Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 13.06.2005, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ 2005 35 DAGBÓK Lifun hefur fest sig í sessi sem nýstárlegt tímarit Blaðið er unnið á faglegan hátt þar sem samspil fallegra mynda og áhugaverðra uppskrifta opnar auglýsendum nýja leið að mikilvægum markhópi. Lifun er dreift í 60.000eintökum og mun fimmta tölublaðið koma út 25. júní næstkomandi. Panta þarf auglýsingar fyrir kl. 16 miðvikudaginn 15. júní Umsjón: Halla Bára Gestsdóttir og Gunnar Sverrisson. Auglýsingar: Sif Þorsteinsdóttir, sími 569 1254. – auglýsingar 569 1111 Fátækt og aldraðir UNDANFARIN misseri hefur farið fram nokkur umræða um málefni aldraðra og fyrir stuttu var greina- flokkur í Morgunblaðinu um þessi mál og í leiðara sama blaðs í dag, þriðjudag 31. maí, er sagt að félags- málaráðherra og heilbrigð- ismálaráðherra hafi gert vel við aldraða og þá sérstaklega við hina lægst launuðu. Oft er vitnað í að tekjutryggingarauki hafi hækkað verulega, sem er rétt, hann hækkaði um 2.000 kr. eftir samning 2002, en það gleymist alltaf að segja frá því að þennan tekjutryggingarauka óskertan fengu aðeins 347 manns miðað við 1. des. 2004, og ef menn vinna fyrir nokkrum krónum til að bæta kjör sín, þá skerðast greiðslur frá Tryggingastofnun strax. Samtök eldri borgara samþykktu á lands- fundi sínum fyrir nokkru athygli- verða tillögu um lagfæringu launa til hinna lægst launuðu aldraðra, en í tillögu þessari er bent á að eldri borgarar, sem eru komnir á eft- irlaun, eða við það að komast á eft- irlaun, verða nú að greiða skatta af þeim grunnlífeyri sem þeir fá frá al- mannatryggingum. Aldraðir hafa alla sína tíð greitt gjald til almanna- trygginga án þess að það hafi nokk- urn tíma verið dregið frá skatti og er ellilífeyririnn raunveruleg endur- greiðsla þess fjár. Þarna eru aldr- aðir að greiða skatta af endur- greiðslu sem þeir eru að fá og voru búnir að greiða skatta af áður. Þetta er því raunveruleg tvísköttun. Þeir eldri borgarar sem fá einhverjar greiðslur úr lífeyrissjóðum, verða að búa við það, að þessar greiðslur hafa áhrif á tekjutrygginguna og að tekjutrygging lækkar í hlutfalli við auknar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þannig virka auknar tekjur úr líf- eyrissjóði sem lækkun bóta al- mannatrygginga. Þá má benda á að hækkun frítekjumarka fylgir ekki kaupgjalds- eða launavísitölu, og skattleysismörk hafa lækkað mikið sem hlutfall af launum frá 1988 er staðgreiðslukerfið var tekið upp. Þannig má það vera öllum ljóst að ef farið verður að tillögum sambands eldri borgara og grunnlífeyrir eða ellilífeyrir verður skattfrjáls virkar það sem kjarabót til hinna tekju- minnstu eftirlaunaþega, hefur engin áhrif til þeirra tekjuhæstu vegna skerðingar ákvæða í lögum um Tryggingastofnun. Það eru fleiri atriði í samþykktum eldri borgara frá landsfundinum, sem benda á leiðir til kjarabóta aldr- aðra og gaman væri nú ef stjórnvöld færu nú að hlusta á aldraða og taka mark á þeim, því það eru jú aldraðir sjálfir, sem vita hvar skórinn krepp- ir og hvað þarf að gera. Karl Gústaf Ásgrímsson, eftirlaunaþegi og form. FEBK. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist alla mánu- daga kl. 14. Boccia kl. 10. Vinnustofan opin alla daga. Aflagrandi 40 | Ath. bókabíllinn kl. 13.30–14.00. Árskógar 4 | Bað kl. 8–14. Handa- vinna kl. 13–16.30. Smíði/útskurður kl. 13–16.30. Félagsvist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og dagblöð, kl. 11.15–12.15 matur, kl. 13–16 brids, kl. 14.30–15.30 kaffi. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld í Gull- smára kl. 20.30. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist verður spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids spilað í dag kl. 13.00. Farþegar í Snæfellsnesferð, munið fundinn mánudag kl. 14.00 í Ásgarði, Glæsibæ. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Op- ið í Garðabergi frá 12.30 til 13.30. Hornafjarðarferð: farið verður frá Garðabergi 14. júní kl. 09. Félagsstarf Gerðubergs | Á morgun og miðvikud. kl. 13.30 „Mannrækt, trjárækt“ gróðursetning í Gæðareit með börnum frá leikskólanum Hraun- borg. Katrín Jakobsdóttir, form. um- hverfisráðs Reykjavíkur, verður með og fulltrúar frá Garðyrkjufélagi Ís- lands. Á eftir er kaffihúsastemming í Hraunborg. Hraunbær 105 | Kl. 9 postulínsmálun og opin vinnustofa, kl. 10 fótaaðgerð, bænastund, kl. 12, hádegismatur, kl. 13.30 skrautskrift, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Jóga kl. 9–10. Böðun fyir hádegi. Hádegisverður. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Fótaað- gerðir sími 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er opið öllum aldurshópum. Betri stofa og Listasmiðja 9–16: Frjáls handa- vinna. Félagsvist kl. 13.30. Lands- bankinn 6. og 20. júní kl. 10–10.30. Dagblöðin liggja frammi. Hádeg- ismatur og síðdegiskaffi. Hár- greiðslustofa 568 3139. Nánari upp- lýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 10 ganga, kl. 13 opin vinnustofa, kl. 9 op- in fótaðgerðastofa. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30. Handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 Leikfimi (júní–júlí ). Kl. 11.45–12.45 há- degisverður. Kl. 14.30–15.45 kaffiveit- ingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, handmennt kl. 9.30 til 16.00, hárgreiðsla, fótaaðgerðir og böðun, frjáls spilamennska kl. 13.00. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Aukamöguleiki. Norður ♠9754 ♥DG7542 ♦104 ♣2 Suður ♠KDG10863 ♥Á63 ♦– ♣ÁKD Suður verður sagnhafi í sex spöðum eftir þessar glaðbeittu sagnir: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði 2 tíglar 3 spaðar 5 tíglar 6 spaðar Pass Pass Pass Hvernig er best að spila með tíg- ulkóngnum út? Trompásinn verður ekki tekinn af vörninni, svo engan slag má gefa á hjart- að. Til greina kemur að spila upp á blank- an hjartakóng, en betra er að reikna með kóng öðrum austur og svína. Og það er jafnvel hugsanlegt að ráða megi við kóng- inn þriðja réttan, til dæmis ef legan er þessu lík: Norður ♠9754 ♥DG7542 ♦104 ♣2 Vestur Austur ♠Á ♠2 ♥10 ♥K98 ♦KDG982 ♦Á7653 ♣76543 ♣G1098 Suður ♠KDG10863 ♥Á63 ♦– ♣ÁKD Útspilið er trompað, tígli hent í lauf og þriðja laufið trompað í borði. Síðan er svínað í hjarta. Eftir þennan undirbúning er trompi loks spilað. Og viti menn – vest- ur lendir inni á stökum trompás og getur ekki annað en spilað láglit út í tvöfalda eyðu, sem þýðir að sagnhafi losnar við hjartatapslaginn heima. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.