Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 45

Morgunblaðið - 11.06.2005, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 45 MINNINGAR ✝ Sigurður Sigur-jónsson fæddist í Heiðarbót í Reykja- hverfi 8. september 1913. Hann lést á dvalarheimilinu Hvammi aðfaranótt 3. júní síðastliðins. For- eldrar hans voru Sigurjón Pétursson bóndi í Heiðarbót, f. á Núpum 7. maí 1893, d. 29. október 1982 og kona hans Jónína Sig- urðardóttir, f. í Heið- arbót 5. desember 1879, d. 2. júlí 1937. Systkini Sigurðar eru Þuríður Hólmfríður, f. 29. október 1914, Helga, f. 23. júlí 1916, Stefán Pét- ur, f. 16. desember 1918 og Hreið- ar, f. 7. ágúst 1920. Hálfbróðir Sigurðar, honum samfeðra var Sigtryggur, f. 28. febrúar 1943. Eftirlifandi eru systurnar Þuríður og Helga. Sigurður kvæntist 8. september 1962 Guðnýju Jósepsdóttur, f. á Sigurður ólst upp í Heiðarbót og stundaði þar búskap með föður sínum til ársins 1944 er hann flutt- ist til Húsavíkur. Þar var hann rútubílstjóri, vörubílstjóri og leigubílstjóri í mörg ár. Sigurður var um tíma stundakennari í söng í Barnaskóla Húsavíkur á árunum 1940 til 1960 og var húsvörður í Barnaskóla Húsavíkur á árunum 1961 til 1985. Hann var einnig ökukennari á Húsavík með öðrum störfum. Sigurður hafði alla tíð mikið yndi af söng og það var mik- ið sungið á bernskuheimili hans í Heiðarbót. Söng hann ásamt bræðrum sínum og föður í Karla- kór Reykhverfinga um árabil með- an fjölskyldan bjó enn í Heiðarbót. Einnig sungu þeir feðgar saman í kvartett sem kom víða við á söng- skemmtunum. Ungur að árum tók hann til við að semja lög og útsetja og samdi hann fjölmörg lög um æfina. Eftir að hann fluttist til Húsavíkur söng hann í Kirkjukór Húsavíkur og Karlakórnum Þrym. Hann tók við kórstjórn í Þrym 1951 og stjórnaði honum allt fram til 1969. Síðar stjórnaði hann kór eldri borgara á Húsavík. Sigurður verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Breiðumýri í Reykja- dal 12. júní 1929, d. 9. júní 1999. Foreldrar Guðnýjar voru Jósep Kristjánsson, f. á Litlulaugum 29. maí 1887, d. 14. febrúar 1981 og kona hans Gerður Sigtryggs- dóttir, f. á Hallbjarn- arstöðum 11. júlí 1896, d. 4. júlí 1978. Synir Sigurðar og Guðnýjar eru: 1) Jós- ep, f. 9. nóvember 1963, kvæntur Guð- rúnu Árnýju Guð- mundsdóttur, f. 17. september 1966, börn þeirra eru Aron Bjarki, Elín og Gunnar Ingi. 2) Sigurjón, f. 27. nóvember 1964, kvæntur El- ínu Hildi Jónsdóttur, f. 22. desem- ber 1961, börn þeirra eru Sigurð- ur og Nanna. 3) Örn, f. 11 nóvember 1966, sambýliskona Sól- veig Guðmundsdóttir, f. 26. apríl 1970, börn þeirra eru Signý og Bergþór. Nú er langri lífsleið lokið. Sigurð- ur tengdapabbi er farinn til æðri heima. Hann vissi það þegar hann fór að hann myndi fara yfir á annað tilverustig og óttaðist ekkert. Hann var tilbúinn þegar kallið kom. Hann var sáttur við lífshlaup sitt og hafði lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Hann vissi að Gunsa biði eftir honum hinum megin og hann hlakkaði til endurfundanna. Ég kynntist Sigurði fyrir tæpum 16 árum. Ég man sérstaklega eftir því þegar ég sá hann fyrst þegar þau hjónin komu suður til Reykjavíkur að skoða litla sonarsoninn. Siggi, þessi ljúfi, rólegi og hógværi maður, og Gunsa, hin glaðlega og fjöruga kona, sem hreif alla með sér í áhuga á lífinu og fólkinu í kringum sig. Í þessum hjónum voru miklar and- stæður, þau virtust svo ólík, en samt svo samrýnd. Á milli þeirra ríkti greinilega mikil virðing og væntum- þykja. Seinna þegar litla fjölskyldan mín ákvað að dvelja sumarlangt á Húsavík komst ég betur að því hversu heppin ég var að tengjast þessu öndvegisfólki. Þau tóku mér opnum örmum og ég upplifði mig strax sem eina af fjölskyldunni. Ég held að ástæðan fyrir því hversu vel mér leið á Húsavík hafi verið að ég tengdi alltaf Húsavík við þessi ynd- islegu hjón. Þau áttu líka stóran þátt í því að við fluttum til Húsavíkur nokkrum árum seinna, með börnin okkar sem voru þá orðin þrjú. Á Húsavík kynntist ég tengdafor- eldrum mínum betur og á þeim bæ var mikla reynslu og visku að finna. Gunsa umvafði okkur með hlýju og ástúð og passaði upp á að aldrei skorti mat. Við Siggi áttum margar góðar stundir þar sem spjallað var um lífið og tilveruna. Af þeim lærði ég margt. Siggi hafði mikinn áhuga á um- hverfinu og fólkinu. Honum var um- hugað um mannfólkið og sárnaði hversu illa margt fólk færi með tæki- færi sitt í lífinu. Honum sárnaði þeg- ar hann frétti af mannvonsku, stríði og ofbeldi. Hann var trúaður maður og trúði því að með því að breyta rétt myndum við hafa áhrif á fólkið og líf- ið í kringum okkur. Hann hafði mik- inn áhuga á andlegum málum og trúði því alltaf að við ættum í vænd- um líf eftir dauðann. Það var gaman að spjalla við Sigga um þessi málefni. Siggi var maður hófseminnar. Hann lifði eftir sinni sannfæringu. Hann var stakur bindindismaður og talaði mikið gegn áfengisdrykkju og tóbaksneyslu. Hann lagði áherslu á að maður ætti að rækta vel líkama og sál. Hófsemi og skynsemi í fæðuvali og góð hreyfing fannst honum mikil- vægt ásamt góðum samræðum um lífið og tilveruna. Siggi var stoltur af sonum sínum og lagði mikla rækt í uppeldi þeirra. Honum var umhugað um að þeir yrðu að góðum mönnum. Síðustu ár- in nefndi hann það oft hversu ánægð- ur hann væri með þá og hversu sátt- ur hann væri við hvað hafði orðið úr þeim. Hann hafði líka mikinn áhuga á barnabörnunum sínum sjö. Hann sinnti þeim vel, talaði við þau og lék við þau. Hann gaf sér alltaf tíma til að skoða með þeim umhverfið og spjalla. Siggi var líka ákaflega fjör- ugur og léttur á sér og hafði gaman af því að hlæja. Hann hafði sérstak- lega gaman af því að vera í fótbolta og fram á níræðisaldur tók hann þátt í boltaleikjum með barnabörnunum, skellihlæjandi. Siggi hafði líka mik- inn áhuga á að synir hans veittu börnum sínum gott uppeldi og gaf oft góð ráð. Tónlistin átti hug og hjarta Sigga frá unga aldri. Hann lagði líka mikla áherslu á að styðja syni sína í tónlist- arnámi og vildi að þeir ræktu tónlist- arhæfileikana sem greinilegt er að þeir hafa allir erft frá pabba sínum. Hann kenndi þeim raddaðan söng um leið og þeir höfðu aldur til. Gunsa sagði okkur frá því hversu gaman hefði verið á ferðalögum þegar þeir feðgar sungu allir saman í bílnum. Við eigum líka góðar minningar um stundir þar sem þeir feðgar sungu saman. Helst voru þá sungin lög eftir Sigga. Eitt uppáhaldslag Gunsu var lagið Vögguljóð eða Bí, bí og blaka eftir Sigga, og það hefur orðið að uppáhaldslagi okkar fjölskyldunnar líka. Á síðustu dögum Sigga spiluð- um við mikið tónlist, þá sérstaklega lögin hans sungin af Karlakórnum Hreimi. En í undirbúningi er að gefa út geisladisk með lögum Sigga og búið er að taka upp hluta laganna. Veitti það honum mikla gleði að hlusta á þennan góða söng. Hann virtist allur vakna upp og ljómaði eins og sól í heiði. Lögin hans veittu honum líka mikla ró og vellíðan og söng hann stundum með. Siggi var líka mjög ánægður með að barnabörnin hans stunduðu tón- listarnám og stundum spiluðu þau fyrir afa sem var hæstánægður, klappaði og hló. Honum fannst mikil- vægt að þau ræktuðu tónlistarhæfi- leika sína og vildi gjarnan að þau stunduðu líka söng. Siggi sagði að það væri svo hollt og gott að syngja. Ég er þakklát fyrir hafa fengið tækifæri til að kynnast þessum vel gerða manni og fá að njóta visku hans. Ég er líka þakklát fyrir að hafa kynnst þessum yndislegu hjónum. Ég veit að nú er Siggi kominn til Gunsu sinnar og syngur nú þar af lífsins lyst. Ég veit líka að þau munu örugglega fylgjast með okkur áfram frá nýjum stað. Minningin lifir í hjarta okkar. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aft- ur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran/Gunnar Dal.) Guðrún Árný Guðmundsdóttir. Hetjan mín. Af hverju þú? Af hverju þarft þú að fara? Vill Guð fá þig til sín? Þú hefur átt langa ævi, þú hefur gengið í gegnum margt. Þú hefur misst marga, þú hefur glatt marga, þú hefur hjálpað mörgum. Þú varst alltaf svo sterkur, glaðlyndur og kát- ur, góður og skemmtilegur. Og þú munt alltaf verða hetjan mín. Ég veit þú vilt fara, hitta gamla vini. Hitta ömmu Gunsu, og mömmu þína, pabba þinn og svo marga fleiri, sem hafa farið á meðan þú lifðir þinni löngu, erfiðu og góðu lífsgöngu þinni. Þú ert, og verður alltaf hetjan mín. En mundu, ekki hafa allar hetjur grímur. Tileinkað Sigga afa. Elín Jósepsdóttir. Lítil þökk Góði félagi og vinur. Ég þakka þér fyrir tónana þína og sönginn. Menn eins og þú deyja ekki, þeir lifa áfram í söngvum sínum. Ég þakka þér líka fyrir góð kynni og hlýju sem alltaf stafaði frá þér í garð allra, líka í tón- verkunum. Þú átt heima þar sem þú ert nú, meðal himneskra tóna hæstu hæða. Þeim sem eftir lifa sendi ég samúðarkveðjur. Guðmundur Sæmundsson. SIGURÐUR SIGURJÓNSSON Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Kær vinkona mín, Steinunn Norðfjörð, er látin. Mig langar að minnast hennar með nokkrum orðum. Eina sem við vitum er að öll mun- um við deyja, en að hennar tími væri kominn er erfitt að sætta sig við. Hún hafði þá barist við veikindi síðustu árin, en það var eins og hún væri bjartsýnni en oft áður og liði betur. Ég kynntist Steinunni fyrir u.þ.b. 45 árum. Við vorum ungar og lífið blasti við. Síðar þegar við vorum með börnin ung, sátum við saman, saumuðum út og spjölluð- um um heima og geima. Steinunn hafði mikinn áhuga fyrir mönnum og málefnum og skorti okkur aldr- ei umræðuefni. Hún hafði ákveðnar skoðanir og var oft mjög hnyttin í svörum, gerði góðlátlegt grín að sjálfri sér og öðrum. Steinunn var mjög skemmtileg kona og átti það til að hringja í mig óvænt til að segja mér góðan brandara, án þess að tilefnið væri annað. Steinunn eignaðist tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum Guðmundi Þ. Jónssyni og bar hún STEINUNN MAR- GRÉT NORÐFJÖRÐ ✝ Steinunn Mar-grét Norðfjörð fæddist í Reykjavík 20. október 1943. Hún lést á heimili sínu á Ljósvallagötu 20 í Reykjavík 12. maí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kapellu 23. maí. hag þeirra ávallt fyrir brjósti. Ekkert var of gott fyrir þau. Síðar komu barnabörnin. Fjórar yndislegar stúlkur sem voru augasteinar hennar. Þær hafa misst mikið. Steinunn hugsaði mikið um andleg mál- efni. Hún var lengi í Sálarrannsóknafélag- inu og var sannfærð um líf eftir dauðann. Steinunn var ein- staklega ljúf og gjaf- mild kona sem vildi frekar gefa en þiggja. Ég mun sárt sakna að heyra ekki rödd hennar framar. Eina huggunin er þó sú að henni líður örugglega vel núna með foreldrum sínum og vin- um. Gengin er glæsileg og góð kona sem tekið var eftir hvar sem hún fór. Minningu um góða vinkonu mun ég varðveita í hjarta mínu. Hvíl í friði, elsku Steinunn mín. Börnun hennar, barnabörnum og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Hrafnhildur. Okkur langar að minnast Sigurjóns með þessum orðum. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd SIGURJÓN G. SIGURJÓNSSON ✝ Sigurjón G. Sig-urjónsson fædd- ist í Reykjavík 12. september 1943. Hann lést á heimili sínu, Birkigrund 71, 20. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Digraneskirkju 31. maí. síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýr- mætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. (Terri Fernandez.) Góðmennska og ör- læti kemur upp í hug- ann þegar hugsað er til Sigurjóns og Önnu. Ég var svo heppin að fá vinnu hjá þeim fyrir tæpum 14 árum síðan. Jafn miklu þakk- læti og hugulsemi hafði ég ekki kynnst. Sigurjón gaf sér alltaf tíma til að spjalla, athuga hvernig gengi, hvort allt væri í lagi og kvaddi með þessum orðum: Þakka þér kærlega fyrir. Lét mann vita ef honum mislíkaði eitthvað, á sinn einstaka hátt, nærgætinn en ákveðinn. Ég bar mikla virðingu fyrir Sigurjóni og verð honum og fjöl- skyldu hans ævinlega þakklát fyr- ir kynnin. Elsku Anna, Freyja, Þórir og synir. Ásgeir, Silja og börn. Drífa, Óli og börn. Við sendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Gunnþórunn, Árni og börn. Elsku hjartans afi/ langafi. Þó að þú hafir nú yfirgefið þennan heim getur enginn tekið frá okkur minn- ingarnar um góðar stundir í návist þinni. Þessar minn- ingar munum við geyma í hjarta okkar og ylja okkur við. Fyrir þér voru allir jafnir, hvort sem um var GUÐNI JÓHANNES ÁSGEIRSSON ✝ Guðni JóhannesÁsgeirsson fædd- ist í Hnífsdal 1. mars 1930. Hann lést á Sjúkrahúsi Akraness miðvikudaginn 18. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Akraneskirkju 25. maí. að ræða börn eða full- orðna. Við mæðgur upplifð- um báðar einlægan kærleika og hlýju frá þér. Á mínum yngri árum sat ég oft í fangi þínu og söng fyrir þig að þinni ósk. Það sama átti við um dóttur mína. Þú fékkst gjarn- an að velja þér óskalög og söng ég oftast fyrir þig Maístjörnuna en Elva Rós kunni sálm- inn Í bljúgri bæn utan að og flutti gjarnan fyrir þig. Þann sálm munum við láta fylgja hér með enda hugsum við ávallt til þín þegar við raulum hann saman. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín. Guð, leiddu mig og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson.) Elsku afi, það er okkar von að þér líði vel á nýja staðnum. Við sjáumst síðar og getum við þá verið vissar um að fá hlýtt faðmlag og koss á kinnina frá þér. Elsku amma, börn og aðrir ætt- ingjar. Megi góður Guð styrkja ykkur á þessum erfiðu tímum. Þínar afastelpur, Guðlaug Jóna og Elva Rós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.