Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 14
14 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að kostaði 28 millj-
arða að reka Land-
spítala-háskóla-
sjúkrahús (LSH) á
síðasta ári og tók
reksturinn til sín
9,06% af fjárlögum
og fjáraukalögum.
Kostnaður á föstu verðlagi hefur nán-
ast staðið í stað frá sameiningu
sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrir fimm
árum, samkvæmt upplýsingum
stjórnenda sjúkrahússins. Á sama
tíma fjölgaði íbúum landsins um rúm-
lega tíu þúsund eða um 3,6% og öldr-
uðum yfir 67 ára um 6,5%. Að auki
hafa tækniframfarir gert mögulegt að
veita sífellt meiri þjónustu sem skilar
sér m.a. í hækkandi meðalaldri þjóð-
arinnar.
Þrátt fyrir þetta er um það deilt á
Alþingi hvort þensla heilbrigðiskerf-
isins sé óhófleg. Var það m.a. niður-
staða Ríkisendurskoðunar, sem fór
yfir árangur af sameiningu sjúkra-
húsanna árið 2003, að áætlanir fjár-
laga um kostnað við rekstur sjúkra-
hússins hefðu engan veginn staðist
þau ár sem liðin væru frá sameining-
unni. Þess hefði verið vænst að sam-
einingin leiddi til sparnaðar. Það hefði
hins vegar ekki tekist. Ástæður þess
væru að hluta til aukinn kostnaður
vegna tækninýjunga og nýrra lyfja en
einnig hefðu miklar launahækkanir
starfsmanna sjúkrahússins vegið
þungt. Niðurstaða Ríkisendurskoð-
unar vakti mikla umræðu um rekstur
LSH. Spítalinn svaraði gagnrýninni
og taldi viðmið sem notuð voru við út-
reikninga á rekstrarkostnaði villandi.
Árið 2004 var spítalanum engu að síð-
ur gert að draga rekstrarkostnað
saman og náðist það markmið að
mestu. Telja stjórnendur aðhaldsað-
gerðir sem gripið var til ekki hafa
komið niður á þjónustunni og tekur
heilbrigðisráðherra undir það. Við-
mælendum Morgunblaðsins ber sam-
an um að álag á starfsfólk hafi aukist
og margir álíta það óhjákvæmilega
hljóta að hafa komið niður á þjónustu
við sjúklingana.
Margt áunnist
Fjárheimildir og sértekjur LSH
námu 27,6 milljörðum króna á síðasta
ári sem þýðir að rekstrarhalli nam
289 milljónum króna eða um 1%. Eyk-
ur þetta enn frekar á uppsafnaðan
halla spítalans sem var um einn millj-
arður í lok síðasta árs.
Skuldahalinn hefur veruleg áhrif á
rekstur spítalans. Árlega eru greiddir
tugir milljóna í dráttarvexti og hefur
þetta haft áhrif á samskipti sjúkra-
hússins og birgja.
En þrátt fyrir uppsafnaðan halla og
hagræðingarkröfu stjórnvalda á síð-
asta ári og í ár, er það mat stjórnenda
að LSH sé vel rekið sjúkrahús og að
sameining hafi nú skilað rekstrarleg-
um ávinningi.
„Góður árangur hefur náðst í
rekstri spítalans,“ segir Anna Lilja
Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri
fjárreiðna og upplýsinga LSH.
„Kostnaður á föstu verðlagi hefur
staðið í stað í fimm ár, hlutfall fram-
laga til spítalans af heildarútgjöldum
ríkisins hefur lækkað og starfsemi
hefur aukist sem skilar sér í fækkun á
biðlistum. Stjórnendur og starfsmenn
Landspítala - háskólasjúkrahúss hafa
því náð þeim árangri að auka starf-
semi spítalans á mjög hagkvæman
hátt.“
Segir hún að sameining sérgreina
sjúkrahúsanna tveggja hafi verið um-
fangsmikið og flókið verkefni en því
sé að mestu lokið. Í kjölfarið hafi
náðst framleiðniaukning. Með sam-
einingunni hafa sérgreinar stækkað
sem gefi færi á meiri sérhæfingu inn-
an hverrar þeirra með bættri þjón-
ustu við sjúklinga. Þá hafi mikil vinna
verið lögð í endurskoðun verkferla á
spítalanum. Stefna hafi verið sett í öll-
um helstu málaflokkum, s.s. inn-
kaupastefna, vísindastefna og stefna í
upplýsingatækni. Ný upplýsinga-
kerfi, bæði fjárhags- og mannauðs-
kerfi og læknisfræðileg (klínísk) kerfi
hafa verið tekin í notkun sem bæta
upplýsingagjöf og gera þjónustu við
sjúklinga markvissari. Þá sé unnið að
innleiðingu rafrænnar sjúkraskrár.
„Meiningin var að sameiningin
myndi skila aukinni hagkvæmni, bæði
aukinni rekstrarlegri hagkvæmni og
faglegum framförum,“ segir Jón
Kristjánsson heilbrigðisráðherra.
„Það er ljóst að hún hefur gert það.
Auk þess verður að taka tillit til þess
að við höfum tekið ákveðna starfsemi
út úr spítalanum undanfarin ár en á
sama tíma hafa fjármunir ekki verið
dregnir frá spítalanum. Þess verður
að geta í þessum samanburði.“ Á ráð-
herrann hér við lokun Gunnarsholts,
Kópavogshælis og Arnarholts en sú
þjónusta fluttist að hluta til annarra
aðila en LSH.
Kostnaðargreiningu lokið
Sjúkrahúsið hefur unnið undanfar-
in ár að því, í samstarfi við hin Norð-
urlöndin, að kostnaðargreina alla
starfsemina og er þeirri vinnu nú lok-
ið. Með innleiðingu svokallaðs DRG-
kerfis (Diagnosis Related Groups), og
kostnaðargreiningu á þjónustu
sjúkrahússins sem unnin er samhliða,
er hægt að mæla afköst og kostnað,
hvað hvert læknisverk kostar á
sjúkrahúsinu og þar með hver deild
og hvert svið. Með því að breyta fjár-
mögnun LSH í þá veru að greiða eftir
DRG-kerfi getur kaupandi þjónust-
unnar, þ.e. ríkisvaldið, því stjórnað
hversu mikla þjónustu hann vill að
sjúkrahúsið veiti, hversu margar að-
gerðir hann vill að það framkvæmi
o.s.frv.
„En stjórnvöld hafa enn ekki verið
tilbúin að breyta fjármögnunar-
kerfinu þannig að fjárframlög verði
reiknuð út frá DRG-kostnaðargrein-
ingu,“ segir Anna Lilja. „Ég hef
minnt Geir H. Haarde [fjármálaráð-
hera] á ræðu sem hann flutti árið 1999
þar sem hann sagði að spítalinn væri
ekki tilbúinn í fjármögnun eftir um-
fangi í stað fastra fjárlaga. Nú segjum
við: Við erum tilbúin!“
Stjórnendur LSH telja að fjár-
mögnun hafi ekki verið breytt vegna
þess að stjórnvöld telji hættu á að
með breytingunni verði framleiðslan
óheft og að kostnaður muni rjúka upp
úr öllu valdi. Anna Lilja segir þetta
hins vegar óþarfa áhyggjur. Vel sé
hægt að stýra framleiðslunni. En með
fjármögnun sem tengist beint verk-
efnum heilbrigðisþjónustunnar sé
það hins vegar á valdi stjórnvalda að
ákveða hver verkefnin eigi að vera.
„Með þessu móti eru yfirvöld orðnir
upplýstir kaupendur – þetta yrði ekki
aðeins ein föst tala sem þeir hefðu
litla stjórn á hvað gert yrði við.“
Samanburður við útlönd
Meðallegutíminn er stærsta breyt-
an þegar kemur að kostnaði við rekst-
ur sjúkrahúss. Með kostnaðargrein-
ingunni er auðveldara en áður að bera
Stjórnvöld vildu sparnað
af sameiningunni of fljótt
Búið er að kostnaðargreina starfsemi
Landspítala – háskólasjúkrahúss og
vilja stjórnendur að fjármögnun sjúkra-
hússins verði breytt hið fyrsta. Stjórn-
völd eru ekki enn tilbúin að borga LSH
miðað við afköst. Þau hræðast óheft
framboð heilbrigðisþjónustu og kostn-
aðarsprengju í kjölfarið. Eitt markmiða
sameiningar spítalanna var að gera
reksturinn skilvirkari og er því nú náð.
Aðhaldsaðgerðir sem gripið var til komu
niður á starfsfólki sem telur ekki hægt
að ganga lengra í sparnaði.
Anna Lilja Gunnarsdóttir, framkvæmda-
stjóri fjárreiðna og upplýsinga, telur að
stjórnvöld hafi viljað sparnað af
sameiningunni of fljótt. Fimm ár í
sameiningarferli sé ekki langur tími.
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
Ljósmyndir Þorvaldur Örn Kristmundsson
Spítali í spennitreyju