Morgunblaðið - 13.06.2005, Blaðsíða 28
28 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
FORELDRAR mínir, Valdimar
Kristjánsson og Magnúsína Magn-
úsdóttir, bjuggu í Svangrund á Refa-
sveit í A-Hún. frá far-
dögum árið 1933 til
jafnlengdar árið 1944.
Svangrund er um 6 km
norðan Blönduóss og
eru Bakkakot og
Sölvabakki, sem er
norðan megin, næstu
bæir. Þessar 3 jarðir
eru sjávarjarðir og
eiga sérhrognkelsa-
lagnir í sjó fyrir landi
sínu. Í jarðabók Árna
og Páls er þess getið,
að Svangrund á torf-
ristu ítak í Síðulandi
gegn uppsátri í Selvík í landi Svan-
grundar. Og Sölvabakki á sams kon-
ar ítak í landi Kúskerpis gegn upp-
sátri í Bakkavík í landi Sölvabakka.
Fleiri aðkomubátar en bátur Síðu-
bónda munu nokkuð oft hafa haft
uppsátur í Selvík. Að jafnaði munu
fleiri aðkomubátar hafa róið úr
Bakkavík en Kúskerpisbátur því á
Sölvabakka var heimræði og þaðan
var gert út á vertíðir
áður fyrr. Vegna að-
komu bátanna áttu
jarðirnar sérlagnir, oft-
ar en ekki þær bestu.
Þótti kostur, ef ekki var
langróið í lögnina og
þar væri lítil hætta á,
að netin ónýttust í stór-
veðrum og brimi.
Það er ekki ofmælt,
að nokkur eftirvænting
var í sveitinni ár hvert,
eftir því að hrognkelsin
færu að veiðast. Ný-
metið var vel þegið og
góður afli var mikil búbót.
Oft var einhver samvinna með
bændum frá áðurnefndum bæjum
um veiðina.
Ég man eftir lýsandi dæmi þess,
að réttur sérlagnanna var virtur. Í
Bakkakoti bjó Valdimar Stefánsson,
fræg veiðikló og frábær skytta. Þeir
nafnar, faðir minn og hann voru
gamlir og góðir kunningjar. Eitt
sinn kom hann til föður míns og var
honum mikið niðri fyrir. Blöndu-
ósingar höfðu lagt hrognkelsanet í
sérlögn Bakkakots.
Faðir minn ráðlagði nafna sínum
að kæra til sýslumanns yfirganginn.
Þetta gerði Bakkakotsbóndi og
næstu daga voru netin færð. Það var
þakkað röggsömu yfirvaldi.
Nú hafa þau stórmæli gerst, að
Hæstiréttur hefur skv. fréttum
dæmt sjómann í stórsektir fyrir það
eitt að veiða hrognkelsi innan sinna
netlaga og hagnýta sér veiðina.
Tvisvar í búskapartíð foreldra
minna í Svangrund rak þar á fjörur
lifandi loðnu í miklu magni. Drapst
hún að sjálfsögðu og spillti um tíma
allri fjörubeit. Nokkuð var hirt nýtt
og saltað til skepnufóðurs. Væri það
leyfilegt í dag? Hafa sjávarbændur
loðnukóta?.
Lifandi hafsíld var á síldarsumri
fyrir stríð, tekin í pollum við stór-
straumsfjöru og nýtt
af föður mínum, bæði til mann-
eldis og til skepnufóðurs. Hver yrði
sekt hans í dag?.
Sérhrognkelsalagnirnar skv.
framanrituðu nutu fyllsta réttar í
nokkrar aldir og voru virtar a.m.k. á
búskaparárum foreldra minna í
Svangrund. Hver er þessi réttur í
dag? Hér með skora ég á alla, sem
þekkja slík dæmi, sem ég hefi nú
greint frá, eða önnur svipuð að láta
frá sér heyra. Best er að koma því
efni til Ragnars Aðalsteinssonar hrl.,
sem fer með málefni bænda, sem
eiga veiðirétt í sjó skv. netlögum.
Sér hrognkelsa-
lagnir utan netlaga
Lárus Þ. Valdimarsson
ritar opið bréf til allra
sem málið kann að varða ’… Hæstiréttur hefurskv. fréttum dæmt sjó-
mann í stórsektir fyrir
það eitt að veiða hrogn-
kelsi innan sinna net-
laga og hagnýta sér
veiðina.‘
Lárus Þ. Valdimarsson
Höfundur er fv. framkvæmdastjóri.
MAT Á umhverfisáhrifum fram-
kvæmda hefur nú verið við lýði á Ís-
landi í rétt rúman áratug og hefur
oftar en ekki verið efni umræðna þar
sem sitt sýnist hverjum. VSÓ Ráð-
gjöf hefur með styrk Vegagerð-
arinnar og Landsvirkjunar nýverið
lokið við skýrslu sem fjallar um skil-
virkni mats á umhverf-
isáhrifum fram-
kvæmda. Verkið var
byggt á viðhorfskönnun
sem send var til fram-
kvæmdaraðila, ráð-
gjafa, umsagnaraðila,
sérfræðinga og annarra
sem að matinu koma.
Þetta er í annað sinn
sem VSÓ Ráðgjöf gerir
slíka könnun, en hin
fyrri var gerð árið 1999.
Markmið könnunar-
innar var meðal annars
að athuga hvort viðhorf
fólks til mats á um-
hverfisáhrifum hafi
breyst og að kanna skil-
virkni mats á umhverf-
isáhrifum fram-
kvæmda.
Niðurstöður könn-
unarinnar voru um
margt áhugaverðar og
verður stiklað á þeim
helstu hér á eftir.
Skýrsluna má finna á
www.vegagerdin.is
Það sem fyrst vekur athygli er að
tilgangur mats á umhverfisáhrifum
virðist ekki vera sá sami í lögum ann-
ars vegar og í hugum þátttakenda
könnunarinnar hins vegar. Ekki er
hér um vanþekkingu á tilgangi lag-
anna að ræða því allir svarendur
sögðust hafa kynnt sér lög og reglu-
gerð um mat á umhverfisáhrifum.
Sem dæmi um þetta misræmi þá
kemur það hvergi fram í markmiðum
laganna að matið eigi að leiða til þess
að framkvæmd hafi minni umhverfis-
áhrif en ella. Hins vegar telur meiri-
hluti þátttakenda að tilgangur mats-
ins sé að koma í veg fyrir eða breyta
framkvæmd og lágmarka þannig
áhrifin. Enda virðist, samkvæmt áliti
meirihluta þátttakenda, matið draga
úr áhrifum á umhverfið, hvort sem
það er ætlunin samkvæmt laganna
hljóðan eða ekki.
Annað athyglisvert atriði snýr að
eftirfylgni úrskurða í mati á um-
hverfisáhrifum. Eftir feril matsvinnu,
samráðs og úrskurðar virðist ekkert
taka við sem tryggir að ákvæði úr-
skurðar séu uppfyllt eða að ráðist sé í
mótvægisaðgerðir. Með öðrum orð-
um er eftirliti með að úrskurði sé
framfylgt talsvert ábótavant.
Í könnuninni var spurt um umfjöll-
un aðal- og aukaatriða í mats-
skýrslum. Um helmingur þátttak-
enda taldi mjög vel eða vel tekið á
umhverfisþáttum sem skipta máli og
sömuleiðis taldi helmingur of ítarlega
tekið á umhverfisþáttum sem ekki
skipta máli. Hér skal taka það fram
að mat manna á því sem
skiptir máli eða ekki get-
ur verið æði misjafnt.
Þessar niðurstöður
benda þó til þess að of ít-
arlega sé farið í auka-
atriði á meðan gera
mætti aðalatriðum hærra
undir höfði. Svör um það
hvernig bæta mætti skil-
virkni matsins renna
stoðum undir þessa
ályktun því þar kom
sterklega fram að þátt-
takendur vilja styrkja
umfjöllun um aðalatriði
og að dregið verði úr
kröfum um umfjöllun
minna mikilvægra atriða.
Því til áréttingar má
benda á að nær allir töldu
að umfjöllun um fram-
kvæmd og hönnun væri
gerð góð skil á meðan
talsvert færri töldu vel
staðið að umfjöllun um
mótvægisaðgerðir, nú-
verandi ástand og áhrif á
umhverfi og samfélag. Virkt samráð
á milli umsagnaraðila og fram-
kvæmdaraðila sem hæfist fyrr gæti
hjálpað til við að greina á milli aðal-
og aukaatriða. En til þess að það
megi verða þarf að skilgreina hlut-
verk umsagnaraðila betur þar sem
nokkur óvissa virðist ríkja um verk-
svið þeirra í dag. Þannig taldi aðeins
fjórðungur þátttakenda að verksvið
og hlutverk umsagnaraðila í matinu
væri mjög eða frekar vel skilgreint
og aðeins 36% taldi umfjöllun um-
sagnaraðila hlutlausa.
Breytingar sem hafa orðið á við-
horfi þátttakenda frá könnuninni árið
1999 eru helst þær að þeim hefur
fækkað sem telja að lögin stuðli að
þátttöku almennings sem er umhugs-
unarvert sérstaklega í ljósi þeirrar
áherslu sem lögð er á þátttöku al-
mennings og íbúalýðræði í dag. Þeim
hefur fækkað sem telja ráðgjafa við-
hafa fagleg vinnubrögð í matsvinn-
unni en þó er meirihluti þátttakenda
á þeirri skoðun að framkvæmdarað-
ilar, sérfræðingar (rannsóknaraðilar)
og ráðgjafar standi faglega að mat-
inu. Þrátt fyrir að helmingur þátttak-
enda telji umfjöllun í matsskýrslum
mjög oft eða oft hlutlausa þá hefur
þeim fjölgað sem telja hlutleysis
mjög eða frekar sjaldan gæta í um-
fjöllun í matsskýrslum. Talsverð
fjölgun hefur orðið í hópi þeirra sem
telja matið hafa áhrif á staðsetningu
og hönnun og sömuleiðis hefur þeim
fjölgað sem telja matið hafa dregið úr
áhrifum á umhverfið.
Hver er þá niðurstaðan? Er mat á
umhverfisáhrifum framkvæmda skil-
virkt? Svarið við þessu er ekki ein-
hlítt. Góðu fréttirnar eru þær að mat-
ið virðist draga úr áhrifum
framkvæmda á umhverfið og myndu
margir sjálfsagt telja að þar með
væri tilganginum náð. Á hinn bóginn
þarf greinilega að huga að nokkrum
þáttum til þess að treysta skilvirkn-
ina, en samkvæmt þátttakendum við-
horfskönnunarinnar er það hægt
með því að:
Einfalda matið, lög og reglur
Halda sig við aðalatriðin
Útbúa skýrari forskrift að mati
Auka samráð og samvinnu
Skilgreina betur hlutverk og
verksvið umsagnaraðila.
Það verður því spennandi að sjá
hvort endurskoðuð lög um mat á um-
hverfisáhrifum komi til með að taka á
ofangreindum atriðum.
Skilvirkni mats á
umhverfisáhrifum
Auður Magnúsdóttir fjallar
um mat á umhverfisáhrifum
Auður
Magnúsdóttir
’Góðu frétt-irnar eru þær
að matið virð-
ist draga úr
áhrifum fram-
kvæmda á um-
hverfið …‘
Höfundur er starfsmaður
VSÓ Ráðgjafar.
FYRR á öldum var latína al-
þjóðamál, sem eingöngu mennta-
menn töluðu og skrifuðu, en hún
má sannarlega muna sinn fífil fegri,
enda er nokkuð langt um liðið síðan
enska ruddi þessari forntungu al-
veg úr vegi og tók þannig alveg yf-
irhöndina sem alþjóðamál og hafði
óneitanlega þann höfuðkost fram
yfir það fyrrnefnda að vera bæði
aðgengilegri og auðlærðari og enn-
fremur laus við að vera aðeins
einkamál menntamanna.
Áður en meira er sagt er rétt að
geta þess að fyrir meira en einni
öld á að giska fengu nokkrir bjart-
sýnir málvísindamenn þá flugu í
höfuðið að unnt væri að setja sam-
an alþjóðamál úr einskonar sam-
bræðingi ýmissa tungumála og
kölluðu fyrirbærið „esperanto“.
Orðið sjálft vísar til vonar, en það
má hins vegar til
sanns vegar færa að
þetta nýja alþjóðamál
hafi reynst hálfgerður
vonarpeningur, enda
ekki hlaupið að því að
búa til tungumál í
einskonar til-
raunaglasi, því fór sem
fór og er því ekki of-
mælt að lífdagar
esperantos séu þar
með taldir.
Fyrir nokkrum ára-
tugum var haft viðtal
við unga íslenska mál-
vísindakonu er numið hafði fræði
sín í háskóla nokkrum í Bandaríkj-
unum og lokið þar námi með glæsi-
brag. Hún hafði vitanlega frá ýmsu
fróðlegu að segja, en það sem vakti
greinilega mestu athygli manna var
sú staðreynd að hún hafði engar
sérstakar taugar til ylhýra málsins
okkar og taldi það reyndar mestu
fásinnu að jafn fámenn þjóð og við
Íslendingar skyldum enn vera að
burðast við að tala okkar eigið
tungumál í stað þess að taka upp
t.d. ensku og verða þannig gjald-
gengari hvar sem er í heiminum.
Henni láðist hins vegar alveg að
geta þess hversu fjölmenn þjóð
þyrfti að vera til að geta leyft sér
þann munað að mæla á eigin tungu,
ein milljón eða kannski tíu millj-
ónir.
Í sama streng tekur reyndar
David Crystal, enski málvís-
indamaðurinn er sótti nýlega mál-
þing hér í Reykjavík, enda er eng-
an veginn ofmælt að þau bæði kveði
upp hálfgerðan dauðadóm yfir
tungumálum sem mælendur eiga
fáa. Er nokkur ástæða til að út-
rýma þeim rétt eins og kaupmann-
inum á horninu? Eiga þau ekki í
einu orði sagt jafnmikinn til-
verurétt og aðgangsfrekt alþjóða-
mál?
Sé vikið að hreinum tungum,
mishreinum og óhreinum er óhætt
að fullyrða með nokkuð gildum rök-
um að engin tunga sé tandurhrein.
Í íslensku finnst t.a.m. nokkur
fjöldi tökuorða, en þau
eru langtum færri en í
ensku, sem veit ekki
tökuorða sinna tal.
Af erindi þessa
enska fræðimanns
mátti helst ráða að
okkur Íslendingum
væri fyrir bestu að
gefa alla nýyrðasmíð
alveg upp á bátinn og
nota frekar erlend orð
og orðtök í ríkara
mæli. Sem betur fer
sætti þetta viðhorf vel
rökstuddri gagnrýni í
ágætum greinum í Morgunblaðinu
eftir Kristin Kristmundsson, fyrr-
verandi skólastjóra, Þorgrím
Gestsson, blaðamann, svo og leið-
arahöfund blaðsins. Sá síðastnefndi
taldi m.a. upp nokkur falleg nýyrði.
Við þann ágæta lista mætti gjarnan
bæta þyrlu og síma. Stöndum við
öll í ómældri þakkarskuld við þá
hugmyndaríku og skapandi menn
sem auðgað hafa íslenska tungu
með óviðjafnanlegum orðum sem
þessum.
Mér er ennfremur spurn hver
hefðu orðið viðbrögð manna á borð
við Jónas Hallgrímsson, Rasmus
Kr. Rask og Jean Paul Brillouin,
franska konsúlinn, við ofan-
greindum ummælum væru þeir nú
á meðal vor. Vel á minnst, sá síðast-
nefndi sem bjó á Höfða fyrir fyrri
heimsstyrjöldina sagði einhverju
sinni að engin þjóð ætti fegurri
kveðju en við Íslendingar. Kveðju
sem við öll þekkjum en notum nú æ
sjaldnar og hljóðar svona: „Komdu
og vertu sæll“. Ég efast stórlega
um að konsúllinn, þessi frábæri
málamaður, hefði kunnað að meta
útlensku á borð við „hæ“ og „bæ“
sem nú er svo að segja á hvers
manns vörum. Er þetta virkilega
það sem við viljum?
Sá sem hér heldur á penna á erf-
itt með að botna í þeim náungum
sem virðast leggja allt sitt kapp við
að losa okkur við tungumál fá-
mennra landa eða þjóðarbrota ef
ekki hreinlega að ganga alveg af
þeim dauðum. Fari tungum þeim
sem jarðarbúar tjá sig á fækkandi
yrði tungumálaflóra okkar um leið
fáskrúðugri og fátæklegri. Yrði það
æskileg þróun? Tæplega.
Þegar spænsku nýlenduherr-
arnir lögðu undir sig Suður- og
Mið-Ameríku ásamt Mexíkó kváð-
ust þeir m.a. gera það í þeim há-
leita tilgangi að mennta og kristna
villimenn og skrælingja enda voru
jafnan prestar og trúboðar í far-
arbroddi innrásarherja þeirra, en
áhöld eru enn um það meðal fræði-
manna hvorir voru í rauninni sann-
eða siðmenntaðri, Spánverjar eða
svonefndir „frumbyggjar“ og megi
í því sambandi benda aðeins á Maj-
ana og meistaraleg og frábær
mannvirki þeirra, svo og Inkana og
ótrúlegar skurðaðgerðir þeirra á
höfuðkúpu sjúklinga er fram-
kvæmdar voru með borunum eins
og nú tíðkast á vorum dögum.
En eitt er víst að Spánverja vant-
aði ekki sjálfsálit frekar en aðra ný-
lenduherra. Ljóðlist Majanna sem
varðveitt var á einskonar bark-
arþynnum var þeim slíkur þyrnir í
augum að þeim þótti full ástæða til
að eyða þeim að mestu sem hverju
öðru illgresi. Menn hafa lygilega
gott lag á því að réttlæta vafasöm-
ustu gjörðir sínar í nafni hugsjóna
eins og t.a.m. trúar sinnar sem þeir
telja jafnan vera þá einu réttu eða
þá í nafni óljósra hugmynda um
lýðræði eins og nú er títt á vorum
dögum.
Nýlega var greint frá því í Víð-
sjárþætti RÚV að bandarísk
menntakona sem lengi hefur verið
búsett í Mexíkó hafi komist í kynni
við afkomendur Majanna í suður-
hluta landsins, einkum konur og
lært mál þeirra. Enda þótt þær
væru ólæsar voru þær engu að síð-
ur allar talandi skáld, þ.e.a.s. þær
töluðu allar eingöngu i bundnu
máli. Að mínu viti er slíkur fundur
gulls ígildi og ef til vill miklu meira
en það.
Megi tungur fámennra þjóða lifa
sem lengst, enda eru þær gersemar
sem okkur ber siðferðileg skylda til
að slá skjaldborg um svo lengi sem
við drögum andann.
Er móðurmál
okkar í hættu?
Halldór Þorsteinsson
fjallar um móðurmálið ’Megi tungur fámennraþjóða lifa sem lengst,
enda eru þær gersemar
sem okkur ber siðferði-
leg skylda til að slá
skjaldborg um…‘
Halldór Þorsteinsson
Höfundur er skólastjóri
Málaskóla Halldórs.