Morgunblaðið - 13.06.2005, Page 4

Morgunblaðið - 13.06.2005, Page 4
4 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ENSKA liggur best fyrir grunn- skólanemum, en stærðfræði og sam- félagsfræði valda þeim hins vegar mestum vandræðum, miðað við nið- urstöður úr samræmdum prófum í 10. bekk, sem birtar voru á dögun- um. Meðaleinkunn á samræmdu prófi í ensku er hæst alls staðar á landinu, fer í fjórum kjördæmum yf- ir 7,0 og er 7,2 í það heila. Lægst er meðaleinkunnin í samfélagsfræði, 5,9 en lægsta meðaleinkunnin í ein- stökum kjördæmum var í stærð- fræði í Suðurkjördæmi, eða 5,3. Námsmatsstofnun birtir einkunn- ir úr prófunum og eru þær flokkaðar eftir kjördæmum og kemur höfuð- borgarsvæðið best út. Í Reykjavík suður, Reykjavík norður og Suðvesturkjördæmi eru hæstu meðaleinkunnir í öllum grein- um og Reykjavík suður kemur best út í fjórum af sex prófum. Suðurkjördæmi kemur hins vegar í öllum tilvikum verst út úr sam- ræmdu prófunum, eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. 27% nemenda tók öll sex prófin Allir grunnskólanemar þreyta próf í íslensku, stærðfræði og ensku en valfrjálst er að taka próf í dönsku, náttúrufræði og samfélagsfræði. Í ár tóku 27% nemenda öll sex prófin og er það mun lægra hlutfall en árið áð- ur þegar 38,1% nemenda þreytti próf. Þennan mun má að miklu leyti skýra með kennaraverkfallinu í fyrrahaust, að sögn Sigurgríms Skúlasonar, sviðsstjóra hjá Náms- matsstofnun. Sigurgrímur segir erfitt að bera niðurstöður prófanna í ár saman við eldri próf, þar sem ekki sé sama próf lagt fyrir. Hins vegar geti nemendur fengið nokkra vísbendinga um hvar þeir standi í samanburði við aðra með því að skoða einkunnadreifingu. Yfir 4.300 nemendur þreyttu sam- ræmt próf í íslensku í ár en örlítið færri tóku próf í stærðfræði, eða 4.272 og ensku en í henni tóku 4.209 nemendur próf. Færri tóku próf í hinum fögunum. Um 3.500 þreyttu próf í dönsku, 2.637 í samfélagsfræði og 2.264 í náttúrufræði, en það er um 51% nemenda, sem er mun lægra hlutfall en í fyrra, þegar 65% tóku próf í náttúrufræði og um 70% árið 2003. Yngri próftökum fjölgar Alls tók 301 yngri nemandi sam- ræmd próf, eitt eða fleiri, og voru þeir allir í 9. bekk nema tveir. Fjöldi yngri nemanda sem tekur sam- ræmdu prófin hefur aukist milli ára, en í fyrra tók 181 nemendur úr yngri bekkjardeildum prófin. Niðurstöður úr samræmdum prófum 10. bekkjar Nemendur á höfuðborg- arsvæðinu koma best út            ! "#  ! "$%  #!   &  $% !   &  $%    &  #  &                    '(' )            '(    *(        '(+           '(           (,                                  !   Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is HALLDÓR Björgvin Ívarsson, kennari við Varmárskóla í Mos- fellsbæ, hefur sent Námsmats- stofnun greinargerð þar sem gerð- ar eru athugasemdir við samræmt próf í samfélagsfræði. Athugasemdir Halldórs varðandi spurningar á prófinu eru í fimm lið- um; að þær hafi ekki verið sam- kvæmt efnisatriðum inntakstöflu, ekki í samræmi við grunn- kennslubækur, að nokkrar spurn- ingar hafi verið rangar og aðrar haft tvo rétta svarmöguleika og loks var vægi spurninga úr áherslu- flokki 1 og 2 ekki í samræmi við inntakstöflu, en í henni koma fram leiðbeiningar frá Námsmatsstofnun um þau atriði sem spurt verður um á prófinu. Ekki í samræmi við grunnkennslubækur Taflan er byggð á aðalnámskrá, að sögn Halldórs. Í bréfi sínu gerir Halldór athugasemdir við 20 af 72 prófspurningum og má sem dæmi nefna spurningu 65 þar sem gert er ráð fyrir því að alþingiskosningar séu dæmi um beint lýðræði, sem er rangt. Ýmsar spurningar eru ekki í samræmi við grunnkennslubækur, að mati Halldórs, og nefnir hann fjórar prófspurningar sem dæmi. Í einni þeirra, spurningu 39, er spurt um vélbátaútgerð og togaravæð- ingu og segir Halldór að þótt fjallað sé um þetta efni í grunnlesefni, sé það ekki með þeim hætti að nem- endur geti sagt til um hvort íbúa- fjöldi í Vestmannaeyjum hafi fjór- faldast á árunum 1900–1920 vegna vélbátaútgerðar eða togaravæð- ingar, eins og krafist er á prófinu. Þá segir Halldór að í inntakstöflu komi fram að um 70% af prófinu eigi að vera úr áhersluflokki 1 en um 30% úr áhersluflokk 2. Hins vegar hafi þessum áherslum ekki verið fylgt og um 90% þeirra spurninga sem hægt var að finna samastað í inntakstöflu verið úr áhersluflokki 2 en 10% úr flokki 1. Segir Halldór ósamræmi við settar leikreglur „einstaklega slæmt fyrir þá nemendur sem af samviskusemi hafa undirbúið sig í samræmi við þær“, í bréfi sínu. Ennþá hægt að breyta einkunnagjöfinni Þar óskar hann eftir skjótum og rökstuddum svörum en segist hins vegar enn ekki hafa fengið svör þegar liðnar eru þrjár vikur frá því bréfið var sent og einkunnum þeg- ar verið skilað. Halldór Björgvin segir að lokum að enn sé þó hægt að gera breyt- ingar á einkunnum áður en fresti til að sækja um í menntaskóla lýkur, en ýmislegt bendi til þess að prófið hafi verið of þungt og einkunnir nemenda ekki í samræmi við þekk- ingu. Kennari hefur gert athugasemdir við samræmda prófið í samfélagsfræði Gagnrýnir 20 af 72 spurningum SÓLIN lék við gesti á tjaldsvæð- inu á Flúðum um helgina. Þar, líkt og víðar sunnanlands, var margt fólk á tjaldsvæðum og naut veðurblíðunnar. Hitinn fór yfir 20 stig á laugardag og bærð- ist varla hár á höfði í skjóli birki- trjánna. Að sögn Árna Hjaltasonar hjá Ferðamiðstöðinni á Flúðum hefur verið óvenju góð aðsókn að tjald- svæðinu þar það sem af er sumri. Taldi hann betri viðlegubúnað fólks eiga sinn þátt í aukinni að- sókn. Fjölgun fellihýsa og hjól- hýsa væri áberandi, einkum hjól- hýsa upp á síðkastið. Þá er komið rafmagn á tjaldsvæðið sem not- endur felli- og hjólhýsa kunna vel að meta. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sumarblíða sunnan- landsParís síðustu sætin í júní frá kr. 12.990 a. l. Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is Terra Nova býður frábært tækifæri í beinu flugi til Parísar í sumar, 16., 23., 27. og 30. júní. París er einstök borg, hvort sem þú vilt þræða listasöfnin, spranga um í Latínuhverfinu eða njóta lífsins lystisemda. Notaðu tækifærið og bjóddu elskunni þinni til Parísar á einstökum kjörum. kr. 12.990 Flugsæti aðra leið með sköttum. Netverð á mann. - SPENNANDI VALKOSTUR ICELANDAIR hafnar í fimmta sæti á lista yfir þau flugfélög sem týna hvað sjaldnast farangri farþega sinna, en farangur á vegum Ice- landair tapast í 8,4 skipti fyrir hverja 1.000 farþega sem fljúga með félaginu, að því er fram kemur í frétt norska vefmiðilsins Nett- avisen. Með töpuðum farangri er átt við farangur sem ekki skilar sér við lendingu en í fréttinni kemur fram að slíkur farangur skili sér í 85% til- vika innan tveggja daga eftir að hann týndist. Í fréttinni er enn fremur vísað til þess sem fram kemur hjá Svenska Dagbladet, að farþegar tapi farangri að meðaltali einu sinni í 66 ferðum. Á listanum yfir flugfélögin kemur fram að mestar líkur eru á að far- angur skili sér ef ferðast er með Air Malta, en farangur tapast í 2,9 skipti fyrir hverja 1.000 farþega. Þeir sem ferðast með hollenska flugfélaginu KLM eru hins vegar líklegastir til að glata farangri sínum, því þar tap- ast farangur í 22,3 skipti fyrir hverja 1.000 farþega. Forsvarsmenn fé- lagsins segja þennan mikla fjölda stafa af tæknilegum vandamálum á Schiphol-flugvelli og að verið sé að endurbæta kerfið á vellinum. Mjög sjaldgæft að farangur tapist alveg Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi FL Group, segir að farangur tapist endrum og sinnum eins og gefur að skilja. „Þetta er mjög mis- munandi eftir flugvöllum og það má segja að almenna reglan sé sú að því stærri sem flugvellirnir eru þeim mun algengara er þetta, út frá okk- ar sjónarhóli,“ segir Guðjón. Hann bendir hins vegar á að þetta sé ekki vaxandi vandamál. „Þetta gengur betur og betur og það eru mjög góð tölvukerfi sem halda utan um þetta núorðið,“ segir Guðjón og bætir við að það sé orðið mjög sjald- gæft í dag að farangur glatist alveg. Þrátt fyrir að farangur tapist yfir- leitt á flugvöllum eru það flugfélögin sem bera ábyrgð á farangrinum, ef hann tapast. Ýmislegt hefur áhrif á líkur þess að slíkt gerist og bendir Guðjón á að líkurnar séu t.d eðlilega meiri í tengiflugi en þegar flogið er beint. Aðspurður hvort Icelandair beiti einhverjum sérstökum aðgerðum til að gæta farangurs segir Guðjón að auk þess að hafa góð tölvukerfi fylg- ist starfsmenn Icelandair mjög vel með öllum tækninýjungum í þessum efnum. Farangur týnist sjaldan í flugi Icelandair "#  $ "  $  %   "  &  '(    &"& ") ( *"+  ,   -,# & )     !            "#$    ./ 0/ 1/ 2/ 3/ .4/ .5/ 00/ 01/ 03/ 6 78  ! % Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Finnst innan tveggja daga í 85% tilvika

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.