Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 7

Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 7 FRÉTTIR www.toyota.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S TO Y 28 19 1 05 /2 00 5 Nú fæst hinn feikivinsæli RAV4 í sérstakri útfærslu með sportlegu yfirbragði. Aukahlutapakki að verðmæti 160.000 kr. fylgir. Pakkinn inniheldur sílsahlíf, krómgrind á afturljós, sportgrill, krómstút á púst, sílsarör og dráttarbeisli. RAV4 SPORT sameinar því þægindi, kraft, öryggi, sportlegt útlit og hagstæð kjör, en hann fæst frá aðeins 2.720.000 kr. Komdu og prófaðu RAV4 SPORT í dag. Toyota, Nýbýlavegi 4-8, sími 570 5070 RAV4 SPORT. Fyrir allt sem í þér býr og meira til. Aukahlutapakki að verðmæti 160.000 kr. fylgir með. Verð frá 2.720.000 kr. Jafnt í borg sem til fjalla RAV4 SPORT Sportgrill Sílsarör Krómgrind á afturljós Sílsahlíf Krómstút á púst Dráttarbeisli sýndar á laugardaginn og 8 fis og drekar og nokkrar óflughæfar vélar mátti einnig sjá á jörðu niðri. Klúbb- urinn sjálfur á eina vél, Cessna 170 sem nýlega var keypt frá Bandaríkj- unum. Ottó sagði marga hafa heim- sótt Tungubakka á laugardaginn. Hjá Geirfugli var einnig margt um manninn þar sem starfsemin var kynnt. Félagið annast flugkennslu og var gestum boðið í kynningarflug á Cessnu 152 og Socata vélum fé- lagsins. Nýjasta vél Geirfugls er Pip- er Saratoga, sex sæta vél með 300 hestafla vél og segir Matthías Arn- grímsson, talsmaður Geirfugls, vél- ina vel útbúna og öfluga. Ljósmynd/Sigurbjörn Ragnarsson MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi tilkynning frá sjö kenn- urum við Landakotsskóla: „Við undirritaðir kennarar við Landakotsskóla teljum að ein af grundvallarforsendum fyrir fram- förum í skólastarfi sé jákvæð gagn- rýni sem byggist á faglegum, lög- legum og siðferðislegum vinnureglum. Við teljum einnig að neikvæð gagnrýni í formi baktals, rógburðar og níðs um samstarfsfólk og nem- endur sé ekki einungis siðlaus og löglaus heldur vísasta leiðin til að leggja allt heilbrigt skólastarf í rúst. Aðför fyrrverandi kennararáðs og skólanefndar að skólastjóra, aðstoð- arskólastjóra, kennurum og nem- endum var neikvæð gagnrýni í óhuggulegasta skilningi þess orðs. Hún var ófagleg, ólögleg, óskyn- samleg og ósiðleg. Við munum aldr- ei sætta okkur við starfsaðstæður þar sem slík vinnubrögð eru í heiðri höfð. Sú afstaða fyrrverandi skóla- nefndar að hlusta á rógburð kenn- araráðsins fyrrverandi, víkja fyrr- verandi aðstoðarskólastjóra úr starfi á grundvelli rógsins og án áminningar eða andmælaréttar, stinga rógbréfinu undir stól og neita að afhenda það þeim sem málið varða, þrátt fyrir eftirgang úrskurð- arnefndar upplýsingamála, sýnir svo siðlausa og ófaglega afstöðu og einbeittan brotavilja, að við slíkt verður aldrei unað. Prófsteinninn á sáttavilja núver- andi skólastjórnar hlýtur því að fel- ast í þeirri yfirbót, að draga fram rógbréfið og afhenda það þeim ein- staklingum og forráðamönnum sem málið varðar. Laufey Jónsdóttir, Jónas R. Sig- fússon, Þorgeir Frímann Óðinsson, Karen Ósk Úlfarsdóttir, Áslaug María Gunnarsdóttir, Marta Guð- jónsdóttir, Stephanie Scobie.“ Yfirlýsing sjö kennara Landakotsskóla Forsendur framfara skólastarfs eru jákvæð gagnrýni ALÞJÓÐLEG ráðstefna um áliðnaðinn hefst í Reykjavík í dag og lýkur á miðvikudag með heimsókn á virkjunarsvæðið við Kárahnjúka. Þátttakendur eru um 200, flestir þeirra stjórn- endur og yfirmenn allra helstu og stærstu álfyr- irtækja heims. Gærdagurinn fór í skoð- unarferðir þar sem heimsóttar voru virkjanir Landsvirkjunar á Suðurlandi og farið á Grund- artanga að skoða Norðurál og Járnblendiverk- smiðjuna. Síðan var farið frá Reykjavík í fjöl- menna hvalaskoðunarferð með Hafsúlunni í gærkvöldi, þaðan sem myndin er tekin. Um er að ræða árlega ráðstefnu sem fer nú fram í tíunda sinn en í fyrsta sinn hér á landi. Ráðgjafarfyrirtækið CRU hefur haldið ráðstefn- una, nú með stuðningi íslenskra fyrirtækja. Álfyrirtæki í hvalaskoðun Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.