf-
sögðu fengi ég hjá þér soðinn fisk
með aromati. Síðan færi ég í sum-
arbústaðinn til ykkar, bakaði rice
crispies köku, færi með þér á veiðar í
tjörnina og sleppti auðvitað fiskinum
því ekki mátti drepa fiskana úr
tjörninni. Ég mundi baka drullu-
köku í drullubúinu sem þú hjálpaðir
okkur frænkum við að útbúa og
bjóða þér í kaffi. Síðan færi ég í
Skeljatangann og þar man ég svo vel
eftir vikunni sem ég dvaldi hjá þér,
þegar að ég var að bíða eftir því að
eiga hana Hörpu mína. Þá nutum við
þess að hafa það gott og fórum með-
al annars í leikhús. Þó að verkið væri
hálflélegt fannst okkur samt gaman.
Þú hélst heldur betur ró þinni þegar
sú stund rann svo upp að ég yrði
léttari og tókst á við það með mér af
einskærri ró og yfirvegun. Upp frá
þessu fara minningarnar að snúast
allt of mikið um veikindi þín sem að
sjálfsögðu voru þér afar erfið. Það að
ákveða að þú gætir ekki séð um þig
sjálf var þér ekki auðvelt og man ég
svo vel þegar við Ingi sóttum þig og
fluttum þig hingað til Víkur þar sem
þú dvaldir um tíma á dvalarheim-
ilinu Hjallatúni. Mér þótti afar vænt
um að hafa þig svona nálægt mér og
áttum við oft gott spjall saman með
kvöldkaffinu. Þú fluttir svo á hjúkr-
unarheimilið á Hellu og dvaldir þar
til dauðadags. Þá urðu stundirnar
færri sem ég átti með þér en mikið
ósköp var samt alltaf gottað koma til
þín. Þú varst afar stolt af okkur og
kynntir okkur fyrir öllum, meira að
segja páfagauknum, honum Kíkí,
sem þú hafðir svo gaman af.
Síðasta kveðjustundin okkar var
mér afar erfið því ég gerði mér grein
fyrir því að hún gæti orðið sú síð-
asta. Það voru því þung skrefin frá
þér það kvöld en ég hugga mig við
það nú að betri kveðjustund hefðum
við ekki getað fengið.
Guð geymi þig, elsku amma mín.
Hjördís Rut.
Það er aldrei auðvelt að takast á
við að kveðja, jafnvel þó að maður fái
langan tíma til þess.
Þannig er það þegar kemur að
hinstu stundinni, minningar liðinna
daga, minningar liðinna ára, orð,
gleði og sorg, renna í gegnum hug-
ann.
Mig langar til að kveðja þig, Halla
mín, og þakka þér fyrir allt og allt þó
að kynni okkar hafi verið stutt.
Þakka þér fyrir hve hlý og notaleg
þú varst alltaf við mig, ævinlega er
við hittumst.
Nú eru að baki þín löngu og erfiðu
veikindi, og ég trúi því að nú sért þú
frísk, getir hlaupið og leikið þér.
Komið er að leiðarlokum
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mjög ljúf og falleg saga.
Svo vina kæra, vertu sæl,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér,
ég þakka kynninguna.
Um göfuga og góða sál,
ég geymi minninguna.
Elsku Elín Björk og Jón Erling,
börn og barnabörn, og aðstandend-
ur, guð varðveiti ykkur og styrki á
þessari erfiðu stundu.
Sigurður G. Marinósson.
GUÐLAUG HALLA
JÓNSDÓTTIR
Hún Esther mín er
komin heim. Ég lofaði
henni þegar hún fór
að tala um að vilja
hvílast á Íslandi, að ég
skyldi fylgja henni
alla leið heim til Húsavíkur.
Við kynntumst eiginlega af til-
viljun í kaffiboði í Norður-Minne-
sota fyrir 20 árum, í lok dagsins
var sem við hefðum þekkst alla
ævi. Hún bjó í Varba Minnesota
með seinni manni sínum Melvin
Stenseth en ég og Bob maður minn
sem er látinn fórum að jafnaði
tvisvar á ári í heimsókn til þeirra.
Þegar Melvin lést 1990 fluttist Est-
her til Stillwater. Við töluðum sam-
an í síma daglega og heimsótti ég
hana vikulega. Oftast barst talið til
Íslands en hugurinn leitaði þangað
og til æskuáranna. Þá var hlegið og
ESTHER BLÖNDAL
STENSETH
✝ Esther BlöndalStenseth fæddist
í Reykjavík 24. des-
ember 1915. Hún
andaðist í Stillwater
í Minnesota í Banda-
ríkjunum 29. desem-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram ytra.
grátið. Við skemmtum
okkur af sögum um
sérstakar persónur
sem eru allar dánar en
lifa ætíð í minningum
hjá gömlum Húsvík-
ingum. Guð blessi þá
fyrir að skilja eftir
þessar góðu sögur, við
erum ríkari fyrir að
hafa þekkt þá.
Esther og Melvin
bjuggu í Alaska í 17 ár
og áttu þar marga
vini, þar á meðal unga
konu sem heitir Elly
Esther, þau tóku hana
undir sinn verndarvæng. Þegar ég
var á Hawaii í vetur hitti ég Elly
en hún býr þar. Til að minnast
Estherar sagði Elly: Solla mín, sú
eina setning sem ég kann á ís-
lensku er „Elsku Elly mín, hlust-
aðu nú á mig.“ Esther notaði hana
mikið. Þær héldu vinskap fram á
síðasta dag, en Elly skrifaði henni
vikulega og hringdi oft.
Séra Swenson, sem heimsótti
Esther oft, kom rétt fyrir jólin til
hennar og spurði hvort hann ætti
ekki að lesa úr Biblíunni og tók
hún því vel en þegar hann spurði
hvort þau ættu ekki að fara með
Faðir vorið þá sagði mín kona:
„Nei ég fer aldrei með Faðir vorið
eða bænirnir nema á íslensku það
er á milli mín og Guðs. Íslendingur
getur búið ævilangt erlendis en
það er aldrei hægt að taka frá hon-
um stoltið að vera Íslendingur“.
Hjá okkur Esther var stoltið tvö-
falt meira þar sem við vorum Þing-
eyingar.
Esther átti marga vini, vil ég
helst nefna Keneth og Guðnýju
Crist sem voru henni góð og hjálp-
leg. Elsta stjúpdóttir hennar Bar-
bara og maður hennar Larry sem
gerðu allt fyrir hana sem hægt var.
Eins þá miklu tryggð sem hjónin
María Þorsteinsdóttir og Stefán
Jakob Hjaltason sýndu henni öll
árin, einnig Jónas Egils og konu
hans Huldu en Esther beið ætíð
eftir bréfum frá þessum Húsvík-
ingum, eins Jólablaðinu sem Silli
Björnsson sendi henni árlega frá
Hvammi.
Ég kveð þig, elsku vina, með
þessum orðum:
Ég veit það með fullri vissu
og fer ei með það leynt
að loforð mitt til Estherar
var geymt en ekki gleymt.
Ég kveð þig kæra vina
um dráttinn mér þykir leitt.
Vilt þú mér fyrirgefa
og skuldina marka greitt.
Ég mun ætíð sakna þín
Áslaug „Solla“ Warmboe.
Ó, dóttir mín kæra, þú hvarfst
mér svo fljótt,
þú kvaddir í skyndi um
koldimma nótt.
✝ Guðrún Sigur-björg Sigurðar-
dóttir fæddist í
Reykjavík 22. nóvem-
ber 1952. Hún lést af
slysförum 26. apríl
síðastliðinn og var út-
för hennar gerð frá
safnaðarheimilinu í
Sandgerði 3. maí.
g veit að guð faðir hann fagnaði
þér,
tók þig í faðminn og líknaði þér.
Ég vona að þú hafir nú fengið
þann frið,
sem þú fannst ekki á jörðu og þú
leitaðir til,
því drottinn á himnum hann
græðir öll sár.
Ég gleðst með þér, vina, en felli
samt tár.
Þín
mamma.
GUÐRÚN SIGURBJÖRG
SIGURÐARDÓTTIR