Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 18
18 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Þ að hafa orðið gífurlega mikl-ar og hraðar tækniframfarirí læknisfræðilegri mynd-greiningu á síðustu árum,
sjúklingar fá betri þjónustu, hægt er
að gefa nákvæmari sjúkdómsgrein-
ingu fljótt og hagræða í rekstri
sjúkrahússins,“ segir Ásbjörn Jóns-
son, sviðsstjóri myndgreiningarþjón-
ustu Landspítala – háskólasjúkra-
húss (LSH). Myndgreining, sem í dag
er t.d. framkvæmd með nýjum og full-
komnum tölvusneiðmyndatækjum og
segulómtæki, er nú orðin stafræn og
hagnýting stafrænnar tækni hefur
gjörbylt vinnulagi á sjúkrahúsinu.
„Þetta þýðir að við notum ekki
lengur filmur, þeim hefur nánast ver-
ið útrýmt,“ segir Ásbjörn. „Allar
myndir eru teknar stafrænt og eru
aðgengilegar til skoðunar, greiningar
og geymslu í stafrænu myndvistunar-
og samskiptakerfi. Áður þurfti að
hlaupa með filmur milli hæða, skella
þeim á ljósaborð og skoða þær, stund-
um með stækkunargleri. Núna getum
við skoðað þær og greint í tölvum,
bráðlega hvar sem er á sjúkrahús-
inu,“ segir Ásbjörn en unnið er að því
að koma í gagnið kerfi á sjúkrahúsinu
sem gerir læknum á öllum deildum,
hvar sem er innan LSH, kleift að
skoða myndir og kalla fram greiningu
röntgenlækna, um leið og hún liggur
fyrir. Það á eftir að spara starfsmönn-
um ófá sporin.
Þetta kerfi hefur t.d. þegar verið
tekið í gagnið á slysa- og bráðamót-
tökunni í Fossvogi og geta því læknar
þar séð á tölvuskjá myndir af sjúk-
lingum sínum og nálgast greiningu
röntgenlæknanna fljótt og auðveld-
lega.
Myndir greindar í gegnum Netið
Þegar rannsókn er framkvæmd í
tölvusneiðmyndatæki á Hringbraut
eða röntgentæki á Landakoti getur
röntgenlæknir í Fossvogi skoðað
myndina á tölvuskjá og greint hana. Á
sama hátt getur röntgenlæknir á
Hringbraut nálgast rannsóknir úr
nýju segulómtæki í Fossvogi. Þá er
stefnt að samstarfsverkefni við Heil-
brigðisstofnun Suðurlands á Selfossi
sem gerir röntgenlæknum á LSH
kleift að greina myndir sem teknar
eru á Selfossi í gegnum Netið. Einnig
getur læknir á Selfossi séð niðurstöð-
ur myndgreiningar sjúklings síns sé
hún framkvæmd í tækjum LSH í
Reykjavík. Sjúklingur á Selfossi er
því að fá jafngóða og hraða röntgen-
þjónustu og sá sem liggur á Landspít-
alanum.
„Þetta eru ekta fjarlækningar,“
segir Ásbjörn. „Hægt er að skoða
sömu myndina hvar sem er og hve-
nær sem er. Þetta er mikil breyting
og þetta gerir mögulegt að bæta þjón-
ustu við landsbyggðina.“
Með tímanum ætti að vera hægt að
samtengja allar myndgreiningar-
rannsóknir á landinu.
Byrjað var að taka stafrænar rönt-
genmyndir á LSH árið 2003 en áður
voru röntgenmyndir teknar á filmu.
Öll nýrri tæki eru og stafræn, eins og
ný tölvusneiðmyndatæki bæði við
Hringbraut og í Fossvogi og nýtt seg-
ulómtæki í Fossvogi. Þá verður nýtt
segulómtæki tekið í notkun á Hring-
braut í lok ársins. Stafræn myndgerð
var nauðsynleg til að geta lokið inn-
leiðingu á stafrænu myndvistunar- og
samskiptakerfi. „Við reiknuðum það
út að með því að hætta að prenta á
filmu og spara þar með filmukaup
borgaði þessi fjárfesting sig upp á
tveimur árum,“ segir Ásbjörn, en tug-
ir milljóna króna fóru áður í filmu-
kaup árlega.
Í kjallara LSH í Fossvogi er stór
salur þar sem röntgenmyndir sjúk-
linga eru geymdar. Á spítalanum eru
fleiri slíkar geymslur því samkvæmt
reglugerð þarf að geyma myndirnar í
heilan áratug. Greining röntgenlækn-
anna er þó geymd í sjúkraskrá hvers
sjúklings til framtíðar. „Núna kemst
geymslan fyrir starfrænu myndirnar
fyrir á tveimur fermetrum,“ segir Ás-
björn og á þar við rafrænan gagna-
grunn sem geymir allar myndir sem
teknar eru á sjúkrahúsinu. Í framtíð-
inni verður sá gagnagrunnur tengdur
rafrænni sjúkraskrá sem verið er að
þróa á LSH.
Með nýrri og bættri tækni hefur
sérgreinin myndgreining þróast mik-
ið. Hún snýst þó ennþá fyrst og
fremst um að gera greiningu á mynd-
um er sýna innviði líkamans en með
aðstoð hennar er nú hægt að með-
höndla sjúkdóma á mun einfaldari
hátt en áður. Hægt er að staðsetja
mein nákvæmar og oft hægt að fram-
kvæma inngrip í stað skurðaðgerða.
„Hægt er að gera ýmsa hluti á ein-
faldari hátt, t.d. setja stoðnet og fóðr-
ingar í slagæðar í stað opinnar skurð-
aðgerðar,“ nefnir Ásbjörn sem dæmi.
„Það er ódýrara og miklu betra fyrir
sjúklinginn. Við erum því að vissu
leyti í meðferð líka en ekki aðeins
greiningu.“
Tölvusneiðmyndatækið í Fossvogi
er hluti af framvarðarsveit slysa-
greiningar á LSH. Komi alvarlega
slasaður sjúklingur á sjúkrahúsið fer
hann í tölvusneiðmyndatöku um leið
og ástand hans er orðið stöðugt. Á
fáum mínútum er þá yfirleitt hægt að
sjá hvers eðlis áverkar hans eru og
hvaða aðgerða er þörf. Tölvusneið-
myndatækið getur myndað sjúkling-
inn mjög nákvæmlega, sneið fyrir
sneið, ef svo má að orði komast, hvert
einasta líffæri, eða það sem læknirinn
vill skoða hverju sinni.
„Í nýju tölvusneiðmyndatækjunum
getum við sneitt líkamann niður í litla
ferninga sem eru minni en einn milli-
metri og skoðað innviði líkamans í þrí-
vídd ef því er að skipta, hvort sem það
eru bein, ákveðin líffæri eða æðarn-
ar,“ útskýrir Ásbjörn. „Hægt er að
skoða fleira með meiri hraða en áður.
Við höfum mest verið að skoða útlit
líffæranna hingað til, en sífellt meira
er hægt að skoða um leið starfsemi
þeirra og í því liggur framtíðin. Þá
verður hægt að gera enn nákvæmari
greiningar.“
Í nýju tölvusneiðmyndatækjunum
er algengt að taka um 800 sneiðar af
brjóst- eða kviðarholi. Eins og gefur
að skilja er ógerlegt að prenta svo
margar myndir út á filmu og því eru
stafrænar lausnir og öflugar tölvur
nauðsyn í dag. Þessi tækni býður upp
á betri og nákvæmari greiningar-
möguleika en áður var hægt að fá.
Mjúkvefir líkamans skoðaðir
Í segulómtæki sjást mjúkvefir lík-
amans nákvæmar en í tölvusneið-
myndatæki. T.d. er hægt að skoða
miðtaugakerfið, þ.e. heila og mænu,
betur en í tölvusneiðmyndatæki. Seg-
ulómun hentar einnig vel til greining-
ar sjúkdóma og áverka í beinum og
liðum, t.d. brjósklos. Einnig er það
helsta tækið sem notað er við grein-
ingu á MS-sjúkdómnum í dag.
Sjúkdómseinkenni sjúklings ráða
því hvor myndgreiningarleiðin hentar
betur hverju sinni. „Kosturinn við
segulómunina er að þar er engin
geislun heldur byggist hún upp á út-
varpsbylgjum og segulsviði,“ segir
Ásbjörn. „Þess vegna er t.d. æski-
legra að nota segulómun hjá börnum
og yngra fólki frekar en tölvusneið-
myndatæki sem notast við röntgen-
geisla.“
Viðvaranir við segulómtækið, þar
sem bannmerki af ýmsum toga eru
hangandi á veggjum, eru nauðsynleg-
ar því segulsvið tækisins er þrjátíu-
þúsundfalt á við segulsvið jarðar. Það
þýðir að tækið dregur að sér alla
málmhluti af miklu afli. Ekki geta því
sjúklingar með gangráða, svo eitt-
hvað sé nefnt, farið í slík tæki. Engan
skal því undra að byggja þurfti sér-
staklega utan um segulómtækið í
Fossvoginum og má nefna að ekki
hefði mátt staðsetja legudeild þar
sem sjúklingar með hjartagangráða
lægju, á næstu hæð.
Nýting á myndgreiningarbúnaði
sjúkrahússins er mjög mikil og eru
framkvæmdar yfir hundrað þúsund
rannsóknir árlega á röntgendeildun-
um. Segulómtækið er mjög ásetið og
vonast röntgenlæknar til þess að með
nýju tæki á Hringbraut verði hægt að
fara að sinna t.d. æðarannsóknum og
rannsóknum á illkynja sjúkdómum í
meiri mæli en áður.
Tæki á tveimur stöðum
Myndgreining er rekin bæði á
Hringbraut og í Fossvogi enda verða
myndgreiningartækin og sjúkling-
arnir að vera á sama stað. Oft er
ómögulegt og óæskilegt að flytja þá á
milli. Það hefur í för með sér að dýr
tækjabúnaður þarf að vera til á báð-
um stöðum en undanfarin misseri hef-
ur sjúkrahúsið í auknum mæli tekið
slík tæki á rekstrarleigu. Það hefur
marga kosti, sérstaklega þar sem
tækninni fleygir stöðugt fram og tæk-
in verða fljótt úrelt og því óhagstætt
að vera að fjárfesta í mjög dýrum
tækjum til framtíðar.
„Frá sameiningu sjúkrahússins
hefur tekist mjög vel að endurnýja
dýrari tæki,“ segir Ásbjörn. „Samein-
ingin hefur gert það að verkum að
fjármunir hafa nýst betur og með
leigunni höfum við fengið mörg ný
tæki. Hins vegar voru væntingar uppi
um það að með sameiningu sjúkra-
húsanna væri hægt að vera með eitt
tæki í stað tveggja en það er alveg
óraunhæft hvað myndgreininguna
varðar fyrr en við förum í eitt hús.
Það er ekki hægt að búast við slíkri
hagræðingu á meðan við erum með
fulla starfsemi á tveimur stöðum,“
segir Ásbjörn.
Myndgreining er ein af sérgreinum læknisfræðinnar en á Landspítala
– háskólasjúkrahúsi starfa nú um tuttugu röntgenlæknar auk 45
geislafræðinga. Við greiningarvinnu sína nota læknarnir myndir af
innviðum líkamans sem teknar eru t.d. í tölvusneiðmyndatækjum eða
segulómtækjum.
„Þetta er sérgrein sem er að mörgu leyti í bakgrunninum og fólk
áttar sig ekki alltaf á umfangi hennar,“ segir Ásbjörn Jónsson, sviðs-
stjóri myndgreiningarþjónustu Landspítalans. „Við túlkum hverja ein-
ustu röntgenmynd sem tekin er á sjúkrahúsinu. Rannsóknin er ekki
eingöngu myndin heldur svarið sem röntgenlæknarnir gefa.“
Röntgenlækningar eru ekki nýjar af nálinni, þær má rekja til ársins
1895 þegar Wilhelm Conrad Röntgen uppgötvaði geisla sem kenndir
hafa verið við hann allar götur síðan. Þar til á allra síðustu árum hefur
uppistaða greinarinnar verið röntgenmyndir sem teknar voru á filmu.
„Allir verkferlar hafa snúist í kringum filmuna,“ útskýrir Ásbjörn.
„Myndin var á einum stað og ef hún týndist þá var hún glötuð.“
Nú er hins vegar öldin önnur og með stafrænni tækni er LSH nánast
orðið filmulaust sjúkrahús. Hægt er að nálgast allar myndir sem tekn-
ar eru í tölvu, þar sem þær eru skoðaðar, greindar og geymdar í tíu ár
í gagnagrunni sjúkrahússins.
Nákvæmari og hraðari mynd-
greining með stafrænni tækni
„Þetta þýðir að við notum ekki lengur filmur, þeim hefur nánast verið útrýmt,“ segir
Ásbjörn Jónsson, sviðsstjóri myndgreiningarþjónustu LSH.
sunna@mbl.is
Hvað er myndgreining?
Hvernig húsnæði Land-
spítalans mótar starfsemina
vegna mikilla þrengsla.
Á morgun