Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 22
22 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
VÍÐTÆKAR UMRÆÐUR
UM STJÓRNARSKRÁ
Athyglisvert er að fylgjast meðvinnubrögðum stjórnarskrár-nefndar forsætisráðherra.
Nefndin nálgast viðfangsefni sitt með
allt öðrum hætti en fyrri stjórnarskrár-
nefndir og raunar allt öðru vísi en flestar
nefndir, sem settar eru á fót af hálfu hins
opinbera til að marka stefnu í tilteknum
málum.
Fljótlega eftir að stjórnarskrárnefnd
hóf störf opnaði hún vef á Netinu. Þar
segir m.a.: „Nefndin hvetur til víðtækrar
umræðu í þjóðfélaginu um stjórnar-
skrána og breytingar á henni. Hyggst
hún leggja sitt af mörkum til þess að sú
umræða geti byggst á greinargóðum
upplýsingum um starf nefndarinnar, ís-
lenska stjórnskipun og stjórnar-
skrárþróun í nágrannalöndum. Erindi
frá félagasamtökum og stofnunum sem
og önnur bréf sem berast verða lögð fyr-
ir nefndina og birt á heimasíðu hennar.“
Ennfremur hefur nefndin lagt mikla
áherzlu á að efni um stjórnarskrána og
verkefni nefndarinnar sé almenningi að-
gengilegt. Mikið efni er að finna á vef
nefndarinnar, til dæmis dagskrá funda
nefndarinnar, fundargerðir og erindi,
sem nefndinni berast. Annað, sem ekki
er til á tölvutæku formi, svo sem bækur,
tímaritsgreinar og skýrslur, liggja
frammi í Þjóðarbókhlöðunni, þar sem
frátekinn hefur verið sérstakur bás und-
ir efni sem tengist endurskoðun stjórn-
arskrárinnar. Þeir, sem ekki geta heim-
sótt Þjóðarbókhlöðuna geta nálgast
gögn með millisafnaláni í gegnum bóka-
söfn annars staðar á landinu.
Stjórnarskrárnefndin hefur ennfrem-
ur efnt til opinna funda um endurskoðun
stjórnarskrárinnar. Ráðstefna um
mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar
var haldin í apríl og um nýliðna helgi var
haldin önnur ráðstefna, þar sem fjallað
var um endurskoðun stjórnarskrárinn-
ar. Á þessum ráðstefnum gefst almenn-
ingi bæði kostur á að fræðast um verk-
efni nefndarinnar í víðu samhengi og
koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Þessi vinnubrögð eru til mikillar fyr-
irmyndar. Nefndir, skipaðar af hinu op-
inbera til að marka stefnu í mikilvægum
málum, starfa iðulega fyrir lokuðum
tjöldum og lítið sem ekkert er vitað um
starf þeirra þar til lokaskýrsla eða til-
lögur liggja fyrir. Í máli eins og stjórn-
arskrármálinu, þar sem sjálfur grund-
völlur lýðræðiskerfis okkar, stjórn-
skipunar og réttarríkis er til
umfjöllunar, eru slík vinnubrögð auðvit-
að sérstaklega mikilvæg. Verkefnið er
augljóslega þess eðlis að almenningur
hefur á því skoðanir, sem sjálfsagt er að
eigi sem greiðasta leið til þeirra stjórn-
mála- og embættismanna og sérfræð-
inga, sem nefndina skipa.
Það liggur hins vegar í augum uppi að
slík vinnubrögð megi taka upp í miklu
fleiri stórum málum. Af þeim nefndum,
sem nú starfa, gæti Evrópunefnd for-
sætisráðherra t.d. vafalaust sótt í smiðju
stjórnarskrárnefndar, enda er þar um að
ræða stórt mál, sem margir hafa skoðun
og þekkingu á. Og slíkt getur átt við í
miklu fleiri málaflokkum.
Þótt nefndir, sem skipaðar eru til að
móta opinbera stefnu, muni alltaf þurfa
ákveðið næði til að gera þær pólitísku
málamiðlanir sem nauðsynlegar eru, fel-
ast miklir möguleikar í því að opna slíkt
nefndarstarf með þeim hætti, sem
stjórnarskrárnefnd hefur gert.
VINNUÞRÆLKUN BARNA
Barnaþrælkun er mun víðtækaravandamál en flestir gera sér grein
fyrir. Nánast alls staðar í heiminum
eru börn látin vinna, oft við hryllilegar
aðstæður. Talið er að 246 milljónir
barna sæti vinnuþrælkun um þessar
mundir og er það óheyrilegur fjöldi. 73
milljónir þessara barna eru undir tíu
ára aldri. Talið er að 22 þúsund börn
láti lífið í vinnuslysum á ári hverju og
ógerningur er að segja til um hve mörg
börn glata heilsu sinni.
Mest er um að börn séu látin vinna í
Afríku, en mestur er fjöldinn í Asíu.
Samkvæmt tölum frá Barnahjálp Sam-
einuðu þjóðanna, UNICEF, vinnur
41% barna á aldrinum fimm til 14 ára í
Afríku, 12% í Asíu og 17% í Rómönsku
Ameríku og Karíbahafinu. Vegna íbúa-
fjöldans í Asíu er 60% barna í heim-
inum, sem búa við vinnuþrælkun, að
finna þar.
Mörg af þessum börnum eru þrælar,
látin vinna í námum og þvinguð til að
stunda vændi eða hermennsku. Börn
ganga kaupum og sölum og fá oft ekki
nema einn dollar eða um 70 krónur í
laun á mánuði. Í heiminum eru 2,2
milljarðar barna og búa 1,9 milljarðar í
þróunarríkjunum. Talið er að annað
hvert barn í þróunarríkjunum búi við
fátækt.
Dagurinn í gær var helgaður barátt-
unni gegn vinnuþrælkun barna. Al-
þjóðavinnumálastofnunin, ILO, segir í
skýrslu, sem birt var í gær, að nú eigi
sérstaklega að leggja áherslu á að
stöðva það að börn séu látin vinna í
námum. Talið er að ein milljón barna
vinni í námum. Þau vinna við erfiðar
aðstæður og mikil þrengsli. Oft þurfa
þau að rogast með byrðar, sem eru
þyngri en þau. Iðulega eru lífshættuleg
efni og gufur í námunum. Norman
Jennings, námasérfræðingur ILO, seg-
ir í viðtali við breska útvarpið, BBC, að
umbætur hafi átt sér stað í námag-
reftri, en alls ekki hafi verið nóg að
gert. Neytendur, stjórnvöld og vinnu-
veitendur megi ekki sofa á verðinum.
Á föstudag skrifuðu 14 ríki undir
sáttmála þar sem þau skuldbinda sig
til að binda enda á að börn vinni í nám-
um og eru Brasilía, Kólumbía, Gana,
Tógó, Pakistan og Senegal þar á með-
al.
Nú er mikil áhersla lögð á það að
draga úr fátækt í heiminum og vonir
bundnar við að leiðtogar átta helstu
iðnríkja heims samþykki áætlun um að
gefa eftir skuldir fátækustu ríkja
heims og grípa til annarra aðgerða til
að draga úr fátækt. Í þeim efnum má
ekki gleyma neyð barna í heiminum.
Snar þáttur í því að binda enda á
barnaþrælkun er að vinna á örbirgð
foreldranna. Barnaþrælkun er ekki
einangrað vandamál. Börn eru látin
þræla við framleiðslu á vöru, sem seld
er um allan heim. Þá eru dæmi um það
að 15 ára börn séu þvinguð til að
stunda vændi á Vesturlöndum. Barna-
þrælkun er smánarblettur á samvisku
okkar og ekki hægt að láta það við-
gangast að tæplega 250 milljónir barna
í heiminum búi við þau örlög að vera
látin vinna erfiðisvinnu, oft við lífs-
hættulegar aðstæður.
S
itt sýnist hverjum um
ýmis atriði við endur-
skoðun stjórnarskrár
en önnur virðast njóta
stuðnings úr ólíkum
áttum, svo sem að breytingar á
stjórnarskrá verði framvegis born-
ar undir þjóðina í sérstakri at-
kvæðagreiðslu. Á ráðstefnunni
„Stjórnarskrá til framtíðar“ sem
haldin var í Reykjavík á laugardag
mættu til leiks fulltrúar þing-
manna úr stjórnarskrárnefnd, sér-
fræðingar í stjórnskipunarrétti og
fulltrúar fjölda félagasamtaka en
blaðamenn stýrðu umræðum í
þremur málstofum.
Telur nú eðlilegt að öll
stjórnarskráin sé lögð undir
Er þörf á að útfæra með öðrum
hætti en nú lýðræðislegan rétt al-
mennings til að hafa áhrif á stjórn-
mál? Þessi spurning var ein þeirra
stærstu sem lágu fyrir á fyrstu
málstofu stjórnarskárráðstefn-
unnar, sem bar yfirskriftina „Lýð-
ræði á upplýsingaöld.“
„Rétt er að velta því fyrir sér
hvort breyta eigi stjórnarskránni í
þá veru að breytingar á henni skuli
framvegis bornar sérstaklega und-
ir þjóðaratkvæði,“ sagði Eiríkur
Tómasson lagaprófessor í inngangi
málstofunnar. Hann taldi að þann-
ig yrðu skýrari skil milli hins al-
menna löggjafa og stjórn-
arskrárgjafans sem svo er
nefndur. Þjóðin setti þá grundvall-
arreglu í stjórnarskrána meðan Al-
þingi yrði áfram aðalhandhafi lög-
gjafarvaldsins.
Annað tilvik, þar sem Eiríkur
taldi koma til álita að breyta
stjórnarskrá svo þjóðinni yrði falið
endanlegt úrskurðarvald, er að
taka upp í stjórnarskrána ákvæði
um heimild til að framselja íslenskt
ríkisvald til alþjóðastofnana.
Í þessari málstofu tóku til máls
fulltrúar sjö almennra fé-
lagasamtaka og fóru víða í umræðu
um stjórnarskrá.
Öryrkjabandalag Íslands óskaði
eftir að hert yrði á mannréttinda-
kafla með tilliti til fatlaðra. Fulltrúi
SUS lýsti hins vegar áhyggjum af
þróun umræðunnar. Sífellt hávær-
ari kröfur væru um óskýr stefnu-
ákvæði en dómstólum væri þannig
fært of mikið vald til túlkunar og
þeir gerðir pólitískir. Undirbún-
ingshópur kvenna um stjórn-
arskrárbreytingar lagði áherslu á
jákvæðar skyldur ríkisvaldsins til
að tryggja jafnrétti í reynd og vildi
bæta við setningum í stjórnarskrá
um hlutfall karla og kvenna á þingi
og við dómstóla. Félag heyrn-
arlausra lagði til að tekið yrði upp
ákvæði í stjórnarskrá um íslenskt
mál en samhliða því íslenskt tákn-
mál. ReykjavíkurAkademían velti
upp áleitnum spurningum um
framkvæmd þjóðaratkvæða-
greiðslu. Mannvernd vildi skýrar
takmarkanir á notkun kennitölu í
stjórnarskrá og Skýrslutæknifélag
Íslands vakti athygli á hug-
myndum um upplýsingatækni sem
stuðlað gætu að upplýstri umræðu
um stjórnarskrána.
Fyrstu málstofu lauk með við-
brögðum fulltrúa stjórnarskrár-
nefndar, Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur og Jónínu Bjartmarz.
Báðar sögðust fyrst og fremst
komnar til að hlusta. Ingibjörg
benti þó t.d. á að lýðræði væri ann-
ars vegar stjórnarform, hins vegar
lífsstíll. Nokkra athygli vakti þegar
Jónína Bjartmarz sagði af þeirri
skoðun sinni að takmarka bæri
endurskoðun stjórnarskrár við
ákveðna kafla og teldi nú eðlilegt
að öll stjórnarskráin væri lögð und-
ir í vinnunni.
Skiptar skoðanir
um íslensku þjóðkirkjuna
Þarf að endurskoða skráðar grund-
vallarreglur um helstu handhafa
ríkisvalds til þess að stjórnarskráin
endurspegli betur raunveruleik-
ann? Þessari spurningu var velt
upp á annarri málstofunni en auk
þess var til skoðunar hvort útfæra
ætti betur hlutverk ólíkra embætta
og stofnana til að tryggja sem best
gagnkvæmt aðhald með ríkisvald-
inu. Málstofan um „Þrískiptingu
ríkisvalds – pólitíska forystu –
virkt eftirlit“ hófst með inngangi
frá Kristjáni Andra Stefánssyni,
fulltrúa sérfræðinganefndarinnar.
Kristján fjallaði um þrískiptingu
ríkisvaldsins á breiðum grundvelli
og það hvernig eftirlit með lýðræð-
inu er að sumu leyti innbyggt í ís-
lenskt stjórnkerfi. Sagðist hann
telja þau orð halda fullu gildi, að
ekki hefði orðið mikilvægari breyt-
ing á lýðræðislegu stjórnarfari en
tilkoma þingræðis.
Fulltrúar félagasamtaka fengu
þá orðið. Þjóðarhreyfingin lagði
áherslu á þær valdhömlur á þingið
sem fælust í málskotsrétti forseta.
Siðmennt taldi ójafnræði felast í
því að aðeins trúfélög en ekki önn-
ur lífsskoðanafélög væru skrásett
og ríkisstyrkt. Fulltrúi þjóðkirkj-
unnar benti á að útilokun trúar frá
almennri umræðu væri ekki rétt-
lætanleg og ekki einungis einkamál
hvers og eins heldur ætti þátt í
mótun gildismats í samfélaginu.
Samtök um aðskilnað ríkis og
kirkju bentu þá á að hægt væri að
tryggja trúfrelsi án þess að kippa
fótunum undan trúariðkan. BHM
vildi m.a. koma á rétti til bindandi
þjóðaratkvæðis án þess að önnur
úrræði yrðu skert, og að ráðherrar
yrðu ekki þingmenn. Hið íslenska
félag áhugamanna um stjórn-
skipan sagðist m.a. vilja nálgast
stjórnarskrá út frá fólkinu, ekki
ríkinu. Þá vildi félagið taka upp
„actio popularis“ ákvæði um að
hver sem væri gæti farið í mál við
ríkið en þá aðeins varðandi frels-
isréttindi sín.
Viðbrögð fulltrúa stjórnarskrár-
nefndar, Guðjóns A. Kristjáns
sonar og Birgis Ármannssona
voru nokkuð ítarleg en Guðjón
m.a. styrkja stöðu þingminnih
og taldi ýmissa breytinga þörf
að efla lýðræðið. Hann taldi sk
á valddreifingu í stjórnskipuni
Birgir Ármannsson benti þá á
ekki væri lýðræðisvandi að mi
hlutinn fengi ekki sínu framge
Jafnframt taldi hann skýrt að
stjórnarskrá ættu aðeins heim
skýrar grundvallarreglur um
handhöfn ríkisvalds og almenn
reglur um vernd borgaranna.
Valdframsal til alþjóða-
stofnana hugsanlega inn
Er ástæða til að setja í stjórn-
arskrá ákvæði um þátttöku í a
þjóðlegu samstarfi? Í þriðju m
stofu var leitað svara við þeirr
spurningu og því hvort taka bæ
upp annars konar ákvæði um
grundvallargildi íslensku þjóð
arinnar nú.
Spurningin um hvort ekki v
tímabært að stjórnarskrárgja
tæki af skarið um að framsal r
isvalds til yfirþjóðlegra stofna
gæti verið heimilað, var meðal
þeirra sem lagaprófessor Björ
Thorarensen varpaði fram í in
gangi sínum. Björg taldi vert a
huga að því hvort stjórnarskrá
ætti að taka afdráttarlausari a
stöðu til þess að virðing fyrir
mannréttindum væri ein af þe
undirstöðum sem íslensk stjór
skipun byggir á. Þá spurði Bjö
hvort stjórnarskárverndun ré
manna til umhverfis af tilteknu
gæðum gæti undirstrikað mik
ilvægi málaflokksins þrátt fyri
einstaklingar gætu ekki byggt
á slíku ákvæði. Að síðustu varp
Björg fram hugmyndinni um h
skilgreina þyrfti betur í stjórn
arskrá aðdraganda þess að tek
eru mikilvægar ákvarðanir í u
ríkismálum og hlutverk þingsi
því sambandi.
Í máli fulltrúa sjö félagasam
kom margt fram sem fyrr. Bar
heill vildu að ákvæðum barnas
mála SÞ yrði veitt stjórn-
arskrárvernd. BSRB ítrekaði
kröfur sínar um mikilvægi alm
aðgangs að hreinu vatni við væ
verði. Náttúruvaktin undirstri
mikilvægi óskerts umgengn-
isréttar Íslendinga við náttúru
sem ekki mætti takmarkast um
af eignarrétti. Samtök herstöð
andstæðinga vildu festa vopnl
Íslendinga í stjórnarskrá auk
banns við hvers konar stuðnin
stjórnvalda við hernað. Landv
vildi setja ákvæði í stjórnarskr
um aðgang Íslendinga að heil-
Fulltrúar úr ýmsum áttum á ráðstefnunni Stjórnarsk
Leikreglur lýðræ
Margs konar ólíkir hópar áttu fulltrúa sína á ráðstefnunni um stjórnarskrána en hún var öllum opin.
Stjórnarskrárbundinn réttur til umhverfi
af tilteknum gæðum, aðskilnaður ríkis og
kirkju og sérstakt þjóðaratkvæði um stjór
arskrárbreytingar voru meðal umræðuefn
sem oft bar á góma á þremur málstofum á
ráðstefnu um endurskoðun stjórnarskrár
Anna Pála Sverrisdóttir fylgdist með.