Morgunblaðið - 13.06.2005, Síða 30
30 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ástkær dóttir mín, móðir, tengdamóðir, amma
og systir,
SVAVA EGGERTSDÓTTIR,
frá Vestmannaeyjum,
er látin.
Jóna Guðrún Ólafsdóttir,
Eggert Jón Magnússon, Hildur Björk Leifsdóttir,
Guðrún Björk Magnúsdóttir, Kristbjörn Gunnarsson,
Sigurður Hjalti Magnússon, Íris Aðalsteinsdóttir,
barnabörn og systkini hinnar látnu.
✝ Hrafn Pálssonfæddist í Reykja-
vík 16. ágúst 1950.
Hann lést 3. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Valdís Er-
lendsdóttir, f. 29.
nóvember 1929, og
Páll Andrés Arnljóts-
son, f. 4. desember
1927, d. 26. júní 1959.
Bræður Hrafns eru:
1) Örn Pálsson, f. 11.
desember 1948,
kvæntur Margréti
Haraldsdóttur , f. 12.
júlí 1948, börn þeirra
eru: A) Auður, gift Inga Rafni
Össurarsyni, hún á tvo drengi frá
fyrra hjónabandi. B) Valdís, sam-
býlismaður Þorlákur Runólfsson,
eiga tvo drengi. C) Haraldur, sam-
býliskona Erla María Andrésdótt-
ir. 2) Erlendur Páls-
son, f. 1. maí 1955,
kvæntur Elsu Jóns-
dóttur, f. 5. júní
1957. Börn þeirra
eru: Páll Arnar,
Hlynur og Telma.
Hrafn lærði til
þjóns á Hótel Loft-
leiðum og lauk
sveinsprófi 1971.
Hann fékk meistara-
réttindi 1981 og
starfaði á hinum
ýmsu veitingastöð-
um í gegnum tíðina
en síðustu árin rak
hann ásamt Erlendi bróður sínum
Veitingahúsið Opus í Hafnar-
stræti.
Hrafn verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Það var sárt að heyra að elskuleg-
ur frændi minn væri fallinn frá,
svona óvænt og skyndilega. Það að
setjast niður og skrifa nokkur orð til
að minnast hans var ekki það sem ég
átti von á að gera á næstu árum. Þeg-
ar ég hugsa til liðinna ára er margs
góðs að minnast af Hrafni frænda,
eða Labba eins og við systkinin köll-
uðum hann á yngri árum.
Þó að samskipti okkar hefðu
minnkað með árunum þá var alltaf
eins og við hefðum hist í gær. Hann
var alltaf einstaklega góður frændi.
Frá barnæsku minnist ég þess
hversu góður hann var alltaf við okk-
ur systurnar. Alltaf var hann tilbúinn
að leika við okkur í þeim uppátækj-
um sem okkur datt í hug og setti sig í
hlutverk og var með.
Á seinni árum hittumst við oftast
hjá ömmu í Langó. Það var aðdáun-
arvert að sjá hve góður hann var allt-
af við ömmu. Hann tók hana með í
allt sem hann gerði, bauð henni út að
borða og keyrði hana um allan bæinn
í bíltúr. Það var alltaf gaman þegar
þau fóru í bíltúr í Grafarholtið og
komu í heimsókn til mín. Þá sátum
við og töluðum um daginn og veginn,
alltaf horfði hann aðdáunaraugum á
golfvöllinn og sagði: „Ég vann við að
leggja þennan golfvöll, þá var þetta
uppi í sveit.“
Það var alltaf stutt í húmorinn hjá
honum og auðvelt var að fá hann til
að hlæja.
Hann var einstakur fagurkeri,
vildi hafa fallega hluti í kringum sig
og tókst það svo vel allt sitt líf.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Elsku amma. Megi guð styrkja þig
á þessum erfiðu tímum.
Valdís Arnardóttir.
Það var erfiður dagur þegar
mamma hringdi í mig heim til Eng-
lands og sagði mér að Hrafn frændi
(eða Labbi frændi eins og ég kallaði
hann þegar ég var lítil) væri dáinn.
Ég trúði ekki mínum eigin eyrum.
Minningarnar streymdu fram og
augun fylltust af tárum en ég man að
ég var svo fegin að hafa gefið honum
stórt knús þegar við kvöddumst um
jólin.
Hrafn var yndislegur í alla staði,
átti glæsilegt heimili og var mikill
gestgjafi. Það var alltaf svo gaman að
hitta hann og mikið gátum við talað
þegar við hringdumst á. Hann var
alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd
og engin orð fá því lýst hversu góður
hann var við ömmu en það segir allt
um það hversu frábær maður hann
var.
Missirinn er mikill eins og alltaf
þegar einhver kveður en minning-
arnar um uppáhalds frænda minn
varðveiti ég vel í hjarta mínu.
Bless, elsku besti frændi. Megi
guð geyma þig og gefa okkur hinum
sem eftir erum allan þann styrk sem
við þurfum á þessum erfiðu stundum.
Auður.
Með nokkrum fátæklegum orðum
langar mig að minnast eins besta vin-
ar míns, Hrafns Pálssonar, sem lést
fyrir nokkrum dögum, langt fyrir
aldur fram.
Stundum er sagt að menn verði að
vera dánir til að vel sé um þá talað og
af sanngirni. Menn verði ekki góðir í
samfélagi manna fyrr en eftir að þeir
kveðja þessa jarðvist. Það átti ekki
við um Hrafn Pálsson. Hann var í lif-
anda lífi góður maður og vel þokk-
aður af öllum samferðamönnum.
Ljúfur í lund og með afar góða ná-
vist. Sannkallaður mannkostamaður.
Það voru forréttindi, sem ég verð æv-
inlega þakklátur fyrir, að fá að njóta
vináttu við þennan góða mann.
Ég kynntist Krumma, eins og
hann var oft kallaður, í veitingahús-
inu Naustinu fyrir 30 árum. Hann
starfaði þar sem framreiðslumaður
og lærði ég þar þá iðn einnig, – með
hann sem minn helsta læriföður. Af
honum var allt hægt að læra sem
góður framreiðslumaður þarf að hafa
til að bera, s.s. heiðarleika, kurteisi,
samvinnu, snyrtimennsku. Enda var
það svo að hann var jafnan eftirsótt-
ur starfskraftur og ávallt vinsæll
meðal vinnufélaga.
Allt frá kynnum okkar í Naustinu
forðum daga myndaðist með okkur
Hrafni órjúfanleg vinátta – vinátta
sem er nú rofin með ótímabærri
kveðjustund.
Eftir sitjum við vinir og ættingjar
með sorg og eftirsjá, sem nístir hjart-
að.
Síðustu árin höfum við báðir verið
önnum kafnir við rekstur á eigin fyr-
irtækjum og því miður gleymir mað-
ur í því kapphlaupi oft því mikilvæg-
asta, sem er fjölskyldan og traustir
vinir. Hvað ég gæfi ekki fyrir fleiri
góðar samverustundir með Hrafni
vini mínum. En af því verður ekki í
þessari tilveru.
Minningarnar skjóta upp kollin-
um. Nú fer ég ekki lengur á Þorláks-
messu með dætur mínar á fund
Krumma og við skiptumst á gjöfum.
Þau verða ekki fleiri símtölin á kvöld-
in til að ræða daginn og veginn og
reksturinn.Upp rifjast ferðin góða til
Noregs þar sem við unnum saman og
leigðum okkur íbúð saman. Það voru
góðir dagar. Ég tolldi ekki hjá Norð-
mönnum nema í hálft ár, en Hrafn
varð eftir og dvaldist þar í ein fimm
ár í góðu yfirlæti og lagði gott til
norsks samfélags. Síðan kom hann til
baka og vann þá sem þjónn á veit-
ingastöðum og þar á meðal hjá mér.
Síðar stofnaði Hrafn sitt fyrirtæki
með Ella bróður sínum og ráku þeir
það með miklum sóma. Samheldni
þeirra bræðra var til fyrirmyndar.
Og ekki má gleyma öðlingskonunni
Valdísi, móður þeirra, sem studdi þá
með ráðum og dáð.
Ekki kann ég frekar en aðrir svör-
in stóru við þeirri spurningu, hvers
vegna góðir menn eru á einu auga-
bragði kallaðir á brott. Þau svör kann
Hrafn nú vonandi skil á verandi á
öðru tilverustigi.
Elsku Valdís mín, ég veit að sorg
þín er mikil. Megi góður Guð styrkja
þig og hugga. Þá er hugur minn einn-
ig hjá kærum bræðrum Hrafns og
fjölskyldum þeirra.
Ég vil að leiðarlokum þakka mín-
um kæra vini fyrir samferðina og
trausta og góða vináttu, sem aldrei
bar skugga á. Góðmennska Krumma
í garð barna minna verður einnig
seint fullþökkuð.
Guð geymi þig, góði vinur.
Jóhannes Viðar Bjarnason.
Föstudagurinn 3. júní rann upp
bjartur og fagur. Sólin skein og sum-
arið var loksins komið. En þennan
dag dró skyndilega ský fyrir sólu
þegar síminn hringdi og mér var til-
kynnt að minn besti vinur Hrafn
Pálsson hefði fallið frá mjög skyndi-
lega og langt fyrir aldur fram. Þetta
var reiðarslag fyrir alla. Leiðir okkar
Krumma eins og vinir hans kölluðu
hann alltaf lágu saman fyrir um 17
árum, er við hófum bæði störf um
haust í Þórskaffi við Brautarholt.
Með okkur myndaðist vinátta sem
aldrei bar skugga á. Við töluðum
saman oft í viku í síma eða hann kom
í kaffi heim til mín. Krummi var
hreinn og beinn, sagði sínar skoðanir
tæpitungulaust og oft var gaman að
heyra í honum tala um þjóðmálin, því
hann hafði skoðanir á þeim eins og
gengur og gerist. Krummi átti fallegt
heimili og hafði virkilega gaman af
því að hafa fallegt í kringum sig enda
smekkmaður mikill. Honum fannst
gaman að eiga góða og fallega bíla og
þar af leiðandi oft að skipta um bíla.
Hann sá líka um að bíllinn væri alltaf
vel bónaður og þrifinn. Hann sá ekki
bara um að þrífa sinn bíl, heldur tók
oft bíl móður sinnar og þreif hann
líka. Hann var mjög duglegur að
hjálpa henni og var einstaklega góð-
ur við hana og því er missir hennar
mjög mikill. Krummi var menntaður
framreiðslumaður og vann við fagið
alla tíð ef frá eru talin nokkur á sem
hann og Elli bróðir hans ráku saman
söluturn sem þeir keyptu í Engi-
hjalla í Kópavogi. Eftir að þeir bræð-
ur seldu söluturninn, keyptu þeir
saman Píanóbarinn í Bankastræti og
breyttu honum fyrir um tveimur ár-
um og gáfu nýtt nafn Opus 7. Missir
Ella er mikill því Krummi var ekki
bara bróðir, heldur líka mjög góður
vinur og besti félagi hans.
Krummi var einstaklega góður
heim að sækja og skiptumst við á að
bjóða hvort öðru í mat og stækkaði
hópurinn þegar Elsu og Ella var boð-
ið í hópinn líka og var það gaman.
Þetta voru skemmtileg og afar glæsi-
leg kvöld og komum við til með að
sakna þeirra.
Þegar við Þórhallur ákváðum að
gifta okkur kom aldrei annað til
greina en minn besti vinur mundi
leiða mig upp að altarinu og eftir smá
umhugsun þá ákvaðstu að gera það
og er ég þér ævinlega þakklát fyrir
það, elsku Krummi minn. Ég man að
þú sagðir að þú gætir ekki neitað
þinni bestu vinkonu um þennan
greiða. Þetta var yndislegur dagur
og yndisleg athöfn. Einnig langar
mig að minnast þess að Valdís dóttir
okkar kallaði þig alltaf Krumma afa
og mun hún sárt sakna þín, en er sér-
staklega ánægð yfir því að þú sást
þér fært að koma í ferminguna hjá
henni um síðustu páska.
Nú skiljast leiðir okkar í bili en við
hittumst aftur á öðrum stað. Vertu
sæll, elsku vinur minn, og þakka þér
fyrir allt og allt.
Ég vil að lokum senda móður,
bræðrum og öðrum fjölskyldumeð-
limum þeirra mínar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Megi góður Guð
styrkja þau í þeirra miklu sorg. Guð
blessi ykkur öll.
Þín vinkona,
Elín Margrét Jóhannsdóttir.
Elsku Hrafn. Við vorum staddir
saman, ég og Rikki, þegar síminn
hringdi. Eva var á línunni og færði
okkur þær sorgarfréttir að þú værir
farinn. Við stigum út úr bílnum og
reyndum að átta okkur á því hversu
fljótt lífið getur breyst. Við vorum
búnir að vera að undirbúa tískusýn-
inguna allan daginn og ætluðum að
fara yfir síðustu málin með þér um
kvöldið. Þú varst okkur alltaf meira
en bara yfirmaður, þú varst okkur
kær vinur sem alltaf var svo gaman
að tala við. Við munum sakna þess að
mæta á Opus og geta ekki eytt fyrsta
klukkutímanum af vaktinni inní eld-
húsi að tala við þig um daginn og lífið
einsog við gerðum svo oft. Við getum
bara með engum orðum lýst því hve
mikill söknuður okkar er. En við
þökkum guði fyrir þær stundir sem
við áttum með þér og erum þakklátir
fyrir það að hafa kynnst þér og átt
þær stundir með þér sem við áttum.
Þínir vinir
Andri og Ríkharð.
HRAFN
PÁLSSON
✝ Valgerður EstherJónsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 15.
júní 1934. Hún andað-
ist í Ogden í Utah í
Bandaríkjunum 27.
október 2003. For-
eldrar hennar voru
Sigurlaug Guð-
mundsdóttir, f. 22.
desember 1905, d. 12.
nóvember 1991 og
Jón Vigfússon, f. 12.
ágúst 1899, d. 6. des-
ember 1978. Systir
hennar var María
Guðrún flugfreyja, f.
1. nóvember 1932, d. 14. apríl
1963, dóttir hennar er Sigurlaug
Halldórsdóttir, f. 9. nóvember
1959, gift Pálma Gestssyni.
Esther giftist 13. maí 1961 Ray-
mond Miller, f. 7. nóvember 1937,
d. 4. júní 1994. Foreldrar hans
voru Elizabeth Miller og Arch Mill-
er. Synir Estherar og Raymonds
eru: 1) Jón Raymond Miller, f. 30.
janúar 1962, kvæntur Ragnhildi
Rúriksdóttur, f. 12. febrúar 1964,
börn þeirra eru Rú-
rik Rafnar, f. 27.
mars 1997 og Vera
Björk, f. 2. júní 2001.
2) Rangkene Miller,
f. 5. desember 1963, í
sambúð með Rex-
Anne Bock, f. 25. júlí
1970. Dætur þeirra
eru Jordan Rae, f. 25.
júlí 2001 og Katrín
Elise, f. 23. júní 2003.
Áður en Esther
giftist vann hún ýmis
verslunarstörf hér
heima. Hún bjó til
fjölda ára í Banda-
ríkjunum, m.a. í Texas, Arizona,
Tennessee og Kaliforníu og hún
bjó einnig í Þýskalandi um tíma.
Árið 1981 flutti Esther til Íslands
og bjó þá á Reynimel 52 og vann
hér ýmis verslunarstörf, lengst af í
versluninni Veiðimanninum. Árið
1992 flutti hún aftur til Bandaríkj-
anna og bjó síðan í Utahfylki.
Esther verður jarðsungin frá
Kapellunni í Fossvogi í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Í dag, mánudaginn 13. júní, verður
minningarathöfn um frænku mína
Esther Jónsdóttur, sem andaðist í
Bandaríkjunum Sonur hennar Jón
Miller og Ragnhildur kona hans
komu með ösku hennar til Íslands og
leggja til hinstu hvíldar við hlið for-
eldra Estherar, Sigurlaugar Guð-
mundsdóttur og Jóns Vigfússonar af-
greiðslumanns, og Maríu systur
hennar.
Esther ólst upp í Vesturbænum og
þá lengst af á Hringbraut 47 í góðu yf-
irlæti foreldra og systur en þær voru
mjög samrýndar og það var mikið
áfall fyrir fjölskylduna, þegar María
flugfreyja fórst í Hrímfaxaslysinu í
Noregi 1963 og þá ekki síst fyrir unga
dóttur hennar Sigurlaugu (Dillý), sem
amman og afinn tóku að sér að ala
upp og gerðu það með miklum sóma.
Esther flutti um þetta leyti til
Bandaríkjanna með manni sínum,
Raymond Miller, en honum hafði hún
kynnst hér, en hann var veðurfræð-
ingur bandaríska hersins á Keflavík-
urflugvelli. Esther og Miller slitu
samvistum í kringum 1981 og flutti
Ester þá til Íslands og bjó með móður
sinni, sem þá var flutt á Reynimelinn
og áttu þær mæðgur nokkur góð ár
saman ásamt dóttur Maríu, Dillý.
Esther afgreiddi þá í versluninni
Veiðimaðurinn í Hafnarstræti og skil-
aði góðu starfi, enda vön, vann á yngri
árum hjá Silla og Valda í versluninni
við Freyjugötu, og versluninni Best í
Vesturveri í Morgunblaðshúsinu við
Aðalstræti.
Eftir andlát móður sinnar flutti
Ester aftur út til Bandaríkjanna og
bjó hjá yngri syni sínum Rangkene til
dauðadags.
Við frændsystkin og vinir á Íslandi
kveðjum Esther og vottum eftirlif-
andi börnum og fjölskyldu samúð
okkar.
Halldór Sturla Friðriksson.
ESTHER
JÓNSDÓTTIR
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
RAGNHILDUR ÞORGEIRSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
áður Álfaskeiði 49,
Hafnarfirði,
lést þann 11. júní sl. að Hrafnistu Hafnarfirði
Þorgeir Sæmundsson, Margrét Guðmundsdóttir,
Helgi Sæmundsson, Guðbjörg Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.