Morgunblaðið - 13.06.2005, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 31
MINNINGAR
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
LEGSTEINAR
Helluhrauni 10, 220 Hf. • sími 565 2566
Englasteinar
LEGSTEINAR
Steinsmiðjan MOSAIK
Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík
sími 587 1960 • www.mosaik.is
✝ Ólafur E. Egg-ertsson fæddist í
Ólafsvík 9. nóvember
1939. Hann lést 3.
júní síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Katrín Ólafsdóttir og
Eggert Hjartarson.
Maki Ólafs var
Ingveldur Ingvadótt-
ir, f. 9.11. 1943. Börn
þeirra eru: 1) Katrín
Ólafsdóttir, f. 17.8.
1970. Barn hennar er
Alexandra Noor
Douglas, f. 16.2.
1990. 2) Ólafur Ólafs-
son, f. 7.5. 1973, maki: Harpa
Lúthersdóttir, f. 5.10. 1977. Börn
þeirra: Ísak Lúther Ólafsson, f.
24.7. 1996; Adam Dagur Ólafsson,
f. 30.6. 1999, og Gabriel Natan
Ólafsson, f. 18.2. 2004. Fósturdæt-
ur Ólafs Eggertsson-
ar eru: 1) Guðrún H.
Sigfúsdóttir, f. 30.3.
1963. Dóttir hennar
er Karlotta Sif Ólafs-
dóttir, f. 11.2. 1985.
2) Heiðrún Sigfús-
dóttir, f. 21.10. 1964,
maki Kristján Garð-
arsson, f. 16.3. 1963.
Börn þeirra eru:
Davíð Kristjánsson,
f. 9.8. 1983; Emil K.
Kristjánsson, f. 15.3.
1988; Hjörtur Krist-
jánsson, f. 17.1.
1990; Inga Hrönn
Kristjánsdóttir, f. 12.3. 1992; og
Dagbjört H. Kristjánsdóttir, f.
18.9. 1995
Útför Ólafs verður gerð frá
Hafnarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.
Föstudagskvöldið 3. júní sl. lést á
heimili sínu í Hafnarfirði Ólafur
Emil Eggertsson á sextugasta og
sjötta aldursári eftir skammvinn
veikindi. Við þessi tímamót þegar
þið Karon leysið landfestar og hald-
ið yfir fljótið langar mig til að
kveðja þig, svili minn og góði vinur,
með stuttu minningarbroti og ósk
um fararheill.
Eitt af fyrstu verkum konu minn-
ar eftir að okkar kynni hófust var
að draga mig suður á Álftanes og
kynna mig þar fyrir Ingveldi systur
sinni og Ólafi manni hennar, en
með þeim systrum hefur alla tíð
verið afar kært og mikið og gott
samband milli þeirra. Inga og Óli
bjuggu þá í Tröð á Álftanesi, göml-
um sveitabæ, með tveimur nær
uppkomnum börnum sínum, Kötu
og Óla litla, en tvær dætur Ingu og
fyrri manns hennar, Guðrún og
Heiða, voru farnar að búsýsla sjálf-
ar með sínum mönnum. Ekki voru
húsakynni þannig í Tröð að hægt
væri að segja að þar væri hátt til
lofts og vítt til veggja. Þó fann mað-
ur aldrei til þrengsla þó oft væri
setinn bekkurinn og má segja að
þar hafi sannast kenningin um að ef
hjartarýmið er nóg mun ekki skorta
húsrýmið.
Úr Tröð var víðsýni mikið og fal-
legt að horfa út yfir Faxaflóann til
Jökulsins og um fjallhringinn, um-
hverfi sem vel átti við náttúrubarn-
ið Óla.
Síðar fluttust þau Inga og Óli í
Hamrahlíð í íbúð í húsi Blindra-
félagsins en þar tók Óli jafnhliða
starfi sínu sem sölumaður hjá
Blindraiðn að sér starf húsvarðar
og sinnti því starfi af mikilli alúð til
margra ára eða þar til hann veiktist
sl. vetur.
Það kom fljótlega í ljós að okkur
Óla varð vel til vina, áttum gott
með að tala saman áttum enda
mörg sameiginleg hugðarefni um
lífið og tilveruna sem gaman og
fróðlegt var að ræða við hann um.
Óli var langt frá því að vera allra
og virtist við fyrstu kynni hálfgerð-
ur einfari, skrápurinn stundum í
hrjúfara lagi á yfirborðinu en ekki
þurfti djúpt að skyggnast undir yf-
irborðið til að finna að þar fór ein-
stakur persónuleiki, félagsvera með
hlýjar tilfinningar til alls sem lífs-
anda dregur. Þá var náttúran og
undur hennar Óla ekki síður hug-
leikin og spjölluðum við oft um þau
fyrirbæri.
Ekki þurfti að ganga gruflandi
um skoðanir Óla á hlutunum léti
hann þær á annað borð uppi var
það gert á kjarnyrtu máli, engar
hálfkveðnar vísur og fór ekki milli
mála hvað hann átti við.
Svili minn sóttist ekki eftir met-
orðum né söfnun veraldarauðs og
vísaði ef þess háttar mál bar á
góma gjarnan í helga bók um fugla
himinsins og liljur vallarins, en
stundum í húsfreyjuna á Útirauðs-
mýri um búsorgir efnafólks í Sjálf-
stæðu fólki. Óli var víðlesinn og
hefði eflaust átt gott með lang-
skólanám hefðu örlagadísir spunnið
honum þann vef. Oft var hjá honum
að finna hafsjó af fróðleik um
óskyldustu málefni sem hann hafði
þá aflað sér þekkingar um með
lestri eða á annan aðgengilegan
hátt.
Við Rakel Rut áttum erindi í
Reykjavík sl. vetur og heimsóttum
þá eins og oftast á ferðum okkar
Ingu og Óla í Hamrahlíðina. Óli var
þá nýkominn heim af sjúkrahúsi
eftir alvarleg veikindi, en batahorf-
ur taldar sæmilega góðar. Við svil-
arnir sátum í stofu en systurnar
voru frammi í eldhúsi margt að
spjalla og hafa til veitingar. Óli
hafði orð á því hvað gott væri að
vita af þeim systrunum og heyra
malið í þeim eins og ljúfan lækj-
arnið sem gott væri að sofna við.
Verst ef þær þagna þá hrekkur
maður upp sagði hann strákslega.
Hann var hress þetta kvöld og
óvenju létt um mál, við spjölluðum
saman allt kvöldið um málefni okk-
ur báðum hugleikin, lífsbaráttu
fyrri tíma, hvernig menn komust af
í baráttu við óblíða náttúru og veð-
ur, hvernig hendingar eða forlög
virðast geta gjörbreytt öllum gangi
tilverunnar, skilið milli feigs og
ófeigs, valdið straumhvörfum í lífi
manna og þjóða. Þetta verður mér
minnisstætt kvöld og þegar við
kvöddumst vinirnir óvenju innilega
held ég að við höfum báðir fundið
það að við ættum ekki eftir að hitt-
ast oft úr þessu hvað sem öllum
batahorfum liði í augnablikinu.
Ekki fór það svo að við hittumst
ekki aftur því um hvítasunnuna
vorum við hjónin í Reykjavík og lit-
um þá inn hjá Óla og Ingu sem voru
að koma sér fyrir í íbúð sem þau
höfðu fest kaup á í Hafnarfirði. Nú
var Bleik brugðið. „Hér er mikið
umleikis og margt að sýsla, ég er
fluttur með eins og hinir hlutirnir
en geri ekkert gagn, hvorki við
flutning né annað,“ og auðfundið á
Óla þrátt fyrir að hann léti sér á
sama standa á yfirborðinu að hon-
um þótti miður og fann til vanmátt-
ar síns.
Við sátum svilarnir í eldhúsinu á
nýja heimilinu þeirra Ingu og ég
hafði orð á að útsýnið minnti mig
undarlega mikið á Tröðina þar sem
við hittumst fyrst. Víðsýnið út yfir
Faxaflóa, til Jökulsins og fjallanna,
ég hafði orð á að ég væri ánægður
með að þau Inga skyldu eignast
íbúð með þessu mikla útsýni sem
hann gæti notið meðan hann safn-
aði kröftum og næði heilsu á ný.
Óli lét sér fátt um finnast en vitn-
aði í Paradísarheimt eftir Laxness,
sagði eins og stundum áður að upp-
haf og endir þeirrar bókar væru al-
veg eins og sér alltaf hugleikin.
Bókin byrjar á því að Steinar bóndi
í Hlíðum undir Steinahlíðum er að
dytta að grjóthleðslu í túngarðinum
hjá sér og í bókarlok er Steinar
bóndi eftir viðburðamikið lífshlaup
um veröldina búinn að finna sann-
leikann, kominn aftur heim og byrj-
aður að dytta að grjóthleðslu í tún-
garðinum í Hlíðum undir
Steinahlíðum. Allt leitar uppruna
síns og hér er ég kominn. Ég skildi
síðar að þar tjáði Óli á sinn sér-
staka hátt að hann teldi að nú væru
senn bókarlok hjá sér sem reyndist
svo og rúmum tveim vikum síðar
var svili minn og góði vinur allur.
Ingveldur mágkona mín hringdi
til okkar seint á föstudagskvöldið
og flutti þessi sorgartíðindi. Ekki
get ég sagt að andlát Óla hafi komið
mér í opna skjöldu, Óli var alla tíð
heilsuhraustur en veiktist hastar-
lega sl. vetur og náði sér ekki eftir
það. Hann komst þó aftur heim til
Ingu sem var honum góð eiginkona
og jafnframt besti vinur. Óli átti
heima nokkrar góðar vikur og þó
vonir stæðu til að hann næði heilsu
á ný þá fór eins og jafnan að menn-
irnir álykta en almættið ræður.
Ég lýt höfði við kistu vinar míns
og bið honum blessunar á hin
ókunnu svið sem hann var svo sann-
færður um að biði okkar að jarðlíf-
inu loknu.
Ingveldi og börnum, barnabörn-
um og fjölskyldum þeirra vottum
við Rakel Rut og fjölskylda okkar
dýpstu samúð.
Heiðar Kristinsson.
Ólafur Emil Eggertsson, eða Óli
hús eins og hann var jafnan kall-
aður af samstarfsmönnum sínum og
íbúum í húsi Blindrafélagsins, réðst
til starfa hjá Blindravinnustofunni
árið 1989. Fyrstu árin starfaði hann
einkum við útkeyrslu og lagerstörf
en fluttist síðar í söludeildina þar
sem hann starfaði til dauðadags.
Jafnframt störfum sínum hjá
Blindravinnustofunni var Óli hús-
vörður í húsi Blindrafélagsins í
Hamrahlíð 17 síðastliðin tíu ár. Sem
húsvörður kynntist hann íbúum
hússins náið. Hann leysti eftir
bestu getu úr vanda þeirra sem til
hans leituðu enda var maðurinn
greiðvikinn með afbrigðum. Eins og
nærri má geta voru erindin sem til
hans bárust af margvíslegum toga
þar eð margir íbúanna eru blindir
eða sjónskertir. Auk þess að vera
greiðvikinn, var Óli hús alltaf léttur
í skapi og gerði óspart að gamni
sínu jafnvel þótt heilsu hans færi
hrakandi en hann átti við mjög
þverrandi heilsu að stríða undan-
farið ár.
Óla hús er nú sárt saknað af íbú-
um í Hamrahlíð 17 og samstarfs-
fólki hjá Blindrafélaginu og
Blindravinnustofunni.
Fyrir hönd íbúa og samstarfs-
manna sendum við Ingu og börnum
þeirra hjóna innilegustu samúðar-
kveðjur á sorgarstundu.
Ólafur Haraldsson og
Halldór Sævar Guðbergsson.
ÓLAFUR EMIL
EGGERTSSON
✝ Sigríður Brynj-ólfsdóttir fæddist
á Þverhamri í Breið-
dal 8. júlí 1922. Hún
lést í Sjúkrahúsi Nes-
kaupstaðar 4. júní
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Brynjólfur Guð-
mundsson, bóndi á
Ormsstöðum, f. 18.5.
1892, d. 1975, og
kona hans Guðlaug
Eiríksdóttir húsmóð-
ir, f. 19.8. 1894, d.
25.1. 1995. Systkini
Sigríðar eru Guð-
mundur Þór, f. 1920, d. 1963,
Guðný, f. 1923, búsett í Hafnar-
firði, gift Birni Jónssyni, Gyða, f.
1925, d. 1996, gift
Skúla Steinssyni, f.
7.12. 1924, d. 1980,
og Guðrún, f. 1927,
búsett í Reykja-
nesbæ, gift Valtý
Sæmundssyni.
Árið 1940 eignað-
ist Sigríður dóttur,
Sigrúnu Björnsdótt-
ur, sem lést 1955.
Sigríður ólst upp á
Ormsstöðum í Breið-
dal og bjó með for-
eldrum sínum þar til
hún tók við búinu að
föður sínum látnum.
Útför Sigríðar verður gerð frá
Heydalakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Alltaf fylgir því söknuður þegar
ættingi kveður þennan heim, og nú
er komið að leiðarlokum hjá Siggu
móðursystur okkar.
Hún Sigga frænka var sómakona,
stolt og bar höfuðið hátt. Hún var
bóndi alla sína starfsævi og skilaði
því vel, en varð að bregða búi fyrr en
hún hafði hugsað sér sökum riðuveiki
í fé. Ekki er hægt að segja að bú-
skapurinn hafi verið tæknivæddur á
Ormsstöðum, til dæmis var bærinn
líklega sá síðasti í sveitinni til að fá
dráttarvél, og alltaf var fengin aðstoð
við sláttinn. Við systkinin áttum því
láni að fagna að vera í sveit á Orms-
stöum og kynnast sveitastörfunum
og dýrunum á bænum. Og vegna
þess hve lítið var um nútímaþægindi
voru alltaf margir krakkar í sveit á
sumrin og gerði það veruna að sjálf-
sögðu skemmtilegri.
Eitt sumar var oft í minnum haft
sökum rigningar og kallaði Sigga það
alltaf „vitlausa sumarið“ því þá voru
krakkarnir að mestu inni með til-
heyrandi ókyrrð.
Frænka hafði ákveðnar skoðanir
og stóð fast á sínu og gat stundum
slegið í brýnu ef viðmælandinn var á
öndverðum meiði, og endaði þá sam-
talið gjarnan með orðunum: „Það er
nú eins og það er og þýðir ekki að
tala um það,“ og málið var útrætt.
Sigga varð fyrir því áfalli 33 ára
gömul að missa einkadóttur sína, þá
15 ára, úr krabbameini og hefur það
eflaust sett mark á þessa ákveðnu
konu.
Til þess var tekið hversu vel hún
var alltaf til höfð, jafnvel klæddi sig
uppá á sunnudögum þegar ekki var
nokkurra gesta von. Dýravinur var
hún og mátti ekkert aumt sjá. Bú-
skapurinn farnaðist henni vel og
ærnar hennar hlýddu henni er hún
kallaði, þannig að létt var að koma
þeim í hús þegar þurfti með. Hún var
mjög lánsöm hve nágrannarnir voru
hjálpsamir og stóðu þau Einar og
Stella í Felli henni næst, slógu túnin
fyrir hana og hjálpuðu á allan hátt.
Hún gat ekki hugsað sér að hún
þyrfti að yfirgefa Ormsstaði og búa á
einhverju hjúkrunarheimili og varð
henni að ósk sinni í því tilfelli þar sem
hún dvaldi heima þar til fyrir rúmum
mánuði.
Hvíl í friði, kæra frænka.
Sæmundur, Guðlaugur,
Anna Marta og Brynja Þóra.
Elsku Sigga frænka. Mín fyrsta
minning um þig er þegar þú dvaldir
heima hjá foreldrum mínum eftir að-
gerð, þá var ég sex ára. Þú sagðir
mér sögur úr sveitinni frá ömmu, afa
og dýrunum, ég var svo heilluð að
mín stærsta ósk var að fara með þér
austur um sumarið og var það auð-
fengið. Við fórum með strandferða-
skipi og veifaði ég til mömmu og
pabba eins og heimsdama sem hefði
ekki gert annað en að fara að heiman,
sveitin heillaði það mikið.
Í mörg sumur fór ég austur í
Breiðdal að Ormsstöðum, dvaldi þar
líka einn vetur eftir andlát föður
míns, í góðu yfirlæti hjá ömmu, afa
og þér. Þaðan á ég mínar bestu
æskuminningar við leik og störf.
Þú varst sterkur persónuleiki og
hafðir einstaka lífssýn. Ekki voru
það veraldlegir hlutir sem skiptu þig
máli heldur blómin, náttúran og
sveitin þín þar sem þú bjóst nánast
alla tíð.
Þín verður sárt saknað en minn-
ingin um þig verður ávallt hjá mér,
það hefur auðgað mig og þroskað að
hafa notið þeirra forréttinda að
kynnast þér.
Ég kveð þig með söknuði, elsku
Sigga mín, en veit jafnframt að nú
ert þú búin að hitta Sigrúnu dóttur
þína sem þú misstir unga og aðra
ættingja sem farnir eru yfir móðuna
miklu.
Hvíl í friði.
Þín frænka
Guðrún.
Ég var níu ára þegar ég fór fyrst í
sveitina til sumardvalar hjá ömmu,
afa og Siggu og var hjá þeim næstu
fimm sumur. Margar eru minning-
arnar sem streyma fram í hugann;
fjallgöngur, rýja kindur, raka dreif
og margt margt fleira. Enginn var
bíllinn á bænum eða dráttarvél, bara
fluga gamla sem sett var fyrir kerr-
una á vorin og farið var út á Breið-
dalsvík að kaupa hveiti- og sykur-
sekki o.fl. sem þurfti fyrir sumarið,
því við vorum svo mörg krakkarnir
og sísvöng. Oft var fjör í kotinu og
þurfti Sigga að ganga á milli okkar
krakkanna í látunum og hafði lúmskt
gaman af.
Sigga sá að mestu um búskapinn
því amma og afi voru orðin fullorðin.
Hún var með rúmlega 100 kindur og
þekkti hverja einustu með nafni. Það
var nóg fyrir hana að flauta á þær úti,
þá komu þær. Hún var dugnaðar-
forkur í öllu sem hún tók sér fyrir
hendur, sérstaklega útiverkum sem
hún sagðist hafa miklu meira gaman
af en inniverkum, enda var hún mikið
náttúrubarn og elskaði öll dýrin sín.
Árið 1955 varð Sigga fyrir gífur-
legu áfalli þegar hún missti sólar-
geislann sinn, hana Sigrúnu, úr
krabbameini aðeins 15 ára gamla.
Oft sagði hún mér sögur af henni og
fylltist svipur hennar þá svo mikilli
blíðu að mann langaði til að gráta,
fannst þetta svo óréttlátt.
Ég er henni ævinlega þakklát fyrir
hvað hún var mér alltaf góð að leyfa
mér að vera þessi sumur og fá að
vera með ömmu og afa og kynnast
sveitalífinu. Nú veit ég að hún er
komin til Sigrúnar sinnar og allra
sem henni voru kærastir. Ég geymi
alltaf minninguna um Siggu frænku.
Guðlaug Skúladóttir.
SIGRÍÐUR
BRYNJÓLFSDÓTTIR