Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Borgarnes | Borgfirðingahátíð var
haldin í ljúfu og þurru blíðviðri um
helgina, en nokkurra ára hefð er
komin á hátíðahöld helgina fyrir
17. júní. Dagskrá hátíðarinnar var
fjölbreytt; á föstudeginum hófst
gamanið með leikjum, leiktækjum
og sprelli við Hyrnutorg. Í Fé-
lagsbæ hófst sýning á bútasaums-
verkum og öðru handverki sem
þær stöllur í bútasaumsklúbbnum
Samansaumaðar stóðu fyrir.
Þegar fréttaritari leit inn á sýn-
inguna var þar hópur kvenna sem
hafði komið af höfuðborgarsvæð-
inu til þess að skoða hannyrðir.
Sæbjörg Kristmannsdóttir, kenn-
ari og meðlimur í Samansaum-
uðum, sagði mikinn áhuga fyrir
bútasaumi, um 15 konur væru
virkar í félagsskapnum og flest á
sýningunni væri afrakstur vetr-
arins. Hún stillti sér upp við
,,Verkfallsteppið“ sem hún saum-
aði í kennaraverkfallinu sl. haust.
Kynslóðirnar
skemmta sér saman
Baðstofukvöld var haldið í Hlöð-
unni á Indriðastöðum í Skorradal
þar sem Álftagerðisbræður tróðu
upp. Voru þar um 240 manns sem
skemmtu sér og tóku þátt í
gleðinni. Eftir baðstofukvöldið var
boðið upp á miðnætursund í
Hreppslaug hvar fjöldi manns naut
þess að synda um albjarta sum-
arnótt. Að morgni laugardags var
fjallganga UMSB á Varmalækj-
armúla í Andakíl. Kvennahlaupið
hófst í Borgarnesi á hádegi og til
bifhjólakappanna í Röftunum sást
þar sem þeir þeystu á fákum sín-
um. Við gamla Bónusplanið fóru
fram skemmtiatriði þar sem m.a.
persónur úr Ávaxtakörfunni komu
fram og heilluðu yngri kynslóðina.
Um kvöldið var haldið Brákarball
á sláturhúsplaninu í Brákarey. Þar
hitaði upp hljómsveitin ,,Maður
spyr sig“ en hún er skipuð ungum
Borgnesingum. Hljómsveitin ,,Á
móti sól“ lék fyrir dansi og er
áætlað að þegar mest lét hafi um
700 manns, allt frá kornabörnum
upp í eldri borgara, verið á staðn-
um og tekið snúning.
Morgunkaffi undir
berum himni
Morgunverður í Skallagríms-
garði svíkur aldrei og að þessu
sinni var það foreldrafélag 5.
flokks í knattspyrnudeild Skalla-
gríms sem sá um framreiðslu. Um
400 gestir nutu þess að drekka
morgunkaffið utanhúss, en eins og
hefð er komin á hélt séra Þorbjörn
Hlynur Árnason útimessu í garð-
inum. Lagði hann út af sögunni um
,,glataða soninn“ og gerði uppeldi
að aðalefni í predikun sinni.
Síðustu dagskrárliðir á Borg-
firðingahátíð voru glens og gaman
að Fossatúni, nýjum ferðamanna-
og veitingastað í Andakíl, og um
kvöldið endaði hátíðin á gosp-
eltónleikum í Borgarneskirkju
undir stjórn Zsuzsönnu Budai.
Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir
Líf og fjör í Borgarnesi Útimessa var í Skallagrímsgarði og þar var einnig boðið uppá morgunverð. Til hægri er Sæbjörg Kristmannsdóttir við verkfallsteppið.
Baðstofukvöld og
kvennahlaup á
Borgfirðingahátíð
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
gve@ismennt.is
Fjölbreytt dagskrá Börnin lifðu sig inn í skemmtiatriðin.
VESTURLAND
Á SÍÐUSTU sex til tólf mánuðum hafa orðið
gagngerar breytingar á íslenskum gjaldeyris-
markaði með tilkomu erlendra fjárfesta sem
hafa tekið stöðu á innlendum fjármagnsmark-
aði. Erfitt er að meta umfang þessara viðskipta
en flest bendir þó til að þau hlaupi á tugum
milljarða króna. Ókosturinn við þessa þróun er
sá að líkurnar á gjaldeyriskreppu og snöggu
gengisfalli krónunnar hafa aukist verulega þar
sem skammtímafjárfestar geta – þegar á reyn-
ir – yfirgefið stöður sínar í miklu hasti. Afleið-
ingin gæti orðið mjög snöggt gengisfall krón-
unnar líkt og hefur gerst í mörgum öðrum
löndum.
Segir ekkert um umsvif
erlendra fjárfesta
Þetta kemur fram í nýjum Efnahagsfregn-
um Kaupþings banka. Þar kemur og fram að
tilkoma erlendra spákaupmanna sé megin-
ástæða þess að stýrivaxtahækkanir Seðlabank-
ans hafa haft svo mikil áhrif á gengið sem raun
ber vitni þar sem erlendir aðilar nýta sér í
auknum mæli gífurlegan vaxtamun á milli Ís-
lands og umheimsins; gjaldeyrisinnflæði sem
ýtt hefur krónunni upp að undanförnu megi því
aðeins að mjög litlu leyti rekja til erlendrar lán-
töku innlendra aðila.
Vegna bankaleyndar fást nöfn þessara er-
lendu aðila ekki uppgefin en eftir því sem næst
verður komist eru þetta að miklu leyti fjár-
málastofnanir í helstu fjármálamiðstöðvum
heimsins, oft mjög stórar, og vegur London þar
mjög þungt.
Ingólfur Bender, yfirmaður greiningar Ís-
landsbanka, tekur undir það að sveiflur á gjald-
eyrismarkaði hafi verið að aukast. Hann segir
hins vegar að ekki sé sjálfgefið að þessar auknu
sveiflur séu tengdar erlendum fjárfestum.
„Sveiflurnar hafa oft verið meiri og þó að þær
hafi rétt undanfarið verið yfir meðaltali síðustu
ára þá segir það ekkert um veru eða umfang er-
lendra fjárfesta á þessum markaði.“
Talsmenn Seðlabankans segjast ekki hafa
mikið um þátt spákaupmanna að segja, bank-
arnir séu í miklu betri stöðu til þess að þekkja
til umsvifa þeirra. Ljóst sé að spákaupmenn
bregðist við væntingum um vaxtabreytingar
Seðlabankans eins og aðrir á markaðinum.
Hins vegar sé ákaflega erfitt að gera sér grein
fyrir því hversu stór hlutur erlendu spákaup-
mannanna sé vegna þess að spákaupmennska
verði ekki auðveldlega greind frá annars konar
starfsemi á gjaldeyrismarkaði.
Líka kostir við þróunina
Raunar tekur greiningardeild Kaupþings
banka fram í Efnahagsfregnum sínum að ekki
sé verið spá fyrir um gjaldeyriskreppu heldur
sé aðeins verið að benda á ákveðnar hættur
sem fylgi því að nota nafnvaxtamun á milli
landa sem tæki til þess að halda verðbólgu
niðri. Þá er bent á að kosturinn við þessa þróun
sé sá að vaxtahækkanir Seðlabankans hafi
meiri áhrif á gengið. Það tákni þó einnig að
gengisleið peningamálastefnunnar, þ.e. að
halda verðbólgunni í skefjum með stýrivaxta-
hækkunum sem styrki krónuna, sé orðin mun
varasamari en áður fyrir fjármálastöðugleik-
ann.
Ásgeir Jónsson, hjá greiningardeild Kaup-
þings banka, segir að vissulega sé það einnig
kostur að meiri velta sé á gjaldeyrismarkaði.
Ásgeir bendir á að áhrif þessara spákaup-
manna megi einnig sjá í styrkingu krónunnar á
síðustu misserum þrátt fyrir metviðskipta-
halla, flestir innlendir aðilar hafi kosið að auka
ekki gjaldeyrisáhættu sína með frekari er-
lendri lántöku. „En fyrst krónan getur farið
miklu hærra upp en allir bjuggust við þá getur
hún auðvitað líka farið miklu lengra niður.
Hægt er að velta fyrir sér þróuninni þegar
Seðlabankinn byrjar að lækka vexti og minnka
vaxtamuninn.“
Ásgeir tekur fram að ekki sé rétt að líta á
þessa erlendu fjárfesta sem illvirkja eða fjár-
plógsmenn. Þeir séu einfaldlega að bregðast
við aðstæðum sem Íslendingar hafi sjálfir skap-
að. Spákaupmenn sé að finna á öllum frjálsum
fjármagnsmörkuðum og það sé vonum seinna
að þeir skuli nú vera komnir á íslenska mark-
aði. Spurður um afleiðingar af hugsanlegu
snöggu gengisfalli krónunnar segir Ásgeir
áhrifin á heimilin myndu verða lítil en slíkt fall
gæti haft áhrif á mörg fyrirtæki. „Það eru ein
gleðilegustu tíðindin að heimilin skuli ekki hafi
farið að taka lán í erlendri mynt. Ef það hefði
gerst væri ástæða til þess að hafa áhyggjur af
sveiflum í greiðslubyrði heimilanna. Um 88% af
skuldum heimilanna er í löngum verðtryggðum
lánum með fastri ávöxtunarkröfu en það felur
það í sér að greiðslubyrðin hreyfist mjög lítið
þó gengið falli og verðbólga vaxi.“
Ásgeir segir flest stærri fyrirtæki vera með
öflugri skuldastýringu og hljóti að hafa bæði
augun vel opin þegar kemur að gengisáhættu.
Engar tölur til
Ingólfur Bender, yfirmaður greiningar Ís-
landsbanka, segir að ekki sé sjálfgefið að aukn-
ar sveiflur á gjaldeyrismarkaði séu tengdar er-
lendum fjárfestum. Á markaðinum sé að vísu
talað um að erlendir fjárfestar hafi verið í
meira mæli á innlendum gjaldeyrismarkaði í ár
en í fyrra. „Það eru hins vegar engar opinberar
tölur til um umsvif þessara aðila á innlendum
gjaldeyrismarkaði og því varhugavert að full-
yrða nokkuð.
Það eitt að menn telja sig verða í auknum
mæli varir við þessa aðila þarf líka að skoða í
því ljósi að heildarviðskipti eru hratt vaxandi á
markaðinum. Hlutfall erlendra aðila í heildar-
veltu á markaðinum þarf því ekki að vera að
aukast þó svo að eitthvað verði meira vart við
þá,“ segir Ingólfur.
Ingólfur segir ekki forsendur til þess að full-
yrða neitt um hættuna á gjaldeyriskreppu
vegna umsvifa erlendra spákaupmanna á inn-
lendum gjaldeyrismarkaði. „Það liggja ekki
fyrir upplýsingar sem gera mönnum kleift að
kveða upp dóm varðandi þetta. Fyrst þarf að
afla gagna og þegar þau liggja fyrir verður að
taka með í reikninginn aðra þætti sem varða
líkur á gjaldeyriskreppu. Umræðan hvetur
vonandi til þess að úr þessum gagnaskorti verði
bætt,“ segir Ingólfur.
Erlendir spákaupmenn farn-
ir að spá í íslensku krónuna
Morgunblaðið/Golli
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is
Lítið hægt að fullyrða um umsvifin segir yfirmaður greiningar Íslandsbanka
VIÐSKIPTI