Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 23

Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 23 Í slendingar eru þekktir fyrir góðan ár- angur í hönnun brimvarnargarða úr stórgrýti og í öryggismálum sjófarenda, en hér hefur verið þróað upplýs- ingakerfi um veður og sjólag sem á ekki sinn líka í heiminum. Þetta kom fram á al- þjóðlegri ráðstefnu á Höfn í Hornafirði í vik- unni, þar sem fjallað var um náttúrufar hafs og strandar, öryggi sjófarenda og mannvirki á ströndinni. Megináhersla var lögð á gerð og stöðugleika sjávarstranda, hönnun brimvarna- og sjó- varnagarða, sjávarfallaósa, öldu- og brotöldusp- ár, spár um sjávarföll og öryggi sjófarenda. Um 150 gestir frá átján löndum komu til landsins vegna ráðstefnunnar og 90 fyrirlestrar voru fluttir. Íslensk hönnun vekur athygli Gísli Viggósson, verkfræðingur hjá Sigl- ingastofnun, var formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar, en Siglingastofnun sá um fagleg- an hluta hennar. Að ráðstefnunni stóðu einnig Hornafjarðarbær, Háskóli Íslands og sam- gönguráðuneytið. Gísli segir að margir af þekkt- ustu prófessorum og vísindamönnum á þessu sviði í heiminum hafi tekið þátt í ráðstefnunni, og sérstakt sé að ritstjórar tveggja helstu fag- tímaritanna, „Journal of Coastal Research“ og „Coastal Engineering“, voru með. Íslendingar hafa vakið athygli fyrir hönnun sína á svokölluðum bermugörðum, en það eru brimvarnargarðar með þykkri grjótvörn utan á. Þegar aldan skellur á garðinum fer hún í hol- rými á milli grjótsins og eyðist þar. Garðarnir þola mikla áraun og hafa sannað sig við mjög erfiðar aðstæður. Sigurður Sigurðarson, verkfræðingur á Sigl- ingastofnun, segir Íslendinga standa í far- arbroddi í gerð þessara garða og að íslenska út- gáfan hafi verið tekin sem valkostur í erlendum athugunum á heppilegum brimvarnargörðum fyrir umfangsmiklar hafnarframkvæmdir. Það sé töluverð viðurkenning þótt mikilvæg- ast sé að þeir hafi sannað sig við íslenskar að- stæður. „Fjölmargir bermugarðar verja hafnir hér á landi, en einnig höfum við annast tvö stór verk- efni í Noregi. Aðalatriði er að við erum að nýta flestar steinastærðir og þannig fullnýtum við allt efni sem kemur úr námunni. Ísland er að vekja athygli á sér á þessu sviði.“ Víðtækt upplýsinga- og öryggiskerfi Íslendingar hafa einnig komið sér upp öflugu upplýsingakerfi um veður og sjólag, sem eykur öryggi sjófarenda, en það er að finna á vef Sigl- ingastofnunar, www.sigling.is. Gísli segir svona kerfi hvergi vera til nema hérlendis. „Sjómenn hafa aðgengilegar rauntímaupplýsingar um ölduhæðir, ölduspár, hættulegar öldur og fleira og því geta skipstjórnendur tekið réttar og ábyrgar ákvarðanir um siglingar og sjósókn. Við höfum náð árangri með því að tengja saman tækni og aðferðafræði okkar hjá Siglingastofn- un og reynslu sjómanna. Gagnkvæmt traust rík- ir; sjómenn vita að þeir geta treyst gögnunum okkar og við vitum að þeir nota þau rétt. Vís- indamenn nýta sér einnig þetta kerfi, til dæmis til að reikna út hvar þorskur, sem í hefur verið sett mælitæki sem mælir sjávarföll, heldur sig.“ Gísli segir ráðstefnuna hafa tekist afar vel og að gott sé að vera vel kynntur í samfélagi fræði- manna. Þá hafi myndarlega verið unnið að und- irbúningi á Höfn. Segir Albert Eymundsson, bæjarstjóri, að verið sé að markaðssetja bæinn sem ákjósanlegan ráðstefnustað. Gott dæmi um kunnáttu Íslendinga í hönnun brimvarnargarða er svonefndur bermugarður í Bolungarvík, en slíkur garður er með þykkri grjótvörn. Alþjóðleg ráðstefna um strandrannsóknir á Höfn í Hornafirði Íslendingar komnir á kortið Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Daninn Helge Gravesenog Norðmaðurinn dr.Emil Dahle voru í hópierlendra fræðimanna sem tóku þátt í ráðstefnunni. Helge er aðstoðarprófessor við tækniháskólann í Kaupmanna- höfn og sérfræðingur í hafn- argerð og strandverkfræði. Emil er skipaverkfræðingur og sér- fræðingur í öryggismálum sjófar- enda, auk þess sem hann hefur lengi unnið í rannsóknarnefnd sjóslysa í Noregi varðandi fiski- skip. Helge stýrði pallborðs- umræðum í lok ráðstefnunnar, þar sem meðal annars voru rædd- ar lausnir Íslendinga varðandi hönnun. Helge segir að mikilvægt sé að brimvarnargarðar séu gerðir rétt, svo að þeir skili hlutverki sínu, og er ánægður með íslensku lausnirnar. „Íslendingar hafa sér- þekkingu á vissum sviðum og fá þarna aðgang að fræðimönnum víða að úr heiminum. Það er mik- ilvægt fyrir okkur öll að hitta aðra vísindamenn, fá innblástur frá þeim og nýta til samráðs og ráðgjafar. Auðvitað keppum við um verkefni en andinn á milli okkar er mjög góður“. Emil segir að hið þéttofna upp- lýsinga- og öryggiskerfi fyrir sjó- farendur sem Íslendingar hafa þróað sé frábært, og að öll lönd ættu að taka það upp. Helge bendir á að gagnkvæmt traust milli aðila hafi gert kleift að byggja upp það upp, sem öðr- um hafi ekki tekist. Emil segir að í Noregi séu ör- yggismálin á höndum mismun- andi aðila í stjórnkerfinu og því hafi ekki gengið að byggja upp sterkt öryggiskerfi. Mikilvægast sé þó að sjófarendur nýti sér þær upplýsingar sem séu til staðar, til að auka öryggi sitt. Helge nefnir að lokum að til- komumikið sé hvernig Íslend- ingar takist á við þá hættu sem fylgi búsetu í nánd við jökla og mikla eldvirkni, en á ráðstefn- unni var meðal annars rætt um Kötluhlaup. Emil hlær við og bendir á að þeir séu alveg að fara heim. „Öll lönd ættu að taka upp íslenska öryggiskerfið“ Morgunblaðið/RAX Helge GravesenDr. Emil DahleSigurður Sigurðarson Gísli Viggósson (fyrir miðju), Ari Th. Thorsteinsson og Ingunn Erna Jóns- dóttir, en þau komu mest að undirbúningi ráðstefnunnar. brigðu og hollu umhverfi og lagði áherslu á sjálfbæra þróun. Heims- sýn, félag sjálfstæðissinna í Evr- ópumálum, lagði áherslu á að ef til valdframsals til alþjóðastofnana kæmi, þyrfti aukinn þingmeiri- hluta og helst þjóðaratkvæði til staðfestingar. Mannréttinda- skrifstofa Íslands vildi m.a. að við endurskoðunina yrðu mannréttindi höfð að leiðarljósi og lýðræðisleg þátttaka tryggð. Fulltrúi þeirra vakti einnig athygli á að væru efna- hagsleg og félagsleg réttindi ekki tryggð yrði borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda ekki not- ið. Fulltrúar stjórnarskrárnefndar voru Steingrímur J. Sigfússon og Þorsteinn Pálsson. Steingrímur sagði stóraukna alþjóðasamvinnu kalla á að þjóðir deildu með sér völdum og slíkt yrði að búa betur um í stjórnarskrá. Hann lagði áherslu á að ábyrgð á sjálfbærri þróun í umhverfismálum yrði lögð á alla. Steingrímur vildi her- og vopnleysi í stjórnarskrá og ís- lensku sem ríkismál. Hann vildi enn fremur sjá sjálfstæða kosningu um stjórnarskrá sem fram færi samhliða þingkosningum. Þor- steinn Pálsson sagði sum hugð- arefni eiga heima í stjórnarskrá en ekki önnur. Hann sagði réttindi og skyldur alls ekki mega slíta úr samhengi, þannig að einn megi eyða meðan annar þurfi að afla. Þorsteinn ræddi einnig nokkuð um hlutleysi Íslendinga í átökum. Sagðist hann ekki vilja binda hend- ur Íslendinga með stjórnarskrár- ákvæði um hlutleysi, þar sem það gæti komið í veg fyrir að Ísland tæki afstöðu í átökum þar sem mannréttindi og lýðræði lægju undir. Fjárstjórnin forsenda þingræðis Í umræðum í lok málstofunnar var nokkuð gengið á tíma Geirs H. Haarde, varaformanns stjórn- arskrárnefndar, sem sleit ráðstefn- unni og flutti lokaávarp. Hafði Steingrímur J. það í flimtingum að ræðan batnaði stöðugt eftir því sem á liði. Í ræðu sinni sagði Geir að ekki þýddi að ætla sér um of með endur- skoðun stjórnarskrárinnar í heild, þótt ekki hefði verið lokað á slíkt. Hann ræddi einnig um þjóð- aratkvæðagreiðslur og lagði þar áherslu á að tiltekinn fjölda þing- manna eða kjósenda ætti að þurfa til að krefjast þjóðaratkvæðis og þá fleiri en færri. Þjóðaratkvæði ætti að vera um mál sem væru óaft- urkallanleg og hefðu áhrif á alla. Auk þess sagðist Geir leyfa sér að ganga svo langt að segja að „Fjár- stjórn þingsins væri nauðsynleg forsenda þingræðis,“ og vísaði til þess að völd og ábyrgð þyrftu að fara þar saman. Hann taldi enn- fremur dómstóla illa fallna til að stjórna landinu og því þýddi ekki að hafa óljós ákvæði í stjórnarskrá. Ekki mætti koma til átaka á landa- mærum löggjafar- og dómsvalds- ins. s- ar, n vildi hluta f til korta inni. á að inni- engt. í ma nar al- mál- ri æri ð- væri finn rík- ana l rg nn- að áin af- eim rn- örg ttar um k- ir að t rétt paði hvort n- knar tan- ins í mtaka rna- sátt- menns ægu ikaði u sína m of ðva- eysi ngi vernd rá - krá til framtíðar æðisins Morgunblaðið/Jim Smart is rn- na á r. aps@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.