Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 8
8 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þórólfur Þórlindsson,prófessor í fé-lagsvísindum við
Háskóla Íslands, varpaði
fram þeirri hugmynd á ný-
legu málþingi á Akureyri
hvort ekki væri orðin brýn
þörf fyrir stofnun sérstaks
fagfélags meðal háskóla-
fólks. Málþingið var haldið
á vegum félagsvísinda- og
lagadeildar Háskólans á
Akureyri og fjallaði um til-
urð akademísks samfélags.
Það er ekki að undra að
háskólamenn velti þessu
fyrir sér í þeirri öru þróun
sem á sér stað í íslensku háskóla-
samfélagi í dag. Um leið hefur
samkeppni háskólanna aukist,
bæði um nemendur og hæft starfs-
fólk, og meiru fé er varið í vísinda-
og rannsóknastörf.
Þórólfur segir við Morgunblaðið
að í ljósi þessarar þróunar sé ekki
hvað síst talin mikil þörf á að
starfsmenn háskólanna; kennarar
og rannsóknafólk, hafi sameigin-
legan vettvang til að fjalla um sín
faglegu málefni. Hugmyndin sé
ekki sú að stofna nýtt stéttarfélag
til að karpa um kaup og kjör, önn-
ur hagsmunafélög séu til að sinna
þeim verkefnum. Nýtt fagfélag
geti vel dafnað við hlið starfandi
stéttar- og hagsmunafélaga.
Þórólfi finnst vera orðið tíma-
bært að stofna öflugan vettvang til
að ræða ýmis stefnumál sem tengj-
ast háskólum, rannsóknum og
fræðimennsku.
Sé horft til annarra landa og til
baka í tíma þá segir Þórólfur að
samtök háskólakennara af þessu
tagi hafi verið öflug á fyrri tímum.
Síðan hafi dregið úr krafti þeirra
og þátttaka orðið lítil, eða þar til að
á allra síðustu missum sé svona fé-
lag í Bandaríkjunum að lifna við.
„Mikið er að gerast á þessum
vettvangi í dag, bæði hér á Íslandi
og annars staðar. Verið er að móta
stefnu til framtíðar um vísindi og
nýsköpun. Þjóðfélagsbreytingar
hafa átt sér stað en mér finnst há-
skólafólk ekki hafa látið nægilega
mikið til sín heyra. Meiri þátttöku
hefur vantað í umræðuna og
stefnumótunin,“ segir Þórólfur.
Auk stækkandi hóps háskóla-
kennara bendir hann á að sífellt
fleiri stundi eingöngu rannsókna-
og þróunarstörf, bæði innan eða
utan háskólanna. Nauðsynlegt sé
að starfsmenn allra háskóla og
rannsóknastofnana sameini krafta
sína í einu fagfélagi. Taki þessir
hópar ekki þátt í stefnumótuninni
þá muni væntanlega einhverjir
aðrir gera það. Straumarnir í Evr-
ópu hafi einum of mikið komið frá
embættismönnunum í Brussel,
ekki frá fagfólkinu sjálfu, og fjöl-
margt í þeirri stefnumótun sé
hæpið. Þannig hafi of oft verið
reynt að stjórna rannsóknum og
nýsköpun ofan frá.
Þórólfur saknar þess einnig að
stjórnmálamenn láti til sín taka á
þessum vettvangi. Á síðustu árum
hafi skort á virka umræðu um
málaflokkinn. Nýtt fagfélag geti
kynt undir þeirri umræðu og kom-
ið á skipulagi með hæfilegu sam-
starfi og samkeppni.
Sem dæmi um viðfangs- og um-
ræðuefni fagfélags nefnir Þórólfur
akademískt frelsi innan háskól-
anna til rannsókna og kennslu,
fjármögnun rannsókna og fyrir-
komulag og gæði kennslunnar.
Varðandi fjármögnun rann-
sókna segir Þórólfur það skipta
verulegu máli hvernig fjármunum
er varið. Aukning hafi átt sér stað
vegna fjölgunar nemenda en einn-
ig hafi meiru fé verið varið til rann-
sókna og þróunarstarfs. Þar sem
búast megi við áframhaldandi
aukningu á næstu árum sé mikil-
vægt að háskólafólk komi þar að
borðinu með einum eða öðrum
hætti. Samstaða sé nauðsynleg og
t.d. óþarfi að koma af stað átökum
milli háskóla á landsbyggðinni og
höfuðborgarsvæðinu. Skipta þurfi
fjármagni á faglegum grunni, m.a.
með árangurstengingu, og koma í
veg fyrir að önnur sjónarmið verði
látin ráða.
Vel tekið hjá BHM
Halldóru Friðjónsdóttur, for-
manni Bandalags háskólamanna,
BHM, líst vel á hugmynd Þórólfs
og segir hana samræmast ágæt-
lega því starfi sem fram hafi farið
innan BHM að undanförnu. Bend-
ir Halldóra þar á kynningarfund
sem haldinn var sl. föstudag fyrir
félög og hópa sem telja sig eiga
samleið með bandalaginu. Hún
segir BHM hafa velt því fyrir sér
hvort einblínt hafi verið um of á
þrönga kjara- og hagsmunabar-
áttu, í stað þess að horfa betur til
heildarhagsmuna háskólamennt-
aðs fólks. Nýtt fagfélag geti vel átt
heima innan BHM. Býst Halldóra
við að þessi mál komi til umræðu í
haust þegar bandalagið hyggst
horfa til framtíðar og fara í nafla-
skoðun.
Frá því að Þórólfur varpaði hug-
myndinni fram á málþinginu á Ak-
ureyri hefur hann fengið jákvæð
viðbrögð meðal starfssystkina
sinna í háskólasamfélaginu. Úrtak-
ið sé hins vegar ekki marktækt þar
sem hinir jákvæðu láti ávallt fyrst í
sér heyra! Um það hvort hann ætli
ekki að láta slag standa og auglýsa
stofnfund fagfélagsins segir Þór-
ólfur að hann ætli að halda um-
ræðunni áfram en hann ætli ekki
að gefa kost á sér í formennsku.
Fréttaskýring | Nýtt fagfélag háskólafólks
að verða að veruleika?
Ekkert karp
um kjaramál
Háskólamenn vilja hafa áhrif á stefnu-
mótun og skiptingu fjár til rannsókna
Háskólarnir tútna út eins og loftbelgur.
Yfir tvö þúsund manns við
rannsóknir og kennslu
Engar staðfestar tölur liggja
fyrir um fjölda þeirra sem
stunda kennslu og rannsóknir
við háskóla hér á landi. Nýjustu
tölur Hagstofunnar um há-
skólana, upp á ríflega 1.600
manns, eru frá árinu 2003. Ef
rannsóknastofnanir eru teknar
með má reikna með að fjöldi
þessa fólks sé vel yfir tvö þúsund.
Eftir sameiningu Háskólans í
Reykjavík og Tækniháskólans
eru átta háskólar starfandi.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ÞESSIR krakkar voru á ævintýra- og leikjanámskeiði
hjá knattspyrnudeildinni Sindra frá Höfn í Hornafirði,
þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Þeir
höfðu verið að veiða en afli dagsins var aðeins tveir
urriðar. Kannski eru þetta samt aflaklær framtíð-
arinnar, enda höfðu margir orðið varir og hópurinn
kvaðst hafa misst mjög marga fiska. Í baksýn breiðir
Vatnajökull úr sér.
Aflaklær framtíðarinnar?