Morgunblaðið - 13.06.2005, Page 17

Morgunblaðið - 13.06.2005, Page 17
síðasta ári náðist að spara um 2% svo 2/3 hlutar hagræðingarkröfunnar náðust. Á þessu ári stóð svo til að ná kostnaðinum niður enn frekar, sam- anlagt um rúmlega 700 milljónir. Stjórnvöld komu hins vegar verulega til móts við spítalann og bættu 500 m.kr. inn í fjárlagagrunn spítalans og því lækkaði sparnaðarkrafan í um 200 m.kr. „Þetta tók virkilega á spítalann,“ segir Anna Lilja um niðurskurðinn. Þetta verður ekkert auðvelt í ár en við erum að vinna að því að ná markmið- inu.“ Miðað við uppgjör fyrstu fjögurra mánaða ársins er hallinn minni en varð á síðasta ári. Anna Lilja segist bjartsýn á að markmiðið náist þar sem stór ástæða hallans sé fjármagnskostnaður sem spítalinn fær á sig vegna erfiðrar greiðslustöðu vegna uppsafnaðs rekstrarhalla í efnahagsreikningi spít- alans frá fyrri árum. „Það er alveg ljóst að það hefur náðst fjárhagslegur árangur á spítal- anum og verið er að nýta fjármagn sem þar fer inn betur en áður,“ segir Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Hann vill ekki tala um niðurskurð á fjárframlögum til spítalans. 500 millj- ónum var bætt við LSH á fjárlögum árin 2004 og 2005. Hins vegar sé það rétt að spítalinn hafi farið fram á meira fé og því varð að grípa til að- haldsaðgerða. „Þess er krafist að við stillum út- gjöldum í heilbrigðiskerfinu í hóf. Þessi stóra stofnun, sem tekur til sín um helming af fjármagni ríkisins til heilbrigðiskerfisins, getur ekki verið undanþegin þeirri kröfu.“ Nálgast markmiðið „Það er búið að berjast á öllum víg- stöðvum við að reyna að ná sparnað- arkröfunni,“ segir Anna Lilja. Til að mæta kröfunni á síðasta ári var dreg- ið úr launakostnaði, sem eru tæp 70% af gjöldum spítalans, með því að segja upp fólki, leggja af vaktir og draga úr yfirvinnu. Náði þetta til 500 – 600 starfsmanna. Raunfækkun dagvinnu- stöðugilda frá janúar 2004 til janúar 2005 var tæp 130 eða um rúm 3%. Frá árinu 2000 hefur dagvinnustöðugild- um á spítalanum fækkað um rúm 300, sem náðist m.a. með sameiningu sér- greina, fækkun stjórnenda og fækkun vaktalína á sjúkrahúsinu. Þá náðist umtalsverður árangur í lækkun rekstrargjalda með auknum útboð- um, hertum vinnureglum og útgáfu lyfjalista. Stjórnendur spítalans telja að nið- urskurðurinn hafi almennt ekki kom- ið niður á þjónustu spítalans en álag á starfsfólk hefur aukist. Hjúkrunarfræðingar sem Morgun- blaðið ræddi við taka undir það. Álag hafi aukist og aukin verkefni bæst við störf t.d. hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða í kjölfar uppsagna annarra starfsmanna s.s. ritara. Segja þeir nú sárlega vanta aðstoðarfólk inni á spít- alanum. „Ég tel að við séum alveg komin út á brún í niðurskurðinum,“ segir einn hjúkrunardeildarstjóri. „Við verðum að fara að svara þeirri spurn- ingu hvort við viljum halda þessari þjónustu sem við höfum og er einstök.“ Margrét S. Björnsdóttir, sem situr fyrir hönd Samfylkingar í stjórnar- nefnd LSH, telur liggja í augum uppi að niðurskurðurinn hafi komið niður á sjúklingum og starfsfólki. Aukið álag sé á starfsfólk, sem á endanum bitnar á þjónustu við sjúklinga. Þeir séu sendir heim veikari en áður og dæmi séu um að þjónusta við ákveðna hópa sjúklinga hafi skerst verulega. Nýlegt dæmi sem tekið var upp á Alþingi um þetta eru parkinson-sjúklingar sem fá meðferð á taugalækningadeild. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra lýsti því yfir í fjölmiðlum í apríl að unnið yrði að því að bæta aðstöðu fyr- ir sjúklinga á deildinni og sagðist Margrét gera ráð fyrir að unnið væri að áætlunum um það. Aukin framlög vegna viðhalds Í rekstraráætlun LSH fyrir 2005 er gert ráð fyrir ýmsum sparnaðarað- gerðum. Í fjárlagaerindi spítalans fyrir 2006 er á það bent að íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgi umfram meðalfjölgun á landinu, Íslendingum fjölgi í heildina og þá sérstaklega öldruðum. Að auki mun einstakling- um með ákveðna sjúkdóma fjölga, til dæmis er því spáð að einstaklingum með krabbamein muni fjölga umtals- vert á næstu árum. Tillaga er gerð um raunaukningu rekstrarútgjalda ásamt því að farið er fram á aukin framlög vegna viðhaldsframkvæmda s.s. varðandi auknar sýkingavarnir og tækjakaup. „Ég held að stjórnvöld hafi viljað fá sparnaðinn af sameiningunni of fljótt,“ segir Anna Lilja. „Á tímabili var sameiningin í fullum gangi, tvö- földun víða og verið að gera margt sem krafðist peninga. Fimm ár eru ekki langur tími í sameiningarferli. Sameiningin er að megninu til búin miðað við öll þessi hús sem við erum í. Við getum ekki mikið meira gert þangað til við förum undir eitt þak.“ MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 17 800 7000 - siminn.is E N N E M M / S IA / N M 16 6 8 6 Motorola V3 síminn er ekki bara einstaklega flottur, þunnur og nettur heldur er hann búinn öllum helstu kostum sem prýða GSM síma í dag. Léttkaups- útborgun og 2.000 kr. á má nuði í 12 mánuði Verð aðeins 28.98 0 kr. Einungis fyrir GSM -kort frá Símanum Motorola Razr V3 4.980 • Glæsileg hönnun • Stafræn myndavél (VGA, 640x480) • Hi-res skjár • MP3 hringitónar • Fjögurra banda, (quad band, 850, 900, 1800, 1900 MHz) Með öllum G SM tilboðum fylgja grúví símalínuska utar á 2.000 kr. Hlífar fylgja með.* *Tilboð gild ir meðan bi rgðir endas t. 2.000 KAL L

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.