Morgunblaðið - 13.06.2005, Side 32
32 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Atvinnuauglýsingar
Byggingafræðingur
óskast sem allra fyrst á arkitektarstofu í Hafn-
arfirði. Skilyrði að vera reyklaus. Umsóknir
sendist á netfangið: arkitektar@solark.is .
Ferðaskrifstofustarf
Starfsmaður óskast á innanlandsdeild ferða-
skrifstofu. Starfið felst í bókunum og úrvinnslu
ferða fyrir erlenda ferðamenn.
Menntunar- og hæfniskröfur:
Góð tungumálakunnátta, franska og enska
nauðsynleg.
Góð tölvukunnátta.
Viðkomandi þarf að geta byrjað sem fyrst.
Umsóknir sendist á margret@terranova.is.
Boðað er til aðalfundar Hjartaverndar, landsamtaka,
þriðjudaginn 14. júní n.k. að Holtasmára 1, Kópavogi, 4. hæð.
Fundurinn hefst kl. 12:00.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Hjartavernd sjálfseignarstofnun, samþykkt skipulagsskrár.
3. Önnur mál.
Aðalfundur Hjartaverndar
Stjórnin.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ELÍSABET FINNBOGADÓTTIR,
lést á Líknardeild Landspítalans mánudaginn 6. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Öllum þeim sem sýnt hafa samúð og vinarhug við andlát og útför Elsu
eru færðar hugheilar þakkir.
Finnbogi Gunnarsson, Anna Jóhannsdóttir,
Sigríður Jóhanna Gunnarsdóttir, Steinar Jónsson,
Sigurður Már Gunnarsson, Indíana Unnarsdóttir
og barnabörn.
NÝLEGA útskrifuðust 33 leiðsögumenn frá Leiðsögu-
skóla Íslands. Að þessu sinni útskrifuðust 32 af al-
mennu kjörsviði og einn af göngukjörsviði. Nemendur
af almennu kjörsviði voru nýkomnir heim úr 6 daga
hringferð um landið en kennslu- og æfingaferðir eru
mikilvægur liður í náminu. Í haust verður boðið upp á
þrjár leiðir í leiðsögunámi, almenna leiðsögn, göngu-
leiðsögn og nýtt kjörsvið, afþreyingarleiðsögn.
Útskrift frá Leiðsöguskóla Íslands
SAMTÖK sjálfstæðra skóla hafa sent
frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er
ánægju með jákvæða þróun í fjár-
framlögum til sjálfstæðra skóla og
þær hækkanir sem orðið hafa.
„Á undanförnum árum hefur mikið
verið fjallað um fjárhagsvanda sjálf-
stæðu skólanna enda hafa fjárfram-
lög með nemendum þeirra verið mun
lægri en í þeim grunnskólum sem
sveitarfélögin reka sjálf,“ segir í frétt
frá samtökunum. „Reykjavíkurborg
hefur hækkað framlag sitt til sjálf-
stæðu skólanna og Samband ís-
lenskra sveitarfélaga hefur hækkað
útreikninga sína en enn vantar tals-
vert upp á að sambærilegt fjárfram-
lag fylgi öllum nemendum. Þannig
hyggst Reykjavíkurborg greiða um
413.000 kr. með hverjum nemanda í
sjálfstæðum skóla og sveitarfélög
sem fylgja reglum Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga greiða frá
331.000 kr. og upp í 429.000 kr. eftir
stærð skóla og 524.000 fyrir fámenna
skóla með færri en 10 börn í árgangi.“
Eru þessar hækkanir sagðar mikil
réttarbót, „en betur má ef duga skal
til að tryggja sjálfstæðum skólum
sama rekstrar- og afkomugrundvöll
og skólum sveitarfélaganna. Aðeins
eitt sveitarfélag á landinu, Garðabær,
hefur tekið það skref til fulls og greið-
ir nú sama framlag, 516.000 kr., með
hverjum nemanda óháð því hvaða
skóli verður fyrir valinu,“ segir þar
ennfremur.
Samtök sjálfstæðra skóla fagna
einnig auknum framlögum til leik-
skólareksturs og taka heils hugar
undir það sjónarmið sem fram kemur
í nýjum samþykktum bæjarráðs
Garðabæjar um að fullar greiðslur
með börnum í sjálfstæðum leikskól-
um hefjist strax við eins árs aldur.
Samtök sjálfstæðra skóla
fagna auknum fjárframlögum
kannski dag og dag. Bára hefur
ekki síst umsjón með gistihúsinu og
segir hún þar 4-5 starfsmenn yfir
sumarið en að vetrinum er gestum
þjónað frá veitingaskálanum.
„Hér er talsverð eftirspurn eftir
gistingu fyrir hópa og með þessari
stækkun getum við þjónað þeim enn
betur,“ segir Kristinn Guðmunds-
son og segir ágæta nýtingu á gisti-
heimilinu réttlæta þessa fjárfest-
ingu. Húsið var flutt frá SG
einingahúsum á Selfossi og verður
sett saman á fáum dögum. Er von á
fyrstu gestunum fyrir mánaðamót.
Kristinn segir um 60 störf tengd
rekstrinum yfir sumarið, ársstörf
má telja um 35. Fyrir þremur árum
tóku þau einnig við rekstri veit-
VERIÐ er að taka í notkun 8 her-
bergja viðbótarhúsnæði sem bætist
við 18 herbergja Gistihús Stað-
arskála sem tók til starfa fyrir ell-
efu árum og er steinsnar frá skál-
anum. „Við höfum litið á þennan
rekstur sem þjónustu við vegfar-
endur,“ segir Bára Guðmundsdóttir
sem enn stendur vaktina eftir 45 ár
en 9. júní voru liðin 45 ár frá Stað-
arskáli tók til starfa. Það er næstum
því skylda eða hefð meðal ferða-
manna að hafa viðdvöl í Stað-
arskála á ferð milli Norður- og Suð-
urlands.
Bára og maður hennar, Magnús
Gíslason sem nú er látinn, og bróðir
hans Eiríkur hófu reksturinn og Ei-
ríkur er einnig ennþá við störf,
sinnir bílstjórum sem koma um og
eftir lokun klukkan hálftólf og
nokkuð fram eftir nóttu. Má segja
að þetta sé lýsandi fyrir þá þjónustu
sem Staðarskáli hefur veitt gegnum
árin, þar eru menn alltaf á vakt og
boðnir og búnir að veita greiða –
ekki síst ef eitthvað bjátar á. Bára
segir að dóttir sín, Vilborg, og
tengdasonur, Kristinn Guðmunds-
son, hafi nú tekið mikið við daglegri
stjórn en hún er þó alltaf viðloð-
andi.
„Ég er hér yfirleitt ef ég er ekki í
burtu“, og er því trúað varlega að
hún sé nokkuð að ráði í burtu,
ingaskálans við Brú. Þá hafði Olíu-
félagið sinnt honum í nokkur ár en
lagði hann síðan inní hlutafélagið
Staðarskáli ehf.
Þau Bára og Kristinn segja um-
ferðina hafa aukist mjög síðari ár
eftir því sem vegir hafi batnað og
flutningar á landi aukist. Ekki sé
lengur tiltökumál að renna fram og
tilbaka milli landshluta á einum og
sama degi og umferðin hefjist strax
snemma að morgni. „Hér er opið
frá 8 til 23.30 og við fáum oft fólk
sem hefur lagt af stað snemma
hingað inn í morgunkaffi og þeir
sem fara fram og tilbaka á sama
degi koma gjarnan við á báðum
leiðum.“ Flutningabílstjórar eru
fastagestirnir og koma þeir í
löngum röðum bæði að norðan og
sunnan á hverjum degi. Leggja þeir
upp síðdegis eða undir kvöldmat og
taka stutta hvíld í Staðarskála, fá
eldsneyti fyrir bílana og skrokkinn.
Finnst bílstjórunum þægilegt að fá
þjónustu fyrir bílana meðan þeir fá
næði til að borða en Gunnar Jóns-
son sér um bensínstöðina, setur olíu
á bílana og færir þá til og frá meðan
karlarnir nærast. Gunnar kann fag-
ið nokkuð vel því hann ók hjá KEA á
árum áður eða þar til aksturinn var
boðinn út fyrir um áratug. Þá var
honum boðið að vinna í Staðarskála
í nokkra daga og þeir standa enn.
Stækka gistihúsið við Staðarskála
Húsinu með herbergjunum átta slakað á grunninn.
Morgunblaðið/jt
Mæðgurnar Bára Guðmundsdóttir og Vilborg Magnúsdóttir í sal skálans.
Morgunblaðið/jt
Kristinn Guðmundsson og Gunnar Jónsson utan við skálann.
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
Karl Guð-
mundsson þýddi
Rangt var farið með nafn þýð-
anda ljóðsins Kviksaga frá býlinu
eftir írska skáldið Daíthí Ó hÓgá-
in sem birtist í Lesbók sl. laug-
ardag.
Rétt er að Karl Guðmundsson
þýddi ljóðið. Beðist er velvirðing-
ar á þessum mistökum.
LEIÐRÉTT
FRJÁLSLYNDI flokkurinn (FF)
krefst opinberrara rannsóknar á sölu
ríkisbankanna. FF minnir á orð
Sverris Hermannssonar á landsþingi
FF 2003: ,,Sala ríkisbankanna myndi
hafa orðið banabiti ríkisstjórnar í
venjulegu lýðræðis- og þingræðis-
ríki... Þegar formanni Framsóknar
hafði tekizt að vekja upp gamla SÍS-
drauga og framkvæmdastjóri Sjálf-
stæðisflokksins vildi ekki sleppa sín-
um tökum og flokksins á Landsbank-
anum (LÍ), söðlaði ráðstjórnin alveg
um og seldi sér og sínum ráðandi hluti
í bönkunum.“ FF segir að nú hafi ver-
ið upplýst að LÍ hafi lánað vinum ráð-
herranna fé til kaupanna og að for-
sætisráðherra hafi stýrt sölu
Búnaðarbanka og VÍS. „Þessa spilltu
stjórnarhætti verður að leggja af.“
Krefst rannsóknar