Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 20
HÆKKAÐUR blóðþrýstingur er mjög algengur áhættuþáttur hjarta- og æðasjúkdóma. Jafnvel vægur há- þrýstingur getur skaðað hjarta- og æðakerfið til lengdar. Allar klín- ískar leiðbeiningar um meðferð há- þrýstings leggja áherslu á að í byrj- un þarf að leggja höfuðáherslu á aðra þætti en lyf, svo sem hollt mat- aræði, að nota ekki tóbak og að neyta áfengis í hófi, að ástunda slök- un og ekki síst reglubundna lík- amlega áreynslu. Undanfarið hefur verið mikil umræða um lyf og auka- verkanir þeirra. Lyf eru oft nauð- synleg, en aldrei má þó gleyma því að lífsstílsbreytingar geta gert sama gagn eða meira og án aukaverkana eða kostnaðar. Jákvæð áhrif hreyfingar á blóðþrýsting Samantekt af niðurstöðum 15 vel gerðra rannsókna (svokölluð meta- analysa) sem gerð var fyrir fáeinum árum, sýndi að reglubundin hreyf- ing og áreynsla lækkaði blóðþrýst- ing hjá 75% þátttakenda. Lækkun efri marka varð að meðaltali sem svarar 11 millímetrum kvikasilfurs, en meðaltalslækkun neðri marka var 8 mm kvikasilfurs. Þetta er veruleg lækkun, eða sú sama og bú- ast má við eftir notkun algengra blóðþrýstilyfja. Reglubundin hófleg áreynsla virtist gefast best til að lækka blóðþrýstinginn. Hægt er að mæla með hraðri göngu í hálftíma á dag. Áhrif hreyfingar á blóðþrýsting koma fljótt fram og áhrifanna gætir allt að 24 klukkustundum eftir áreynsluna. Auk áhrifa til lækkunar blóðþrýstings eykur áreynsla næmni frumanna fyrir insúlíni og lækkar blóðsykur, en fólk með há- þrýsting hefur gjarnan jafnframt hækkaðan blóðsykur, sem enn frek- ar veikir æðakerfið. Þessar nið- urstöður styrkja mikilvægi hreyf- ingar sem fyrsta skrefs til meðhöndlunar á vægum háþrýstingi og sem stoðmeðferð þegar óhjá- kvæmilegt er að nota lyf. Jákvæð áhrif innhverfrar íhugunar á dánartíðni Góðar rannsóknir sýna að reglu- bundin ástundun innhverfrar íhug- unar (Trancedental Meditation) get- ur leitt til lækkunar á blóðþrýstingi. Rannsóknir bandarískra vísinda- manna hafa nú sýnt að iðkun inn- hverfrar íhugunar leiðir til lækk- unar á dánartíðni og birtust niðurstöður í tímariti bandarísku hjartalæknasamtakanna (The Am- erican Journal of Cardiology) þann 1. maí sl. og vöktu talsverða athygli. Leitað var að rannsóknum, sem uppfylltu ströng skilyrði og dregnar ályktanir af þeim. Tvær slíkar rann- sóknir uppfylltu öll skilyrði. Nið- urstaða þeirra var sú að innhverf íhugun hafði verulega áhrif til lækk- unar á dánartíðni, bæði úr hjarta- og æðasjúkdómum og krabbameini þegar sjúklingum var fylgt eftir í mörg ár og var talin sambærileg við rannsóknir á lyfjameðferð við há- þrýstingi hjá þeim aldurshópi sem þátt tók í rannsókninni. Um var að ræða rannsókn þar sem fólki var til- viljanakennt vísað á mismunandi meðferðarform eða svokallaða slembirannsókn, en sú aðferð var skilyrði þess að rannsóknin kæmi til mats. Með því er hægt að koma í veg fyrir að aðrir þættir en þeir sem til rannsóknar eru valdi miklu um niðurstöðuna. Innhverf íhugun hafði vinninginn hvort heldur var miðað við aðrar slökunaraðferðir eða hefð- bundna meðferð. Innhverf íhugun er tiltölulega auðlærð tækni, en þarf að ástunda í 20 mínútur einu sinni eða tvisvar á dag.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Hreyfing og innhverf íhugun lækkar blóðþrýsting Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir. Morgunblaðið/Golli 20 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Inga Þórsdóttir prófessor ínæringarfræði hjá HáskólaÍslands og Landspítalanumsegir fólk eiga að fá öll vítam- ín og steinefni, sem það þarf, úr venjulegum mat ef það fer eftir al- mennum ráðleggingum um rétt mat- aræði. „Örfáar undantekningar eru þó á því. Hér á landi er það eingöngu D vítamín þörfin sem við náum ekki að uppfylla með venjulegum mat, það er að segja ef við tökum ekki lýsi og borðum ekki verulegt magn af D vítamín bættum matvælum. Það er vegna þess að D vítamín fæst í gegn- um sólarljósið og hér er oft ekki mik- ið af því. Svo eru til einstaka hópar sem, á ákveðnum æviskeiðum, þurfa aukalega vítamín og þá er það ráð- lagt í samræmi við það æviskeið. Oft eru þetta aldraðir eða þungaðar kon- ur.“ Inga segir að ekki þurfi að gefa börnum vítamín ef þau eru að borða fjölbreyttan og hollan mat. En það skaði ekki að gefa þeim vítamíntöflu sem ekki inniheldur meira magn en ráðlagðan dagskammt af næring- arefnum. „Ég mæli ekki með því að börn taki töflur með háu vítamín- og steinefnainnihaldi nema fyrir liggi sérstök greining á því að þeim skorti eitthvað af þeim.“ Ójafnvægi næringarefna Langvarandi há neysla á sumum vítamínum og steinefnum getur leitt til eitrunaráhrifa. „Ekki er æskilegt að fólk taki stærri skammta af vítamíni en mælt er með. Það eru til tölur um hámarks inntöku á vítamínum og ekki er æskilegt að fólk fari upp fyrir þær tölur í magni til langs tíma. Ofneysla getur leitt til þess að það verður truflun á jafnvægi á milli næring- arefna í líkamanum, þá er meiri upp- taka á einu efni sem leiðir til þess að það verður minna frásog á öðru efni. Til dæmis minnkar mikil neysla á sinki frásog á járni og kopar og það getur leitt til járnskorts. Náttúran hefur ekki reiknað með að við séum að dæla í okkur risaskömmtum af til- teknum efnum. Ýmiskonar einkenni verða við ofneyslu næringarefna til langs tíma, svo er líka hægt að fá bráðaeitrun,“ segir Inga og bætir við að í dag séum við að kljást við of- neyslu á orku miðað við orkuþörf en í framtíðinni gætum við verið að kljást við ofneyslu á ýmsum öðrum efnum, eins og vítamínum, sem við eigum líklega eftir að sjá slæmu áhrifin af. Ein teskeið af lýsi nóg „Það er yfirgengilega frekt að halda að hægt sé að ganga fram og bæta næringarefni í sem flest mat- væli, þannig að við eigum eftir mjög fá hrein matvæli frá náttúrunnar hendi. Þetta er kannski ekki gert í frekju því að sumir matvælafram- leiðendur halda að þeir séu að gera voðalega mikið gagn. Vítamínbætt vara er oft ekki nauðsynleg. Auðvit- að er það svoleiðist að manneldisráð út um allan heim biðja um að bætt sé bætiefnum í einhver tiltekin matvæli til þess að koma í veg fyrir skort. Til dæmis að D vítamíni sé bætt í fitulitl- ar mjólkurvörur til þess að bæta D vítamín búskapinn hjá unglings- stelpum sem ekki taka lýsi eða joði í salt þar sem joðskortur ríkir. Matvælaiðnaðurinn hefur áhuga á að bæta fleiri efnum við fleiri mat- vörur og gerir þetta í góðri trú og er kannski sannfærður um að þetta sé hollt og gott en einnig er þetta gert í þeirri von að það seljist meira. En það verður að byggjast á þeirri þekkingu sem fyrir er og iðnaðurinn verður að hlusta þegar sagt og sýnt er að ekki sé þörf fyrir svona mikið af vítamínbættum vörum.“ Hér á landi selst mikið af vítam- ínbættum vörum og bætiefnum. En Inga ráðleggur fólki að fara ekki um- fram ráðlagðan dagskammt. „Við heilbrigða fólkið sem borðum rétt eigum ekki að þurfa að taka ann- að inn en eina teskeið af lýsi á dag. Ef það verður alltaf bætt meira í matvæli þá stendur neytandinn frammi fyrir því að hann verður að leita að hreinu vörunni sem er þá eft- irsóknarverðari. Markaðurinn mun snúast gegn sjálfum sér í þessu máli. Ástæðan fyrir því að það er hægt að ganga svona langt í að bæta vítam- ínum í matvæli er að almenning vantar grunnþekkingu í líffræði mannsins og næringarfræði og veit ekki hvað hann þarf. Við verðum að auka okkar eigin þekkingu til þess að geta spornað gegn auglýsingabrell- um. Ef þekkingin er léleg þá kaupir fólk eins og fyrir það er lagt.“  MATUR | Vítamínbætt matvæli Ofneysla vítamína getur leitt til eitrunar Nú til dags eru ýmis matvæli með viðbættum vít- amínum og steinefnum. Flestir telja það hollt og gott fyrir sig en svo er ekki alltaf því rétt mataræði á að færa okkur þau vítamín sem við þurfum. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson Morgunblaðið/Eyþór „Við heilbrigða fólkið, sem borðum rétt, eigum ekki að þurfa að taka annað inn en eina teskeið af lýsi á dag,“ segir Inga Þórsdóttir, pró- fessor í næringarfræði. Inga segir að ekki þurfi að gefa börnum vítamín ef þau borða fjöl- breyttan og hollan mat. TRÖNUBERJASAFI getur verið gagnlegur í baráttunni við veirusýkingar í maga og þörmum að því er bandarískir vísindamenn telja. Áður hefur verið sýnt fram á að trönu- berjasafi getur gagnast gegn bakteríusýkingum í þvagfær- um, að því er m.a. kemur fram á vef MSNBC. Rannsóknir vísindamanna við St. Francis háskólann og Mt. Sinai læknaháskólann í Bandaríkjunum á dýrum benda til þess að trönuberjasafi geti haft fyrrgreind áhrif á ákveðnar veirutegundir. Vís- indamennirnir benda á að frek- ari rannsókna sé þörf og þá á mönnum. Veirusýkingar í maga og þörmum geta valdið krömpum og niðurgangi og geta verið banvænar, sér- staklega í þróunarlöndum. Trönuberja- safi gegn veirusýkingu  HOLLUSTA Fyrir flottar konur Bankastræti 11 ● sími 551 3930

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.