Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 54

Morgunblaðið - 11.06.2005, Side 54
54 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn hefur háleitar hugmyndir um endurbætur á heimilinu. Hann vill bæði lagfæra það sem er bilað og standsetja. Naut (20. apríl - 20. maí)  Næstu vikur verður nautið önnum kafið í stuttum ferðum, verslun og viðskiptum og á spjalli við náungann. Takturinn í daglega lífinu verður hraður. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Á næstu vikum verður tvíburinn sífellt at- kvæðameiri í félagsstarfi, ekki síst hópum sem tengjast íþróttum. Hann spáir líka mikið í peningamálin. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Merkúr (hugsun) fer í krabbamerkið í dag og verður þar næstu tvær vikur. Hann finnur til mikillar þarfar fyrir að tjá sig fyrir vikið, og liggur nokkuð á hjarta. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið finnur sig æ knúnara til þess að fara aðra af tveimur leiðum á næstunni. Annað hvort vill það ferðast og skoða heiminn eða helga sig útgáfu og fjöl- miðlun. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan blandar oftar geði en endranær við vini eða í félagasamtökum á næstu vikum. Tilfinningar hennar eru sterkari en venjulega núna. Hún vill vita hvað öðr- um finnst um ótilgreint efni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin er friðarsinni í eðli sínu og vill hafa jafnvægi í umhverfi sínu. Mars (fram- kvæmdaorka) verður beint á móti vog- armerkinu í dag og eykur líkur á rifr- ildum við maka. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn iðar í skinninu eftir að verða skipulagðari og mun þar af leiðandi leggja meira á sig á næstunni við að koma öllu í röð og reglu. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn daðrar og lyftir sér upp sem aldrei fyrr á næstunni. Hann langar mest til þess að skemmta sér og slakar á með því að vera hann sjálfur, án allrar til- gerðar eða afsökunar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Óreiða og erill fer vaxandi heima fyrir á næstunni hjá mörgum steingeitum. Ástæðan er hugsanlega endurbætur, flutningar eða gestagangur. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er einstaklega sannfærandi á vinnusviðinu núna. Hann trúir á það sem hann er að gera og vill að aðrir skilji hvað hann á við. Sannfæringarkraftur hans er með mesta móti. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn er til í að eyða meiri peningum í skemmtanir á næstunni en oft áður. Jibbí! Kannski eyðir hann fjármunum sínum í tómstundir eða eitthvað handa börnunum. Stjörnuspá Frances Drake Tvíburar Afmælisbarn dagsins: Hugrekki þitt og iðjusemi gera að verkum að þú hikar ekki við áreynslu og ferð oft næstum því yfir strikið. Þú ert dygg að eðl- isfari og nokkurs konar eilífðarstúdent sak- ir forvitni þinnar og áhuga á heiminum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Dagana 22.–26. júní verður alþjóðleg leik-listarhátíð Bandalags íslenskra leik-félaga haldin í annað sinn. Hátíðin erhluti af listasumri á Akureyri og taka leikhópar víðs vegar af landinu þátt í henni. Verða alls sýndar ellefu sýningar dagana sem hún stend- ur yfir, þar af tvær erlendar. Lárus Vilhjálmsson er formaður framkvæmdanefndar hátíðarinnar. Hvers konar sýningar verða á hátíðinni? „Þetta eru mjög fjölbreyttar sýningar. Níu af þeim eru íslenskar og eru allt sýningar sem hafa verið frumsýndar af áhugaleikfélögum í vetur og voru valdar sérstaklega á hátíðina. Þetta eru verk af öllum toga, bæði íslensk og erlend, og eru allt frá því að vera gamanleikir upp í hádramatísk verk. Síðan fáum við tvo erlenda leikhópa í heim- sókn. Cirkity Gravikus kemur frá Gautaborg, en þau hafa sérhæft sig í leikhúsi þar sem blandast saman sirkus, látbragð og trúðleikur. Þetta er al- þjóðlegur hópur sem hefur starfað í sex ár og ferðast um allan heim. Síðan fáum við leikhóp frá bænum Jonava í Litháen. Þau sýna verk sem heit- ir „Bobos“, eða konur, og er byggt á þjóðsögum og ævintýrum. Það er mikill fengur að fá þau hingað enda er þetta þekkt leikfélag í Litháen og er á mjög háu plani eins og mörg áhugaleikfélög frá Eystrasaltsríkjunum.“ Verður fleira í boði á hátíðinni en sýningarhald? „Já, það verður stanslaus dagskrá alla daga há- tíðarinnar frá morgni og fram á nótt. Við verðum með leiksmiðjur sem eru öllum opnar og hægt er að skrá sig í á upplýsingamiðstöð hátíðarinnar í Húsinu. Til dæmis verður kennsla í svokölluðu stompi, sem er eins konar dans og tónlistarflutn- ingur í bland, og einnig leiksmiðja í slagsmálum á sviði. Svo verður Bernd Ogrodnik með fyrirlestur og sýnikennslu í leikbrúðugerð sem við teljum virkilega spennandi. Á hverjum degi verða síðan opnir fundir þar sem gagnrýn- endur ræða við aðstandendur og aðra áhugasama um sýningarnar og á kvöldin verðum við með há- tíðarklúbb í Græna hattinum og í Deiglunni. Þangað eru allir velkomnir og verða þar ýmsar uppákomur og skemmtiatriði. Hátíðin opnar með útileikhúsi um alla Akureyri og lýkur með verð- launaafhendingu fyrir bestu sýninguna og annað sem þykir verðlaunavert.“ Hvað búist þið við mörgum þátttakendum og gestum? „Starfsmenn hátíðarinnar og þátttakendur eru um 180 manns og svo vonumst við til að sjá sem flesta gesti. Óskandi er að Norðlendingar taki þessu vel og eins þeir sem verða á ferðinni á svæð- inu á þessum tíma.“ Leiklist | Alþjóðleg leiklistarhátíð áhugamanna á Akureyri 22.–26. júní Sýningar og leiksmiðja fyrir alla  Lárus Vilhjálmsson er fæddur 1961. Hann lauk háskólaprófi í ensku og stjórn- málafræði og er fram- kvæmdastjóri Ný- listasafnsins. Lárus hefur starfað hjá Leikfélagi Hafn- arfjarðar í 23 ár sem leikari, höfundur og leikstjóri. Hann er einn- ig varaformaður Bandalags íslenskra leik- félaga og formaður framkvæmdanefndar leik- listarhátíðar félagsins. Lárus býr á Álftanesi og er kvæntur, þriggja barna faðir. Tónlist Hóladómkirkja | Einsöngstónleikar sunnu- dag kl. 14. Marta Halldórsdóttir sópran syngur við undirleik Arnar Magnússonar. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Jagúar blása til útgáfuveislu kl. 15. Svarthvíta hetjan veitingahús | Hljóm- sveitin VAX spilar í kvöld. Ingólfstorg | Lúðrasveitin Svanur verður með sumartónleika klukkan 17:00 og verð- ur leikið í hálftíma. Kaffi Hljómalind | Hljómsveitin Misery Loves Company heldur tónleika kl. 21. Myndlist 101 gallery | Ólafur Elíasson til 1. júlí. Café Karólína | Hugleikur Dagsson. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og akrýlverk. Gallerí i8 | Lawrence Weiner til 6. júlí. Gallerí Sævars Karls | Kristín Blöndal. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17 og um helgar frá kl. 13–17. Grafíksafn Íslands | Samsýning þýskra listamanna. Síðasta sýningarhelgi. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Bene- diktsson Fiskisagan flýgur. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21. ágúst. Hallgrímskirkja | Guðbjörg Lind Jónsdóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór. Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í turni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auður Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design frá Noregi. Til 4. sept. Kaupfélag listamanna | KFL – group er með hressandi myndlist í Gamla Kaupfélag- inu í Hafnarfirði að Strandgötu 28, 2. hæð. Opið alla daga frá 14–18. Aðgangur er ókeypis. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júní. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14–17. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson. Listasafn Reykjanesbæjar | 365 skúlptúr- ar eftir Martin Smida. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischert til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Opið kl. 14-17. Norræna húsið | Norski málarinn Örnulf Opdahl. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Saltfisksetur Íslands | Kristinn Benedikts- son ljósmyndari með ljósmyndasýningu. Slunkaríki | Elín Hansdóttir, Hreinn Frið- finnsson til 26. júní. Skaftfell | Anna Líndal til 26. júní. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða frægð | Ólöf Nordal og Kelly Parr. Coming Soon. Suðsuðsvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi Pétursson. Sjá: www.or.is. Við fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Vinnustofa Aðalheiðar Valgeirsdóttur | Málverkasýning Grettisgötu 3, opið fim.– sun. kl. 14–18 til 12. júní. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins frá 16., 17. og 18. öld. Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Dans Kramhúsið | Helgina 10.–12. júní verður helgarnámskeið í hinum sívinsæla argent- ínska tangódansi í Kramhúsinu við Berg- staðastræti. Gestakennarar frá Buenos Air- es, Cecilia Pugin og Mariano Galeano. Í helgarlok verður Milonga-kvöld á Iðnó. Tangósveit lýðveldisins leikur fyrir dansi og Cecilia og Mariano sýna dans. Söfn Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljósmyndum úr fórum Kópavogsbúa af börnum í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópavogsbæjar. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið alla daga í sumar frá kl. 9–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru: Handritin, Fyr- irheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Á veitingastofunni Matur og menn- ing er gott að slaka á og njóta veitinganna og útsýnisins yfir Arnarhólinn og höfnina. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlönd- unum. Sýningin fer um öll Norðurlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst. Skemmtanir Ari í Ögri | Geiri Sæm og Tryggvi Hubner í kvöld. Borgfirðingahátíð | Brákarball, útidans- leikur fyrir alla fjölskylduna í Brákarey á laugardagskvöld. Á móti sól leikur fyrir dansi undir berum himni frá kl. 21–1. Cafe Catalina | Garðar Garðars spilar á Catalinu í kvöld. Café Victor | DJ Jón Gestur a.k.a Nonni 900 spilar í kvöld. Celtic Cross | Spilafíklarnir - á efri hæðinni leikur hljómsveitin 2 á milli strengja. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveitin Sixties með hörku dansleik. Kringlukráin | Geirmundur Valtýsson og hljómsveit skemmta gestum í kvöld. Minjasafnið á Akureyri | Söngferðalag í tali og tónum um íslenska tónlistarsögu frá miðöldum til okkar daga í viðeigandi um- gjörð Minjasafnskirkjunnar á Akureyri. Efn- isskráin er afar fjölbreytt og spannar allt frá dróttkvæðum miðalda til söngva og þjóð- laga frá 19. og 20. öld. Söngvakan hefst kl. 20.30. VÉLSMIÐJAN Akureyri | Kiddi Grétar og Sigga Beinteins í kvöld. Húsið opnað kl. 22. Mannfagnaður Borgfirðingahátíð | Borgfirðingahátíð verður haldin 10.–12. júní, og er það í sjötta sinn sem Borgfirðingar bregða á leik með fjölbreyttri fjölskyldudagskrá. Hátíð- arhöldin standa fram á sunnudagskvöld. Meðal viðburða má nefna miðnætursund í Hreppslaug á föstudagskvöld, útihátíð við Hyrnutorg á laugardag, frían morgunverð í Skallagrímsgarði á sunnudagsmorgun og leiki og létt grín á nýjum ferðaþjónustustað í Fossatúni. Fundir OA-samtökin | OA-karladeild alla þriðju- daga klukkan 21–22, að Tjarnargötu 20, Gula húsinu, 101 Reykjavík. Meginmarkmið okkar er að halda okkur frá hömlulausu ofáti og bera boðskap samtakanna til þeirra sem enn þjást af matarfíkn. Námskeið www.ljosmyndari.is | 3ja daga námskeið (12 klst.) fyrir stafrænar myndavélar. 13.–16. júní kl. 18–22. Verð kr. 14.900. Myndavélin * Myndatakan * Ljósmyndastúdíó * Tölvan * Photoshop. Fyrir byrjendur og lengra komna. Skráning á www.ljosmyndari.is eða síma 898 3911. Útivist Alviðra fræðslusetur | Útivist og fræðsla þegar Guðmundur Halldórsson skordýra- fræðingur skoðar smádýralífið með gestum í Alviðru kl. 14–16. Fyrir alla aldurshópa. Þátttökugjald er 800 kr. fyrir fullorðna 300 fyrir börn 6–15 ára, kakó og kleinur innifalið. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 fiskur, 8 spræna, 9 kompa, 10 ferskur, 11 bygginga, 13 ákveð, 15 fars, 18 ljúka við, 21 eldiviður, 22 drembna, 23 mannsnafn, 24 afbrota- manns. Lóðrétt | 2 ísstykki, 3 hindra, 4 auðugra, 5 orðum aukinn, 6 grip, 7 raggeit, 12 nálægari, 14 illmenni, 15 vöndur, 16 skeldýr, 17 valda tjóni, 18 rispa, 19 elskan, 20 for- ar. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 bófar, 4 sópur, 7 letur, 8 rokið, 9 táp, 11 næði, 13 fráa, 14 lyfta, 15 stál, 17 ráma, 20 ern, 22 klæki, 23 ókind, 24 seiðs, 25 tónar. Lóðrétt | 1 bólin, 2 fátíð, 3 rýrt, 4 sorp, 5 pokar, 6 riðla, 10 álfar, 12 ill, 13 far, 15 síkis, 16 áræði, 18 ásinn, 19 andar, 20 eims, 21 nótt.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ÞORVALDUR Óttar Guðlaugsson sýnir íslensk fjöll í Listmunahorn- inu í Krambúð Árbæjarsafns. Sýn- ingin opnar í dag kl. 14 og stendur til 23. júní. Safnið er opið daglega frá kl. 10 til 17. Á sýningunni, sem ber nafnið „Tvær Esjur og einn Þorbjörn“, er að finna þrívíðar lág- myndir unnar úr postulíni. Við- fangsefnin eru íslensk staðarfjöll sem hann mótar undir berum himni frá ýmsum sjónarhornum. Íslensk fjöll úr postulíni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.