Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 11 FRÉTTIR ROBERTO Donna, matreiðslu- meistari á Galileo í Washington DC, höfuðborg Bandaríkjanna, hefur hlotið fjölda verðlauna og við- urkenninga. Í anddyri Galileos er veggur þakinn greinum sem skrif- aðar hafa verið um Donna í virt blöð um matargerðarlist auk þess sem þar hanga verðlaunaskildir, skjöl og minjagripir. Roberto Donna rekur þrjú veit- ingahús. Auk Galileo er hann með sælkeraveitingastað, Laboratorio del Galileo, í sama húsi. Þar sér Donna sjálfur um matseldina og setur matseðilinn saman. Gestirnir horfa inn í eldhúsið og fylgjast með meistaratöktunum. Þá á Donna einnig lítinn fjölskyldustað, Osteria del Galileo. Auk þess að reka veit- ingahúsin heldur Donna vinsæl matreiðslunámskeið á föstudags- morgnum. Þar læra 10–13 nem- endur taktana í matargerð í sér- stöku kennslueldhúsi inn af aðalsal Galileos. Námskeiðin eru mjög eftirsótt og hvert sæti bókað með löngum fyrir- vara. Nemendahópurinn byrjar á að fara í innkaupaleiðangur, eldar síðan hráefnið og sest svo að veislu- borði. „Þetta er mjög skemmtilegt, það á að vera gaman að elda mat, þetta er Food and Fun (matur og skemmtun),“ sagði Roberto Donna og skellihló. Donna fæddist í Torino á Ítalíu 1961 og lærði þar matargerðarlist- ina. Að loknu námi fór hann 19 ára gamall til Washington og ætlaði að vera þar í eitt ár, vinna þar og afla sér reynslu. Hann segist hafa kunn- að vel við sig og hafa ákveðið að dvelja þar áfram. Nú hefur hann búið í aldarfjórðung í Bandaríkj- unum. „Ég stunda ítalska matargerð. Við reynum að hafa bragðið og áferðina ítalska, en notum mest bandarískar vörur en einnig ítalsk- ar og aðrar gæðavörur hvar sem við finnum þær. Stundum notum við íslenskt hráefni.“ Roberto þekk- ir vel til Íslands eftir að hafa sótt í tvígang hátíðina Matur og menning (Food and Fun). „Ég naut þess að heimsækja Ís- land, kann vel að meta Reykjavík og veitingahúsin þar. Reykjavík er mjög góð veitingahúsaborg. Þið eigið mjög góð veitingahús, flinka matreiðslumeistara og veit- ingamenn. Mér þótti gaman að vinna með hráefnin ykkar. Lambið og fiskurinn eru frábær. Best kunni ég þó við fólkið! Það var mjög vin- samlegt.“ Lambið er frábært Roberto Donna segir að „Food and Fun“ hátíðin sé að verða vel þekkt meðal bandarískra veitinga- manna og matreiðslumeistara. Hugmyndin sé góð og mikils virði að hafa vettvang þar sem mat- reiðslumeistarar frá Evrópu og Ameríku geti hist. „Það er alltaf gaman að hitta evrópska kollega og skiptast á hugmyndum. Þetta er mikil vinna en líka mikil skemmtun og svolítil afslöppun. Þetta er stór- kostleg hátíð fyrir matreiðslumeist- ara þar sem maður getur blandað saman alvöru vinnunnar og skemmtun hátíðarinnar. Aðrir mat- reiðslumeistarar eru farnir að öf- unda okkur sem höfum fengið að fara.“ Íslenskar afurðir standa að minnsta kosti jafnfætis því besta sem framleitt er í Bandaríkjunum, ef ekki betri, að mati Roberto Donna. „Lambið er frábært og jafn- ast á við það besta sem fæst í heim- inum. Fiskurinn ykkar er líka mjög góður. Fyrir þremur árum var ég látinn elda bleikju á Íslandi og það þótti mér gaman. Þetta var tví- mælalaust besta bleikja sem ég hafði unnið með. Hún var mjög góð. Ég notaði hana í ítalskan rétt og bjó til ravioli fyllt með bleikju og osti í léttu soði. Það var mjög gott. Þetta var lengi á matseðlinum.“ Réttir úr íslensku hráefni eru gjarnan á matseðli veitingahússins Galileo. „Nú erum við að bíða eftir lambinu og fiskinn hef ég á borðum þegar ég fæ hann. Honum er dreift aðallega til stórkaupenda, en stundum fer ég til heildsala og kaupi hann þar. Dreifingin á lamb- inu er öðruvísi og ég get keypt það beint af miðlara. Viðskiptavinirnir kunna vel að meta þetta hráefni. Það kitlar forvitni þeirra að lesa nafnið Ísland á matseðlinum. Við skrifum á matseðilinn hvaðan kjöt- ið og fiskurinn koma. Margir vita að þið veiðið fisk en ekki að þið ræktið lamb, né heldur um gæði þess.“ Roberto Donna eldar íslenska hráefnið að ítölskum hætti. Honum þykir lambakjötsréttirnir betri með íslensku lambi en ítölsku. „Íslenska lambakjötið er miklu mildara og ljúfara á bragðið. Ítalska lambið hefur mjög ákveðið bragð. Með ís- lenska lambinu verður rétturinn miklu höfugri.“ Íslenskt hráefni á góða mögu- leika um allan heim, að mati Donna. „Þið getið selt lambið ykkar og bleikjuna hvert sem er í heiminum, að mínu mati,“ sagði hann. Góður réttur Donna var spurður hvernig hann færi að ef hann ætlaði að gefa ein- hverjum sem honum þætti virkilega vænt um lamb. „Líklega myndi ég taka framhryggvöðva og marinera í timian og rósmaríni og baka í ofni. Úr lambasoði myndi ég gera sósu með svörtum ólífum og framreiða kjötið með ólífusósunni og bök- uðum ætiþistli. Djúpsteikt zucchini- blóm fyllt með osti borið fram til hliðar. Þetta er mjög gott.“ Nafnið Ísland kitlar forvitni gestanna Morgunblaðið/Guðni Roberto Donna, matreiðslumeistari og eigandi veitingahússins Galileo í Washington DC, kann vel að meta Reykjavík og veitingahúsin þar. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TENGLAR ..................................................... www.robertodonna.com EMBÆTTI yfirdýralæknis hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar vegna innflutnings á matvælum og dýrum með Ms. Norrænu. Í leiðbeiningunum er minnt á að ferðamönnum er með öllu óheimill innflutningur á hráu kjöti, en þeir mega hafa með sér allt að þrjú kg. af soðnu kjöti. Verður að koma greini- lega fram á umbúðum að varan sé soðin. Þá má ferðamaður hafa meðferðis allt að þrjú kg. af ostum úr ger- ilsneyddri mjólk. Standa þarf greini- lega á umbúðum að ostarnir séu úr þannig meðhöndlaðri mjólk. Hestamönnum er bent á að bann- að er að koma með notuð reiðtygi og hestakerrur til Íslands. Einnig er óheimilt að flytja til landsins not- aðan reiðfatnað, sem ekki er unnt að þvo eða sótthreinsa á öruggan hátt. Einnig er bannað að flytja með sér lifandi dýr til landsins með Ms. Norrænu. Vekur embætti yf- irdýralæknis sérstaka athygli á því að reglugerð ESB um gælu- dýravegabréf og flutning gæludýra milli aðildarlanda ESB gildir ekki á Íslandi. Öll gæludýr sem heimilað hefur verið að flytja til landsins skulu vera í einangrun í fjórar vikur. Leiðbeiningar yfirdýra- læknis fyrir ferðamenn Óheimilt að flytja inn hrátt kjöt SÉRSTAÐA okkar felst í nálægð- inni við ferðaþjónustuna og þess vegna leggjum við í náminu sér- staka áherslu á hagnýta þætti í menningartengdri og náttúru- tengdri ferðaþjónustu,“ segir Guð- rún Þóra Gunnarsdóttir, deildar- stjóri ferðamáladeildar Hólaskóla, háskólans á Hólum, í samtali við Morgunblaðið. Til þessa hafa nem- endur ferðamáladeildar getað lokið diplómanámi eftir ár en í haust hefja nemendur í ferðamáladeild í fyrsta sinn nám á öðru ári til BA- prófs í ferðamálafræði. Alls stunduðu um 40 nemendur nám á fyrsta ári síðasta vetur, meirihluti þeirra í fjarnámi, og segir Guðrún Þóra að góðar aðstæður séu fyrir 15-20 manna hóp á öðru ári. Ekki er mögulegt að taka annað ár- ið í fjarnámi. Auk Hólaskóla bjóða Háskólinn á Akureyri, Háskóli Ís- lands og Ferðamálaskólinn í Kópa- vogi upp á nám í ferðamálafræðum. Mismunandi áherslur háskólanna „Hver skóli um sig býður nokkuð mismunandi áherslur og því geta nemendur valið skóla út frá því,“ segir Guðrún Þóra og er hvergi bangin við samkeppni. „Við höfum þessa sérstöðu með nánum tengslum við atvinnulífið og vinnum til dæmis mikið með ferðamála- fulltrúum og ferðamálasamtökum. Skagafjörður er mjög gott umhverfi fyrir nám í ferðaþjónustu. Í menn- ingartengdri ferðaþjónustu má nefna öflugt byggðasafn sem stend- ur fyrir sýningum um allan fjörð og Vesturfarasetrið á Hofsósi, að sögu- staðnum Hólum ógleymdum. Þá er náttúrutengda ferðaþjón- ustan einnig mjög virk, t.d. má nefna allt það sem Tröllaskaginn hefur að bjóða sem gönguland, flúðaferðir á jökulánum hér í firð- inum og ekki má heldur gleyma því, sem er kannski algengasta atriðið sem tengist allri ferðaþjónustu hér, en það er ís- lenski hestur- inn.“ Dæmi um hagnýt verkefni í náminu eru t.d. skipulagning viðburða, verk- legir þættir í umhverfistúlkun, stígagerð, gesta- móttaka og þjónusta. Meðal helstu námsgreina eru t.d. afþreying, úti- vist, leiðsögn, matur og menning, gistirekstur, náttúrutengd ferða- þjónusta, ferðafræði, bókhald, rekstrarfræði og markaðsfræði. Fyrir utan allt þetta heldur Guð- rún Þóra fram ágæti Hólastaðar með öllu því sem hann hefur að bjóða, t.d. sögu og náttúru, og nægur fjöldi nemendagarða segir hún að tryggi einstaklingum sem og fjölskyldu- fólki gott húsnæði. Þá segir hún skólann tiltölulega lítinn sem kalli á náið samstarf og að einstaklingurinn fái að njóta sín, sem sé enn einn kosturinn við Hóla- skóla. Rannsóknir þýðingarmiklar Í lokin er nefnt það svið, sem er þó ekki þýðingarminnst, en það eru rannsóknir. „Þar má nefna til dæm- is allt sem snýr að afþreyingu ferða- fólksins, hvað það kýs og hvernig það notfærir sér það sem í boði er. Við höfum rannsakað gæði í hesta- tengdri ferðaþjónustu, matarkist- una Skagafjörð sem dæmi um mat- arferðaþjónustu, og hvernig dreifbýlisstaðir geta komið sér á framfæri og hvað leggja þarf áherslu á í því sambandi. Öll þekk- ing sem við öflum okkur á þessu sviði nýtist til vöruþróunar og þar sem ferðaþjónustan verður sífellt mikilvægari atvinnugrein þarf að leggja mikla rækt við rannsóknir. Rannsóknastarfið skilar nýrri þekkingu beint til nemenda okkar.“ Guðrún Þóra segir að fulltrúum Hólaskóla hafi verið vel tekið á kynningum í vor og kveðst hún sjá fram á góða aðsókn næsta vetur. Sérstaðan er nálægðin við ferðaþjónustuna Guðrún Þóra Gunnarsdóttir Eftir Jóhannes Tómasson joto@mbl.is Nemendur í ferðamáladeild í Hólaskóla eru hér á göngustíganámskeiði. NÁMSSTEFNA á vegum Félags náms- og starfsráðgjafa nýlega samþykkti ályktun þar sem fjallað er um hinar öru breytingar sem átt hafa sér stað á vinnumarkaðinum og með hvaða hætti námsráðgjöf geti komið til móts við hið nýja þjóðfélagsástand. Í ályktuninni segir að íslenskt hagkerfi sé að breytast úr iðn- aðarhagkerfi yfir í þekkingarhag- kerfi, þar sem menntun skilur á milli þeirra þjóða sem ná efnahags- legri velsæld og hinna sem eru skemmra á veg komnar. Í ljósi þessa sé það áhyggjuefni hversu algengt brottfall úr framhaldsskóla er hér á landi og að 40% íslensks vinnuafls hafi aðeins lokið grunn- skólaprófi. Að sögn Jónínu Kárdal, for- manns Félags náms- og starfsráð- gjafa, er mikilvægt að sameina krafta allra sem hagsmuna eiga að gæta í þessum efnum og bregðast heildrænt við vandanum. Ef þetta á að takast þarf bæði að taka tillit til sjónarmiða atvinnulífsins og skólakerfisins. Náms- og starfsráðgjafar eru til- búnir að gegna lykilhlutverki í slíkri samvinnu segir Jónína. Hún bendir á að stórefla þarf vinnu- markaðsrannsóknir til að spá fyrir um þróun og þörf á vinnuafli í framtíðinni, bæði til að gera nem- endum kleift að skipuleggja nám sitt markvisst og til að skólakerfið geti brugðist við þörfum markaðar- ins. Efla þarf iðn- og starfsmennt- un í íslensku menntakerfi svo mik- ilvægt hug- og verksvit hverfi ekki úr samfélaginu. Ennfremur bendir Jónína á að brýnt sé að náms- og starfsfræðsla verði skyldunáms- grein í grunn- og framhaldsskólum. Ályktun frá námstefnu Félags náms- og starfsráðgjafa um vinnumarkaðinn Sameinað átak gegn brottfalli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.